Alþýðublaðið - 30.08.1942, Blaðsíða 6
ALS»YÐUi3LA©iÐ
Sunnudagur 30. ágúsí 1S42.-
%
Alþýðublaðið
Kostar, frá 1. sept. n. k., 30 aura í lausasÖlu.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Áskrittagjald
Alþýðublaðsins helzt óbreytt utan Reykja-
víkur,, fyrst um sinn, þar til öðru vísi verður
ákveðið.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Ellilaun og ðrorkubætur
Umsóknir um ellilaun og örorkubætur fyrir árið
1943 skal skilað fyrir lok septembermánaðar.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu borgarstjóra,
Pósthússtræti 7, herbergi 26 3. hæð alla virka daga kl.
10—12 og 2—5 nema laugardaga eingöngu kl. 10—12.
Umsækjendur geta fengið aðstoð við að fylla út
eyðublöðin á sama stað og tíma. Þeir eru sérstaklega
beðnir að vera við því búnir að gefa upplýsingar um
eignir sínar og tekjur frá 1. okt. 1941 og um framfærslu-
skylda venzlamenn sína (börn, kjörbörn, foreldra,
kjörforeldra, maka).
Þeir, sem sækja um örorkubætur fyrir árið 1943
og hafa ekki notið þeirra árið 1942 verða að fá örorku-
vottorð hjá trúnaðarlækni Tryggingarstofnunar ríkis-
ins. Þeir öryrkjar, sem notið hafa örorkubóta á þessu
ári, þurfa ekki að fá nýtt örorkuvottorð nema þeir fái
sérstaka tilkynningu um það.
Trúnaðarlæknirinn verður fyrst um sinn til við-
tals á læknmgastofu sinni, Vesturgötu 3, alla vika daga
nema laugardaga.
Ef umsækjendur senda ekki umsóknir sínar á rétt-
um tíma, mega þeir búast við því, að þær verði ekki
teknar til greina.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
HANNES Á HORNINU
Framh. af 5 s.íðu.
hann ánægjulegur á svip niður í
skúffuna. En hvað hann var heima
hjá sér! — Þá tók hann silfurdós-
irnar og rétti atvinnumálaráð-
herra, er sat í grennd við hann.
Ráðherrann hafði nýlega troðfyllt
nef sitt af líku rusli, en ritaranum
til þóknunar tróð hann dálitlu upp
i nef sér, en allmikið sáldur féll
niður á gólf.“
„ÞÓTT HÉR SÉ um þaulvön
nef að ræða, frussa þau óþverran-
um við og við yfir pappírana og
út í deildina, en vasaklútarnir taka
við nokkuru. Þessa athæfis ritara
og ráðherra gætti forseti ekki —
En þegar hér var komið sögu bar
honum að hringja, og þá fyrst í
þetta skipti, og biðja ritara og ráð-
herra að athafna sig annars staðar,
ekki inni í deildinni. Hvað á að
taka til bragðs, Hannes, eru deildir
alþingis að verða krár drykk-
feldni, reykinga og neftroðnings? “
ÞESSI MYND úr efri deild er
smækkuð mynd af þjóðinni. Það
er mjög misjafnt hvernig menn
fara með tóbak. Ekki áfellist ég
þá, sem taka í nefið. Ekki myndi
ég kjósa þann mann á þing, sem
vildi banna innflutning á neftó-
baki! Bréf gestsins birti ég af því
að það hefir mikið til síns máls —
og mér er kunnugt um að gestur
þessi neytir ekki tóbaks eða víns
og er hinn mesti fyrirmyndarmað-
ur í hvívetna, enda alþekktur í
Reykjavík fyrir snyrtimennsku og
virtur og elskaður af þúsundum
bæjarbúa.
„KERLING I GARÐSHORNI"
skrifar: „Morgunblaðið birtir vísu-
stúf s.l. laugardag, sem ég tel rangt
feðraðan. Segir það að Kolbeinn
hafi ort þennan vísuhelming:
„Fjalla hlés í faðminn út
firðir nesjagrænir.“
í ,,Heimleiðis“ 1917 segir Step-
han G.:
„Falla hlés í faðminn út
firðir nesjagrænir.
Náttklædd Esjan ofanlút
er að lesa bænir.“
Hér er mólum blandað hjá
Mor gunblaðinu. “
Hannes á horninu.
LÆKNIRINN SEM VARÐ
HEIMSFRÆGT SKÁLD
Framh. af 4. síðu.
að skrifa niður það, sem fólk
segir, en að semja sögu. Dr.
Johnson sagði fyrir löngu síðan,
að það væri miklu þægilegra að
skrifa samtöl en setja saman at-
burði. Þegar ég lít í minnisbæk-
ur mínar frá því ég var átján
til tuttugu ára og les drög að
leikþáttum, finnst mér samtölin
eðlileg og blátt áfram. Ég brosi
ekki lengur að gamanyrðunum,
en þau eru sögð á þann hátt, sem
venjulegt er. Viðfangsefni þess-
ara leikrita minna voru dökk
og þau enduðu í dauða og skelf-
ingu.
Næstu tvö eða þrjú árin gerði
ég nokkra einþáttunga og sendi
ýmsum leikstjórum. Einn eða
tveir komu ekki aftur, og þar
sem ég átti engin afrit af þeim
týndust þeir um aldur og ævi.
Hina örvænti ég um og kastaði
þeim og tortímdi. Svo hætti ég
við leikritagerðina um skeið og
snéri mér að skáldsagnagerð.
Þegar ég hins vegar hafði samið
nokkrar skáldsögur og átti
smásagnabindi fullbúið til
prentunar, settist ég niður og
skrifaði fyrsta langa' sjónleikinn
minn. Hann nefndist Heiðurs-
maðurinn. Ég fór með handrit-
ið til Forbes Robertsson, sem þá
va-r vinsæll leikari. Hann skil-
aði því aftur eftir þrjá eða
fjóra mánuði. Þá sendi ég Char-
les Frohman það, og hann endur
sendi það líka. Ég sá skjótt, að
ég hafði i rauninni ekkert á-
unnið mér enn annað en all-
góða þekkingu á aðferðum þeim,
er höfundar fara einkum eftir,
þegar þeir skrifa leikrit. Svo
var ég fátækur og sá nú, að pen-
ingar eru afl þeirra hluta, sem
gera skal. Ég braut nú heilann
um, hvað hefðarkonum mundi
falla bezt í geð, og þegar ég
komst að niðurstöðu, skrifaði
ég Lady Frederiek. Svo samdi
ég Mrs. Dot. Þá fór mig að
gruna, að ég gæti ekkert skrif-
að, sem hefðarkonum félli vel í
geð, svo að nú snéri ég mér að
leikritum handa karlmönnum.
Ég samdi Jack Straw.
Ég var að því kominn að
leggja leikritagerðina á hilluna,
því að endursend leikrit hafa
allt af dregið úr mér kjarkinn.
En sem betur fór fannst Golding
Bright eitthvað varið í leikrit
mín og tók sér fyrir hendur að
koma iþeim á framfæri. Hann
sendi þau hverjum leikstjóran-
um á fætur öðrum, og loks var
Lady Frederick sýnd í Court
Theatre. Það var árið 1907, og
hafði ég þá beðið í tíu ár og skrif
að sex löng leikrit. Þremur
mánuðum síðar var Mrs. Dot
sýnd í Comedy og Jack Straw
í Vaudeville. Þessi þrjú leikrit
voru sýnd lengi. Uppgangur
minn var því skjótur og mikill
og mér létti mjög.
Ntitíma ftilk notar Thera
Kanpmena panta
Cream
HEILDVERSLUN GUÐM. H. ÞÓRÐARSSONAR,
Grundarstíg 11. — Sími 5369.
tinðmnndnr Halldórsson
«
prentari fimmtaoar.
T D A G á fimmtugsafmæli
■K einn af ágætustu félögum
Hins íslenzka prentarafélags,
Guðmundur Halldórsson, vél-
setjari í Ríkisprentsmiðjunni
Gutenberg.
Það hefir verið svo meðal
prentara, og sjálfsagt innan
fleiri verkalýðsfélaga, að þeir,
sem komnir eru yfir fimmtugt,
hafa verið taldir meðal hinna
„eldri félaga“. En það er eins
og þetta sé að breytast. Þarna
koma þeir hver af öðrum, sem
verður minna fyrir að stökkva
yfir þenna áfanga ævinnar en
unglömbum yfir stekkjarvegg,
og er Guðmundur framarla í
þeim hópi. Ef til vill er skýring-
arinnar á því, að ’fimmtugir
menn virðast nú unglegri en
áður, þar að leita, að lífsbarátt-
an sé ekki út af eins hörð og
áður var, en það ber fyrst og
fremst að þakka samtökum og
baráttu alþýðustéttanna fyrir
bættum kjörum fólksins: Sæmi-
legra kaupgjaldi, styttri vinnu-
tíma, minni þrældómi, fleiri
frjálsum stundum, hollari húsa-
kynnum, meira öryggi í at-
vinnuleysi og veikindum, lengra
sumarleyfi, í stuttu máli: mann-
legra menningarlífi.
Og Guðmundur Halldórsson
hefir staðið framarlega í sam-
tökum og baráttu prentara fyrir
bættum kjörum og aukinni
menningu. Hann hefir verið
gjaldkeri prentarafélagsins í 9
ár, ritari þess í 7 ár, formaður
Reykjávíkurdeildar H.Í.P. (með
an sú skipun var á félaginu) í
1 ár og endurskoðandi reikn-
inga félagsins í 3 ár. Enn frem-
ur hefir hann verið fulltrúi fé-
lagsins á Alþýðusambandsþingi,
iðnfulltrúi og nú í iðnaðar-
nefnd. Hann hefir verið formað-
ur starfsmannafélags Ríkis-
prentsmiðjunnar Gutenberg frá
stofnun þess og gjaldkeri líf-
eyrissjóðs prentsmiðjunnar frá
því að hann var stofnaður.
Guðmundur er hinn traust-
asti félagi, vandvirkur og sam-
Guðmundur Halldórsson.
vizkusamur í félagsstörfum öll-
um, svo að af ber. Hann er
ekki margmáll á fundum, en
tillögugóður og öruggur í öllum
málum, og pennanum getur
hann beitt með prýði, eins og
blað H.Í.P. (Prentarinn) sýnir,
enda er hann gáfaður vel og
getur verið meinfyndinn ef því
er að skipta.
Guðmundur er prýðilegur
verkmaður og vel að sér í ís-
lenzku. Meðan hann var hand-
setjari, var hann löngum til
þess fenginn, að kenna nemun-
um fyrstu handtökin. Þar voru
þeir í góðum höndum.
Guðmundur er frábitinn því
að láta á sér bera; prúðmenni
hið mesta og hófsmaður um alla
hluti; óáleitinn í logni og leiði,
en blási andbyr gegn honum
eða stétt hans, mun hann þung-
ur á bárunni.
Þ. H.
Skðsmiða sanmavél
(Anker)
er til sölu.
Friðrik P. Welding,
skósmiður,
Hafnarstræti 23.
Tilkynnlng
mm skotæfingar
Á tímabilinu frá 31. ágústa til 15. september, 1942
mun setulið Bandaríkjanna við og við hafa skotæf-
ingar á skotmörk sem dregin verða af flugvélum. Æf-
ingastaðir og hættusvæði verða sem hér segir:
Æfingastaður:
Engey
Grótta
Keflavík
Kaldaðames
Hættusvæði:
Flóinn vestur af Engey
Flóinn norðvestur af Gróttu
Flóinn austur af Keflavík
Ölfusá og mýrarnar rétt sunnan
við Kaldaðarnes.
Á tímabilinu frá 31. ágúst til 15. september, 1942
við Ósa á Reykjanesi og verður skotið á skotmörk sem
verða á norðurströnd Ósa.
Varðmenn munu látnir gæta alls öryggis meðan á
æfingum stendur.