Alþýðublaðið - 09.09.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.09.1942, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 9. sept. 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ Leiðtogar Breta og Bandarikjamanna halda ræður um styrjaldarhorfurnar. Avinirnirmnnanniia að mikilvæg ar ákvarðanir hafa verið teknar Roosevelt Rássum mun verða hjálpað. ,Dáð ir en ekki orð mnnu sanna pað4 ROOSEVELT, forseti hélt í gær eina af hin- um frægu ræðum sínum við arineldinn og ræddi hann foæði um baráttuna við dýr- tíðina í Bandaríkjunum og um aðstöðuna á vígstöðvun- ;um. Um hinar fjórar aðalvíg- stöðvar Bandamanna sagði forsetinn: RÚSSLAND: Þjóðverjum hef ir enn ekki tekizt að vinna loka sigur þann, er þeir tilkynntu fyrir ári síðan, að þeir hefðu Unnið. Þjóðverjar hafa náð á sitt vald mikilvægum landshlut um af Rússlandi, en þeim hefir ekki tekizt að eyðileggja einn einasta af herjum Rússa. Og lát ið ykkur ekki skjátlast, takmark Hitlers er að eyðileggja heri Rússa. Rússar eyðileggja fleiri skriðdreka og flugvélar og fella fleiri þýzka hermenn en nokkrir aðrir. Hvað sem fyrir kemur mun Rússland standast og með hjálp Bandamanna sinna reka óvinina úr löndum sínum. KYRRAHAFIÐ: Við höfum stöðvað eina stórsókn Japana. Við höfum laskað flota þeirra stórkostlega. En þeir eru enn sterkir og vilja eiga frumkvæð- ið og munu því vafalaust hefja sókn að nýju. Við megum ekki gera of mikið úr sigri okkar á Salomonseyjum. Við megum heldur ekki draga úr sigri okk- ar við Midway, því að þar stöðv uðum við mikla sókn Japana. MIÐJARÐARHAFIÐ: Hér eiga hersveitir Breta, Indverja, Suðurafríkumanna, Nýsjálend- inga og annarra Bandamanna, þar á meðal okkar ,í miklum bardögum við Þjóðverja og ítali Möndulherirnir sækjast eftir yfirráðum á Suessvæðinu, við Rauðahaf og á ströndum Ind- landshafs, þar sem þeir vilja ná sambandi við japanska flotann. Orrustan er nú hafin og við er- iun vongóðir um úrslitin. VESTUR-EVRÓPA, síðast en ekki sízt: Hér er takmarkið inn rás á meginlandið. Það er hægt að gera innrásina á mörgum stöðum, en þið búizt ekki við því af mér, að ég segi ykkur nán ar frá því, en ég get fullvissað ykkur um að undirbúningur á sér stað hér og í Englandi. Það verður að brjóta mátt Þjóðverja á vígvöllunum í Evrópu. Margir leggja til, að við ein- beitum okkur að einhverjum einum af vígvöllum þessum, en enginn hefir nefnt, hvern þeirra eigi að yfirgefa. Enginn mundi leggja til, að við hættum að styðja Rússa, létum Japani ein- ráða á Kyrrahafi eða hættum við innrásina. Við munum ekki vanrækja neinn þessara staða. Mikilvægar hernaðarlegar á- Churchill og Roosevelt Tveir leiðtogar Bandamanna hafa haldið merkilegar ræður, sem munu skýra margt og stappa stálinu í marga fylgis- menn lýðræðisins. Hér birtist mynd af þeim Churchill og Roosevelt, tekin í Washington fyrir nokkru. kvarðanþ- hafa verjð teknar. Þið mrtfnið þegar tími ér til kominn fá að vita, hverjar þær eru og það munu óvinir vorir líka, Ég get sagt ykkur, að þess ar ákvarðanir stefna að því að hefja sókn. í dag, níu mánuð- um eftir árásina á Pearl Har- hor, höfum við sent hurt frá landi okkar þrisvar sinnum fleiri menn en við fluttum til Frakklands fyrstu níu mánuði fyrra stríðsins. Við höfum gert þetta þrátt fyrir meiri hættur, og þótt við hefðum færri skip. Og enn meira lið heldur áfram að streymaí til annarra landa og mun lialda því áfram.“ Um heimavígstöðvarnar sagði Roosevelt, að ameríska þingið yrði að festa verðlag á landbún- aðarafurðum þegar í stað til þess að síðan sé hægt að festa kaupgjald. Ef þingið tæki ekki í taumana hótaði Roosevelt að nota vald sitt sem forseta til þess að grípa fram fyrir hendur þess og stöðva dýrtíðina í land- inu. í lok ræðu sinnar sagði Roose velt: Þeir menn, sem hugsa fyrst og fremst um eigin öryggi munu ekki vinna þetta stríð. Það mun ekki verða unnið af þeim, sem hugsa um eigin hag og pyngju. Þetta er harðasta stríð sögunn- ar og við þurfum ekki. að bíða eftir að sagnfræðingarnir svari spurningunni hvort við séum nógu harðgerð til þess að stand- ast það. Við getum svarað nú þegar: Já. London: — Kanadamenn og Rússar hafa gert mikilvægan verzlunarsamning og var hann undirritaður í gær. Smðskærnflobhar fella 100,000 Djóð- verja. Q AMKVÆMT fréttum, sem borizt hafa frá Rússlandi hefir sóvétstjórnin gefið skýrslu um starfsemi smáskæruflokk- anna í héruðum þeim, sem eru á valdi Þjóðverja. Segir í skýrslunni, að smá- skæruflokkarnir hafi fellt alls um 100,000 Þjóðverja, síðan striðið brauzt út. Á Leningrad- svæðinu hafa smáskæruher- menn drepið 20,000 þýzka her- menn og 700 foringja, það sem af er stríð^u. Meðal foringj- anna eru 11 offurstar og þrír herforingjar. Á Smolensksvæðinu eru, svo að vitað sé um 28 skipulagðir öflugir flokkar, sem berjast við innrásarherinn. Hafa þeir fellt 15,000 nazista. Á Kursksvæðinu hafa átta smáskæruflokkar fellt 9500 innrásarhermenn. Auk mannfallsins, sem smá- skæruflokkarnir hafa valdið Þjóðverjum hafa þeir skiljan- lega gert þeim mikið tjón á ann an hátt. Þeir hafa eyðilagt eða tekið herfangi mikinn fjölda flutningatækja, bifreiða, skrið- dreka ög brynvarinna bifreiða. Smáskæruflokkarnir eru nú \ mjög vel skipulagðir og oft eru margir sameinaðir í einn stór- an. Hafa þessir sameinuðu her- flokkar háð miklar orrustur við Þjóðverja. Einu sinni háði slík- ur flokkur bardaga við þýzkan her, sem hafði 100 skriðdreka. Endaði orrustan svo, að Russ- ar eyðilögðu 70 af skriðdrekun- i um. — Churehill CHURCHILL hélt yfir- litsræðu í brezka þing- inu í dag. Gaf hann að vanda hreinskilnislega skýrslu um núverandi ástand. Churchill var vel fagnað í þinginu, er hann stóð upp 'til þess að halda ræðu sína,- en rnenh hafa beðið eftir henni með nokkurri eftirvæntingu, þar eð þetta er fyrsta ræða hans, síðan hann kom úr Rúss- landsferð sinni. Hér fara á eftir helztu atriðin úr ræðu Churchills: RÚSSLAND: Churchill og Harriman, fulltrúi Roosevelts, ræddu við leiðtoga Rússa um allar hliðar stríðsins. Stalin fannst Bretland og Bandaríkin . ekki hafa gert nóg til þess að létta byrðinni af Rússum, sagði Churchill og er það ekki óeðlilegt eftir það, sem þeir hafa orðið fyrir .Við erum ,,sjó- dýr“, en þeir ,,landdýr“, sagði W. C. og gengur þeim því illa að skilja erfiðleikana á flutn- ingum á sjó. Churchill kvaðst feginn því, að honum hefði tekizt að sann- færa Stalin um hina óhaggandi ákvörðun Bretlands og U.S.A., að koma Rússum til hjálpar eins fljótt og mögulegt. „En dáðir en ekki orð munu sanna þetta“, sagði Churchill. BRETLAND og U.S.A.: Chur- chill sagði, að algert samkomu- lag væri milli Bretlands og Bandaríkjanna um það, hverja stefnu skuli taka í stríðinu. Hann skýrði frá því, að í júlí- mánuði hafi Roosevelt sent mjög mikilvæga sendinefnd til Bretlands og hafi hún átt hinar mikilvægustu viðræður við brezka leiðtoga. (Sjá á öðrum stað í blaðinu: Nefnd þessi kom við á íslandi á heimleiðinni). EGYPTALÁND: Áður en ég fór til Rússlands var útlitið ekki sem bezt fyrir okkur í Egypta- landi, sagði Churchill. Við höfð um misst 80,000 manns og ver- ið hraktir 600 km. afturábak. Það var óhjákvæmilegt að skipta um stjórn á 8. hernum og þar að auki óskaði Auchinleck eftir lausn. Það var ætlunin að gera Gott, herforinga að yfir- manni, en þá fórst hann í flug- slysi. Núverandi yfirmenn 8. hersins eru hinir beztu, sem á er að skipa. Roosevelt bauð að senda 50- 60,000 manna her til Egypta- lands og þannig áttu Banda- menn mikinn her á leiðinni, þeg ar hættan var sem mest. Þótt her Rommels sé 250,000 manns, er 8. herinn sterkari en nokkru sinni og í raun og veru nýr her. SJÓHERNAÐURINN: Skipa- tjónið er enn mjög mikið. Samt er það bersýnilegt, að í ágúst ,og fyrstu vikuna í september Stríðsfréttir í stuttu máli. London: Hinn hernaðarlegi landsstjóri í Lion í Frakklandi hefir verið rekinn úr stöðu sinni. Er það Laval sem fyrir því stendur og er ástæðan sú, að landsstjórinn neitaði að láta hersveitir sníar taka Gyðinga fasta fyrir engar sakir. Mikill bruni hefir orðið í Toulon, flota höfninni frönsku við Miðjarðar haf og er talið, að um skemmd- arverk sé að ræða. Var, það járnbrautarstöðin, sem brennd var. London:- Þýzkur herréttur hefir dæmt þrjá norska verka- menn til dauða. Voru þeir á- kærðir um að hafa gert árás á eina af lögreglustöðvum Oslo- borgar, en frá árásinni hefir áð- ur verið skýrt hér í blaðinu. * I New York: Bandaríkin hafa eftir samkomulag við Eqvador komið sér upp herstöðvum á Galapagoseyjum, sem eru und- an ströndum Suður-Ameríku. Þær eru mikilvægar fyrir varn- ir Panama. * London: — Boston flugvélar gerðu í gær árásir á Le Havre og Cherburg. Bretar misstu tvær orrustuflugvélar, sem fylgdu þeim. * Washington: — I lok næsta árs munu meira en 6 milljónir amerískra kvenna vinna að her- gagnaiðnaði, sagði McNutt, for- maður nefndar, sem fjallar um mannafla. * Washington: — Heimsveldis- stefnan er dauð og mun innan skamms hverfa, sagði Walter Nash, sendiherra Nýja Sjálands í USA í dag. * London: Þjóðverjar halda á- rásum sínum áfram vestan við Stalingrad en miðar enn mjög lítið áfram, enda eí vörn Rússa óbiluð. ^Þýzku hersveitirnar gerðu í gær tvö stóráhlaup með miklum stuðningi flugliðs og munu Rússar hafa hörfað lítið eitt. var fleiri skipum hleypt af stokkunum en sökkt var. Bar- áttan gegn kafbátunum fer harðnandi. DIEPPE: Eg álít árásina á Dieppe vera óhjákvæmilegan undirbúning undir innrásina á meginlandið, sagði Churchill. Fimm af hverjum sex hermönn- um, sem tóku þátt í árásinni, voru Kanadamenn. Churchill sagði frá mörgu öðru, sem stríðinu viðkemur, en að lokum fórust honum svo orð: „Brezka stjórnin stendur við hlið Roosevelts, þegar hann fyr ir nokkru sagði, að þeir, sem stæðu fyrir hryðjuverkunum í herteknu löndunum, mundu verða látnir standa fyrir dóm- stólum lýðræðisins. Svö farist allir þeir. sem gera slíka hluti aftur“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.