Alþýðublaðið - 16.09.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.09.1942, Blaðsíða 3
MiSvíkudagur 16- sept. 1942. ALÞYÐUBLAOIO Kanadamenn misstu 3350 við Dieppe. LONDON í gærkveldi. Landv^rnarAð- HERRA Kanada til- kynnti í Ottawa í dag mann- tjón kanadiska hersins, sem gerði árásina á Dieppe. Alls er manntjónið 3350 hermenn, fallnir, særðir eða týndir. Ráðherrann sagði um leið, að Kánadamenn væru stoltir af hugrekki því og heysti, sem hermennirnir sýndu í á- rásinni. fiestapo ræður rikj- um í Búiuarlu. London í gærkveldi. TÖÐUGAR fréttir berast nú af skemmdarverkum, uppþotum og annars konar ó- kyrrð í Búlgaríu. Hefir mikill fjöldi Gestapomanna verið sendur til landsins og má heita, að það sé á valdi þeirra. Hafa þeir verið settir sem verðir í allar mikilvægar verksmiðjur og á aðra hernaðarlega mik- ilvæga staði. í Póllandi hafa 27 menn ver ið teknir af lífi fyrir að vera í félagsskap föðurlandsvina. Stórorrustur utan við Stalingrad Ógurlegir bardagar um þorp eitt SV við borgina. Þjóðverjar nota flugher og stór skotalið meira ennokkru sinni. E Bretar gera víkinga árás á Tobmki Líbyu Mikil loftárás á borgina gerð um leið. LONDON í gærkveldi. ÞAÐ VAR TILKYNNT frá Kairo í dag, að brezkar hersveitir hafi fyrir nokkru gengið á land skammt frá Tóbruk á Libyuströnd og háð þar bardaga við Þjóðverja, unnið þeim allmikið tjón og stigið svo aftur á skipsfjöl. Um leið og árás þessi var gerð, fóru sprengjuflugvélar Breta, Ameríkumanna, Astralíumanna og Suður-Afríku- manna til loftárásar á borgina, og var hún ein hin mesta, sem gerð hefir verið við Miðjarðarhafið. Brezk flotadeild flutti land- göngulið á áfangastaðinn og tókst því að brjótast á land — þrátt fyrir mjög harða mót- spyrnu Þjóðverja. Þegar brezka herliðið hafði unnið óvinunum mikið tjón, dró það sig í hlé Og flotadeildin sigldi heim á leið. Loftárásin, sem flugvélar Bandamanna gerðu um leið á borgina, var ein harðasta, sem gerð hefir verið á Tobruk og hafa þó margar árásir og harð- ar verið gerðar á borgina. Flugvélar ítala og Þjóðverja gerðu árás á brezku flotadeild- ina og unnu henni nokkuð tjón en enn hefir ekki verið skýrt frá hversu mikið það var. Hins vegar hafa Berlín og Róm sent út fréttir um, að mörgum tund urspillum og beitiskipum hafi verið sökkt og þau löskuð. ÁRÁS Á KRÍT. Ameríkskar sprengjuflugvél- LONDON í gærkveldi. NN halda Rússar velli fyrir herskörum Þjóðverja, sem gera hvert áhlaupið á fætur öðru tíl þess að ná Stalin- grad á sitt vald. Enn hefir enginn þýzkur hermaður brot- izt inn í borgina, þótt útvarpið í Berlín hafi tilkynnt, að aðaljárnbrautarstöð borgarinnar sé á valdi þýzku her- maimanna. í allan dag voru háðir ógurlegir bardagar um þorp eitt, sem er rétt suðvestan við borgina. Þjóðverjar gerðu fyrst áhlaup í morgun og náðu þorpinu á sitt vald, en skömmu síðar gerðu hersveitir Timoshenkos gagnáhlaup og hröktu Þjóðverja út úr þorpinu. Þannig gekk á áhlaupum og gagnáhlaupum allan dag- inn, þar til Rússar höfðu þorpið á sínu valdi seinni hluta dags- ins og höfðu alveg hrakið þýzku hersveitirnar úr því. En það leið ekki löng stund, þar til Þjóðverjar fóru aftur á kreik, og nú var það flugherinn, sem fékk að reyna sig. Hver sveitin af flugvélum kom yfir þorpið á fætur annarri og var yfir 500 tundursprengjum kastað á það til þess að gereyða rússnesku her- sveitunum, sem höfðu það á valdi sínu. Stórskotaliðið kom nú enn til sögunnar og lét sprengikúlum rigna yfir þorpið. Þegar þessu slotaði, gerðu þýzkar úrvalssveitir áhlaup á stöðvar Rússa og náðu þorpinu en.n einu sinni úr höndum þeirra. Þannig var komið í kvöld, þegar síðast fréttist af, en það var ekki að sjá, að þetta væru endalokin. Yestan við Stalingrad hafa Þjóðverjar enn haldið uppi á- hlaupum sínum og sent fram nýtt varalið, þótt hættan fyrir Rússaxsé sem stendur mest og alvariegust suðvestan við borg- ina. Þjóðverjar hafa einnig end- urnýjað áhlaup sín norðvestan við Stalingrad, en ekki tekizt að. sækja þar fram. Loftárásum Þjóðverja linnir ekki, og hafa þeir kastað hundr- uðum sprengja á stöðvar Rússa í horginni og utan við hana. Rússneski flugherinn, sem á við ofurefli að etja, hefir barizt af miklu kappi og háð hverja loft- orrustuna við þýzku spengju- flugvélarnar á fætur annarri og ennfremur gert sprengjuárásir á flutningalestir Þjóðverja, sem streyma til vígstöðvanna. Þjóð- verjar hafa gert miklar sprengju árásir á flugstöðvar Rússa, og sýnir það, að rússnes-ki flugher inn er enn virkur. Miklar orrustur e|u einnig háðar sunnan við Terekána, þar sem Þjóðverjar hófu sókn fyrir tveimur dögum. var gert ar hafa Suda flóa á skipi sökkt komu upp í um. mikla dagárás á Krít og var einu og miklir eldar haf narmannvirk j- Loftárðs Breta ð Wilhelmshaven LONDON í gærkveldi. DREZKI flugherinn gerði í nótt 68. loftárás sína á hina mikilvægu hafnarborg í Vestur- Þýzkalandi, Wilhelmshaven. — Mörgum 4000-pundá spréngjum var kastað á hafnarmannvirki og skipasmíðastöðvar horgarinnar, og komu upp miklir eldar. Með- al flugsveitanna, sem tóku þátt í árásinni, voru allmargar ka- nadiskar. Aðeins 2 flugvélar komu ekki aftur úr árásinni. Wilhelmshaven er ein af mik- ilvægustu flotastöðvum Þjóð- verja, og eru þar tvær þurkvíar, sem geta tekið orrustuskip til viðgerðar. Þegar Rússar gerðu árásir sín- ar á Rúmeníu fyrir nokkrum dögum, var einnig kastað þús- undum flugmiða yfir borgir landsins. Búlgarar hafa til- kynnt, að sprengjum hafi verið kastað á margar borgir þar í landi. í kvöld aðvar-aði þulurinn í Budapest íbúa Ungverjalands og sagði þeim, að sennilegt væri, að óvinaflugvélar kæmu yfir landið innan skamms. Nokkurri stundu eftir að hann las aðvörun þessa, hætti stöðin útvarpi. ALDREI HAFA JAFN MARGIR ÁTT JAFN FÁUM JÁFN MIKIÐ AÐ ÞAKKÁ. — Churchill. Hér sjást nokkrir af flugmönnunum, sem háðu orustuna um Bretland og í baksýn er ein af hinum frægu Hurricaneflug- vélum þeirra. . . ' . ’ , ' ■ ; ' ; . ' ' ' I.. r Orrusían um Bretland tveggja ára. ÞESSA DAGA er tveggja ára afmæli mikilvægasta og sennilega stærsta sigurs, sem Bandamenn hafa unnið í þessari styrjöld. Var það orrustan um Bretland, þegar Þjóð- verjar sendu flugvélar sínar hundruðum saman yfir Bret- land til þess að leggja borgir landsins í rústir og buga íbúa þess. Bretar áttu þá fáar orrustuflugvélar, en þær voru góð- ar, betri en nokkrar aðrar, sem til voru, og, það, sem mest er um vert, þeir áttu flugmenn, sem eiga enga sína líka á sviði hugrekkis, flugleikni og baráttuhugar. Þessir fáu flug- menn — þeir voru aðeins 5—600 — vissu, að þeirra mál- staður var málstaður frelsis og réttlætis, þeir vissu, að örlög lýðræðisins hvildu á þeim, og þeir sigruðu, gersiaruðu þýzka flugherinn. 15. september 1940 skutu brezkir flugmenn niður 185 þýzkar flugvélar. Það var hámark orustunnar, sem svifti Þjóðverja voninni um yfirráð í lofti yfir Bretlandi, og þar með möguleikanum á því að gera innrás í landið. Nokkru seinna sagði Churchill, forsætisherra þessi eftirminnilegu orð, sem jafnan munu halda í heiðri sigri brezku, flugmannanna: ,,Aldrei hafa jafn margir átt jafn fáum jafn mikið að þakka og nú.“ Foringi ameríkska flughersins, Harold Arnold, hefir í tilefni a;f tveggja ára afmæli sigursins sent foringja brezka flughersins, Sir Charles Portal, skeyti, þar sem honum far- ast svo orð: „Á þessum degi fyrir tveim árum gereyddi brezki flugherinn vonum Þjóðverja um heimsyfirráð og gerði sigur Bandamanna mögulegan. Megi frjálsir menn um heim allan þennan dag minnast þeirra manna, sem hiklaust létu lífið til þess að tryggja óðrum frelsi og sigur.“ Japanir taka enga fanga... New York, í gær. JAPANSKIR fangar, sem ameríkska landgöngulið- ið á Salomonseyjum hefir tek- ið, hafa nú verið fluttir burt frá eyjunum. Það hefir komið í ljós, að japönsku hermennirn- ir hafa íengið skipanir um að taka enga fanga og þýðir það, að þeir eiga að drepa alla Am- eríkumenn, sem þeir geta. Eins og við er að búast, áttu japönsku hermennirnir, sem Ameríkumenn tóku til fanga, von á slíkri meðferð af óvinum sínum, og töldu því daga sína á enda, það kom þeim mjög á óvart, að vel var farið með þá, þeir fengu ný föt og gert var að sárum þeirra. Margir þeirra sögðu eftir nokkurra daga dvöl í höndum Ameríkumanna, að þá langaði alls ekki til þess að hverfa aftur til lands hinnar rísandi sólar. i .. LONDON.. —. Frá. því. að striðið hófst hafa verið eyði- lögð. . við. . Englandsstrendur fleiri tundurdufl en þyrfti til þess að sprengja allan brezka flotann í loft upp...........

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.