Tíminn - 04.10.1963, Síða 7

Tíminn - 04.10.1963, Síða 7
útgefc itcfl: HSAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjón: Tómas Arnason — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábi. Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu, símar 18300—18305 Skrif stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 ASrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — „Nýja“ dýrtíðin Stjórnarblöðin tala nú um það dag hvern, að nú ríði á að gera ráðstafanir, sem hindri það, að „hinn ágæti árangur viðreisnarinnar verði eyðilagður með nýrri dýr- tíðaröldu", eins og þau orða það og þetta þykir svo snjallt í stjórnarherbúðunum, að íhaldsblöðin skiptast á um að prenta það hvert upp eftir öðru!! En fólk er að spyrja: Hvaða „nýia“ dýrtíðaröldu eiga þeir við? Síðustu fjögur árin hefur dýrtíðin magnazt jafnt og þétt, svo að vísitalan hefur hækkað um rúmlega 50 af hundraði, og er það margfalt íslandsmet og Evrópu- met í dýrtíð. Öll ,,viðreisnin“ er orðin að efnahagsöng- þveiti, þar sem ekkert ræður ferðinni, nema stjórnlaust kapphlaup verðlags og launa, og rikisstjórnin hefur með beinum aðgerðum allt frá fæðingu sinni tekið úndir sig hvert hástökkið af öðru í forystunni um hækkun verð- lags og dýrtíðar, og launafólk aldrei komizt í nánd við stjórnina í því kapphlaupi. Og þegar svona er komið rekur stjórnin allt í einu upp óp og segir að líf liggi við að stöðva „nýja dýrtíðar- öldu“! íslenzkt máltæki segir, að of seint sé að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í. Það er of seint að koma í veg fyrir bruna, þegar núsið er orðið alelda, og ríkisstjórnin er nú eins og maður, sem stendur og eys O’líu í bálið, en hrópar á aðra að koma og sökkva. í ágætri grein, sem Halldór Kristjánsson ritar hér í blaðið í gær, segir hann m. a. svo um þessa sérkenni- legu dýrtíðarbaráttu stjórnarinnar: „Það, sem var efst á baugi í stefnuskrá stjórnarinnar, var að sigrast á verðbólgunni. Þjóðinni var heitið traust- um gjaldeyri, stöðugu verðlagi og fullu viðskiptafrelsi. Þessu ætlaði stjórnin sér að ná með því að halda kaup- getu almennings svo í skefjum, að ekki þyrfti neina stjórn á gjaldeyrismálum. Fyrsta ráðstöfunin var sú að fella gengi krónunnar og hækka enn fremur allt verðlag i landinu með auknum tollum og söluskatti. Jafnhliða voru svo gerðar ráðstafanir til þess að bæta hlut hátekju- manna með skattalækkunum. Almennur neyzluskattur varð í vaxandi mæli tekjustofn rikissjóðs í stað beinna skatta.“ Fyrsta ráðstöfunin til að ná jafnvægi og „stöðugu verð- lagi“ var að skella 1100 milljónum 1 óbeinum sköttum yf- ir þjóðina og út í verðlagið. Þegar launastéttirnar reyndu að rétta hlut sinn með mjög hotlegri kauphækkun, sem samvinnumenn gengust fyrir, þar sem einnig var samið um stöðvunarleiðir, skellti ríkisstjórnin á nýrri gengis- lækkun til hefndar og setti allt úr skorðum aftur, í stað þess að notfæra sér þarna einstakt tækifæri til að ná jafnvægi. Síðan hefur stjórnin haldið áfram á sömu braut. Þetta eru megindrættir í viðleitni hennar til þess að leggja þann „heilbrigða11 grundvöll í verðlagsmálum, sem hún talar nú um, og „tryggja“ verðgildi islenzkra peninga!’ Öruggari kartöflurækt Hér í blaðinu í gær var sagt fra merkilegum tilraun- um vísindamanns í kartöflurækt Einars Siggeirssonar, magisters. Það er alkunna, að íslenzk kartöflurækt er ekki nógu árviss við hin erfiðu veðurskilyrði okkar. Ein- ar, sem á langt vísindanám og starf að baki, er t. d. að reyna að finna ný afbrigði, sem þola hnúðorma, og önn- ur, sem þola frost. Honum hefur augsýnilega þegar orðið töluvert ágengt. Vegna veðráttu og 'nnattstöðu eru þess- ar tilraunir afar mikilvægar, og stjórnarvöld landsins verða að veita þeim eðlilegan stuðning. Fréttir af starfi S.Þ. Hvers vegna sleppa hiröingjar í Sómalíu við h jartas júkdóma ? 6000 hitaeiningar á dag — án æSakölkunar. Maður, sem að heita má ein- göngu nærist á úlfaldamjólk (5 —10 lítrar daglega) og fær rúm- lega 6000 hitaeiningar (2880 hita- einingar er talið eðlilegt magn á dag) ætti að þjást af þeim sjúk- dómum, sem settir eru í samband við slíka ofneyzlu hitaeininga, og þá fyrst og fremst hjartasjúk- dómum. Sú er samt ékki raunin um hirðingjana á sléttum Só- malíu, segir í tímarit'i Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar, „WHO CHRONICLE“. Rannsókn ir hafa þvert á móti leitt í ljós, að hjarta- og æðasjúkdómar eru afarsjaldgæfir. Þessir hirðingjar á hinum hrjóstrugu sléltum í Sómalíu fást fyrst og fremst við úlfalda- rækt. Þeir eru hávaxnir og magr- ir og einstaklega þolgóðir. Talið er að þetta eigi rætur að rekja til þess, að þeir eru sambland af semítískum (arabískum) og blökkumanna- (bantu) kynstofn- um. Fæða þeirra er fyrst og fremst úlfaldamjólk, sem þeir drekka þegar þeir eru hungraðir eða svangir, og hafa enga á- kveðna matmálstíma. Úlfalda- mjólk er nálega hel'mingi feitari en kúamjólk. Sé reiknað með 5 lítrum af mjólk (margir drekka allt upp í 10 lítra) auk þeirra 200—250 gr.amma af sykri, sem þeir nota út í teið. sitt', þá er dagleg hita- eininganeyzla hjá þeim kringum 6200. Samkvæmt athugunum, sem gerðar hafa verið í háþróuðum löndum, ætti slíkt mataræði að hafa skaðlegar afleiðingar, m.a leiða af sér æðasjúkdóma. Lækn- ar við sjúkrahúsið í Mógadisciu, höfuðborg Sómalíu, skýra hins vegar frá því, að slíkir sjúkdóm- ar séu sjaldgæfir. Hópur vísindamanna, sem sent hafa frá sér skýrslu á vegum Al- þ j óðaheilbrigðismálaslof nunar- innar, hefur rannsakað 203 hirð- ingja á aldrinum 11—70 ára. Þessir vísindamenn komust m.a. að raun um, að hjartaæðarnar virtust ekki hafa nein sjúkdóms- einkenni. Vísindamennirnir reikna með því, að á mörgum öldum hafi átt sér stað aðlögun þessa fólks a^ hinum mjög svo sérstæðu lífsskilyrðum. Þeir enda á, að svipuð skilyrði séu meðal Eskimóa, sem einnig eti mikið af fitu. Þet'ta fólk verður ekki fyrir þeim óteljandi sálrænu truflun um, sem hafa áhrif á líkamsstarf- semina og eru svo algengar meðal fólks í borgum eða þétt- býli. Þessi staðreynd varpar ljósi á sambandið milli sálrænna áhrifa og hjartasjúkdóma, segir í tímaritinu. Hjálp S.Þ. ag sérstofnana þeirra við þróunarlöndin. Sameinuðu þjóðirnar og sér- stofnanir þeirra hafa á þessu ári lagt fram 350 milljónir dollara til hjálpar aðildarríkjum sínum í viðleitni þeirra við að bæta efnahagslegt og félagslegt ástand sitt, segir í uppgjöri, sem lokið var við á dögunum. Nær 85 ai hundraði starfsliðsins í hinum ýmsu stofnunum S.Þ. fjalla ein- göngu um þessi mál, og hlutfalls leg skipting fjármagnsins er svipuð. Rúmlega 150 lönd og svæði sóttu í fyrra um hjálp frá ein- hverri stofnun Sameinuðu þjóð- anna, ýmist um aðstoð sérfræð- inga, námsstyrki, lán eða tæki og verkfæri. í flestum þessara landa er efnahagsástandið þannig, að meðalárslaun eru kringum*4000 ísl. krónur. Þær 350 milljónir dollara, sem að ofan getur, eru bæði skyldu framlög og frjáls framlög. Tæp- ur helmingur upphæðarinnar er á fjárlögum hinna ýmsu sérstofn ana og efnahags- og félagsmála- deildar Sameinuðu þjóðanna sjálfra. Allt hitt er frjáls fram lög ýmissa stofnana, svo sem Barnahjálpar S.Þ., Framkvæmda sjóðsins, Tæknihjálparinnar og annarra slíkra stofnana. í upphæðinni eru ekki falin lán og fjárfestingar frá Alþjóða- bankanum og stofnunum hans né heldur hjálp, sem hjálpþegar greiða sjálfir. Nefna má að á síðasta st'arfsári lánaði Alþjóða bankinn 448 milljónir dollara. Úr áðurnefndu uppgjör Sam- einuðu þjóðanna má m.a. fá eftir farandi upplýsingar: Starfseml Sameinuðu þjóð- anna sjálfra: Efnahags- og fé- lagsmáladedd S.Þ. safnar og dreifir upplýsingum og eflir og leiðbeinir hinni 'alþjóðlegu við- leitni á éftirfarandi sviðum: á- ætlanir um efnahagsþróun, efling og þróún iðnaðar, náttúruauð- lindir og samgöngutæki, hag- skýrslur og opinber rekst'ur, vel- ferðarstarfsemi, húsnæðisvanda- mál og önnur félagsleg verkefni. Skrifstofa fyrir tæknihjálp ann- ast þá hjálp, sem aðildarríkjun- um er látin í té á þessum sviðum og einnig þegar um er að ræða mannréttindi og baráttu við eitur lyf. Fjárhagsáætlunin er 32 rnillj ónir dollara.' ILO. Aiþjóðavinnumálastofn- in aðstoðar ríkin við lausn vanda mála á vinnumarkaðinum, m.a. í sambandi við iðnmenntun, trygg- ingar og skipulagningu vinnuafls. Fjárhagsáætlun: 14 milljónir dollara. FAO. Matvæla- og landbúnað- arstofnun S.Þ. fjallar um land- búnað, fiskveiðar, skógrækt, næringarvandamál o.s.frv., ekki sízt í sambandi við hina viðtæku herferð sína „Frelsi undan sulti“ Fjárhagsáætlun: 31 milljón doll- ara. UNESCO. Menningar- og vís- indastofnun S.Þ. hefur mörg meginverkefni, og eru meðal þeirra þau verkefni að bæta lífs- kjörin á hinu þurra svæði frá Norður-Afríku til Suður-Asíu, og hitt að koma öllum börnum Mið- og Suður-Ameríku í skóla, áður en áratugur er liðinn. Fjárhags- áætlun: 41 milljón dollara. ICAO. Alþjóðaflugmálastofnun in vinnur að eflingu öryggis 1 flugmálum, sams konar flugum- ferðarreglum og beitingu nýj- ustu tækni. Fjárhagsáætlun: 5 milljónir dollara. WHO. Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin veitir ríkjum aðstoð í viðleitninni við að koma á eða bæta eigið heilbrigðiseftirlit og í baráttunni við hvers konar sjúk dóma, ekki sízt farsóttir. Fjár- hagsáætlun: 33 milljónir dollara. ITU. Alþjóðafjarskiptasam- bandið vinnur að eflingu og út- breiðslu útvarps, síma og ann- arra fjarskiptatækja. Fjárhags- áætlun: 3 milljónir dollara. WMO. Alþjóðaveðurfræðistofn unin vinnur að þvi a^ koma á samfelldu neti veðurathugunar- stöðva urn heim allan. Fjárhags- áætlun: 0,9 milljón dollarar. IAEA. Alþjóðakjarnorkumála- stofnunin fjallar um hagnýtingu kjarnorkunnar í þágu friðarins. Fjárhagsáæ'lun: 9 milljónir doll- ara. UPU. Alþjóðapóstmálasam- bandið vinnur að eflingu alþjóða- samstarfs á sviði póstmála. Fjár- hagsáætlun: 1 milljón dollarar. IMCO. Alþjóðasiglingamála- stofnunin stuðlar að samvinnu ríkja á milli og gagnkvæmum skiptum á upplýsingum, sem varða siglingar. Fjárhagsáætlun: 0,9 milljón dollarar. Samvinnustofnanir eða sjóðir. Hin samvirka tækniaðstoð (EPTA), Framkvæmdasjóðurinn, Alþjóðamatvælasjóðurinn, og Barnahjálpin (UNICEF) reka ekki sjálfstæða starfsemi. Þetta eru samvinnustofnanir eða sjóð- ir, sem leggja fram fé og starfs- krafta, en verkefnin eru leyst af Sameinuðu þjóðunum eða sér- stofnunum þeirra. Fjárhagsáætl- anir: EPTA 50 milljón dollarar. Framkvæmdasjóðurinn 72 millj- ónir, Matvælasjóðurinn 30 millj- ónir og Barnahjálpin 33 milljón- ir dollara. Fjármá'iastofnanir. Fjórar af sérstofnunum Sam- einuðu þjóðanna eru „fjármála- stofnanir“, þ.e. þær hafa það höfuðverkefni að leggja fram fjármagn. Alþjóðrtgja.ldeyrissjóðurinn lán ar aðildarríkjunum erl. gjald- miðil, svo þau geti leiðrétt skyndilegar breytingar á við- skipt'ajöfnuðinum. Á sínu eigin sviði veitir hann löndunum tæknihjálp. Fjárhagsáætlun: 9 millj. dollara. Alþjóðabankinn lánar einstök- um ríkjum fé eða lánar einka- fyrirtækjum fé til rafvæðingar iðnvæðingar eða annarra þróun- arverkefna gegn ríkistryggingu. Á liðnum árum hefur bankinn samtals lánað yfir 7 milljarða dollara. Fjárhagsáætlun: 15 milljónir dollara. IFC. Alþjóðafjármálastofnunin er nátengd Alþjóðabankanum og lánar fé með svipuðum skilyrð- um til einkaiðnaðar og án ríkis- ábyrgðar. IFC hefur til þess lagt fram 80 milljónir dollara. Fjár- hagsáætlun: 2 milljónir dollara. IDA. Alþjóðlegi þróunarsjóð- urinn er l'íka tengdur Alþjóða- bankanum. Hann veitir lán með mjög sanngjörnum kröfum, oft vaxtalaus. Lánin, sem sjóðurinn hefur veitt, nema nú samtals 450 milljónum dollara. Fjárhagsáætl un: 2 milljónir dollara. AHsherjarþingið mun á næst- unni ásamt Öryggisráðinu, velja fimm dómara í Alþjóðadómstól- inn í Haag til níu ára, og hefst starfstími þeirra. 5.2. 1964. Stung- ið hefur verið upp á 26 mönnum, þ.á.m. 3 frá Norðurlöndum, Framhald á 13. slðu. % T f M I N N, föstudaginn 4. október 1963. —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.