Tíminn - 04.10.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.10.1963, Blaðsíða 9
Elektronténskáld hrépað út — síðan klappað inn aftur GUNNAR BERGMANN • ».'i * * . • • > ■+• ______ Skólamir í borginni eru í óða önn að búa sig undir vetrar- starfið, flestir meira en fullskip aðir, og þeirra á meðal er Barna músikskólinn, sem er einn af yngstu skólum landsins, og hef ur einkennilega sérstöðu. Hann er ekki tónlistarskóli í Ivenjulegum skilningi. Mér er næst að halda, að þar sé kennt það, sem ætti að vera kennt í ölhim barna og unglingarskólum landsins, en hefur verið van- rækt í þeim flestum til þessa, almenn undirstöðuatriði, börn- um kennt að lesa og hlusta á músik og feta fyrstu skrefin í tónlistinni. í öðrum löndum er fólk sér- menntað til að takast á hendur slíka almenna hópkennsl'u, „bekkj arkennslu" eins og kallað er, en héðan hafa fáir farið utan til háskóla- eða sérnáms á þessu sviði. En mér barst til eyrna, að nýkomin væri heim frá slíku Inámi erlendis stúlka, og ég fór að hitta hana að máli. Hún heitir Sigríður Pálmadóttir og verður einn af aðalkennurum Barna- músikskólans í vetur. Sigriður brautskráðist stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík voruð 1959, hóf síðan nám við tónlistarháskólann í Köln og ; lauk þar námi i vor, ■ — Voru margir útlendingar við þetta sama nám í Köln? - Ég ar eini útlendingurinn í þessari sérdeild tónlistarháskól ans, enda er kennslan fyrst og fremst ætluð og sniðin við hæfi Þjóðverja. Annars vorum við um tíma þrjú frá íslandi samtímis í skólanum: Atli Heimir Sveins- son, sem lauk þar námi ári á undan mér, og enn er þar við fiðlunám Anna Hansen, sem á stutt eftir til lokaprófs. Ég var þar í kennaradeild fyrir almenna, tónlistarkennslu, en lærði auk þess píanó- og flautuleik. — Er skólinn sérstök stofnun? — Hann starfar alveg sjálf- stætt, en er samt í tengslum við j Kölnarháskólann, þannig, að okk ur nemendum er heimilt að sækja þar fyrirlestra, sem komið geta okkur að gagni. — Hvernig er almenn tónlistar kennsla framkvæmd í Þýzka- landi? — Hún er reyndar enn mikið í uppbyggingu og endurmótun, eftir stríðið. Mér er ekki full- kunnugt um, hve viðtæk hún er í barnaskólum um landið allt, það fer ' líklega eitthvað eftir landshlutum (Lánder), sem hver hefur stjórn fræðslumála út af fyrir sig. Ég get eiginlega aðeins sagt frá þeim stað, þar sem ég var, og í næsta nágrenni, sem sagt borginni Köin og þeim lands hluta er hún tilheyrir, Rheinland- Westphalen. Þar er mjög mikið lagt af mörkum fyrir alla tón- listarfræðslu, bæði í æðri og lægri skólum. í barna- gagnfræða og menntaskólum er séð fyrir jafnt hinni almennu tónllstar- kennstu og auk þess veitt ókeyp is kennsla f hljóðfæraleik og af- not af hljóðfærum. Það er kunn ara en frá þurfi að segja, að tón listaráhugi er almennari meðal Þjóðverja en flestra þjóða ann- arra. Og þessi víðtæka fræðsla < barna og unglingaskólum er þeim mun framkvæmanlegri en í sömu skólum hér i Reykjavik, að í Köln og Rínarl'öndum, eins og víðast í Þýzkalandi, er ekki nema einsett í skólana, svo að þar er húsnæði til iðkunar tón- listar á daginn eftir að annarri kennslu er lokið. — Þér finnst þá líklega ekki sambærileg músikkennslan fyrir börn og unglinga þar og hér? — Það er auðvitað ekki sam- bærilegt. Tónlistarkennsla í al mennum skólum hér hefur aldrei verið í hávegum höfð, heldur þvert á móti hornreka. — Hingað til hefur tónlistar- kennsla í skólum verið af svo skornum skammti, að óvíða er varið til hennar meira en' einni kennslustund, eða fjörutiu og fimm mínútum á viku, þar sem aftur á móti fást tvær kennslu stundir fyrir handavinnu og teikningu, sem auðvitað má held ur ekki minna vera. Þetta þarf að breytast, en til þess þarf auð vitað mikið fé og margfalt Sigríður Pálmadóttir við píanóið. fleiri músikkennara. — En fyrst alls þarf að vera skilningur og áhugi fyrir hendi til að koma þeirri breytingu á. í Rínarlönd- um setja stjórnarvöldin stolt sitt í að leggja mikið í sölurnar fyrir annars vegar alla tónlistar- fræðslu og einnig fyrir eflingu nýju tónlistarinnar. Til allrar hamingju hefur almenn tónlistar fræðsla ekki verið vanrækt af ölium bamaskólum hér, þvi að við marga skóla eru dugandi og áhugasamir kennarar, þótt aðstað an sé víðast mjög erfið. — í hverju er hin almenna tón listarfræðsla bama fólgin? Ljósm.: TÍMINN—Kári. — Það er t.d. heyrnar og radd þjáifun, kennt að lesa nótur. und irstöðuatriði í uppbyggingu tón- verka, kynnt verk, sem valin eru sérstaklega fyrir þetta aldurs- stig, söngur og hljóðfæraleikur eftir því sem tök em á, svo að nokkuð sé nefnt. — Þú minntist áðan á, að þeir í Köln setji stolt sitt í eflingu nýrrar tónlistar. Er ekki einmitt þar miðstöð nýrrar tónlistar í Evrópu, þ.á.m. elektrónískrar? Hefurðu kynnt þér hana? — Jú, það er víst meira gert fyrir hana í Köln en annars stað ar. Og ég hafði virkilega gaman af að fylgjast með henni, notaði hvert tækifæri til að hlusta á hana. Ég efast ekki um, að elektrónisk tónlist sé að ýms’3 leyti mjög merkileg ekki síður en ný músik, sem komið hefur fram á öllum tímum, og það þýð ir ekki að loka eyrunum fyrir því. Raunar er langt i frá, að almenningur í Köln l,afi meðtek ið elektrónisku músikina. Hún er raunar oft ilutt í útvarpinu þar, en yfirleitt ekki fyrr en sein ast í kvölddagskránni, sjaldnast fyrr en eftir miðnætti. Helzti brautryðjandi elektróniskrar tón listar, tónskáldið Stockhausen, býr í Köln. Eg var einu sinni á elektróniskum tónleikum í út- varpssal í Köln, þar sem Stock- hausen stjórnaði sjálfur flutningi verka sinna. Ekki var samt hrifn ingin aimennari en það, að and stæðingarnir stofnuðu til óláta, hrópuðu tónskáldið niður, svo að hann gekk út úr salnum i miðju verki. Hann var síðan klappaður inn aftur og lét til leiðast, en gerði andstæðingunum það til skel'fingar að flytja verkið aftur frá byrjun. Ekki var útvarpað beint frá þessum tónleikum, heldur var um upptöku að ræða, til flutnings síðar. — Hvernig gengur fyrir sig starf íslendingafélagsins í Köln? — Það er ekki venjulegt íslend ingafélag, samansett af löndum fyrst og fremst, heldur kynning arfélag fyrir ísland og íslend- inga, er. formaður sjálfur borgar stjórinn í Köln, dr. Max Adenau er, einnig eru í stjórn prófessor ar eða aðrir menntamenn úr ger mönskum fræðum og ávallt íslenzkir stúdentar fengnir til að vera með. Stjórnin hefur komið upp vísi að bókasafni, og fundir eru haldnir alloft vetrarmánuð- ina og þá send fundarboð til allra íslenzkra stúdenta og ann- arra íslendinga, sem búsettir eru í Köln eða næstu bæjum. En fs- Ienzkir námsmenn eru annars mjög dreifðir um lqndið, nýlend an í Köln hefur ekki verið mjög stór, varla miklu meira en um sjö stúdentar þar við nám í senn undanfarin ár. með á fjórða hundrað íbúa, höfn, verzlanir, frystihús og nokkurn h,ndbúnað. sé fyrirvaralaust kippt úr samgöngusambandi? Gera menn ser ljóst hvaða afleiðingar slíkt hefur í för með sér fyrir byggðar lag sem þetta? Hvern skyldi fýsa að stofna til atvinnurekstrar á þessum stað, eftir að hann er kom- mn úr þeirri þjóðbraut. sem hann fr í núna? Þessu skyldu menn vtlta vel f-vr’r sér áður en þeir leggja blcssun sína yfir veginn cins og hann er fyrirhugaður af Tngólfi Jónssyni og vegamála- stjóra hans. Eða man nú enginn ITellubrúna lengur? Ástæður þær, sem „efri leiðar”-menn færa fram máli sínu til stuðnings eru aðal- lega fjórar: 1. Vegurinn verður s'yttri, sé farin „efri leið“. Stað- reyndin er að þar munar 1,6 km. eða sem svarar til V/z. mín akst- u-s á löglegum hraða! 2. „Neðri Ieið“ verður dýrari. Um þetta atr- iði hefur margt verið rætt og mismunur stofnkostnaðar áætlað- ui frá 4—6 millj. kr. En hvað er þa áætlaður kostnaður við við- nald gamia vegarins í framtíðinni. kcstnaður við afleggjara, aukin hæð og breidd undirbyggingar, vegna legu vegarins þar efra o. s. frv? Ætli það saxist ekki fljótt á aurana ef allt er til tínt. Og hvað kostar strætisvagninn, sem boðinn var. og rekstur hans, sem kæmi þó aldrei að notum nema að litlu icyti. Nei, þetta málæði um kostn- aðaraukningu, fellur um sjálft sig, svo rækilega að þess munu fá dæmi. 3. Aukin slysahætta. Eins og vegurinn gamli er nú. má hann teljast með hættulegri vegum hérlendis, sökum hraðakst- urs, bílafjclda og þess hve krókótt ur hann er og mishæðóttur. Menn aka bai yfirleitt eins hratt og veg- uiinn leyfir og bílarnir komast, miðað við holur og klappir, sem iiér og hvar standa upp úr of- aníburðinum. Víða er hann mis- hæðóttur, svo að bílstjórinn sér aðeins skammt fram undan. Slys á gangand: vegfarendum hafa þó ekki orðið á Vatnsleysuströnd, enn sem komið er af völdum umferð- ar, og mætti það merkilegt teljast e+ svo yrði þegar vegurinn væri oiðinn sléttur og breiður, þvl sem næst beinn og yfirsýn yfir allt nágrenni vegarins mörgum sinnum betra en nú er Allt þetta hjal um slysahættu er svo bamalegt að manni verður flökurt af að ljá þvj eyra. Eða liggur ekki þessi sami vegur svo gott sem gegnum Hafnarfjörð Kópavog og Garða- hrepp? Liggur ekki Miklabrautin gegnum Reykjavík? Því ekki bara að hætta að flytja inn bíla, banna akstur þeirra sem fyrir eru og gera allar götur að gangstéttum? Þar með er lausnin fengin á hinu mikla vandamáli! 4. Ef farin verð- ur „neðri leið“ skapast óþarfa beygjur á veginn. Hver var að hiæja? Á þeim kafla, sem búið er að opna er a. m. k. ein blind hæð, ein S-beygja og þar að auki e,n ca. 45° beygja skörp og stutt. Beygjur á neðri leið yrðu allar langar og aflíðandi og þar að auki ails ekki fleiri en þrjár til fjórar. Við Vatnsleysustrandarbúar er- uííx sko alls ekki að biðja um veg- :nn i gegnum eldhúsið hjá okkur eins og Ólafur Thors vildi vera láta, heldur aðeins skynsamlega lagðan bjóðvee með byggðinni, þannig lagðan að hann slíti ekki hreppinn úr lambandi við aðrar byggðir Reykjanessins. Það er einn ig athugandi. að gamlir smalar 'elja að fara megi á skautum um a iar klappir þar efra áður en ís- fíaga sést við byggð. Og er ekki aoalhættan við þennan veg ein- mitt talin vera hálkan og ísingin? Það muuar Iíka nokkru fyrir þá, sem fyrir óhöppum og slysum verða, hvort þeir þurfa að ganga 3—5 km. til að komast í síma, og ná i hjálp eða hvort þeim nægir 300—500 metrar. Eg vona svo itð fleiri hreppsbúar láti frá sér fara nokkuð um þetta mál. Hér dugir ekki lengur kyrrsetan og eidhúshornaumræðurnar, heldur hbrð samstaða og krafa um rétt- láta lausn á vandamáli, sem skiptir hreppinr því máli að þar er um að ræða eyðingu eða uppbyggingu byggðarlagsins. H. Snæland. d T í M I N N, föstudaginn 4. október 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.