Tíminn - 16.10.1963, Side 5

Tíminn - 16.10.1963, Side 5
RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON nauðsynlegt fyrir utan bæjarfélög að kljúfa K.S.I.? Hinn 3. ágúst s.l. var samkvæmt keppnisskrá Knattspyrnusambands í nds, í annarri deild íslandsmóts- ins, en í því móti tók Knattspyrnu- fc'.ig Siglufjarðar þátt í fyrsta sinni, ákveðið að fram skyldi fara á Siglu- firði knattspyrnukeppni milli Knatt spyrnufélags Siglufjarðar annars veg ar og Knattspyrnufélagsins Þróttur, frá Reykjavik, hins vegar. KS, en svo mun ég hér skamm- stafa Knattspyrnufélag Siglufjarðar, hafði nokkru áður leikið einn af keppnisleikjum sínum i annarri deild og þá orðið fyrir því óláni, að nokkr ir úr kappliðinu, vinstri og hægri kantmenn, miðframherjinn, annar bakvörðurinn og markvörðurinn, höfðu meiðzt svo, að all'ar likur bentu til þess, að KS myndi ekki geta, vegna manneklu, tekið þátt í áður auglýstum leik nema því að- eins, að undanþága fyrir yngri leik- mann fengist frá Knattspyrnusam- bandi íslands. Þar sem hér er um mjög takmark aðan leikmannafjölda að ræða í svona litlu bæjarfélagi sem okkar, og því ekki nema um mjög fáa vara menn að ræða, þá ákvað KS, til þess að geta hal'dið áfram þátttöku í keppninni, að sækja um undanþágu fyrir einn leikmann til að mega leika með liðinu, og svo annan sem vara- markvörð. li>egar fór að nálgast leiktímann og leikmenn voru ekki orðnir full- frískir vegna áðurnefndra meiðsla sinna, þá sendi KS, hinn 31.7., eftir- farandi símskeyti: Knattspyrnusamband íslands (í/o Björgvin Schram Vesturgötu 20 SEykjavik. Vegna meiðsla á mönnum í kappliði okkar, óskast undan þága fyrir Sigurjón Erlends- son til að keppa með okkur við Þrótt laugardaginn 3.8. stop ííinnig óskast undanþága fyrir Óla Birgisson sem vara ■ markmann stop svar óskast strax vegna leiksins. Knattípyrnufél. Siglufjarðar Tómas Hallgrímsson. Þas- u j skeyti þetta fór seint um daginn, eða uim klukkan 16,30, þá þorði foimaður KS ekki annað en hringja emnig til hr. Björgvins Schram, forwwnns KSÍ, og tjá hon- um alla mai-.vexti varðandi undan- þágubeiðni Sigurjóns Erlendssonar. í símtalinu, sem átti sér stað um klukkan 17 sama dag (31.7.), sagðist formaður KSÍ ekki hafa móttekið símskeytið enn þá, og bað^hann því formann KS um að lesa fyrir sig upp efni skeytisins í símann. Eftir að hafa heyrt skeytið þá sagðist formaður KSÍ halda fund um málið í kvöld, og skyldi KS fá svar frá þeim (KSÍ) á morgun, annaðhvort með símskeyti eða símtali. Hinn 1.8., klukkan 22 að kvöldi hringdi hr. Ingvar Pálsson (einn úr stjórn KSÍ). til formanns KS og tilkynnti honum þá orðrétt: „Það er allt i lagi fyrir ykkur að láta þessa menn spila með á laugardaginn". Formaður KS bað þá Ingvar um að senda sér þetta í símskeyti, þar sem hann taldi sig þurfa að hafa —Greinargerð Knattspyrnufélags Siglufjarðar í máli Þróttar og KS, en sem knattspymudómstóll óskaði ekki eftir að fá. þetta leyfi staðfest vegna leiksins, og lofaði Ingvar Pálsson að senda símskeytið strax næsta dag. Hinn 2.8. kom svo skeytið frá Ingvari, og tal'di KS það vera stað- festingu á símtalinu við Ingvar kvöldið áður, þótt orðalag væri þar breytt frá því, sem í símtalinu var, og símskeytið einnig sent í nafni KSÍ þótt undirskrift væri aðeins „Ingvar". Skeytið var þannig: Knattspyrnuráð Tómas Hallgrímsson Siglufirði. Samkvæmt reglum um knatt spyrnumót er knattspyrnuráð um heimilt að veita allt að fjórum leikmönnum yngri en 18 ára undanþágu til keppni með fyrsta flokki. Ingvar. Þar sem hér á staðnum er ekkert knattspyrnuráð starfandi, enda .er Knattspyrnufélag Siglufjarðar ein- asta starfandi knattspyrnufélagið á staðnum, og það því beinn aðili að KSÍ, þá taldi KS þetta svar vera staðfestingu KSÍ á símtalinu frá kvöldinu áður. Laugardagurinn 3, ágúst rann upp bjartur og fagur, völiurinn var merktur upp og allt var haft tilbúið fyrir leikinn, sem hefjast átti klukk an 16. Leikurinn hófst á tilsettum tíma, og er fyrri hálfleik lauk stóðu mörk- in sem skoruð voru 2:0 Þrótt í hag. Svo hófst síðari hálfleikurinn, en þá skipti um fyrir Þrótti, getan yfir 'gaf þá og upplausn kom í liðið. KS skoraði í þeim hálfleik 4:0. Leikn- um lauk því með 4:2 mörkum KS í vil. Það skal hér tekið fram að for- maður KS sýndi dómara I'eiksins, hr. Frímanni Gunnlaugssyni skeyti þau, er farið höfðu á milli KS og KSÍ, og var honum einnig skýrt frá samtölum þeim, sem farið höfðu milli formanns KS og stjórnarmeð- lims KSÍ, hr. Ingvars Pálssonar. — Dómari kvað enga nauðsyn hafa verið til þess að tilkynna Þrótti um undanþágu þessara manna þar sem KS væri. með leyfi fyrir þeim frá KSÍ, bæði samkvæmt símtalinu og símskeytinu, og væri því leikurinn l'öglegur. Þess skal hér strax getið, að hér var ekkí farið í neinar felur með þennan undanþágumann, enda taldi KS sig hafa allt á hreinu varðandi hann og hefði ekkert verið falið, honum viðkomandi, þegar sótt var um keppnisleyfi fyrir hann til KSÍ. Þegar líða tók á daginn fór það að fréttast, að Þróttarar mundu ætla sér að kæra leikinn vegna þátttöku Sigurjóns, enda hafði liðsmaður Þróttar þau orð um þetta, „að það yrði erfitt að koma heim aftur með tapið eftir að hafa átt svona góða vinningsstöðu í leikhléi, og því væri ekki annað að gera en kæra leik- inn“. Það er erfitt að taka þátt í leikj- um og kunna ekki að taka réttlátu tapi með drenglyndi. En hvaðan vissi nú Þróttur öli þessi deili á hinum unga duglega undanþágumanni, sem varð þeim þessi fjötur um fót, hvað hann væri gamall og hvenær hann var fæddur? Ekki stóð neitt um aldur hans á leikskránni né hel'dur, að undanþága hafði fengizt fyrir hann til leiksins. Jú, allt þetta vissu þeir löngu áður en þeir mættu til leiks, og þeim var því hægðarleikúr að finna að því við dómarann áður en leikurinn hófst, að þessi ólöglegi ungi maður væri þarna í l'iðinu, og þeir mundu ekki hefja keppni fyrr en KS hefði skipt um mann. Þetta hefði verið heiðarlegt og hefði þá KS, ef því sýndist svo, getað skipt um mann. Þetta hefði verið drengilegt að gera f íþróttasíðunni hefur bprizt eftirfarandi grein- argerS frá Knattspyrnu- félagi Siglufjarðar meS ósk um að hún yrði birt óstytt. Er hér með orðið við þeirri ósk, en því má bæta við, að fyrir- sögn og undirfyrirsögn eru Siglfirðinga. fyrir þá Þróttara, en það hefur kann ske verið ætlazt til of mikils af þeim með þessu, enda kom það og á dag- inn. Það glopraðist nefnilega út úr forráðamönnum Þróttar við framá- menn KSÍ, er þeir (Þróttarar) voru spurðir um það, hvort þeir mundu hafa kært nefndan leik ef þeir hefðu unnið hann? Þessu svöruðu „sigur- vegararnir" neitandi. Hér má því hver maður sjá, að þessi framkoma þeirra gefur til kynna, að hér hafi aldrei átt að vera drengilegur leikur frá Þróttar sjónarmiði, heldur hitt, að ná sér í vinninginn án tillits til þess hvaða leið skyldi til þess farin. Það er til vottföst yfirlýsing áheyr anda að því, að Þrótti var sagt frá unga undanþágumanninum og öll deili á honum, sama daginn og leik urinn átti að fara fram. Eftir komu Knattspyrnufélagsins „Þróttar" til Reykjavíkur, þá barst formanni KS fyrsta vitneskjan um að Þróttur mundi ætla að kæra leikinn, en það var með eftirfarandi bréfi frá formanni Þróttar: Reykjavík, 6.8. ’63. Knattspyrnufélag Siglufjarðar c.o. hr. formaður Tómás Hallgrímsson. Stjórn Knattspyrnufélagsins Þróttar vill með bréfi þessu þakka Knattspyrnufél. Siglu- fjarðar, og alveg sérstaklega formanni þess, hr. Tómasi Hallgrímssyni, fyrir frábærar mótttökur á Siglufirði um sið- ustu helgi. Þátttakendur í ferð inni lýsa allir yfir ánægju sinni með dvölina, og segir þeim svo frá, að á móti þeim hafi verið tekið af sérstakri gestrisni. Vonumst við til þess að geta endurgol'dið ykkur þetta síðar. Því miður hefur samt borið skugga á. Það hefur komið í ljós, að lið Siglufjarðar var ekki löglegt í leiknum við Þrótt, og sjáum við okkur til neydda til að kæra það. Von- umst við til þess, að til slíks komi ekki aftur, og að sam- vinna okkar haldist þrátt fyrir þetta, Heð beztu kveðjum, F.h. Knattspyrnufél. Þróttar, Jón Ásgeirsson (sign). Þessi setning í bréfi Þróttar „því miður hefur samt borið skugga á“, er dálítið brjóstumkennanleg fyrir þá og sýnir þeirra „hreina og drengi lega“ innræti, með því að vorkenna KS fyrir þennan „skugga". En hvern ig hefðu nú Þróttarar farið að, ef þeir hefðu ekki haft þennan þeirra „því miður skugga" til þess með hjálp skuggans og KSÍ og meðborg- ara sinna, að komast yfir sigurinn frá KS, og gerast þannig „sigurveg- arar“ í sínum riðli. Nei, KSÍ-dóm- stóliinn gat ekki samkvæmt lögum dæmt KS til refsingar fyrir réttileg an sigur þeirra yfir Þrótti, heldur hefðu þeir í hæsta lagi, vegna þess ara mistaka KSÍ-„drengjanna“ látið leika leikinn upp aftur á Siglufirði, en það hefði einnig verið óréttlátt gagnvart KS. Nokkru síðar, eða hinn 9. ágúst, frétti formaður KS að þann dag á hádegi hafði borizt til KSÍ kæra dags. 6. ág„ vegna leiks KS og Þrótt ar hinn 3. ágúst s.l. íþróttabandalagi Siglufjarðar barst einnig sams konar kæra, sem tekin var hér fyrir á fundi fþróttahéraðs- dóms hinn 11. ágúst, og var þar, með tilliti til þeirra upplýsinga sem fyrir lágu, og hér að framan er getið, úrskurðað, að leikurinn væri löglegur og kærunni að öðru leyti vísað frá sem of seint kominni. Þessari málsmeðferð undu þeir Þróttarar ekl;i og kærðu því áfram til KSÍ, sem síðan fékk Knattspyrnu dómstólnum málið tii meðferðar, en hann dæmdi það síðan Þrótti í vil, og var sú dómsniðurstaða tilkynnt KS hinn 3. september, með eftirfar andi símskeyti: Knattspyrnuráð Siglufjarðar, formaður Tómas Hailgrímss. Siglufirði. Dómsorð Knattspyrnudóm- stólsins vegna ólöglegs leik- manns í liði KS í kappleik í annarri deild háðum á Siglu- firði 3. ágúst 1963, milli KS og Þróttar, Reykjavík. Skal leikurinn dæmast tapaður fyr ir KS. Bréf á leiðinni. Knattspyrnusambandið. Þarna skeður það, að Knattspyrnu- dómstóll KSÍ fer ekki að l'ögum, sem þó hefði mátt búast við að hann gerði, og skylda er að gera í frjálsu landi, en það var, að biðja um umsögn KS í málinu áður en það yrði dómtekið. Nei, dómur var látinn ganga (í málinu) án varnar gagna frá KS, og mun sú málsmeð ferð vera einstök í íslenzkri dóm- sögu. Þá skeður það hér hjá Knatt- spyrnudómstól KSÍ, að hann dæmir KS til refsingar fyrir atvik, sem ekki er talið refsivert í lögum KSÍ, enda er hvergi talað um það í lög- unum að hægt sé að refsa fyrir það, að láta yngri mann leika með eldri flokkum í keppni, er refsing liggur við er eldri maður leikur með yngri flokkum. Þetta hefðu dómendur Knattspyrnudómstólsins átt að vita, eða að minnsta kosti að kynna sér í lögum KSÍ, sem þeir eiga að dæma út frá, áður en þeir felldu úrskurð sinn í málinu, sem varð þannig, að hann verður alltaf blettur á íþrótta heiðrinum og sjálfum dómstólnum og dómurum til ævarandi skammar. Þessari málsmeðferð kunni KS illa og hringdi því formaður KS til for manns KSÍ og spurðist fyrir ýmis atriði varðandi málið, svo sem: Hvort haldinn hafi verið fundur í KSÍ um undanþágubeiðni KS í sím skeyti þess hinn 31.7. s.l.? Þessu svaraði formaður KSÍ þann ig, „að fundur hefði ekki verið hald inn um málið, en hann (formaður- inn) hefði falið þeim Ingvari Páls- syni og Sveini Zoega að annast af- greiðslu málsins". Hvort KSÍ fyndist KS ekki hafa ver ið í fullum rétti sínum með að Iáta Sigurjón Erlendsson leika með liði sínu móti Þrótti, samkv. svari þeirra KSÍ-manna til KS? Þessu svaraði formaður KSÍ því til, að áðurnefndum meðlimum KSÍ hefðu orðið á mistök í leyfisveitingu sinni til KS, um að leyfa Sigurjóni að leika með“. Þannig voru svör formannsins. En nú er spurningin sú, bar ekki þeim KSÍ-mönnum að láta KS vita um þessi mistök sín áður en leikur- inn fór fram svo hægt væri að 6kipta um mann í liði KS, eða var þetta gert af ásettu ráði til þess að úti- loka KS frá þeim möguleika að komast í fyrstu deild? Hvaða heilvita maður skyldi nú halda það, að lcnattspyrnufélag færi að sækja um undanþáguheimild fyrir mann til leiks, sem fullan rétt hefur til þess að leika með liði félagsins? Nei, stjórn KSÍ má vita það, að þegar sótt er um undanþáguheimild til leiks fyrir einhvern mann, þá hlýtur eitthvað að vera ábótavant við það, að sá maður sem leyfið er beðið um fyrir, megi leika með fyrsta flokks liði. Eftir að hafa móttekið áðurnefnt símskeyti Knattspyrnudómstólsins, þá sendi KS, hinn 6.9., eftirfarandi símskeyti til KSÍ: Knattspyrnusamband íslands, c/o Björgvin Schram, 1 Vesturgötu 20, Rvík. Mótmælum dómi knatt- spyrnudómstólsins um leik KS og Þróttar 3. ágúst síðastl. Framhald á 13. síðu, T í M I N N, miðvikudaginn 16. október 1963. —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.