Tíminn - 18.10.1963, Side 3
fcii
aw-^^,iai^s^ÆaaBsassa«sasœ
NTB-Algeirsborg, 17. október.
Hersveitir Alsírsfjárnar
sóftu í dug fram fi§ ©rr-
usfu viS iandamærin hjá
Marokkó, en mikiíi her-
styrkur var á saiua fíma
á leiS til iandamæranna>
í bardögunum er nú beitt bæði
stórskotaliði og flugher. Enn er
ekki vit'að um hve mannfall er
mikið í bardögunum, en sagt er
að Marokkómenn hafi goldið miklu
meira afhroð en her Alsír í þeim
efnum. f dag komu hinir sérlegu
fulltrúar Ben Bella aftur heim frá
Marokkó og sögðu þeir í stuttu við
tali við fréttamenn, að enn hefði
ekki náðst neitt samkomulag í
landamæradeilunni.
í dag lýsti Ben Bella yfir því,
að á morgun færi fram á kostn-
að ríkisins, jarðarför allra þeirra,
sem t'ýnt hafa lífi í landamæra-
bardögunum og baráttunni við
uppreisnarmenn í Kabylia-héraði.
Enn er almennt herútboð í Alsír
og bætast stöðugt við sjálfboða-
liðar.
Talið er, að enn séu ekki nema
um 400 alsírskir hermenn á bar-
dagasvæðinu, en mun fleiri Mar-
okkómenn séu við landamærin.
Á eindálka myndinni nær er alsírskur hermaður í fullum her-
skrúða á leið til landamæravígstöðvanna, en h/ídálka myndin
sýnir alsírskan herflutningabíl á sömu leið.
FjármábmisfðrliS á borgarskrifstofunum rætt í borgarstjórn:
Eftirlitinu ábótavant
Nokkrar umræður urðu á fundi
bcrgarstjómar Reykjavíkur í gær
>im misferll það, sem átt hefur sér
stað hjá skrifstofustjóra á borgar.
skrifsfofunum í meðferð og skil-
um innheimtufjár í samhandi við
sö’u íbúða á vegum borgarinnar,
og um afgrciðslu borgarráðs á því
máli.
Borgarfulrtrúar Framsóknar-
flokksins átöldu meðferð málsins
af hendi borgaryfirvalda og lögðii
fram eftirfarandi bókun:
„Borgarfulltrúar Framsóknar.
flokksins óskia bókað í tilefni af
misfellum þeim, sem átt hafa
sér stað á Borgarskrifstofum
Reykjavíkur:
Upplýst hefir verið, að upp
hafi komizt um misfellurnar í
byrjun ágúst s.l., en borgarráði
er fyrst skýrt frá málinu í byrj
un október. Hefir því orðið ó-
hæfilegur dráttur á að gefa rétt.
um aðila upplýsingar.
Jafnframt ber að harma, að
eftirlit með fjárreiðum borgar-
innar skuli ekki hafa verið betra,
heldur en mál þetta gefur tilefn'
til að álíta, þar sem ekki virðist
I.afa verið fylgst með svo miss-
erum skipti, hvort umsamdar
greiðslur væru inntar af hendi
tll borgarinnar.“
Björn Guðmundsson, borgarfull-
trúi Framsóknarflokksins ræddi
nválið allýtarlega, og verður ræða
hans um málið birt í heild síðar.
Mann benui á, að upplýsingar af
hendi borgaryfirvalda til borgar-
stjórnar um málið væru fátækleg-
ar, en af Maðafregnum, höfðum
eftir aðalendurskoðanda borgar-
imiar, væri hér um 1.5 millj k.r.
að ræða, sem ráðstafað hefði ver-
ið á sérstæðan og óleyfilegan hátt
og hefði stai-fsemi þessi tekið 2—3
ár, en eftirntsmönnum borgarinn-
ar ekki orðið það Ijóst fyrr en í
byrjun ágústmánaðar s.l. og þá
enn liðið tveir mánuðir þangað til
boi’gairáði væri skýrt frá málinu.
Björn benti og á, að það væri of-
mælt í bókun borgarráðs, að fé
þetta hafi verið „lánað svo til ein-
göngu til íbúðakaupa“. Hið ~étta
væri, að af þeim 800 þús. kr. sem
ckki væru enn komin til skila,
hefðu 20—25% verið lánað til
annars. Átaldi Björn meðferð alls
þessa máls.
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri
Wgði, að íöngu áður en nokkuð
vitnaðist um þetta misferli hefði
verið ákveðið að setja á stofn
sérstaka innheimtudeild undir
stjórn borgarritara, og hún hefði
einmitt tekið til starfa í byrjun
ágúst, og þá hefði þetta komið í
Ijós. En ef til vill höfum víð' ekki I
verið nógu vakandi um eftirlit í
þessum efnum, sagði borgarstjóri,
og skal dg ekki draga úr þeirri
ábyrgð. en að öðru leyti taldi
bann ekki ástæðu til gagnrýni á
meðferð þessa máls.
Kristján Bcnediktsson minnti á
ábyrgð borgarstjóra og undir-1
manna hans um eftirlit með öllu,
er að fjármálum lýtur í stjórn
borgarinnar, samkvæmt samþykkt-
um borgarinnar. Augljóst virtist,
að eftirlit ftefði ekki verið nógu
gott. og einnig hefði verig um vita
verðan seinagang að ræða við að
skýra réttum aðilum, borgarráði,
frá málinu. Af þessum sökum teldu
borgarfulltrúar Framsóknarflokks-
ins ekki fært annað en leggja
fram bókun þá, sem fyrr greinir.
Borgarstjóri lagði síð'an fram
svarbókun.
EINS ÁRS GEIMFERÐALAG?
NTB-Waishirigton, 17. október.
Bandaríska varnarmálaráðuneytið og bandaríska geimrann-
sóknastofnunin (NASA) h-afa gert með sér samkomulag um að
banna möguleikann á að senda út í himingeiminn svokallaðan
geimpall, sem farið gæti umhverfis jörðina í langan tíma með
marga rnenn um borð.
Samkvæmt áætlunum þessara a'ðila gera þeir ráð fyrir, að
8—10 menn geti farið samt.ímis út í geiminn með þessum hætti
og verið á ferðalagi umhverfis jörðu í hinu nýja geimfari allt
upp í eitt ár.
órnarkreppaí
NTB-Heismgfors, 7. okt.
Kekkonen Finnlandsforseti,
ieysti í dag, a. m. k. til bráða.
birgða, stjórnarkreppuna, sem ríkt
hefur i Finnliandi um Ianga hríð,
með því að neita að taka til greina
og samþvkkja afsagnarbeiðni
Karjalainens og stjórnar hans og
tela honum að halda áfram stjórn-
arstörfum.
í tilkynningu forsetans um þetta
iegir svo:
Þar sem viðræður um stjórnar-
myndun í iandinu hafa ekki bor.
ig árangur og vegna þess að ekki
vivðist vera fyrir hendl áhugi og
vilji til myndunar embættismanna
stjórnar, eins og tillaga hefur kom
ið fram um. hefi ég tjáð Ahti
Karajalainen, forsætisráðherra, er
afhenti laugnarbelSni sína hinn
30, ágúsc, að ég samþykki hana
ekki og fel honum og sfjórn hans
að gegna störfum áfram.
REPPAFIUTNINGUM
HE-Rauðalæk, GÓ-Stóra-Hofi,
17. oikt.
í dag var verið að flytja hreppa-
ílutningum einn þriðja hluta
gömlu brúarinnar á Ytri Rangá.
Brúin verður komin upp í Hreppa
á morgun og þar verður henni
itomið fyrir á Kálfá í Gnúpverja-
Þ0TUDRUNUR
ÞS-Djúpavogi, ES-Egilsstöðum,
17. okt.
í gær gerð! þota eln mikinn
hávaSa fyrir austan, og héldu
menn helzt, a3 sprengingar hefSu
or3i3 í loftinu. Hristust jafnvel
bæir á Efra-Jökuldal, og á Djúpa
vogi skulfu rúður t gluggum.
Þotan fiaug yfir Djúpavog um
kl. 12,10 á hádegi í gær, og vissu
menn ekki hvaðan á þá stóð veS-
ur, þegar allf í einu heyrSist
mikil sprenging og allt fór að
skjálfa, en þotan mun hafa farið
í gegnum hljóðmúrinn. Sömu
sögu segfr fóik á Jökuldal, en
þar hristust alllr bæir á Efra-
dal. Þegar fólk fór að líta til veð
urs og sjá, hverju þetta sætti,
mátti sjá ráklr eftir þrýstilofts-
flugvél á loftinu, en heiðskírt
var úti.
HEYBRUN!
ES-Egiisstöðum, 17. okt.
Um átta-leytið í gærmorgun
kviknaði í heyi á bænum Hjart-
arstöðum i Eiðaþinghá. Kom eld-
urinn upp í votheysturni, sem var
innbyggður í hlöðuna. Tréhlerar
eru á turninum, og komst eldur-
inn þar í gean inn í hana, en að-
eins brunnu um 2—3 kýrfóður.
Siökkviliðið á Egiisstöðum kom
skjótt á vettvang, og talið er, að
hefði það ekki verið svo fljótt í
förum, sem raun varð á, þá
hefðl allt heyið í hlöðunni brunn
ið, þar eð hvasst var. í hlöðunn’
voru miili 7 og átfa hundri '
hestar.
BÓ-Reykjavík, 17. okt.
Sýningu Félags íslenzkra mynd
listarmanna í Listamannaskálan
um lýkur næsí komandi sunnu
dagskvöld, Góð aðsókn hefur ver
ið að þessari sýningu, og hefur
hún vakið athygli, meðal annars
vegna þess, að erlendir málarar
sýna nú með félaginu í fyrsta
sinn. Nokkur verk hafa selzt.
KÚADA!J5)I
'iD-Stóra-Hofl, 17. okt.
Fjórar kýr á þrem bæjum í'
'núpverjahreppi hafa drepizt af
fóðurkáli, sem þeim var gefið
með beitinni. Nokkrum kúm hef-
ur vertð bjargað með þvi að
stinga á þeim og hleypa út gasi,
som myndast af kálinu, Kýr hafa
nú verið teknar inn, svo aS vart
þarf að gera ráð fyrir, að flelri
veikist af þessum sökum í haust.
lireppi. Jónas Gíslason brúarsmið-
ur sér um Hutningiana.
Brúargerðin á Kálfá hjá Stóra-
Iíofi, hófst um síðustu mánaða-
mót, og hafa þar verið steyptir
brúarstöplar. Mikil samgöngubót
verður að Kálfárbrúnni, en þar
iiefur oft burft að flytja mjólkina
á reiðingþ þegar vöxtur er í ánni.
' Brúin var upprunalega sett á
tvo stöpl3 á Rangá, og eru enn
eftir tveir hlutar, en sá hlutinn,
sem nú er fluttur er 26 metra
langur og er brúin um 3ja metra
breið. Var brúarbitanum komið
fyrii- á dráttarbíl, en síðan settur
annar vagn undir hana miðja, og
þannig verður henni ekið upp í
Ilieppa, en þetta er 8 tonna hlass.
Mönnum i Rangárþingi hefur
komið saman um, að nógar ár væru
í þinginu. sem hefðu getað orðið
brúarinnar aðnjótandi, og vona
þeir, að afgangurinn lendi t. d. á
Rangá hiá Galtalæk og Jökul-
kvíslinni á FjaUabaksleið, en aak
þess vantar brú á Eystri Ratigá
ofarlega.
TÍMINN, föstudaginn 18, október 1963 —
3