Tíminn - 18.10.1963, Side 15

Tíminn - 18.10.1963, Side 15
Frá Algiiiígi Framhald af 6 síðu. Eftirspurn eftir lánsfé hefur farið vaxandi þrátt fyrir háa vexti, og sparifjáreigandinn hefur engan hag af háu vöxt- unum, þegar verðbólgan magn- ast svo, að hún brennir upp öll- um vöxtunum og meira til'. Fyrir sparifjáreigandann er stöðugt' verðlag aðalatriðið. En verkhækkunaráhrif vaxtabyrð- arijmar segja til sín og eiga sinn þátt í sjálfri dýrtíðarþró- unínni. Þannig er búið að þvæla þjóðinni inn í vítahring, sepi verður að brjótast út úr. Það verður að reyna að vinda ofan af verðhækkunarskrúf- unni., Vaxtalækkun er eitt af fyrstu skrefunum á þeirri braut, að dómi framsóknar- manna. Jafnframt verður að gera öflugar ráðstafanir til að auka afköst og framleiðni at- vinnuveganna, en í þv,í sam- bandi þarf á sparifé þjóðarinn- ar að halda til að auka lánveit- ingar, sem valdið gætu straum- hvörfum í þessum efnum, eða að minnsta kosti örari þróun í rétta átt' en orðið hefur und- anfarið. „ViðreBsgiis!“ var firra Það hefur lengi verið ijóst, að lög <nr. 4 20. fer. 1960, um efnahagmál, hin svonefndu „viðreisnarlög", hafa alls ekki náð tilgangi sínum. Þeím var ætlað að skapa jafnvægi milli framboðs og ef'tirspurnar á peningamark- aðinum. Ófullnægð eftirspurn eftir lánsfé mun þó aldrei hafa verið meiri en nú. Þeim var ætlað að koma í veg fyrir verðbólguþróun, skapa stöðugt verðlag og jafn- vaegi í_efnahagsmál'umt Engum dylst ’pj; “W ’dýrtíðarfl&ðið féf sívaxandi og þó langt í frá, að öll kurl séu til grafar komin. Þeim var ætlað að skapa grundvöll að viðskiptafrelsi, sem komið hafði verið á. Þeim var ætlað að lækka skuldir landsins út á við, en þær hafa nú vaxið stórkostlega. Það er því sýnilegt, að sú stefna, sem mörkuð var með „viðreisnarlöggj öfinni“ svoköll uðu, hefur beðið skipbrot. x Flutningsmenn telja brýna nauðsyn að breyta um stefnu í efnahagsmálunum, fikra sig í áföngum út úr þeim vítahring, sem „viðreisnin" hefur leitt þjóðina inn í, og leitast við að skapa eðlilegt ástand. Fl'utnings mönnum er ljóst, að þær ráð- 'stafanir, sem frumvarp þetta gerir ráð fyrir, eru ekki full- nægjandi einar út af fyrir sig. En þeir telja þær þó þýðingar- mikil grundvallaratriði. En af samþykkt frumvarpsins mundi leiða: 1. Vextir færðust i eðlilegt horf, eins og þeir voru fyrir vaxtahækkunina 1960, og jafnframt stigið fyrsta skrefið til lækkunar á til- kostnaði, sem hér hefur verið stigið um 5 ára skeið. 2. Sparifjárfrystingunni yrði hætt, og jafnframt yrðu auknir að sama skapi möguleikar til útlána • til nauðsynlegra umbóta á framleiðsl'ukerfi þjóðar- innar. FÓRST FERÐAFÓLK? Framhaid af 16. síðu. stillt upp myndum af þeim, sem grafnir voru í fjöldagröf í ná- grenni bæjarins. Enn er stöðugur vörður hafð ur við Vaiont-stífluna og í fjalls hlíðinni tyrir ofan allan sólar- hringinn, þannig að hægt verði að gefa viðvörun þegar í stað, ef jarðhræringa verð'ur vart í fjall inu. Öldungur varð fyrir bíl GB-Reykjavík, 17. okt. Umferðarslys urðu í Hafnarfirði í dag, að sögn lögreglunnar þar, og varð m. a. 82 ára gamall maður fyrir bíl og fótbrotnaði. Fyrst varð árekstur tveggja bíla snemma morguns, skemmdust þeir báðir, en slys urðu ekki á mönnum. Rétt eftir hádegið rákust enn tveir bílar saman út undir Hraunbrún og skarst maður nokkuð í andliti og var fluttur í slysavarðstofuna. Og um kvöldmatarleytið varð gömlum manni, 82 ára, gengið fyrir bíl í miðbænum, þegar hann var að stíga út úr strætisvagni. Ekki vissi lögreglan gerla hve mikið hann slas aðist, en taldi, að hann hafi fótbrotn að. Hann var fluttur í slysavarðstof- una af slysstaðnum. TJÓN AF SJÓNVARPI Framhald aí 1. síðu. eigenda, sagðist búast við, að „Parent Trap“ yrði samt sem áð- ur jólamynd, því að sem betur færi, horfðu ekki allir á sjón- varpið frá Keflavik enn þá. — Þeir eru þó mjög margir, sagði forstjórinn, og sjónvarpið hefur þegar haft gífurlega mikil áhrif á rekstur kvikmyndahús- anna. Ég er ekki í nokkrum vafa um, að aðsókn að kvikmyndahús- um hér hefur stórminnkað á síð- ustu mánuðum. Og það á eftir að versna. Ef þessu heldur áfram, verðum við að fara að krefjast lækkunar á skemmtanaskattinum, ef við eigum ekki að fara á haus- inn. Háskólabíó var reist af miklum stórhug, og það haft í huga, að húsið yrði jafnframt tónlistar- Iröll. Varð Háskólabíó dýrara i byggingu af þeim sökum. Sýning- ar á kvikmyiylum eru nær eina tekjulind þessa veglega og dýra húss. Nú hefur Hermannasjón- varpið leitt til þess, að aðsókn að sýningum þar hefur minnkað, eins og í öðrum kvikmyndahús- um síðustu mánuðina. Skýrði Friðfinnur Ólafsson, forstjóri Há skólabíós frá þessu í dag, þegar Tíminn átti tal við hann um það vandræðaástand, sem hermanna- sjónvarpið hefur leitt yfir kvik- myndahús og leikhús. Blaðið vill benda á, að það er Háskóli íslands, sem á þessa tón- listarhöll og kvikmyndahús, sem er veglegasti samkomustaður landsins, en vegna þess að þetta hús var dýrt í byggingu og er nýbyggt, veldur minnkandi að- sókn á kvikmyndasýningar vegna hermannasjónvarpsins meiri búsifjum þar en i öðrum sams konar húsum, vegna þess að varla mun mega tæpara standa með, að Hgskólabíó beri sig fjár- hagslega. Með því að leyfa út- færslu hermannasjónvarpsins, eins og ríkisstjórnin hefur gert, er hún beinlínis, og að óþörfu, að vega fjárhagslega að menning- arstofnun eins og Háskóla ís- lands. Friðfinnur Ólafsson sagði við Tímann, að tvennt væri að drepa öll kvikmyndahús. Ekki væri leyft að hækka verð á aðgöngu- miðum, sem væri nú lægra hér en þekktist nokkurs staðar ann- ars staðar, og lægra en nokkurt vit væri í, og að hinu leytinu hefði ríkisstjórnin hleypt yfir graðhestasjónvarpi af Keflavíkur velli, eins og hann orðaði það, sem þegar hefði dregið stórlega úr aðsókn á sýningar. Aðspurður kvaðst hann ekki vita hvar í bæn um mest væri um sjónvörp, en hann kvað líklegt, vegna heppi- legra skilyrða, að Vesturbærinn og Grímsstaðaholtið væri með hæsta tölu sjónvarpa, en það er einmitt svæðið, sem Háskólabíó gæti vænt sér mestrar aðsóknar frá. Friðfinnur sagði, að það hefði mátt ætla, að það hefði verið nóg að banna hækkun á aðgangseyrl. Það hefði ekki þurft að drepa skepnuna tvisvar og leyfa þetta graðhestasjónvarp. Vitaskuld er sömu sögu að segja frá leikhúsunum, hvað her- mannasjónvarpið snertir. Guð- laugur Rósinkranz, þjóðleikhús- stjóri, hefur bent *á, hvaða hætta væri sjónvarpinu samfara fyrir teikhúsiii, og hvaða sorgarsögu væri að segja frá öðrum löndum, þar sem sjónvarp hefði stórskað- að leikhúslífið. Sagði hann þetta í viðtali við Tímann í vor. Það er því fyrirsjáanlegt, að svona getur þetta ekki gengið lengur. Hins vegar virðist ríkisstjómin vera ánægð með hermannasjón- varpið og áhrif þess, og málgagn annars stjórnarflokksins birti forsíðufrétt í gær með þeim „fagnaðarfréttum", að nú ætti að stórbæta dagskrá hermannasjón- varpsins. Öðru máli gegnir um íslenzkt sjónvarp. Það mál þarf athugun- ar við, og í sambandi við það, kom Friðfinnur Ólafsson fram með þá hugmynd, að hagnaður- inn af íslenzku sjónvarpi yrði látinn renna til leikhúsa og kvik myndahúsa og annarra stofnana, sem yrðu að líða fyrir tilvist þess. VILJA DECCAKERFI Framhald af 16. síðu. þessu kerfi, að það er ekki mjög langdrægt. Sendingar hverrar stöðvar ná að jafnaði ekki lengra en 200 mílur á haf út. Mál þetta hefur verið rætt hér á landi, en ekki verið sérstakur áhugi á upsetningu slíks kerfis, og mun fjárhagshliðin vera aðal- orsök þess, enda kom fram á ráð- stefnunni í Esbjerg, _að hvorki Grænlendingar né íslendingar væru færir um að koma kerfinu upp á eigin kostnað. Á ráðst'efnunni áttu sæti full- trúar eftirtalinna landa: Portúgals, Frakklands, Bretlands, Belgíu, Hollands, V.-Þýzkalands, Dan- merkur, Svíþjóðar og Noregs. Til saksóknara BÓ-Reykjavík, 17. okt. Rannsóknardómarinn í máli Sig- urbjarnar Eiríkssonar skýrði frá því í dag, að málið færi nú til sak- sóknara rikisins og Sigurbirni hafi verið sleppt úr haldi í gær. ANDORRA - síðustu sýningar Þjóðleikhúsið hefur nú sýnt leikritið Andorra 42 sinnum vlð ágaeta aðsókn og eru nú aðeins eftir síðustu sýningar á ieiknum. Næsta sýnlng verður í kvöld. — Myndin er af Vai ^iasyni og Róbert Arnfinnssynl í hlutverk- um sínum. STUTTAR ISTUTTAR FRÉTTIR I FRÉTTIR NTB-Kanaveralhöfða, 17. október. Tvö bandarísk gervitungl hringsóla nú umhverfis jörðu, send á loft í þeim tilgangi að komast að raun um, hvort kjarnorkuttlraunir haft verið gerðar á laun í himingeimnum. NTB-Stokkhólmi, 17. október. / Ástralskur og tveir brezkir prófessorar hlutu þetta árið Nóbelsverð- launin í læknavísindum fyrir rannsóknir sínar á taugakerfinu. Verð- launaupphæðin, sem þremenningarnir skipta á milli sín, er 265.000 sænskar krónur. Ástralski prófessorinn heitir Kohn Eccles, en Bret- arnir Loyd Hodkins og Andrew Fieiding Huxly. - NTB-Washington, 17. október. Tító, Júgóslavíuforseti kom í dag með þyrlu til Hvíta hússins I Wash, ington frá Virginiu, og mun hann eiga viðræður vlð Kennedy forseta um verzlunarviðsklpti, en einnig munu þeir ræða ágreinlng Sovét- ríkjanna og Kína. Skyndihappdrætti Framsóknarflokksins Umboðsmenn um land allt: Draglð ekki að seija þá miða, sem ykkur hafa verið sendir, og takið umfram allt fleiri miða til sölu, ef þið hafið möguleika á að selja þá. Það hefur alveg ómetanlega þýðingu fyrir Framsóknarflokklnn, að hagnaður af happdrættinu verði sem allra mestur. Þess vegna verðum við að sameinast um að selja sem *dlra flesta miða og helzt alla, sem út voru gefnir. Ef hver umboðsmaður tækl tll sölu ca. 30 til 50 miða í viðbót, væri því marki náð að selja upp. — Sími happdrættisins er: 15564. Menningarsamtök háskólamanna senda frá sér ályktun HF-Reykjavík, 16. okt. Á þessu ári voru stofuð hér í bor'g Mennitsgarsamtök Háskóla- manna, e,n markmið þeirra er a'ð vinna ýmsum þjóðfélagsmáium bót á sem víðtækustum grundvelli. Nú hafa samtökin sent frá sér ályktun um öryggismál barna og unglimga og verður sá ályktun birt í heild hér í blaðinu síðar. Myndun siaimtakanna át'ti sér langan aðdraganda, en það var fyrst í janúar síðstliðnum, sem fimm menn komu saman á skrif- stofu biskups til að ræða þjóðar- uppeldi á víðtækum grundvelli. Þessir menn voru Arinbjörn Kol- beinsson, læknir, Jóhann Hannes- son, prófessor, ólafur Gunnarsson, sálfræðingur, Ólafur Skúlason, æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar og Sigurbjörn Einarsson biskup. Þessir fimm áttu með sér nokkra fundi og komu sér saman um það, að gagnlegt gæti verið, að boða til fjölmennari funda háskóla- menntaðra manna, þar sem ýmis vandamál væru rædd. Hinn 8. maí síðastliðinn voru svo menningar- samtökin formlega stofnuð og for- maður þeirra kjörinn Ólafur Gunn arsson, sálfræðingur. Um tilgang samtakanna segir svo í annarri grein félagslaganna: „Tilgangur samtakanna er að vinna á fræðilegan og lilutlægan hátt að framförum á sviði menn- ingarmála . “. Til umræðu í Menningarsamtökunum hafa eink- um verið þrjú mál hingað til, en það eru, öryggismál barna og unglinga; fjölmiðlun, m.a. áhrif blaða, útvarps og sjónvarps á börn og unglinga og fræðslumál barna- og unglingastigsins. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GuðríSar SigurSardóttur Efri-Vík í Landbroti. Þá þökkum við af alhug margs konar hjálp, er sveitungar hennar veittu við jarðarför hennar. Börn og tengdabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Eysteins Davíðssonar Högnastöðum, Þverárhlíð. Guð blessi ykkur öll fyrir mína hönd og aðstandenda, Daníel Eysteinsson. Maðurinn mlnn, Jón Jónsson frá Flagbjarnarholti, andaðist í Landspítalanum 16. þ. m. Sigrlður Gestsdóttlr. fÍMINN, föstudaginn 18. október 1963 15

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.