Tíminn - 19.10.1963, Page 8

Tíminn - 19.10.1963, Page 8
/ TÍMINN, laugardaglnn 19, október 1963 — [ BOGASALNUM: Nokkrar af fyrstu myndunum, sem Bjarnveig Bjarnadóttlr elgnaðist, eftir Gunnlaug Scheving, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og loks ný mynd eftir Jóhann Briem. • © cæas í DAG verður afhent hér í borg gjöf, einstæð í sinni röð hér á landi, er Bjarnveig Bjarna dóttir afhendir sýslumanni Ár- nesinga yfir fjörutíu málverk eft ir sautján þijóðkunna íslenzka málara sem gjöf til Árnessýslu frá sér og sonum sínum tveimur, flugmönnunum Lofti og Bjarna M. Jóhannessonum. >ótt ekki sé þetta stærsta málverkagjöf hér á landi, er erfitt að meta hana til fjár, svo dýrmæt er hún. En einstæð er gjöfin fyrir það, að með henni verður stofnað fyrsta listasafn á ísiandi utan höfuð- borgarinnar. Verður það staðsett í hinu nýja minjasafnshúsi á Sel- fossi. Um leið og afhending þessarar stórhöfðinglegu gjafar fer fram, verður opnuð sýning á iistaverk- unum í Bogasal Þjóðminjasafns- ins. Hittum við frú Bjarnveigu að máli i Bogasalnum, þar sem búið var að hengja hið stórfagra málverkasafn á veggina, og lögð- um fyrir hana nokkrar spurn- ingar. — Það hefur tekizt ijómandi vel að koma þessum mörgu myndum fyrir í ekki stærri sal. — Já, segir frú Bjarnveig. — Það á ég að þakka Hjörleifi Sig- urðssyni listmálara, sem leysti þann vanda af frábærri smekk- vísi og útsjónarsemi. — Hvaða mynd í þessu safni eignaðist þú fyrst og hvenær? — Það var árið 1928, sem ég eignaðist fyrstu myndirnar þrjár. Það var þessi vatnslitamynd af Búrfelli í Þjórsárdal eftir Ásgrím, Esjan eftir Jón Stefánsson og Höfnin i Reykjavík eftir Gunn- laug Blöndal Fyrir nokkrum ár- um bættust við myndir eftir Gunnlaug Scheving. Þá var hann nýkominn frá útlöndum. Sá ég þá vetrarmynd eftir hann, sem Árni Kristjánsson pianóleikari átti, og ég varð strax mjög hrif- in af myndum Gunnlaugs, eignað ist þrjár um sama leyti sem hér eru: Sjómenn, Heyband og Frá Aiisturlandi TTm svinað ievti Vatnslitamyndln frá Húsafelli eftir Ásgrím, sem Bjarnveig talar um í vlðtalinu og hefði heldur vlljað kalla hana Óveður í aðsigi. fékk ég að gjöf frá listamannin um vatnslitamyndina Frá Grinda vik. Þessar myndir, sem ég hef nefnt eru elztu myndirnar í safn inu. Löngu seinna eignaðist ég enn tvær myndir eftir Scheving. Þá bjó hann í Hafnarfirði og málaði mikið þar. Nokkuð langt er síðan ég eignaðist þessi mál- verk Þorvaldar Skúlasonar. Þær eru eins konar tímamótamyndir Þorvaldar, því að skömmu seinna fór hann að mála nær eingöngu abstrakt-málverk. Seinna eignað ist ég fagra blómamynd eftir Þorvald, en hún verður áfram á heimili mlnu. Hinar myndirnar í þessu safni hef ég eignazt smátt og smátt. Þær síðustu sem bætzt hafa í safnið, eru Á Skógar sandi eftir Finn Jónsson, Guil og silfur eftir Jón Engilberts og Frá ' Hafnarfirði eftir Jón Jóns- son, bróður Ásgríms, hana keypti ég fyrir nokkrum dögum. — Myndakaupin hljóta að hafa verið stór útgjaldaliður hjá þér um dagana? — Læt ég það vera. Eg þurfti auðvitað að vinna fyrir mínu dag lega brauði eins og allir, og launin voru ekkert of há. En ég eyddi ekki peningum í vín og tóbak. Hjá ýmsum er slíkt gam- an allstór útgjaldaliður, Mitt gaman var að eignast góð mál- verk, og ég hugsaði dæmið þann- ig: Það er bezt að leggja í bank- ann mánaðarlega þá upphæð sem gætu farið i sígarettur, ef ég reykti. Svo fór ég að kaupa mynd og mynd, þegar tækifæri bauðst, og vcru málararnir mér ávallt vinsamlegir í viðskiptum. Nokkr ar af þessum myndum voru mér gefnar. Td. fékk ég myndinaUpp stilling eftir Snorra heitinn Arin bjarnar á fertugsafmæli mínu. Hana gáfu mér sjö kunningja- konur mínar, við vorum saman i spilaklúbb, og er sá klúbbui* orð inn meira en þrjátíu ára. Snorri hélt sýningu um þetta leyti, og mér var boðið að velja mér mynd fyrir tiltekna upphæð. Eg valdi mér þessa. — Hér eru margar Ásgrims- myndir? Þessi mynd var tekin á heimili Bjarnvelgar, af henni og móður henn- ar, Guðlaugu Hannesdóttur, sitjandl framan við teppið, sem hún lauk nýlega vlð, áttræð að aldri. (Ljósm.: Tlminn-GE).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.