Tíminn - 19.10.1963, Page 15

Tíminn - 19.10.1963, Page 15
Verkalýðsfélögin í Hafnarfirði halda Skemmtikvöld í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði • kvöld 19. okt. kl. 9 e.h. Skemmtiatriði: 1. Spiluð félagsvist 2. Dans, gömlu og nýju dansarnir Verkakvennafélagið Framtíðin Sjómannafélag Hafnarfjarðar Verkamannafélagið Hlíf MAC ÚT \ Framhaíd af 1. síðu. velta fyrir sér, hver verða myndi eftirmaður hans. Hafa miklar vangaveltur verið í þessu sam- bandi og síðast í gær var talið öruggt, að Butler, varaforsætis ráðherra yrði fyrir valinu og kom fregnin um val Home lá- varðar og utanrikisráðherra því á óvart. Raunar höfðu margir áður látið þá skoðun í Ijós, að tE málamiðlunar milli Butlers og keppinauta hans, t. d. Maudling og Hailsham, lávarðar, gæti svo farið, að Home yrði fal in stjórnarmyndun, en fylgi þeirrar skoðunar rénaði er á leið umræður um eftirmann Mac millans. Sagt er, að úrslit mála hafi orðið reiðarslag fyrir R. A. Butl- er, sem fiestir töldu öruggan og má í því sambandi minna á, að hann var talinn njóta mjög ó- tvíræðs stuðnings meðal ráð- herra brezku stjórnarinnar og skoðanaikannanir, sem tvö blöð efndu til fyrir nokkru meðal al- mennings í Bretlandi sýndu, að þar átti hann og langmest fylgi. Meðal þingmanna var fylgi hans og talið nokkuð öruggt. í morgun gekk einkaritari Mac mili'ans, Timothy Blich, á fund drottningar og lagði fram afsagn arbeiðni Macmillans, sem ekki gat komið sjálfur, eins og lög og venja gera ráð fyrir. Það vakti sérstaka athygli, að nokkru síðar fór Elisabeth drottning í héimsókn til Macmillans á sjúkra húsið, en eins og kunnugt er, er drottningin barnshafandi og hafði lýst því yfir, að hún myndi ekki koma fram opinber- lega fyrr en barnið væri fætt. Um hádegisbilið gekk svo Home, lávarður á fund drottn- ingar, þar sem hún fól honum að mynda nýja stjórn í landinu. Macmillan varð forsætisráð- herra árið 1957 og er 69 ára að aldri. Afsögn hans kemur ekki á óvart, enda búizt við, að hann myndi lýsa henni yfir á flokks- þingi íhaldsmanna í Blackpool, en veikindin komu í veg fyrir að svo yrði. Macmilian hefur átt við mikið andstreymi að stríða bæði í inn- anlandsmálum og á alþjóðavett- vangi. Má í því sambandi sérstak lega minna á Profumo-hneyksl- ið og Efnahagsbandalagsmálið. Home, utanríkisráðherra, sem nú verður forsætisráðherra er sextugur að aldri. Fullt nafn hans er Alexander Frederick Douglas-Home, 14. jarl af Home. Hann er sagður feiminn, ljúfmannlegur og lát- l'aus í framgöngu og hlédrægur. Þótt Home sé síbrosandi' og sjáist varla öðru vísi á myndum er hann sagður harður í horn að taka, ef því er að skipta og skoðanafastur. Eigi hann í erf- iðum samningaviðræðum láti hann seint hlut sinn. Home, lá- varður varð þingmaður í neðri deild árið 1931 og ráðuneytis- stjóri Chamberlain, þáverandi fjármálaráðherra, um nokkurt skeið. Um tíma varð hann að vera frá stjórnmálum vegna al- varlegs sjúkdóms. Hann varð varautanríkisráð- herra árið 1945, en náði. ekki kjöri til neðri deildarinnar í kosningum sama ár. Árið 1950 náði hann aftur kosn ingu, en erfði aðalstign árið eft- ir og tók sæti í lávarðadeildinni. Hann var samveldismálaráð- herra árið 1956 og utanríkisráð- herra árið 1960 og sætti sú ráð- stöfun mikilli gagnrýni. Það, sem mest 'hefur verið haft á móti Home og háð hon- um er ,að hann er ekki meðlimur neðri deildarinnar og hefur verkamannaflokkurinn óspart beitt þeirri staðreynd í áróðri gegn honum. f seinni tið hefur Home þó sýnt I starfi utanríkisráðherra, að áróðurinn gegn honum var ekki að öllu leyti réttmætur og og hefur brezk utanrikismálla- stefna borið greinileg merki hans forystu. Hann hefur ekki verið hrædd- ur við að fara aðrar leiðir í utan- rikismálum en Bandaríkin og má sem dæmi nefna, að hann hefur oft mælt með því, að kínverska alþýðulýðveldið fengi aðild að Sameinuðu þjóðunum. Hann hef ur verið einn af áköfustu fylgis- mönnum aðildar Breta að EBE, en hins vegar lagt áherzlu á, að slík aðild mætti ekki koma nið- ur ,á samveldislöndunum. Oft hefur Home látið í ljós á- hyggjur vegna framtíðar SÞ og bent á leiðir til breytinga á starf semi og skipulagi þeirra. BLÓM OG VEÐUR Framhald af 1. síðu. ið í sambandi við frost og vinda, og svo síðast en ekki sízt at- huga vcðráttuna í gróðurhús- unum, og hvaða plöntur er bezt að rækfa þar. —Eg er sérlega hrifinn af rósunurn ykkar og nellikunum. Hjá okkur í Þýzkalandi anga þessi b’óm ekki nærri eins mik ið og þau, sem þið ræktig hér í gróðuthúsunum. og þið þyrft uð að koma upp margfallt fleiri gró'ðurlnisuu og hefja útflutn- ing á blómum til stórborganna Tií Frankfurt koma daglega flugvélar' með blóm frá Nissa, en þegar slíkur útflutningur er tekinn upp þýðir ekki að senda svo sean 500 blóm í ferð og það bara annað slagið. Það verður að vera ákveðin áætlun, sem ekki má bregðast, svo fólkið fari að þekkja fslands-blómin og byiji að biðja um þau sér- staklega. Eg er viss um að þetta gæti teirizt, ef vel væri á hald- ið. Geislunin er góð hér bæði ianl og úti fyrir, og .það væri hægt að nota svæðin í kring um þau miklu betur en gert er fyr.r grænmeti. rækta þar gulrætur og aðrar gænmetis- tegundir. og ef byggð yrðu þaina líiil skýli yrði uppskeran miklu betri. —Á tilraunastöð minni í Giessen framkvæmum við fjöl- margar athuganir. Til dæmis höfum við þar sex kassa, sem hver um sig er 2x2 metrar að stærð og 2 metra djúpir. í þeim eru mismunandi jarðvegs tegundir og á hverjum degi allt árið urr kring athugum við raka og hitastigið í kössunum á 5, 10, 20. 50 og 100 em. dýpi. Og einmg er athugað hversu imkið rennur í gegnum jarð- veginn. — Þarna höfum við tilrauna- akra, 3 hk að stærð, og auk þess er þama landbúnaðarveð- urathugunarstöð. Á ökrunum höfum við gert margar tilraun- ir með skjólgarða, og hefur ýmislegt athyglisvert komið fram við þær rannsóknir. Fyrst og fremst er það, að allur gróður verður mun stærri við skjólgarðana, en sé hann lát- inn vaxa, þar sem vindurinn nær til hans. Þá má geta þess, að grænmeti, eins og t.d. gul- rætur, verður mjög auðugt af C-vítamíni, vaxi það í skjóli garðanna. Við höfum athugað hver áhrif skjólgarðia eru á tóbak, og komið hefur í Ijós, að nikotín-magnið lækkar úr 3,2% niður í 1,9%, ef það er ræktað í skjólreitum. Dr. Kreutz hefur starfað sem landúnaðarveðurfræðingur í 40 ár og hefur mikla reynslu á þessu sviði. Nú þegar hann fer héðan seint í þessum mánuði, in hingað kom hann með konu sinni seint í apríl, mun hann senda stofnuninni í Genf skýrslu um störf sín og tillögur um, hvað gera mætti hér á landi. Ekki sagðist dr. Kreutz vita, hvort íslendingum yrði síðan veitt fjárhagsaðstoð til þess að koma hér upp stöðvum og kaupa til þeirra tæki, en einnig kæmi til greina, að hing- að yrðu sendir sérfræðingar á þessu sviði, og sagðist hann vel geta hugsað sér að koma hing- að aftur næsta sumar. Hér væri auðvelt að veita aðstoð, því allir hefðu gengið í skóla, og bændurnir væru vel mennt aðir og gætu gert ýmis konar til’raunir sjálfstætt, ef þörf krefði. BÍLASÝNING í DAG /gamiabílásaunV^ (II!® RAUÐARA m SKÚtAGATA 55 — SÍMt 15814 BORGARSTJÓRNARLAUN Framhald af 6. síðu eins og venja er með allar till. borgarráðs, þá er þar með náð merkum áfanga, og lokið því ófremdarástandi, að meta störf borgarstjórnar um kaupgreiðslu til jafns við starf undirnefnda, sem borgarstjórnin sjálf kýs til að fjalla um einstök mál. Það mun hafa verið strax á fyxsta fundinum, sem ég sat hér í fyrravor. að ég benti á hve lítt þolandi lítilsvirðing á störfum borgarstjórnar, gamla fyrirkomulagið væri. Þá rak stóra málgagn meiri- hlutans upp nokkurt óp og gerði ítrekaðar tilraunir til að gera rök mín brosleg og hæðast að fáfræði okikar Framsóknar- manna um annað en launakröf- ur! En nú bregður svo við, að í meginatriðum er með till. þeim, sem hér liggja fyrir til samþ., falíízt á þau sjónarmið í málinu, er ég lýsti. Það er e. t. v. ekki óeðli- legt, þótt markinu sé ekki að fullu náð í byrjun, og að hlut borgarráðs sé fullmikið hald- ið fram á kostnað borgarstjórn ar. Kann það að einhverju leyti að stafa frá eðlilegum mann- legum eiginleikum. Launamála nefnd er eingöngu skipuð borg- arráðsmönnum og einum von- biðli borgarráðs. Þeir hafa sam ið till. og borgarráð síðan sjálft fallizt á þær. Ekki þarf hér að koma til hlutdi-ægni. En þessir fulltrú- ar fjalla sjálfir um málin í borg arráði, og finnst þá gjarnan að mest vinnan sé búin, er þeir hafa fullmótað till. í hverju máli. Eftir sé þá aðeins að sam þykkja þær athugasemdalaust í borgarstjórn. Og að það sé raunar ekki mikig verk! En borgarráð er þó aðeins nefnd úr borgarstjórninni, sem hún kýs árlega. Og þótt störf þess séu mikilsvérð, á það þó í engu að skyggja á borgar- stjórnina, hvorki um launa- greiðslur né annað. Því hefði ég talið réttari hlutföll. að laun borgarstjórn- armanna væru ákveðin heldur hærri, 1. d. 2 þús. á mánuði, eða iaun borgarráðsmanna lægri, t.. d. 7 þús. á mánuði. — Einnig orkar tvímælis, hvort hækkun fyrir ýmis nefndarstörf er ekki gí mikil. Eg á sæti í cinni þeirra. og af þeirri reynslu, sem ég hefi þaðan. væri nægjanleg hækkun ca. 30% : stað 50%, eins og gert er ráð tyrir. Eg vil taka fram, að ég er því samþykkur og tel vera rétta leið, að raka upp fast kaup til borgarstiórnarmanna, en að varamenr, fái aðeins þóknun fyrir þá fundi, sem þeir sitja. Bridgeklúbbur f fyrravctur var starfandi bridge klúbbur á vegum Félags ungra í ramsóknarmanna, þar sem öllum var helmií þátttaba. Þessi starf- semi var mjög vinsæl og voru keppnir margar og fjölsóttar. — Nú hefst þessi starfsemi að nýju n.s. mánudagskvöld kl. 8, og er allt áhugafálk um bridge hjartan- legia velkomið. Þátttökulisti liggur frammi á skrifstofunni, Tjamar- götu 26, sími 15564, og er fólk beðið um að skrá sig sem fyrst. NJÓSNIR Framhald af 16. síðu. sem ganga brezku sjómön'nun- um á hönd sem njósnarar, þá er hér um hrein landráð að ræða, sem fara verður með sem slík.“ FYRSTA FISKASAFNIÐ Framhald af 16. síðu. Ilúsnæði er ekki enn til und- ir Fiskasafn Eyjabúa, eins og það er nefnt, og verður Þor- steinn' að leggja eitt herbergi í íbúöarhúsi sínú undir það. — Fyrir nokkru var keypt hús undir byggðasafn Vestmanna- eyinga, skeljasafn o.fl., en ekki er enn farið að innrétta það. Þar vonast Þorsteinn til að fá inni með safnið, þegar tímar I’íða. Meðal þeirra fiska, sém Þor- steinn hefur safnað, má nefna lúsífer, kólguflekk, (sá fyrsti, sem veiðzt hefur hér við land), hafál, vatnableikju, gljáliáf (ann ar, sem veiðzt hefur hér við land), steinsugu, litlu-bromsu, silfurbrama (sá eini, sem véiðzt hefur hér við land), brandháf, flatnef, trönusíli, þykkvalúru, skrápflúru, öfugkjöftu, skötu- sel, urrara, blágómu, blálöngu, blákjöftu, geirnef, geirnyt, sand hverfu, lýr, svartháf o. fl.\ o. fl. Þorsteinn Þ. Víglundsson lét af starfi skólastjóra gagnfræða skólans í Eyjum nú í haust. Nemendur hans voru mjög ; hugasamir um þetta safn og söfnuðu fé til þess. — Ég er ekki nema hálfur maður, síðan ég missti krakkana mína, — sagði Þorsteinn, en annars sé ég þau oft, og gamlir nemend- ur leggja fé af mörkum og draga fiskana úr sjónum. 200 fiska safnið verður áreiðanlega að venxleika. SUNDLAUGIN Framhald af 6. síðu. þessari framkvæmd orðinn óhæfi- legan. Borgarstjórnammeirihlutinn vaari búinn að hafa þessa sundlaug sem kosningaloforð einum tvisvar sinnum, og ef svona héldi áfram, gæti hann notað hana á sama hátt einum tvisvar sinnum enn. Borgarstjóri ræddi- málig einnig aftur og ar fram frávísunartlllögu við tUlögu Kristjáns, og var hún samþykkt með 9 atkv. gegn 5. ELLIHEIMILI Framhald af 1. síðu. visspna um hjálp og umönnun, ef með þarf, sjúkrapláss í veik- indum, og svo getur fólkið vit- anlega flutt á elliheimili'ð, þeg- ar orkan leyfir ekki búsýslið lengur. Vist á slíku heimili, sem hér er lýst, kostar 50 krónum minna á dag en vist á elli- heimilinu, vegna þess að fólkið hugsar að mestu leyti um sig sjálft. Sem sagt: gamalt fólk heldur áfram að vera sjálfstætt fólk í skjóli stofnunarinnar, elliheim- ilisins, sem veitir því það ör- yggi, sem þar þarf á að halda. RÆÐA BJÖRNS Framhald af 7. síðu. Upplýst hefur verið, að upp hafi komizt um misfellurnar í byrjun ágúst s. 1., en borgarráði er fyrst skýrt frá málinu í byrj- un október. Hefur því orðið ó- hæfilegur dráttur á að gefa rétt- um aðila upplýsingar. Jafnframt ber að harma, að eftirlit með fjárreiðum borgar- innar skuli ekki hafa verið betra, heldur en mál þetta gefur til- efni til að álíta, þar sem ekki virðist hafa verið fylgzt með svo misserum skipti, hvort umsamd- ar greiðslur væru inntar af hendi til borgarinnar". FARGJALDASTRÍÐ Framhald af 16. síðu. kr. í stað 9257 á sama tíma í fyrra Loftleið'ir hafa ekki lát- ið hér staðar numið, því nú hef ur félagið ítrekað fyrri um- sóknir iil flugráðs um leyfi til nýrrar, verulegrar lækkunnar á flugleiðinni Rvk—Luxemburg —Rvk og vill bjóða viðskipta- vinum sínum fargjaldið á 5073 krónur báðar leiðir, en 2670. sé aðeins íarið aðra leiðina. Hefur enn ekki borizt svar við þess- ari umsókn. Eiginmaður minn, Daníel Jónsson, bóndi frá Tannstöðum, andaðist að heimili sínu Engihlíð 14, þann 17 þ. m. — Kveðjuathöfn fer fram þriðjudaginn 22. okt. kl 3 síð- degis í Fossvogskapellu. — Jarðarförin tilkynnt síðar. Fyrir hönd vandamanna, Sveinsína Benjamínsdóttir. Hjartans þakkir færi ég öllum peim mörgu vinum, sem hqimsóttu mig og færðu mér fagrar gjafir, skeyti o. fl. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Þorláksdóttir, Gufuskálum TÍMINN, laugardaginn 19. október 1963 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.