Tíminn - 23.10.1963, Page 6
MINNING
MAGNÚSDÓTTIR
Hinn 6. pgúst s.l. varð bráðkvödd
að heimili sinti Álftavatni í Staðar-
sveit, Rannveig Magnúsdóttir fyrr-
um húsfreyja þar, á 84. aídursári.
Rannveig var fædd hinn 23. des.
árið 1879 i Syðri-Knarartungu í
Breiðuvfk. Foreldrar hennar voru:
Magnús Jónsson bóndi þar og kona
hans Margrét Jónsdóttir. Eigi verð-
ur ætt Rannveigar rakin hér, en
hún var af góöu bergi brotin. Jón
Andrésson föðurafl hennar var son-
ur Andrésar smiðs í öxl, sem fræg-
ur var um land allt á sinni tíð fyrir
smíðar sínar og hagleik. Hafa um
hann spunnizt þjóðsögur sem marg-
ir munu kannast við. Hafa margir
smiðir og hagleiksmenn verið í ætt
Rannvelgar fyrr og siðar, Rannveig
, var 10. liður út af Jóni bi&kupi Ara-
syni, komin út af séra Birni á Mel-
stað, sem hálshöggvinn var með föð
ur sinum og Ara lögmanni bróður
sínum i Skálholti 7. nóvember 1550.
Getur, eins og kunnugt er, mesti
fjöldi fslendinga rakið ættir slnar
tll þeirra og þykir þar aldrei í kot
visað með ætternið.
Ætt Rannveigar verður líka rak-
in til Marteins biskups Einarssonar,
sem lengi var prestur að St§>6 á
Ölduhrygg (nú Staðarstað) og var
sonur Einars Snorrasonar, prests
þar, er stundum var nefndur Öldu
hryggjarskáld þvi hann var eitt
bezta skáld sinnar tíðar.
Rannveig var tvíburi og lézt hitt
barnið strax eftir fæðinguna. Bræð-
ur átti hún þrjá: Arngríip, Einar
og Jón, sem allir voru bændur á
Snæfellsnesi, en eru nú látnir.
Rannveig‘dvaldi í föðurgarði öll,
. úþpvaxtarár sín, en'fluttist við láj;,
foður síns með móður sinni og Jóni
bróður sinum að næsta bæ, Knerri
i Breiðuvík og bjuggu þau þar öll
saman um nokkurra ára skeið. Eigi
mun Rannveig hafa i æsku numið
annað en þá var títt um börn fyrir
fermingu. Einn vetur dvaldi hún þó
við saumanám i Stykkishólmi, enda
hög og lagvirk til handanna í bezta
lagi. Haustið 1902 giftist hún eftir-
lifandi manni sínum Birni Jónssyni
í Lýsudal og munu þau hafa dvalizt
þar um veturinn, en vorið 1903
fluttust þau að Álftavatni i Staðar-
sveit og hófu þar búskap. Áttu þau
þar heima æ síðan, lengst af sem
ábúendur, en hin síðari ár í skjóli
Guðjóns sonar síns sem nú býr þar,
og raunar var aðalstoð heimilisins
bin síðari búskaparár þeirra.
Þegar Björn og Rannveig fluttust
að Álftavatni vorið 1903 eins og
tyrr greinir, var þar köld aðkoma.
Jörðin hafðí verið í eyði eitt eða
tvö ár og bæjarhús öll léleg. Var
því ærið verkefni fátækum frumbýl
ingum að gjöra þar eitthvað tii úr-
bóta. Svo sagði mér Rannveig ein
hverju sinni, að þegar þau komu
að Álftavatni hafi verið snjóskafl
I búrinu, sem var að sjálfsögðu torf
hús að þeirra tlðar hætti. Byggðu
þau brátt upp öll bæjarhús og unnu
þá oft nótt með degi. Fyrstu búskap
arárin urðu þeim því erfið eins og
svo mörgum, sem litlu hafa úr að
spila. Lengi frameftir var búskapur
þeirra smávaxinn, en hin síðari bú-
skaparár þeirra máttu þau teljast
sæmilega stæð. Þau voru jafnan
vinsæl og vel iátin af grönnum sín-
um og sveitungum, enda gestrisin
og hjálpsöm eins og bezt varð á
kosið. Jörð sína reyndu þau að bæta
og prýða eftír megni. Nú er Álfta-
vatn hið prýðilegasta býli bæði
hvað húsakost og jarðabætur snert
ir, sem Guðjón sonur þelrra hefur
lagt mikla rækt við. Börn þetrra
Rannveigar og Björns voru fjögur:
Guðbjartur, kvæntur Helgu Pálsdótt
6
ur. Áttu eina dóttur, Kristínu að
r.afni. Guðbjartur er nú látinn fyrir
nokkrum árum. Margrét, gift Gunn
ari Sigurðssyni frá Hausthúsum. Eru
þau bæði látin. Þeirra börn þrjú:
Hlín, Málfríður og Björn. Guðjón
bóndi á Álftavatni, kvæntur Jónínu
Sigmundsdóttur. Eiga þau eina dótt
ur, Björgu að nafni. Svanhvít hús-
freyja í Ytri-Tungu, gift Jóhannesi
Kristjánssyni bónda þar. Eiga þau
þrjú börn uppkomin: Gunnar, Jónu
og Hrólf.
Á efri árum sínum urðu þau Rann
veig og Björn fyrir þeim þungu
raunum að sjá á bak tveim elztu
börnum sínum sem áður eru nefnd.
Má nærri geta að það hefur verið
þeim þungur harmur, en þau tóku
þeim raunum með mesta jafnaðar-
geði og stillingu eins og öðru mót
drægu.
Ég, sem linur þessar rita hafði
náin kynni af þeim Álftavatnshjón
um i meira en hálfa öld og get þvi
af eigin raun dæmt um mannkosti
þeirra og dugnað. Á Álftavatni var
ég í kaupavinnu sumrin 1954 og
1955. Ræddi ég þá oft margt við
gömlu hjónin, sem bæði voru fróð
og minnug. M.a. skráði ég eftir
Birni nokkrar þjóðsagnir er ég
bafði eigi heyrt áður, og þótti mér
það góður fengur. Reyndust þau
mér bæði sem beztu foreldrar. Er
Álftavatn síðan mitt annað heimili
í Staðarsveit. Björn er nú rúmlega
84 ára gamall og blindur að mestu.
Hann er þó ern að öðru leyti og
kann frá mörgu að segja. Hann
ei nú elzti íbúi Staðarsveitar. Við
jarðarför Rannveigar, sem fór fram
að Staðarstað 16. ágúst s.l., að við
siöddu fjölmenní, flutti sóknarprest
urinn séra Þorgrímur Sigurðsson,
fagra ræðu og las jafnframt upp
tvö ijóð er borizt höfðu í tiiefni
af andláti hennar. Annað ljóðið, sem
er eftir höfund þessarar greinar er
svohljóðandi:
Ætíð er fagurt
í Álftavatni,
syngja þar svanir
söngva þýða.
Allra til átta
er útsýn fögur,
grösug tún
og gróðurlendur.
Blasir við sjónum
beint í vestri
Snæfellsjökull
snævi krýndur.
Flestum fjöllum
föngulegri
Elliðahamar
í austri gnæfir.
Fluttust ung
að Álftavatni,
Björn og Rannveig
og búskap hófu.
Flestum reynast
frumbýlingsárin
erfið og þung
á ýmsar lundir.
Brunnu i brjóstum
beggja þeirra
vona og gleöi
vafurlogar.
Framtfð þau litu
fögrum augum,
torleiði tóku
traustlega móti.
Lágu þau aldrei
á liði sinu,
myrkranna milli
þau máttu vinna.
Auðlegð þó safnað
eigi væri
ánægjan ríkti þar
. innan húsa.
Fæddust þeim hjónum
fjögur bömin,
yndi beggja
og eftirlæti.
Fóru þrjú
úr foreldrahúsum
þegar að náð höfðu
þroska nægum.
Yngri sonur
varð eftir heima,
öldruðum foreldrum
athvarf veitti,
saman er lifðu
í sátt og friði
sextíu ár
á Álftavatni.
Sárar þau máttu
sorgir reyna
börn að missa
á bezta aldri.
Harma sina
í hljóði báru
eins og hugprúðum
hetjum sæmdi.
Yfir nú grúfa
Álftavatni
skapaský
og skuggar þungir.
Húsfreyjan aldna
er horfin sýnum,
lokið hún hefur
langri ævi.
Veit ég að minnast
margir hljóta >
grannar og vinlr
góðrar konu.
Gestrisni hennar
og greiðasemi
þekktu þeir bezt
er þangað komu.
Höfði nú drúpir
hinn hári þulur
sviptur sjón
hann syrgir brúðL
Framhaid á 15. síðu.
Snorri Jónsson fimmtugur
í dag er Snorri Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðusambands
fslands, fimmtugur. Hann er fædd
ur í Reykjavik 23. október 1913.
Fór ungur í járniðnaðarnám í vél-
smiðjunni Héðni. Að námi loknu
fór hann í Vélstjóraskóla íslands
og að prófi þar loknu stundaði
hann sjómennsku á togurum í
nokkur ár.
Er hann hætti sjómennsku,
starfaði hann að járnsmiði í vél-
smiðjunni Héðni og á verkstæði
Sigurðar Sveinbjörnssonar. Hann
hefiir verið í stjórn Félags járn-
iðnaðarmanna í Reykjavík í 20 ár,
þar af 17 ár sem formaður þess.
Árið 1954 varð hann starfsmaður
Alþýðusambands íslands, og hef-
ur verið framkvæmdastjóri þess
um árabil.
Þeir, sem til þekkja, vita það
vel, að öll þau störf, sem Snorri
hefur unnið að, hefur hann leyst
af hendi með prýði. Það má segja,
að hann hafi verið mest viðriðinn
störf fyrir stétt sína, járniðnaðar-
menn. Á sínu langa stjórnar- og
formannstímabili 1 Félagi járniðn
aðarmanna hefur járniðnaðar-
mannafélagið í Reykjavík eignazt
eitthvert hið bezta húsnæði, sem
til er í einkaeign einstaks stéttar-
félags. Má fullyrða, að Snorri
Jónsson á þar hinn mesta þátt í
að svo varð, og verður honum seint
fullþökkuð sú fyrirhyggja í upp-
byggingu félagsstarfsins.
f stjórn Alþýðusambands íslands
og sem framkvæmdastjóri þess
hefur hann í mörg undanfarin ár
verið í stormasömu starfi.
Snorri er málafylgjumaður. Ró-
legur og stilltur í hvers konar
vanda, enda hafa þeir eiginleikar
oft komið honum að miklu gagni.
Vinir hans og samstarfsmenn óska
honum allra heilla á þessum
merku tímamótum og við viljum
vona, að hann eigi eftir að hafa
aðstöðu til að beita kröftum sín-
um fyrir stétt slna og fyrir verka-
lýðinn í heild. J, B.
Hin hewsfrægi! MORDMENDE sj'ónvarpstæks
fást nú í 9 mismiriiandi gerSum
Uppsetnirg á loftnetum
á ábyrgð á endingu.
KLAPPARSTÍG 26
‘ SÍMI: 1980r
REYKJAVÍK
T í MI N N , iniðvikudaginn 23. október 1963
i •(
i i , !;. •