Tíminn - 23.10.1963, Síða 9
Framlög ti) raforkumála hafa
minnkað. Ástandið í húsnæðismál-
\im fer síversnandi, og svona mætti
lengi telja — þetta eru aðeins
dæmi um hinar geigvænlegu af-
leiðingar stjórnarstefnunnar í þess-
um greinum
Rannsóknir
Framlög til lífsnauðsynleg-
ustu undirstöðurannsókna í þágu
framleiðslunnar eru skorin
svo við nögl, að stórtjóni veldur,
og óhugsandi er að geti staðizt, ef
framleiðni og framleiðsla á að geta
vaxið svo, sem brýn nauðsyn kref-
ur.
— Elcki peningar til. — Ofþensla.
,— Verður að leggja peninga til
jafnvægis inn í kerfið — en það
þýðir, að þeir peningasterku geti
komið sínu í framkvæmd.
Ofan á þetta bætist svo, að þrátt
fyrir þessar gífurlegu álögur er
vaxandi hluti af því, sem gengur
til framkvæmda af hálfu ríkisins,
tekinn að láni og velt yfir á fram-
tíðina og eru nú á þessu fjárlaga-
frumvarpi í fyrsta sinn stórir út-
gjaldapóstar til að standa undir
þessum skuldum, sem hefur verið
safnað í góðærum, og þessir póst-
ar hækka gífurlega á næstu árum.
Sumar af þessum ríkisskuldum
virðast ekki einu sinni taldar á
nk:sreikningum fyrir 1962 t. d. og
ekki milljóna tuga útgjöld, sem
greidd eru með lántökum — en ráð
herra segist hafa haft afgang af
álögum sínum 1962 og nú einnig í
ár, og þykir engum það mikið,
sem •'sér innflutninginn núna og
verzlunarjöfnuðinn við útlönd.
Ekki peningar til
eða ofþensla
Segist ráðherra leggja eitthvað
taisvert á bók til að styrkja „jafn-
vægið,“ í efnahagsmálum, sem
þeir kalla, og er það tilkynnt með
viðhöfn á sérstökum tyllidögum
ríkisstjórnarinnar, en hversdags-
lega eru engir peningar til að
halda uppi lífsnauðsynlegiMn sam-
göngum í landinu, hvað þá til að
halda í horfinu iim skólamál, hús-
næðismál og önnur þvílík mál í
onesta góðæri, sem þjóðin hefur
lengi lifað. Allar tiUögur Fram-
sóknarmanna til að tryggja, að
hæfilegur hluti ríkisteknanna
renni sem áður til slíkra fram-
kvæmda, hafa verið drepnar og
ýmist sagt að ekki væru peningar
til eða ef peningar voru til, þá, að
það mætti ekki nota þá, því það
skapaði ofþenslu.
Áunnizt hefur þó, að ríkisstjórn-
in er orðin meira en lítið óróleg
undir þungri pressu, vegna öng-
þveitisins í vegamálum, enda verð-
ur ekki þar á linað né í fleiri slík-
um málum, fyrr en undan verður
látið.
Hæstvirtur fjármálaráðherra er
nú búinn að skrumskæla þannig
ríkisreikninginn, að enginn fær af
honum séð, hver afkoma ríkissjóðs
er. Ríkislánum og stórum útgjalda
póstum eins og t.d. ríkisábyrgða-
töpum, er haldið utan við.
Þykjumst við þó sjá, að greiðslu-
aígangur sé 1962, þótt ekkert sé
að sjálfsögðu — þegar svona er
komið — að marka tölur hæstv.
ráðherra, og þá hlýtur að verða af-
gangur, á þessu ári, enda dýru
vei ði keyptui' eins og sést á álögun
jm, innfhhningnum og verzlunar-
jöfnuðtnum
Munum við nú, Framsóknar-
menn, hefja harða sókn fyrir því,
að einhvexju verulegu, sem um
munar af því, sem með þessum
gegndarlauisu álögum hefur tekið
a+ alrr.ennmgi umfram þarfir rík-
ísins, verð' varið til að styðja fram
gang sumra hinna brýnustu nauð-
synjamála, sem setið hafa á hak-
anum unaanfarið, svo sem t. d.
samgöngumála og íbúðarmála og
ýmissa fleiri mála.
Tollpeningana má
ekki nota
Við erurr ekki í miklum vafa
um hverju tillögur okkar um þetta
eiga að mæta frá stjórnarliðinu.
Það verður æpt, þessa peninga má
ekki nota. það veldur ofþenslu —
það verður að leggja þessa peninga
mn í bankakerfið.
Sú viðureign, sem um þetta verð
ur ætti að geta orðið mörgum
iardómsrík. Það er sem sé of-
þensla að veita meira fjármagn í
íbúðarbyggingar, svo forðað verði
frá neyðarástandi í húsnæðismál-
um og það þótt fé væri tekið með
beinum álögum á þjóðina. Sama er
að segja um að verja skattafé í
vegi, brýr, framkvæmdir í sveitum
eða við sjó og hvað eina, sem lífs-
nauðsynlegt er að koma í fram
kvæmd almennings vegna. Þessar
fi amkvæmdir verði að bíða og það
fé sem tekið er af mönnum með
gegndarlausuen álögum megi ekki
nota í þessar framfarir, sem al-
menningur nefur mesta þörf fyrir.
Hvað á að sitja fyrir?
Hvers vegna eiga þessar fram-
kvæmdir að bíða og peningarnir að
leggjast til „jafnvægis" í kerfið.
— Til þess &ð þeir, sem fyrir fjár-
magni ráða í landinu og hafa að-
gang að fjármagni fyrir náð ríkis-
stjórnarinnar, komist að með sín-
ar framkvæmdir og sína eyðslu.
Þeirra framkvæmdir og þeirra
eyðsla valda ekki ofþenslu, þær
eru exki áfcyrgðarleysi eins og til-
lögur Framsóknarmanna um að
leggja fjáimagn til lífsnauðsyn-
legia framkvæmda í þágu al-
mennings
íbúðarbvggingar, raforkulínur,
vegagerðir og aðrar slíkar eiga
samkvæmt stjórnarstefnunni að
víkja fyrir því, sem þeir peninga-
sterku vilja koma í framkvæmd
og sjá sér mestan hag í að gera.
Það er þeirra stefna. En við segj
um, það verður að beina fjár-
magninu til þeirra framkvæmda í
landinu, sem lífsnauðsynlegar eru,
þeir eiga að sitja fyrir og því
á hiklaust að nota fé ríkisins í
Jiessu skyni, og fyrir þvi verður
barizt.
Allir vita, að fullkomið öng-
þveiti og stjórnleysi ríkir í fjár-
festingarmálum eins og 1 öðrum
efnum, en i öllu öngþveitinu er þó
einn fastur punktur, sem er kjarni
stjórnarsteínunnar: Þeir. sem fyr-
ir fjármai,ninu ráða og stjórnin
vill hlaða undir Stór-kapitalið á
að fá að rótfesta sig með sínum
framkvæmdum í sem flestum grein
um. en almannaframkvæmdir eiga
að víkja og þær framkvæmdir al-
mennings, sem studdar hafa ver-
ið af almannafé.
Með þessum aðförum vei-ður
sjilfum grjndvelli þjóðarbúskaps-
ins breytt óðfluga, enda hefur það
alltaf verið höfuðtilgangur stjórn-
arstefnunnai, en allt annað ýmist
umbúðir eða aukaatriði.
Tvær stefnur
Um þessai stefnur tvær verður
tekizt á við afgreiðslu fjárlaga
sem fyrr nú undanfarið og þau
mcrgu þmgmál önnur, sem um
þetta fjalla
Þeir sem vilja láta framkvæmdir
í almannaþágu og framkvæmdir
einstaklinga til að auka framleiðni
og íramleiðslu sitja fyrir með því
að veita skipulega og hiklaust fé
til beirra, þeir verða nieð okkur.
Þeir, sem vilja gera þessar fram
kvæmdir að hornreku og láta þær
víkja svo stórkapitalið geti leikið
lausum haia með sinar framkvæmd
ir, hversu tjarri sem þær kunna að
vera því að leysa úr brýnustu þörf-
um þjóðarinnar, og hversu gífur-
lega sóun, sem þær kunna að
hafa í tör með sér —
þeii, sem það vilja styðja, þeir
verða með hinum.
En það er til marks
um átökin, sem framundan
eru um það hvað eigi að víkja og
hvað sitja fyrir, að stórkapitalið
er farið að heimta stóran greiðslu-
afgang hjá ríkinu. sem lagður sé
í peningakerfið til jafnvægis. Og
stjórnin tekur undir og máske
eigam við eftir að sjá framan i
rJHögur um aukna neyzluskatta í
þessu skyni álagða. Þrengja að
neyslu og f.vamkvæmdum, almenn-
ings og leggja peningana inn svo
að hinir þeir, sem fjármagninu ráða
mest geti komið sínu í framkvæmd.
-- En baráttulaust mun þetta ekki
gerast, og ekki ólíklegt að þetta
skýri nokkuð stefnur í þjóðmálum.
Skipbrot
viðreisnarinnar
sið þessa umræðu er skylt að
reyna að bregða upp mynd af
efnahagsmálaástandinu, því ríkis-
búskapurinn verður ekki slitinn úr
sambandi við annað starfslíf í
'andinu.
Það blasir nú við þjóðinni svo
ekki verður um deilt né um villzt,
að stefna rfkisstjórnarinnar ,,Við-
reisnin“, sællar minningar, eða
hilt þó heldur, hefur beðið algert
skipbrot Reynt var með hvers
ky.xs Ijótum brögðum að leyna
þessu nokkuð í vor fyrir þjóðinni
og þá vantaði ekki glæsiiegar lýs-
ingar á því, sem kallað var árang-
ur viðreisnarinnar. Meira að segja
var kosningum flýtt um nokkrar
vikur til þess ekki skyldi koma
fram. hvað kjaradómur teldi opin-
bera starfsmenn þurfa að hafa í
ka -p í viðreisnarríkinu. Stjórnar-
flckkarnir náðu meirihluta við ill-
ati .eik í vor með blekkingum um
ástandið, sem nú liggur ljóst fyrir.
Nú verður loks að játa
Öjarni Benediktsson lýsti því yf-
ir á Varðaifundi fyrir nokkrum
dögum, að öngþveiti blasti nú við
í launamálum, enda víst ekki gott
að komast hjá því að játa það
lengur, hvernig komið er, þegar
búið er að afskræma svo efnahags-
keifið, að verkamaður vinnur sér
inn rétt ríflega vexti og annan
kostnað af lítilli íbúð með viðreisn
arverðinu, með því að vinna átta
stundir hvern virkan dag ársins.
Og með landbúnaðarverðinu. sem
nýbúið er uð setja, getur bóndinn
ekkl staðið til fulls undir afskrift-
um af eintú dráttarvél með við-
reisnarverðinu, hvað þá öðrum
vélakosti. Er það nokkur furða,
þótt þeir sem fyrir þessu standa
neyðist nú loks til að játa öng-
þveitið, sem búið er að stofna til
við hagstæðustu ytri skilyrði, sem
þekkst hafa á landi hér.
Viðskiptamálaráðherra orðaði
játningu sina þannig í áróðurs-
ræðu, sem bann lét tvílesa í hlut-
la-isa útvarpið okkar. að í einu
atrlði ríkti ringulreið þ. e. í kaup-
gja'ds- og verðlagsmálum. Sumir
voru að segja að hann hefði átt
að segja, að í einu atriði ríki ring-
ulreið þ. e. verðlagsmálum, kaup-
gja'dsmálum, húsnæðismálum, fjár
festingarmálum yfirleitt og mál-
fcfnum framleiðslunnar t. d. Þó
ekki hefði að heldur verið allt
talið sem í játningunni átti að
vere með réttu.
Væri nú ekki rétt fyrir þessa
menn að gera þjóðinni grein fyrir
því hvers vegna Viðreisnin hefur
farið svo gersamlega út um þúfur
og hvað p;lr hafa af þessu lært.
Ekkert þýðir fyrir þá lengur að
haida því íram, að ,.Viðreisnin“
hafi farið út um þúfur, af þvf að
kaupgjaldið til verkamanna hafi
hækkað um 50—60 kr. of mikið á
V'ku árið 1961, en þá lækkuðu þeir
gengi krónunnar um 13% út af
kaupgjaldságreiningi, sem svaraði
t<I 1—2% breytingu á útflutnings-
verði.
Og sú gengislækkun var gerð
þrátt fyrir stóraukna framleiðslu
og hækkandi verð á útflutnings-
afuiðum. Um það segir stjórn
Seðlabankans í ársskýrslu sinni
orðrétt: „Þegar á heildina er litið
liefur verð á útflutningsafurðum
batnað verulega á árinu 1961. Samt
lækkuðu þeir gengið. Og þrátt fyr-
ir þessa stað.-eynd lét Gylfi Þ. Gísla
son sér sæma í þeirri óvönduðu
áróðursræðu, sem ég minntist á
áðan, að halda því fram að þeir
heíðu hæk’cað gengið vegna verð-
lækkanana á afurðum. En það er
staðreynd að verðið fór batnandi.
Benzín á bálið
Allir vita nú, að gengislækk-
unin 1961 var ástæðulaust frum-
hlaup gert > bræði og átti að kenna
mönnum að gera það eitt sem
stjórnin vildi. Gengislækkun þeirra
þá reyndist eins og benzín á dýr-
tiðarbálið og síðan hefur stjóm-
in ekki ráðið við neitt. Þeir hafa
nú viðurkennt þetta hreinlega og
þar með ómerkt öll sín ljótu sví-
vrðingaro'ð um þá, sem leystu
kjaramálin 1961 og björguðu þjóð-
arframleiðslunni.
Bjarni Benediktsson talar um
gengislækkunarleik, sem ekki
megi endurtaka og verði að ljúka.
Krónan sé ekki fallin núna og
eigi því ekki að fella hana. Þetta
eru játningar. sem segja sex. Dóm-
ur um þeirra eigin verk og mál-
flutning og hvers trausts hann er
verður, sem ekki mun fara fraim
hjá neinum. Það er gott ef nú á að
standa við það að fella ekki krón-
una, enn þá einu sinni og þeim
mun verða haldið að þessum lof-
orðum. En þjóðin spyr, hvað rétt-
lætti gengislækkun 1961. Hvað
iéttiætti þann þokkalega leik. —
Þegar nú er játað af þeim seku frá
1961 að ckkert réttlæti gengis-
lækkun nú.
Allt fór öðru vísi
Viðreisnin átti að skapa jafn-
vægi og stöðugt verðlag, en hef-
ur sprengt efnahagskerfið og vald-
ið meinlegri dýrtíðarólgu, en dæmi
eru áður til f landinu. Umtumað
bllu efnahagskerfi landsins. í stað
þess að tryggja verðgildi sparifjár.
befur orðlð heiftarlegri rýmun
þest en áður eru dæmi til. í stað
jafuvægis I lánamálum, stórfelld-
ari lánsfjárkreppu og harðhentari
lánsfjárskömmtun en áður hefur
ekkst og svo er þetta kallað frelsi.
stað skattalækkana, meiri álögur
en nokkru sinni áður í sögu lands-
ins. Og svo átti þetta allt að vera
ger< til að lækka skuldirnar við
útlcnd, en þær eru nú að frá-
dregnum innstæðum, meiri en
nokkru sinni fyrr.
Framhald á 13 siðu
A AD HERDA AD ALMENNINGI SVO STÖR-
KAPlTAllD GETIKOMID ðLUI SlNU FRAM?
TÍMINN, miðvikudaginn 23. október 1963
9