Tíminn - 23.10.1963, Page 15
Starfsfræðsla
á Húsavík
ÞJ-Húsavík, 21. okt.
Sunnudaginn 20. okt., var efnt
tii starffræSsludags á Húsavík ao
tiJhlutan Gagnfræðaskóla Húsavík
ur og Rótaryklúbbs staðarins. —
Húsavíkurbær veitti f járstyrk. Auk
þess starfaði fjöldi einstaklinga
úr ýmsum atvinnugreinum í sam-
bandi við scarffræðsludaginn, voru
flestir frá Húsavík og nágrenni,
nokkrir frá Akureyri og Reykja-
vík. Ólafur Gunnarsson sálfræð-
ingur hafði leiðbeint við undir-
búning starffræðsludagsins og
hafði með höndum stjórn hans.
Veittar voru upplýsingar um 70
starfsgreinar. Tvær vinnustöðvar
voru sýndar, Mjólkursamlag kaup-
félags Þingeyinga og Trésmiðjan
Borg. Sýnd var fræðslukvikmynd
um sjávarútveg. Fjöldi unglinga
sótli starffræðsluna, meðal ann-
ars nemendur frá Héraðsskólanum
að Laugum. Mest var spurt um iðn-
að ýmis konar, þá sjávarútveg, loft
skeytafræði, háskólanám, landbún
að Ijósmæðra- og hjúkrunarstörf
og flugstörí Starffræðslan fór
fram í húsakynnum barna- og
gagnfræðaskólans.
BYIIJR Á
QLAFSFIRÐI
BS-Ólaf^firði, 21. okt.
Hér rak á snarpan byl í fyrri-
nótt var hann austan stæður, stóð
ofan úr fjailinu hér fyrir ofan bæ-
inn. Feykti veðrið heyfúlgu um
knll, sem stóð við fjárhús, sem er
rótt ofan við bæinn, og er eign
Ir.gva Guðmundssonar. Ekki mun
hafa fokið mikið af heyinu, en
nokkuð mun það hafa ódrýgzt. Þá
laskaði veðrið eitthvað timburþil
á efri hæð niðursuðuverksmiðjunn-
ar, en ckki munu hafa orðið nein
ar verulegar skemmdir. Hér hef-
ur vexið’ heldui' Östillt' iíiidánfarið,
'bg' gséttir því Stöþ'Ular. Þegar gef-
ið hefur á sjó, hefur afli verið
mjög tregur, frá því bátar byrjuðu
að róa í haust
FYRIRLESTUR
Dr. Porteous, prófessor við Ed-
inborgarháskóla, flytur tvö erindi
á vegum Háskólans í fimmtu
kennslustofu.
Fyrra erindið miðvikudag 23.
okt. kl. 10,30 árdegis um efnið:
Continuity and Discontinuity in
the Old Testament, hið síðara
fimmtudag 24. okt. kl. 10,30 ár-
degis um efnið: Actualization and
the Prophetic Critisism of the
Cult. — All'ir eru velkomnir til að
hlýða á erindin, sem verða flutt á
ensku.
(Frá guðfræðideild Háskóla
íslands).
HINDHOLMEN
Framhald af 16. síðu.
ferðafæran inn til Angmagsa-
lik. Þar var gert við hann að
svo miklu leyti, að við gátum
siglt honurn hingað til Reykja-
víkur. Viðgerðin hér ætti að
taka um þrjá daga. Báturinn
er m. a. bilaður á þann veg, að
við getum aðeins siglt áfram.
í matsal'num sátu nokkrir af
skipverjunum ellefu og nutu
kaffisopa. Þeir vildu ekki gera
mikið úr sjávarháskanum, sem
þeir höfðu nýlega lent í, en
svöruðu þó dræmt: „O-jú", þeg
ar við leyfðum okkur að spyrja,
hvort þeir hefðu ekki óttazt um
líf sitt í ólátunum.
Hindholmen hafði verið að
veiðum í u. þ. b. mánuð, þegar
Flóra fann hann í hafi, og var
búinn að fá í sig 25 tonn í lest.
Sjö tonn voru á dekkinu, en
Flóra gleypti þau með roði og
uggum. Að viðgerð hér lokinni
ætlar Hindholmen að veiða fisk
við íslandsstrendur.
Guðfræideildin
um Stefán Rafn
VEGNA fyrirspurna til skrifstofu
Háskóla íslands og orðróms, er út
hefur breiðzt manna á me'ðal, er öll
um, sem hlut eiga að máli, hér með
til vitundar gefið, að Stefán Rafn
rithöfundur er ekki innritaður í guð
fræðideild Háskólans né neina aðra
deild hans, og hefur ekki sótt um
innritun. Til innritunar í deildir
Háskólans er gerð sú krafa, að menn
hafi stúdentspróf eða aðra mennt-
un, er Háskólaráð metur jafngilda.
Stafar þetta af einfaldri og brýnni
nauðsyn á traustri undirbúnings-
menntun undir háskólanám.
Þá skal og tekið fram, að stúdent-
ar guðfræðideildar hafa sitt eigið
deildarfélag, sem hefur fullt sjálf-
stæði innan þeirra vébanda, sem
reglugerð Háskól'ans setur stúdent-
um. Félagið hefur og lýðræðislega
ikjörna stjóm úr hópi stúdenta
sjálfra. Hafa stúdentar það alveg á
sínu valdi hverjum þeir af góðvild
sinni bjóða á fundi eða í ferðalög'
með sér, enda er samkomulag
manna innan deildarinnar, jafnt
kennara sem stúdenta, í alla staði
hið ljúfmannlegasta.
(Tilkynning frá guðfræðideild
Háskóla íslands).
Reykjavik, 18. okt. 1963.
Jóhann Hannesson,
forseti guðfræðideildar.
MINNING:
Framhald aí 6 síðu
Sæla sýn
til sólarlanda
sér hann þó
með sálarhvörmum.
Kveðjum vér allir
konu góða
hinzta sinn
,.uið húmið grafar.
Þúsund þakkir
því skal' færa.
Sál hennar gleðji
sjóii hæða.
Sungu þér Rannveig
svefnljóð hinztu
svanir hvítir
með sorgarröddum.
Englasöng
í uppheimssölum
hlýðir þú nú
við hástól drottins.
7
II.
Ein er bótin, angur þreyti,
eyðir tárum, græðir sárin
gulli betri, gleðin veitir
guðs er trú, til himna brúin.
Huggar llka í harmaskuggum,
— hressir sálir vissa þessi:
Drottinn alla í himnahöllu
heim mun leiða að entu skeiði.
Bragi Jónsson frá Hoftónum.
TOGARI í LANDHELGI
Framhald af 16. síðu.
guard sigldu til móts við Palliser,
og fyrst eftir að Hunt skipstjóri
herskipsins hafði tvisvar sinnum
faJð um borð í togarann sam-
þykkti togaraskipstjórinn að fara
inn til ísafjarðar til þess að láta
taka þar fyrir málið. Er augljóst,
að brezku tcgaraskipstjórarnir líta
þrmnig á málin, að þeir einu, sem
yfir þeim hafi að segja séu brezku
herskipin, þrátt fyrir það, að ís-
lenzku varðskipin séu aðeins að
arnast skyidustörf sín. er þau
taka togarana a'ð meintum ólög-
logum veiðum innan landhelgis-
linunnar.
Er réttarhöldunum var haldið,
áfram, hélt skipstjóri togarans því
fram, að hann hefði misst vörpuna
og nefði verið að reyna að slæða
hana upp, þegar varðskipið kom
að Hafi hann þá verið kominn inn
fyvir línuna.
RAFEINDAREIKNIR
Framhald af 1. síðu.
stöðum taldir ómissandi. Eink-
um eru þeir notaðir við stærð-
fræðilega útreikninga í sam- *
bandi við verkfræði, vísindi og
tækni.
Fyrir þrecnur árum byrjaði
fyrirtæki Ottós A. Michelsen
að kanna möguleika á því að
fá hingað rafeindareikni, þar
sem þeir vissu að fjöldi aðila
hér á landi mundi taka honum
fegins hendi. Svo var það fyr-
ir nokkrum mánuðum, að IBM
fyrirtæíkið í Kanada framleiddi
þennan rafeindareikni fyrir
Finna, en hlutaðeigandi aðilar
í Finnlandi buðust til að lána
reikninn hingað í fjórar vikur,
áður en hann héldi til hinna
nýju heimkynna sinna.
Mál reiknisins nefnist For-
tran og er myndað úr orðunum
„Formula Translation“, en með
því að nota þetta mál, gengur
helmingi fljótar að nota reikn-
inn. Með reikninum hingað til
lands komu danskur verkfræð-
ingur og norskur tæknifræðing
ur og hafa þeir ásamt Guð-
mundi Pálmasyni verkfræðingi
haldið námskeið um meðferð
reiknisins.
Alls hafa 60 manns tekið þátt
í þeim, auk 20 verkfræðinema
í verkfræðideild og ýmissa
starfandi verkfræðinga, tækni-
fræðinga, veðurfræðinga, við-
skiptafræðinga og vísinda-
manna. Þessir síðastnefndu
hafa margir hverjir unnið að
mikilvægum rannsóknum, sem
rafeindareiknirinn hefur flýtt
fyrir með stærðfræðilegum út-
reikningum.
Stefán Aðalsteinsson, búfræð
ingur, sat t. d. við í átta tíma,
síðastliðna nótt, og hann og
heilinn afköstuðu saman verki,
sem annars hefði tekið eitt ár
að vinna. Rannsóknir þær, sem
Stefán vinnur að, eru um það,
hve mikil áhrif, erfðaeiginleik-
ar annar^yegar og utan að kom
andi aðstæður eins og aldur,
umhverfi og fóður, hins vegar
hafa á kjötmagn fjárins og
gærulit. Þegar niðurstöður
þessara rannsókna liggja fyrir,1
má kannski gera eitthvað til að
bæta lögun kjötskrokka og gerð
þeirra og einnig stuðla að því,
að fé verði grátt frekar en
hvítt t. d., en gráar gærur eru
sem stendur í miklu hærra
verði en aðrar gærur. Stefán
vinnur að þessum rannsóknum
á vegum Búnaðardeildar At-
vinnudeildar Háskólans og end
anlegrar niðurstöðu er ekki að
vænta fyrr en hann hefur eytt
öðrum átta klukkustundum með
reikninum. Annars sagði Stef-
án, að gera mætti ráð fyrir því,
að í þessu sambandi gætti
áhrifa erfðaeiginleika sem svar
aði % á móti %, sem væri fóð-
ur og aðbúnaður.
Nærri má geta hvert gagn
reiknirinn hefði unnið þarna,
en það mundi hafa tekið ein
tvö ár að vinna úr þessum rann
sóknum, ef hann hefði ekki
komið til sögunnar. Jón E. Þor
láksson tryggingafræðingur hef
ur einnig notfært sér reikninn
við rannsóknir á lífrentutöflum
sem fara fram á vegum trygg-
ingafélaganna. Þessar rann-
sóknir eru fólgnar í því, að
reikna út dánarlíkur fólks, mið
að við tölur hagstofunnar um
fólksfjölda og fjölda dáinna
Þær tölur, sem hér eru fyrir
hendi. eru mjög ófullkomnat
og þar að auki orðnar úreltar
Ekki sagðist Jón vita, hvenær
hann gæti lokið þessum rann
sóknum. því að vélin væri mjöc
ásetin.
Þeir Þorsteinn Sæmundsson
stjarnfræðingur og Þorbjörn
Sigurgeirsson prófessor. hafa
mikið notað rafreikninn í sam-
bandi við rannsóknir, sem þeir
eru að gera á segulsviði jarðar.
Mælingar á segul'sviði jarðar
fara alls staðar fram í heimin-
um, en -hingað til hefur þær til-
finnanlega vantað héðan. Jafn-
framt hefur reiknirinn eitthvað
verið notaður við rannsóknir á
dreifingu rafmagns á spenni-
stöðvar á vegum raforkumála-
skrifstofunnar. Þess má einnig
geta, að niðurstöðum af öll-
um rannsóknum vatnamælinga
hér á landi hefur þegar verið
safnað saman á gataspjöld, svo
að þær eru tilbúnar til úr-
vinnslu fyrir reiknirinn, en
Sigurjón Rist var m. a. á nám-
skeiðinu til að fylgjast með
þessum nýjungum.
Einnig hefur veðurstofan not
að rafeindareikninn í sambandi
við ýmsar rannsóknir. Reiknir
þessi er ekki nema
meðalstór, en mundi kosta í
kringum 7 milljónir, ef hann
væri keyptur hingað. Svo væri
líka til í dæminu að fá hann
lánaðan, en talið er, að Há-
skólinn mundi beita sér fyrir
öðru hvoru. Hin mikla aðsókn,
sem verið hefur að námskeið-
inu, sýnir glöggt, hve mikil
þörf er á slíku tæki hér, og af-
köst vísindamanna sýna, hve
vinnusparnaðurinn mundi
verða gífurlegur.
ORÐABÓK
Framhald af bls. 3.
mállýzkuorð, sérfræðiorð, orð um
hluti og hugmyndir liðinna alda
og kjarnorkualdar, flokkuð eftir
merkingum og tekin eftir beztu
fáanlegum heimildum, að sögn
þeirra, sem unnið hafa að útgáfu
bókarinnar.
Sérstök áherzla hefur verið á
það lögð, að bókin yrði sem nota-
drýgst öllu skólafólki, og stöðugt
reynt að miða við, að hún yrði
sem aðgengilegust og notendur
þyrftu helzt aldrei að leita í hénni
án árangurs. Nýjung er það, að
L þessari bók er allmikið af orð-
hiuturn, "sem aðeins eru' til sein
síðari liðir samsctninga, 'svo sem
-æri (góðæri, hallæri), -heldinn
(fastheldinn) og þarna eru einnig
skammstafanir alls konar.
Allan tímann, sem orðabók
Menningarsjóðs hefur verið í smíð
um, hafa tveir og þrír menn unn-
ið að staðaldri við hana, og lang-
tímum saman fleiri. Auk Árna
hafa þeir Bjarni Benediktsson frá
Hofteigi og Helgi Guðmundsson
lengst unnið að undirhúningi
handrits undir prentun. Starfs-
menn orðabókar Háskólans haía
einnig lagt orðabókarmönnum lið,
og þeir hafa unnið í húsakynnum
þeirrar orðahókar.
Gils Guðmundsson framkvæmda
stjóri Menningarsjóðs og Þjóðvina
félagsins, sagði á blaðamannafundi
í dag, að ef til vill væri orðabók-
in nokkuð dýr fyrir skólafólk, en
ákveðið væri, að gefa því kost á
að kaupa bókina á 20% lægra
verði, ef skólar ábyrgðust borgun
ina. Þannig að væru 5 bækur
keyptar frá einum og sama skól-
anum og staðgreiddar fengju kaup
endurnir 20% afslátt. Einnig hefði
verið rætt um að selja orðabókina
með afborgunum, en úr því gæti
ekki orðið fyrst um sinn
íslenzka orðabókin er prentuð
í Prentsmiðjunni Odda, en Sveina
bókbandið hefur séð um að binda
hana.
Kópavogsbúar
AÐALFUNDUR Framsóknarféisgs
Kópavogs verður haldinn sunnudag-
inn 27. október kl. 2 e. h. í barna-
skólanum vlS Digranesvcg. Venjuleg
aSalfundarstörf. — Sfjórnin.
QLÍA HÆKKAR
Verðlagsnefnd hefur ákveðið
eftirfarandi hámarksverð á gasolíu
og gildir verðið hvar sem er á
landinu: Gasolía, hver lítri, kr.
1,55.
Heimilt er að reikna 5 aura á
líter af gasolíu fyrir útkeyrslu.
Heimilt er einnig að reikna 28
aura á líter af gasolíu í afgreiðslu
gjald frá smásöludælu á bifreiðar.
Só gasolía afhent í tunnum, má
verðið vera 2Vz eyri hærra hver
olíulítri.
Ofangr^int hámarksverð gildir
frá og með 21. október 1963.
Söluskattur er innifalinn í verð-
inu.
Reykjavík, 19. október 1963.
Verðlagsstjórinn.
ÍLA OG
ÚVÉLA
SALAN
v/Miklators
Sími 2 3136
Eg þakka [nnilega ollum sveitungum mínum, ætt-
ingjum og vinum, sem fær'ðu mér rausnarlegar gjafir
og auðsýndu mér hlýhug og vinsemd á áttræðisafmæli
mínu.
Sveinbjörg Brynlólfsdóttir, Stóradal
Inniiegar þakkir færum við ölium þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við endlát og jarðarför eiginmanns míns, föður og
tengdaföður,
Jóns Péturssonar
vigfarmanns, Vesturgötu 77, Akranesi.
Guðrún Jóhannesdóttir, börn og tengdabörn.
15
TÍMINN, miðvikudaginn 23. október 1963