Tíminn - 24.10.1963, Blaðsíða 4
ÆGIR snyrtSyörur
alltaf fyrirliggjandi
Athugið bláu línuna
KremiS er sérstaklega ætlaS fyrir
viðkvæma húð.
Regnboginn
Bankastræti 6 — Sími 22135
Sendum í póstkröfu um land allt
Skrifstofustúlka
óskast sem fyrst. Verzlunar- eða samvinnuskóla-
menntun æskileg.
Upplýsingar í síma 33614.
Jörð til sölu
Höfum verið beðnir að selja jörðina Kirkjuból við
Sandgerði.
Upplýsingar um verð og greiðsluskilmála í símum
1430 og 2094.
Eigna- og verðbréfasalan, Keflavík,
Sniðnámskeið
Næsta kvöldnámskeið hefst 1. nóv.
Einnig hefst framhaldsnámskeið 4. nóv.
'Innnritun hafin.
Sigrún Á. Sigurðardóttir
Drápuhlíð 48 — Sur.i 19178
Lögtaksúrskurður:
Hér með úrskurðast lögtak fyrir ógreiddum trygginga-
gjöldum til Tryggingastofnunar rikisins, sem greiðast
áttu í janúar og júní s.l., söluskatti 4. ársfjórðungs 1962,
1. ársfjórðungs 1963 og 2. ársfjórðungs 1963 svo og öll-
um ógreiddum þinggjöldum og tryggingagjöldum ársins
1963, tekjuskatti, eignarskatti, namsbókagjaldi, slysa-
tryggingaiðgjaldi, atvinnulcysistryggingasjóðsiðgjaldi,
iðnlánasjóðsgjaldi, kirkjugjaldi og kirkjugarðsgjaldi,
sem gjaldfallin eru í Kópavogskaupstað. Enn fremur
bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og vátrygginga-
gjaldi ökumanns, en gjöld þessi íéllu 1 gjalddaga
2. janúar s. 1., svo og skipulagsgjaid af nýbyggingum,
skipaskoðunargjaldi, lestagjaldi og vitagjaldi, rafstöðva-
gjaldi, vélaeftirlitsgjaldi svo og cgreiddum iðgjöldum
og skráningargjöldum vegna lögskráðra sjómanna, auk
dráttavaxta og lögtakskostnaðar.
Fer lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa
úrskurðar án frekari fyrirvara e+ ekki verða gerð skil
fyrir þann tíma.
Bæjarfógetinn í Kópavogi, 19 okt. 1963
Sigurgeir Jónsson
NÓBELSVERÐLAUN
Framhald af 1. síðu.
höfundinn Alberto Moravia
koma sterklega til greina. Þrátt
fyrir þessar bollaleggingar er
ómögulegt að reikna sænsku
akademíuna út og e. t. v. fær
einhver, sem lítið hefur verið
minnzt á, verðlaunin.
Samuel Becket er fæddur ár-
ið 1906 í Dublin á írlandi, þar
setn hann gekk í skóla. Hann
stundaði kennslu í París árin
1928—1930 og í Dublin árin
1930—1932. Hann býr nú i
París. Becket hefur skrifað
skáldsögur og smásögur, en
þekktastur er hann fyrir leik-
ritagerð sína. Af leikritum
hans má nefna En attandant
Godot, Beðið eftir Godot, sem
kom út árið 1952 og var sýnt
hér í Iðnó fyrir fáum árum.
Af öðrum leikritum má nefna
Fin de Partie (Endatafl), sem
kom út árið 1957. Einnig hefur
Becket skrifað nokkur leikrit
sérstaklega fyrir útvarp. Eins
og áður segir eru nú taldar
mestar líkur fyrir því, að Beck-
et hljóti verðlaunin, en morg-
undagurinn sker úr því, hvort
svo verður, og munu margir
bíða úrslita með óþreyju.
1380 TÆKI
Framhaid af 1. síðu.
fimmtán prósent, sem renna
eiga í hinn íslenzka sjónvarps-
sjóð.
Tíminn reyndi í gær að fá upp
tölur hjá þeim aðilum, sem selja
sjónvarpstæki. Upplýsingar
þeirra um fjölda sjónvarpstækja,
sem nú væru í notkun í Reykja-
vík og á Suðurnesjum eru all-
mikið frábrugðnar upplýsingum
Viðtækjaverzlunarinnar. Er fyr-
irsjáanlegt, að ekkert nema ná-
kvæm talning á sjónvarpstækj-
um getur skorið úr um það, hvað
mörg eru nú í notkun. Er þetta
því nauðsynlegra, þar sem skrán
ingu tækjanna virðist mjög ábóta
vant. T. d. gat blaðið ekki feng-
ið neinar upplýsingar hjá Ríkis-
útvarpinu í gær um tölu sjón-
varpa. Sjónvarpstæki voru talin
hér í marz 1962 og töldust þá
átta hundruð loftnet í Reykja-
vík og á Suðurnesjum. Þá var
útsendingarstyrkur mjög tak-
markaður. En eftir að það breytt
ist fór salan fyrst að aukast og
sýnu mest það sem af er þessu
ári. Þegar sjónvarpsnetin voru
talin átta hundruð, taldi Við-
tækjaverzlunin að flutt hefðu
verið til landsins eitthvað um
sex hundruð tæki. Sýnir það, að
þá þegar voru tæki í notkun,
sem ekki höfðu verið flutt inn
með hennar vitneskju.
Eins og stendur er ekki greitt
afnotagjald af sjónvarpstækjum.
Hins vegar er greiddur af þeim
tollur og svo þessi fimmtán
prósent, sem renna ti’ stofnunar
íslenzks sjónvarps. Sjálfsagt
mun stofnun íslenzks sjónvarps
verða fjárfrek, en hún mun seint
byggð á þeim þrettán hundruð
og áttatíu tækjum, sem nú eru
í landinu samkvæmt skýrslum
Viðtækjaverzlunarinnar. Deildar
meiningar hafa eðlilega verið
uppi um það, hvað sjónvarpstæk
in eru mörg, sem nú eru í notk-
un í Reykjavík og á Suðumesj-
um. Talningin á sjónvarpsloft-
netunum i fyrra gaf hugmynd
um fjölda þeirra þá, að eins
miklu leyti og loftnet segir til
um slíkt. Eftir því sem tækjun-
um fjölgar, verður erfiðara að
skrá þau, þegar þess verður þörf
við tilkomu íslenzks sjónvarps.
og þess vegna hefði skráningin
átt að vera byrjuð. En á meðan
liggur í augum uppi, að hér eru
aðeins þrettán hundruð og átta-
tíu tæki í notkun!
•|4f;‘W.í !|f' 1 Nr. 25/1963
Tilkynning
Verðlagsnefnd hefur ákveðið hámarksverð á eftir-
irtöldum unnum kjötvörum svo sem hér segir:
Heildsöluv.: Smásöluv:
Vínarpylsur og kindabj. pr. kg. kr. 40,00 kr. 50,00
Kjötfars, pr. kg. — 24,50 — 31.00
Kindakæfa, pr. kg. — 62,00 — 82,00
Tilgreint smásöluverð á vínarpylsum gildir jafnt,
hvort sem þær eru pakkaðar af framleiðanda eða
ekki. Heildsöluverðið er hins vegar miðað við ó-
pakkaðar pylsur.
Söluskattur er innifalinn í verðinu.
Reykjavík, 19. október 1963
Verðlagsstjórinn
i
1
Vinyl grunnmálning tr olgjör nýjung.
Vinyl grunnmáfning tpqrar y8ur orfiðl
tíma og fyrirhöfn.
Vinyt grunnmálning þomar á VirV/t klst.
Vinyl grunnmálning • r setluS tem grunn-
málning úti og Inni á trí, jám og tteln.
Yfir Vinyl grunnmálninguna má málo meS
öllum olgengum málningartegundum.
4
TÍMINN, fimmtudaginn 24. október 1963