Tíminn - 24.10.1963, Blaðsíða 14
213
ÞRIÐJA RIKIÐ
WILLIAM L. SHIRER
um ÞjóSverja var algjört afsvar,
um leíð og það var ritað af sátt-
fýsi. Þar var sagt að fúslega yrði
rætt um leiðir til þess að hægt
yrði að leggja þýzka járnbrautar-
teina og veg yfir Hliðið, en neitað
að athuga möguleika á því, að
þessar samgönguæðar heyrðu ekki
undir lögsögu Póllands. Hvað við-
vék Danzig, var pólska stjórnin fús
að 'láta pólsk-þýzkan samning
koma í stað samþykktar Þjóða-
bandalagsins um borgina, en ekki
vildi hún sjá á eftir Fríríkinu inn
í Þýzkaland.
Nazista-Þýzkaland var þegar hér
var komið sögu, ekki vant að horfa
á smáþjóðir vísa á bug kröfum
þess, og Ribbentrop sagði við Lip-
ski, að „þetta minnti hann á viss
áhættuskref, sem annað ríki hefði
tekið“ — hér var augljóslega átt
við Tékkóslóvakíu, sem Pólland
hafði aðstoðað Hitler við að búta
sundur. Lipski hiýtur að hafa
verið það jafn ljóst, þegar Rib-
bentrop kallaði hann til utanríkis-
ráðuneytisins næsta dag, að Þriðja
ríkið myndi nú grípa til sömu að-
ferða gegn Póllandi, og notaðar
höfðu verið með svo góðum
árangri gegn Austurríki og Tékkó-
slóvakíu. Nazista-utanríkisráðherr-
ann talaði með mikilli heift um
meintar ofsóknir í garð þýzka
minnihlutans í Póllandi, sem
hefðu „komið mjög illa við menn
í Þýzkalandi", sagði hann,
— Að lokum sagði (þýzki) ut-
anríkisráðherrann, að hann skildi
ekki lengur pólsku stjórnina. . . .
Ekki væri hægt að líta á tillögur
þær, sem pólski sendiherrann
hefði afhent í gær, sem undirstöðu
að samkomulagi. Sambúðin milli
landanna tveggja færi því hrað-
versnandi.
Stjórnin í Varsjá lét ekki hræða
sig jafn auðveldlega og stjórnirn-
ar í Vín og Prag höfðu gert. Næsta
dag, 28. marz, sendi Beck eftir
þýzka sendiherranum og sagði hon-
um, sem svar við yfirlýsingu Rib-
bentrops, að tækju Pólverjar Dan-
zig, væri það sama og tilefni til
stríðsyfirlýsingar, og að hann fyrir
sitt leyti væri neyddur til þess að
staðfesta, að litið yrði á hverja til-
raun Þjóðverja eða Nazista-sen-
atsins í Danzig til þess að breyta
réttarstöðu Fríríkisins, sem tilefni
til stríðsyfirlýsingar.
„Þér óskið eftir að láta samn-
ingaviðræður fara fram fyrir fram-
an byssustinginn!“ hrópaði sendi-
herrann.
„Þetta eru yðar eigin aðgerðir,“
svaraði Beck.
Pólski utanríkisráðherrann, sem
nú var vaknaður upp af draumum
sínum, hafði ráð á því að standa
fastar gegn Berlín en Benes hafði
getað gert, því hann vissi, að
brezka stjórnin, sem ári áður hafði
verið svo fús að hjálpa Hitler til
þess að fá kröfum hans fullnægt
gegn Tékkóslóvakíu, var nú að
taka gagnstæða stefnu hvað við-
kom Póllandi. Beck sjálfur hafði
eyðilagt brezku tillöguna um fjór-
veldayfirlýsingu og lýst yfir, að
Pólland neitaði að skipta sér nokk-
uð af Rússlandi. í staðinn hafði
hann stungið upp á því við Ho-
ward Kennard lávarð, brezka
sendiherrann í Varsjá, 22. marz,
að þegar í stað yrði gerður leyni-
legur ensk-pólskur samningur um
viðræður, ef til þess kæmi að
hætta væri á árás af hálfu þriðja
landsins. En Chamberlain og Hali-
fax, sem heyrt höfðu um liðsflutn-
inga Þjóðverja í nánd við Danzig
og Hliðið og voru einnig hræddir
vegna upplýsinga, sem þeim höfðu
borizt um kröfur Þjóðverja á
hendur Pólverjum, vildu ganga
lengra en láta aðeins fara frarn
„viðræður".
Að kvöldi 30. marz færði Kenn-
ard Beck ensk-franskar tillögur
um gagnkvæman aðstoðarsátt-
mála, ef til þýzkrar árásar kæmi.
En atburðir líðandi stundar gripu
fram í hér líka. Nýjar fréttir um
yfirvofandi þýzka árás á Pólland
fengu brezku stjórnina þetta sama
kvöld til þess að spyrja Beck,
hvort hann hefði nokkuð á móti
bráðabirgða, einhliða brezkri
tryggingu á sjálfstæði Póllands.
Chamberlain varð að vita þetta
næsta morgun, þar eð hann ætlaði
að svara fyrirspurn varðandi þetta
mál í þinginu. — Beck — maður
getur ímyndað sér, hvað honurn
létti — hafði ekkert á móti þessu.
Hann sagði Kennard meira að
segja, að hann „samþykkti þetta
án þess að hika.“
Næsta dag, 31. marz, eins og
þegar hefur verið frá skýrt, gaf
Chamberlain sína sögulegu yfir-
lýsingu í neðri málstofunni um,
að Bretland og Frakkland „myndu
veita pólsku stjórninni allan þann
stuðning, sem þeir gætu“, ef ráð-
izt yrði á Pólland, og það veitti
viðnám.
Þessi skyndilega afstaða Breta
virtist öllum óskiljanleg í Berlín
þessa helgi í marz-lok árið 1939,
hversu velkomin sem hún getur
hafa verið löndunum fyrir vestan
og austan Þýzkaland. Eins og við
höfum séð, hefðu Stóra-Bretland
og Frakkland, studd af Rússum,
hvað eftir annað getað gripið til
einhverra aðgerða til þess að
stöðva Hitler þeim sjálfum að
kostnaðarlitlu bæði árið 1936, þeg-
ar Þjóðverjar héldu inn í Rínar-
lönd og 1938 þegar þeir tóku Aust-
urríki og hótuðu stríði í Evrópu
til þess að fá Súdetahéruðin, og
jafnvel fyrir aðeins hálfum mán-
uði, þegar þeir hrifsuðu til sín
Tékkóslóvakíu. En Chamberlain,
sem hungraði svo mjög eftir frið-
inum, hafði hörfað frá því að grípa
til allra slíkra aðgerða. Ekki að-
eins það: hann hafði lagt lykkju
á leið sína, hann hafði hætt sín-
um eigin stjórnmálaferli til þess
að aðstoða Adolf Hitler í því að fá
það, sem hann vildi í nágranna-
löndunum. Hann hafði ekkert gert
til þess að bjarga sjálfstæði Aust-
urríkis. Hann hafði unnið með
þýzka einræðisherranum að því
að eyðileggja sjálfstæði Tékkó-
slóvakíu, eina ríkisins á austur-
landamærum Þýzkalands, sem
með sanni mátti segja að væri
lýðræðisríki, og eina landsins,
sem var vinveitt vesturlöndum, og
studdi Þjóðabandalagið og örygg-
ishugsjónir þess. Hann hafði ekki
einu sinni velt fyrir sér hernaðar-
legu mikilvægi hinna þrjátíu og
fimrn velæfðu, velvopnuðu her-
deilda Tékkóslóvakíu að baki
sterkrá fjallavíggirðinga, þegar
Bretland gat aðeins sent tvær her-
deildir til Frakklands og þegar
þýzki landherinn var ekki fær um
að berjast á tveim vígstöðvum í
einu, og að sögn þýzku hershöfð-
ingjanna sjálfra var jafnvel ekki
fær um að fara í gegnum tékk-
nesku varnarvirkin.
Nú hafði Chamberlain, skiljan-
lega bitur í garð Hitlers fyrir að
hafa tekið það, sem eftir var af
Tékkóslóvakíu, tekið að sér að
tryggja frelsi ríkis í austri, sem
stjórnað var af herráði nokkurra
„ofursta", sem voru algjör flón
stjórnmálalega séð, og fram til
þessa höfðu starfað í nánu sam-
bandi við Hitler, og höfðu eins og
hýenur sameinazt Þýzkalandi í
því að búta sundur Tékkóslóvakíu,
og þeirra eigið land hafði verið
skilið eftir varnarlaust einmitt við
þann sigur Þjóðverja, sem Bret-
land og Pólland höfðu aðstoðað
Ríkið í að ná. Og hann hafði tekið
á sig þessa áhættu á elleftu
stundu, án þess svo- mikið sem
reyna að fá einnig aðstoð Rússa,
en hann hafði tvisvar sinnum á
einu ári vísað á bug tillögum
þeirra um sameiginlegar aðgerðir
til þess að koma í veg fyrir árás-
ir nazista.
Að lokum var hann nú búinn
að gera það, sem hann hafði í
meira en eitt ár haldið kröftug-
lega fram, að Bretland myndi
aldrei gera: hann hafði látið ann-
sjálfsáliti og hún þoidi ekki, að
álit annarra væri e. t. v. ekki jafn
mikið. — Og í hvaða átt ætlar þú?
spurði hún ísköldum rómi. — Eg
fer að sjálfsögðu í þveröfuga átt.
— Ó, 4 guðanna bænurn, sagði
Phil.
— Þú þarft ekki að minna mig
á, að karlmenn þola ekki þrætur.
Auðvitað gera þeir það ekki. Sér-
staklega ekki, þegar þrætan á rót
sína að rekja til þeirra eigin hegð-
unar. Þegar . . .
— Hlustaðu á mig, sagði hann
ákveðinn. Mér geðjast að Min
Brady. Ég kyssti hana í gærkvöldi.
Hvað um það?
— Aðeins' þetta- ég banna þér
að endurtaka slíkt!
— \ þinni viðurvist, áttu við.
—. Ég á ekki við það. Ég krefst
þess, að þú látir þessa litlu . .
— Þegiðu!
— Ég mun ekki . . .
— Þú skalt, ég skal sjá til þess.
Þau störðu hvort á annað, fjand-
samleg, augun glóðu, rauðir dílar
í vöngum beggja. Skíðin orsökuðu
hæfil'egá fjarlægð á milli þeirra,
en sú hindrun var ekki örugg til
lengdar.
Phil varð fyrri til að veita því
athygli, hve reiðilegar raddir
þeirra hljómuðu illa í svölu, tæru
loftinu. Hann dró sig til baka,
hvíldi breiðar axlir sínar við trjá-
stofninn. — Við erum að rífast,
Marynelle, sagði hann hæglátlega.
— Ég veit það.
— En það ættum við ekki að
gera. Það veiztu, elskan.
—- En þú . . . Fagurlega boga-
dregnar augabrúnir Marynelle
drógust saman, án þess að mynd-
aðist hrukka. Marynelle var ekki
af þeirri gerð kvenna, sem láta
sjást hrukku eða grettu á andlit-
inu, hvað svo sem brýzt um í koll-
inum. Leiðinlegur ávani.
— Mér þykir leitt, ef ég hef reitt
þig til reiði, sagði Phil sáttfús.
Og það lítur út fyrir, að ég hafi
gert það rækilega. En ég sé ekki
ástæðu til þess, að við stöndum
hér og frjósum í hel. Ég mun ekki
kyssa Min aftur — ofurlítil vipra
fór um munnvik hans — með á-
nægju. Nú skulum við halda áfrarn
eftir slóðinni. Eða eigum við að
fara yfir vatnið og snúa þar við
heim?
Marynelle svaraði ekki. Hún
setti upp sólgleraugun, beygði sig
niður og herti á bindingunum og
renndi sér síðan af stað aftur eftir
sömu slóð og áður. Phil fór á hæla
henni, hugsi á svip. Hún hafði rétt
fyrir sér. Karlmenn þola ekki
! þrætur. Hann þoldi þær ekki.
í skíðaferð yfir sólglitrandi snjó-
1 breiðu er erfitt að ala á reiði. En
i Marynelle tókst að varðveita skap-
ið, þangað til hún fékk næsta tæki
færi. Að þessu sinni sneri hún
heift sinni að mér.
— Whitley gætir þess vandlega
að minnast ekki á dauða frú Nor-
ber. Ég hef tekið eftir því.
Hlutirnir verða að segjast, eins
og þeir eru, ég er ekki sú mann-
gerð, sem Marynelle geðjaðist að.
Ég er alvarlegur, ungur maður,
og ég ber það með mér. Ég er
ekki afgerandi ljótur, en það væri
synd að segja, að ég væri fríður.
Ég er hvorki heimskur né leiðin-
legur, en áreiðanlega ekki spenn-
andi á nokkurn hátt. Marynelle
hefði aldrei dottið í hug að líta í
áttina til mín né einu sinni skenkja
mér eina hugsun, hefði ég ekki
verið bezti vinur Phils, og hún var
neydd til að umgangast mig.
Okkur Phil kom vel saman, við
bjuggum saman, og við unnum
saman. Þar sem við vorum yngstir
í læknaliðinu, var í hæsta máta
eðlilegt, að við gerðumst banda-
menn, þó ekki væri nema til þess
ELIZABETH SEIFERT
að standa saman gegn eldri lækn-
unum.
Við ræddum hugmyndir okkar
um, hvernig við töldum, að sjúkra-
húsinu skyldi stjórnað og hvernig
fara skyldi með viss sjúkdómstil-
felli.
Norber-málið hafði verið mikið
til iimræðu í bænum. Blöðin skrif-
uðu um það, og ég tók þetta allt
mjög nærri mér.
Þegar frú Norber fæddi barn
sitt, var aðalfæðingarlæknirinn
Putman, í fríi. Ég var á vakt, og
það virtist engin ástæða til að
kallá á Phil. Fæðingin var eðli-
leg, konunni batnaði á eðlilegan
hátt, og hún fór heim á réttum
tíma. Ellefu dögum eftir fæðingu
barnsins, losnaði blóðtappi — og
móðirin dó.
Ég tók þetta mjög nærri mer.
Hún var ung, tuttugu og sjö ára,
átti tvö önnur lítil börn. Við höfð-
um rætt meðhöndlun mína á fundi
alls starfsliðsins. Atvik sem þetta,
getur alltaf hent. Blóðtappinn
hafði farið til lungnanna, og, án
þess að nokkuð væri hægt 'að að-
hafast, olli hann dauða hennar.
Marynelle greip tækifærið, þeg-
ar Phil nam staðar til að lagfæra
annan skíðabindinginn sem hafði
snúizt til og særði hanri um öh
ann. Hann leiddi hjá sér hæðm.s-
tóninn í rödd Marynelle og út-
skýrði málið fyrir henni af stakri
þolinmæði.
Hún lét ekki segjast. — Larry
Whitley er enginn fæðingarlækn-
ir. Ég skil ekki, að hann skyldi
dirfast . . . Hvers vegna sendi
hann ekki eftir þér?
— Vildirðu heldur geta ásakað
mig fyrir dauða Joan Norbers?
spurði hann með hægð.
— Þá hefði hún ekki dáið.
— Hvernig veiztu það?
— Þú ert þó betur að þér í fæð-
ingarhjálp en Whitley.
— Ef þú ert að reyna að segja
mér, að Joan hafi látið l'ífið vegna
kæruleysis eða fáfræði Whit . . .
— Góði minn, það segja allir í
bænum.
— Er það svo? Varir hans
hvítnuðu, en hann leit ekki enn
á hana.
— Vissulega, og þér er legið á
hálsi fyrir að hafa ekki annazt
hana.
—Ég hef rannsakað hvert ein-
asta atriði þessa máls með Larry,
sag^Si hann rólega. Ég hefði ekki
borið mig á neinn hátt öðruvísi að.
— Auðvitað læturðu það heita
svo nú.
Nú horfði hann beint í augu
hennar. Marynelle var hávaxin
stúlka, næstum jafn há og Phil.
— Ég held þér væri fyrir beztu
að treysta orðum mínum, Mary-
nelle, sagði hann með hægð. Whit
er hæfur læknir og . .
- Ha!
!ann hleypti brúnum — Hvað
itu við með þessu?
— Það ættirðu að vita, ef þú
getur ekki gefið Whitley betri
meðmæli en þau, að hann sé „hæf-
ur læknir“. Ég efast ekki um, að
hann sé það.
Phil varð æstur. — Og hvað
viltu hafa það betra?
— Oo, slepptu því, hreytti hiín
út úr sér. Þú þarft ekki að halda
neina lofræðu um Whitley yfir
mér. Þú gætir það heldur ekki.
Ekki frekar en þú getur ekki hald-
ið því fram, að hann sé glæsileg-
ur.
Phil stappaði niður fætinum til
þess að fullvissa sig um stöðug-
leika bindingsins. Hann sneri baki
við Marynelle og horfði eftir af-
líðandi snævi þaktri fjallshlíðinni
með löngum, bláum skuggunum,
hann horfði niður í dalinn, þar
sem þau höfðu farið eftir, og á
glitrandi dýrð himinsins yfir
höfðum þeirra. Hann andvarpaði.
— Að mínu áliti er ekki hægt
að gefa lækni betri meðmæli en
að hann sé hæfur í sínu starfi. Það
orð innifelur allt. En fólk, sem
metur hægindastól eftir lit áklæð-
isins og kjötlærið eftir skreyting-.
unni á fatinu . . .
— Larry Whitley er hæfur
læknir og álíka aðlaðandi eins og
jarðýta.
Phil tók ofan gleraugun og virti
hana fyrir sér rannsakandi augum,
eins og hann hafði áður virt fyrir
sér landslagið. Marynelle var gott
dæmi um nútímakonu, sem byggir
fegurð sína á vandlegri förðun.
Mynd hennar hefði sómt sér vel á
dagatali eða á litasíðu í tímariti.
Stór augu, beint og ákveðið nef,
lítill munnur og mjúklegar varir.
Hvelfdur barmur, grannt mitti,
háir og grannir fætur. Þó að hún
væri ekki „l'ifandi" í viðkynningu,
var hún sú gerð kvenna, sem lík-
leg er til að birtast í hugarheimi
TÍMINN, fimmtudaginn 24. október 1963
14