Tíminn - 24.10.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.10.1963, Blaðsíða 13
JAKOBÍNA JOHNSON Framhald af 8. síðu. komst eitt sinn að orði um Stephan G. Stephansson: „Er íslenzkri sveitamenningu höfuðsómi að hafa getað búið þessa dalamey svo vel úr garði.“ l) En leikritaþýðingum Jakobínu er ég ókunnugur, get því ekki dæmt um þær. En hún hefur þýtt Nýársnóttina, Galdra- I.oft og Lénharð fógeta, auk ann- ars óbundins máls, á ensku. Séra Friðrik A. Friðriksson segir um frú Jakobínu í einkar fróðlegri grein framan við 2. útgáfu Kerta- Ijóea, ljóðasafns hennar: „Gagn- stætt er það skapgerð hennar að kasta höndum að því, sem hún gerir.“ Þetta er áreiðanlega ekki ofmælt, og efast ég ekki um, að einnig leikritin séu vel þýdd. Þó að frumsamning og þýðing ljóða, aus leikritatúlkunar, á ensku, virðist hafa verið ærin hjá- verk fyrir h’na önnum köfnu hús- móður, þá lét hún sér þau ekki nægja. Frá því að frú Jakobína var um fimmtugt og fram á síð- ari ár, (et ekki síðustu?), hefur hún flutt tugi erinda á ári um þvert og endilangt Washington- nki og v.'ðar fyrir enskumælandi fólk. Samtais eru þessi erindi efa- iaust orðin mörg hundruð, öll um islenzk efni og flutt eftir pöntun, því að frú Jakobína er eftirsótt- ur fyrirlesari og upplesari. „Það er sljór maður, sem ekki hlustar og hrífst með, þegar frú Jakobína les upp“, segir séra Friðrik í grein sinni um hana, og talar þar án efa fyrir munn mikils fjölda áheyr enda frúarinnar vestan hafs. Undir þessi orð prófastsins get ég tekið af heilum hug. Mér er írú Jakobina ógleymanleg, þar sem hún sfóð við veizluborðið á Hólmavaði sunnudaginn góða sum- arið 1935 og flutti með hljómfögr um, en látlausum rómi þakkarræðu sina til sveitunganna gömlu fyrir viðtökurnar Lofið, sem hún bar á þá, kann að vísu að hafa verið ve) í lagt, þegar hún til dæmis að taka helt því fram, að í Daln- um væri skáld, mig minnir stór- skáld, á hverjum bæ, og aðrir hæ'ileikar eftir því. En þetta var elskulega sagt. Sólskinið flæddi inn um gluggana og lék um hana. Liúi suðrænan smaug gegnum liverja gætt og hreyfði hár henn- ar, fagurt eins og silki. Fas og framkoma öll var eins og hún hefði alizt upp við hirð, en þó látlaus og alúðleg, svo að af bar flestu því, sem ég hef séð fyrr og síðar. Viðdvöl irú Jakobínu að Sandi og túlkun orðsins. er mér ekki síð- ur minnisstæð. Þar las hún upp nokkur Ijóð eftir sig fyrir heima- fólk og fáeina gesti. Sólar var að I vísu vant, en í stað þess dundi rigningin á hlaðinu fyrir utan gluega stoiunnar, þar sem setið var. En birta stafaði frá þessari aiþýðlegu aðalskonu Snilld, lífs- vizsa háleit speki ljóðanna, og síðast, en ekki sízt, unaðsleg túlk- un — allt var það mér sem vitr- un irá öðrum heimi Svo var þetta og í raun réttri. Og ég er forsjón- irni þakklátur fyrir komu hennar á æskuhetmili mitt, að ég skyldi vera viðlátinn og fá að skipta við hana orðum. Oss íslendingum er frú Jakobína hugstæðust fyrir ljóð hennar frum samin. Auk móðurljóða hennar og kva’ða um fsland og íbúa þess fyrr og síðar, eru henni. einkum á efri árum harla tiltæk yrkis- efni fuglar og blóm, sól og sum- ar - og nú upp á síðkastlð: haust og hallandi ævidagur. Sérstakt ljóðakver nefndi hún: Sá ég svani, barnabók. Þau kvæði eru nær einvörðungu um fugla, hvert öðru yndislegra Svanir og spörfuglar verða þá ekki sízt fyrir valinu. Þetia er eðlilegt. Frú Jakobína er J) Tilvitnunin í Nordal er orðrétt, neu-a hvað ég breyti „afdalasvein" í dalamey. Þ.G. söngvin eins og þessir fuglar. Það þarf ekki annað en heyra rödd hennar og lesa ljóðin til að sann- færast um það. Haust- og kvöldljóð Jakobínu eru táknræn og með því fegursta, sem hún hefur ort. Og fátt lýsir betur lífsskoðun skáldkonunnar er. einmitt þau: Vestrið allt I leiftri — og loga — og glóð. Léttur bjarmi á haffleti — sólsetursljóð. Með fagra mynd í huga ég friðar öllu bið, fel mig síðan draumi, þar sem austrið tekur við, því til morgunroðans vil ég vakna. Mér virðist frú Jakobína fram ti’ þessa hafa verið á þroskaskeiði sem skáld. Því til sönnunar tek ég hér upp síðasta kvæðið, sem ég hef séð frá hennar hendi, áður prentað í ársriti Kvenréttindafé- lags fslands, 19. júní 1963, að lík- indum nýlega ort. Það lýsir líka mjög vel lífsviðhorfi hennar nú á æ/ikvöldinu: Eg vissi naumast af því, að komið væri kvöld. — Keppni mín við dagsverkið mun að þessu völd. Eg tók naumast eftir því, að sól væri að síga, — í sædjúp að síga. Ég vissi naumast af því — er hár mitt orðið hvítt? Ég hef máski gleymt — var það eitt sinn dökkt og sítt? Ég tók naumast eftir því, er þyngra varð mér sporið, — svo þungt sérhvert sporið. Hve ljúft er að hafgolan leikur mér um kinn. Nú líður bfáðum að því, að vængina ég finn og hverfi úr augsýn þangað, er. sólin sezt' ei ;framar4 \ ' — sezt ' aldi-ei franiár. ' 1 | Betur en hér er gert hefur frú Jakobína aldrei kveðið, enda þótt henni sé orðið þungt sérhvert spor- ið og hár tekið að grána. Sann- ast því á frú Jakobínu sem Stein- grímui kvað: Fíigur sál er ávallt ung undir silfurhærum. Svo mæta vel sem frú Jakobína frumyrkir, þá munu þó að lík- indum Ijóðaþýðingarnar halda r.afni hennar lengst á loft, að minnsta kost.i erlendis. Og tvímæla laust eru þær mesta vandaverkið, sem hún hefur af hendi leyst. Und- irritaður og frú Jakobína höfum skipzt á nokkrum bréfum. Þar eð síðasta bréf hennar til mín (dags. 14. túlí 1963) fjallar að nokkru um þæi og skýrir viðhorf hennar til þeura, leyf'i ég méi að taka fá- einar línur upp úr því að lokum: „Þakka bár mjög innilega öll þín meðmæli rneð því smáa, sem ég hef komið .( verk. Vandasamt er að þýða ísl. ljóð á enska tungu. En gaman er að hafa eitt sinn verið svona ung og ofdirfskufull“. Þetta eru hennar óbreyttu orð, tekin úr samhengi. En þau eru henni lík, af hógværð rituð og hjartans Hftilæti Það „smáa“, sem hún hefur korn- ið í verk! Sannleikvrinn er sá, að frú Jakobína hefur í raun réttri unn- ið tvígilt eða öllu heldur marg- þarlt ævistarf. Hún var ágæt hús- mrðir, ól sjö efnileg börn og kom beim öllum til manns, lætur eftir sig safn frumkveðinna ljóða, sem hvert góðsKáld gæti verið full- sæmt af rmfur flestum betur þýtt mikinn fjölda íslenzkra úrvals- ljó’a og nokkur íslenzk leikrit á enssu, hefut verið löndum sínum vestra mikill haukur i horni óg ómetanlegur landkynnir íslands í Vesturneimi með flutningi fræðsluerinda og upplestri fagur bókmennta, þýddra á ensku, fyrir amerískum áheyrendum, enda frá bær flytjandi jafnt bundins og ó- bundins máls. En mest er hún að mannkostum, hjartagæzku, hug prýði og drengskap. Fimmtug var frú Jakobína sæmd hinni íslenzku fálkaorðu. Hún er heiðursfélagi Félags íslenzkra rit- höíunda. Megi hún sem lengst lifa og andi hennar í framtíðinni bera fagran ávoxt, bæði vestan hafs og austan. Þóroddur Guðmundsson OLD VIC (FramhaJd ai 9 sfðu » ur. Leikhúsið var mikið sótt, en nær eingöngu af íbúum hverfis ins í kring. Það þótti oftast óskaplega spennandi að skreppa í Coburg á kvöldin, því að aðaláherzlan var lögð á að sýna æsileiki, og þá létu áhorf- endur ekki á sér standa, þeg- ar skipt var um. Eitt kvöld árið 1833 kom tiginn gestur í heimsókn, sjálf Victoria prinsessa (sem seinna varð drottning og réð lengi ríkj um). Slíkt var ekki daglegur viðburður og þótti ærin ástæða til að hafa það í minnum, svo að ieikhúsið var skírt á ný, eft- ir Victoriu. Almenningur í austurbænum kallaði það hins vegar í dagiegu tali gæluheit- inu Old Vic (Vicca gamla), síð- an var það nafn notað opinber lega The Old Vic Theatre, en oftast nefnt aðeins Old Vic. — Ekki breyttist Vleikritavalið eft- ir að nýtt nafn var komið á leikhúsið, helzt var sýnt það eftirsóknarverðasta, hinir ó- skaplegu hasarleikir. En áhorf- endur létu ekki sitt eftir liggja og vildu ekki vera minni menn en þeir á sviðinu, svo að iðu- lega iogaði allt húsið í áflogum og barsmíðum, og var oft líf- legri viðureignin frarnmi , í salnum en uppi á sviðinu. Haustið 1871 var leikhúsinu breytt í fjölleikahús en til að minnast upphafsins var að lok um leikið morðleikritið frá 1818. Ekki stilltust gestir húss- ins eftir að því var breytt í fjölleikahús, heldur keyrði iðu lega svo um þverbak, þegar gestirnir voru búnir að fá sér ærlega neðan í því, að allt ætlaði um koll að keyra, karl- arnir tóku að slást upp á líf og dauða, en konur þeirra eða fylgidömur flýðu hvíandi og organdi upp á borðin, þær sem ekki komust út. Eitt sinn var slökkviliðið gabbað á vettvang. og af því varð slíkt öngþveiti og óðagot í salnum, að sextán manns tróðust undir til bana, þegar mannfjöldinn fór að ryðjast út. Það gekk svo fram af sómakærum borgurum, að leikhús sem hafði hlotið kon- unglega vernd og skírt var eftir sjálfri krónprinsessunni, skyldi vera lítið annað en drykkju- og duflstaður, að ein bindindis- kona tók sig til árið 1880, snar- aði út peningum fyrir húsinu og hreinsaði þar til svo um munaði. Hún rak þar fjölleika- hús áfram, en enginn fékk þar sterkari veigar en kaffi, svo að friðsamt mátti heita í Old Vic í stjórnartíð þessarar röggsömu bindindiskonu. Þar var sung- ið og spilað á hljóðfæri, flutt- ir fyrirlestrar, sýndar kvik- myndir, þegar þær komu til sögunnar. Þetta var sem sagt órðið hið skikkanlegasta gúttó skemmtihús og þannig hélt á- fram til ársins 1914. Þá hefst sá ferill Old Vic, sem átti eftir að skapa því frægð um allan heim, þar secn þett.a hús hafð' lengstum áður verið afmarkað samkomuhús síns bverfis og meira að segja vesturbæingarnir þóttust of góðir til að skreppa þangað. — Enn var það kona, sem lét að sér kveða. Það var Lilian Bay- lis, sem þegar árið 1914 hóf sýningar á sígildum leikritum. Byrjað var á Shakespeare, og á næstu niu árum voru öll Ieikr.it hans sýnd þar, endað á Troilus og Cressida 1923 á af- mæli fyrstu prentuðu útgáfu á leikriti eftir sikáldið. Þannig hélt hróður Old Vic leikhússins að vaxa og sýnd þar úrvalsverk með beztu leikurum undir stjór færustu leikstjóra allt til ársins 1940. í loftárásucn þýzku nazistanna á borgina það ár varð Old Vic fyrir sprengju og var ekki notað aftur til leiksýn- inga fyrr en tíu árum síðar. — Hins vegar hafði það frá stríðs- lokum verið notað til æfinga fyrir unga leikara. En 1950 fóru fram á því mestu breytingar frá upphafi, og hinar frægu leiksýningar hurfu þar af nýju. Nú er á enda hinn glæsilegi frægðarferill Old Vic leikfélags ins, en þjóðleikhúsið fær þar inni, og Old Vic kafnar ekki undir nafni, því að þar verða næstu árin starfandi margir sömu mennimir, sem leikið hafa og stjórnað sýningum í Old Vic undanfarin ár og flutt list sína í aðrar borgir og Iþnd. Frá /Uþingi ómögulegt er að láta gera, fyrr en vitað er, hvar aðalumferðaræð- in á að liggja. Þessi vöntun á skipulagi háir nú allri uppbyggingu í Mosfells- svnit til stórtjóns fyrir hreppsbúa. Hvort sem nýr vegur verður lagður á þessari leið eða gamli vegurinn endurbyggður, með ó- hjákvæmiiegum breytingum á nokkrum köflum, er það aðkall- andi, að annað hvort verði gert strax og vegarstæðið sjálft ákveð- ið, svo að uppbyggingin í Mosfells sveit þurfi ekki frekar að tefjast af þeirri ástæðu. Íþrótfír og skaut þrumuskoti á markið — Greaves fylgdi vel á eftir og rak endahnútinn. — Sigur Englands var orðinn að staðreynd. Fagnaðarlæt- in urðu gífurleg. Og þannig Iauk honum leiknum, sem sumir hafa kallað knattspyrnuleik aldarinnar. Betri gjöf hefði enska knattspyrnu- sambandið varla getað hugsað sér. íþróttir sáum knattspymuleik 1 1. delld- inni þýzku milli HSV og Miinchen 1860. Um 55 þúsund áhorfendur voru á vellinum og eftir góðan leik af hálfu HSV og glæsileg þrjú mörk Uwe Seeler, sigraði HSV með 5:0. Eftir leikinn var haldið til Liibeck, þar sem teikið var þátt í 100 ára afmælismóti á mánudag . . .”. Ekki höfum við fengiS úrslit í einstökum leikjum í þessu af- mælismóti, en þátttökullSin voru sex talsins og hreppti KR 3. sæti, næst á eftir Phönix Lub- eck, sem sigraði, og HSV. Ekki verður annað sagt, en ár- angur KR í þessari för sé góður. Af fjórum aðalleikjunum i för- inni vann KR þrjá, en tapaði ein- um. Og þriðja sæti í fyrrgreindu afmælismóti er einnig góður ár- angur miðað við, að KR-ingar höfðu verið í þreytandi ferðalög- um. Frá Vestur-Þýzkalandi héldu KR-ingar til Lundúna, þar sem þeir i gær sáu leikinn milli Eng- lands og „heimsliðsins" á Wemb- ley. Heim eru þeir væntanlegir á morgun eða föstudag. Erlent yfirlit Pl'jjrv-.HqM 7 síðu mikill persónulegur sigur fyrir Gerhardsen. Alþýðuflokkurinn bætti við sig hátt á annað hundrað þúsund atkvæðum, miðað við seinustu bæjar- og sveitarstj órnarkosningar. íhalds flokkurinn vann einnig talsvert á. Bændaflokkurinn hélt stöðu sinni, en Kristilegi flokkurinn og Vinstri flokkurinn töpuðu, en þó ekki mikið. Kommúnist- ar misstu helminginn af fylgi sínu og Sósíalistaflokkurinn hlaut minna fylgi en búizt var við. Hann tók ekki þátt í sein- ustu bæjar- og sveitarstjórnar- kosningum og eru því ekki til aðrar tölur til samanburðar en þær, sem hann hlaut í seinustu þingkosningunum. Miðað við þær hefur hefur hann heldur tapað, gagnstætt því, sem búizt hafði verið við. Kosningaþátt- taka var mun meiri en í sein- ustu bæjar- og sveitarstjómar- kosningum. Kosningaúrslitin gefa þannig til kynna, að Gerhardsen hafi valið rétt, er hann kaus að stefna l'engra til vinstri, eða a.m.k. hafi það verið í sam- ræmi við viðhorf kjósenda. Líklegt er, að þeir atburðir, sem gerzt hafa í norskum stjórn þrotum og viS unnum meS 17:12. Síðustu 20 mínúturnar voru hrein slagsmál. Dómarinn var of linur og gengu bæði liðin á lagið. Strax eftir leikinn var haldið til Minden, þar sem dvalið var á laugardagsnótt. Síðan var hald- ið til Hamborgar, þar sem við hrif. Helztu einkenni þessara atburða eru þau, að hægri flokkarnir hafa þokað sér meira saman, en Alþýðuflokk- urinn tekið upp meiri vinstri stefnu. Noregur virðist vera á leið að fá eins konar tveggja flokka kerfi. Þ.Þ. Dieselvélaeigendur Höfum opnaS nýtt verkstæði fyrir viðgerðir og stillingar á olíukerfum dieselvéla. Einnig önnumst við viðgerðir á dieselvélum Aðaláherzla lögð á góða og vandaða vinnu. Nafn verkstæðisins er: B0SI HF. SÚÐARVOGI 38 — REYKJAVÍK — SÍMI 36057 Sigurður og Kristján Finnbogasynir TÍMINN, fimmtudaglim 24. október 1963 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.