Tíminn - 20.11.1963, Qupperneq 8

Tíminn - 20.11.1963, Qupperneq 8
GUÐ VID SKAPAÐI MYRINA HÖFUM SKAPAÐ TUNIN FYRIR NOKKRUM ÁRUM voru Landeyjarnar blauiastar sveiilr á landinu. í ferðabók Árna Magnússonar er þess getið, að þá hafi jarðir verið nýfarnar í eyði í Landeyjum, ffyrir sand og vafn. — Á síðari öldum hækkaði Landeyja> sandur og myndaði fyrirstöðu svo yfirborðsvatnið komsf trauðla tíl sjávar. Þetta á sérstaklega við um Austur-Landeyjarnar. Ofan við sandinn myndaðist svoköliuð Gljá, kviksyndi varla fært skepnum. Að vísu breyttist aðsfaðan, þegar Markafijóti var veitf ausfur, og nú er Affallið lítíð vatn. En nóg var bleytan í Landeyjum effir það. Erlendur á Skíðbakka mátar melstönglna á Kross-sandi. Þetta sagði Erlendur Árnason, oddviti á Skíðbakka í Austur-Land eyjum, þegar við heimsóttum hann um daginn. Að visu sagði hann ekki að Landeyjarnar heíðu ver- ið blautuscu sveitir landsins; kvaðst ekki vita, hvað hefði ver- ið blautt annars staðar. En þekkti nokkur blautari sveit? — Við Landeyingar segjum, að guð hafi skapað mýrina, sagði Er- lendur, en við höfum sjálfir skap- að túnin okkar. Kringum bæinn Skíðbakka eru veltiþurr tún, sum þar sem áður var kafhlaup á hrossum. Þá lá vatnið á mýrinni beggja vegna við bæinn. Aðeins rimarnir stóðu upp úr. Mýrin er líka þurr, jafnvel Gljáin. Landeyingar geta ekeið- riðið mýrarnar án þess að vætli úr hóffari, og grasið liggur í beðj um á þúfuuum, þar sem strjálar votlendisjurtir uxu. Flóðið er úr 6Ögunni. og Austur-Landeyjarnar geta nú verið einhver jafnþurr- asta sveit nérlendis, eða orðið það. Það er tilgáta undirritaðs, að fleiri Landeyjajarðir hefðu farið í eyði á næstu árum, fyrir vatnið, þótt aðrar orsakir hefðu ekki kom ið til, ef hreppsbúar hefðu ekki ráðizt í að þurrka sveitina. Árið 1947 kom skurðgrafa í Austur-Lar.deyjarnar, og nú er svo komið, að skurðir hafa verið grafn ir á öllum landamerkjum og miklu meir. — Margir óttuðust, að sandurinn raundi ganga á landið þegar vatnið hyrfi, sagði Erlendur, en þá var tekið til bragðs að hefja sand- græðslu um leið Stór skurður hef- ur verið grafinn um Gljána, vest- an frá Hallgeirsey austur að Hólm um. Útfallið er hjá Hallgeirsey, neðst í Affallið. Þar rennur nú allt vatn úr skurðakerfinu til sjávar. Þetta mannvirki var gert í áföng- um og klárað í hitteðfyrra. Skurð urinn er átia til fjórtán metrar á breidd og nálega fimmtán kíló- metrar á lengd. i Jarðlagi er svo háttað í Land- eyjum, að sandur tekur við eitt til tvö fet undir yfirborðinu, víðast hvar. Þetta sér maður greinilega, þegar farið er með skurðunum. — Mýrarnar eru því sjálfræstar, þeg- ar skurðgrafan hefur unnið sitt verk. Vatnið hripar fram úr sand laginu ofan í skurðina. Það er því skiljanlegt, að landið hefur tckið örum stakkarskiptum. Gras- vöxturinn hefur margfaldazt. — Fjór- til fimmfaldur gras- vöxtur er varlega áætlað, sagði Erlendur, hann getur allt að því tlfaldazt. Um leið breytist gras- lagið. Mýrgresið hverfur með tím anum, störin er þegar horfin, og vallendisjurtir sjást þar sem bezt hefur bornaö. Þetta kemur nú fram á búfénaði, f.kki sízt dilkunum. Fallþungi dilka hefur aukizt verulega á þessum árum, en hvað er fyrir bætta með- ferð og hvað fyrir bætt land verð- ur ekki fullyrt. Þó má gera ráð fyrir ,að sú framför, sem hefur orðið í fénu allra síðustu árin, sé fvrst og fremst skurðunum að þakka, sagði Erlendur. Hér hefur verið dekrað við fé, allt síðan við fengum þennan nýja stofn. En áður gengu lömbin með sár á fót- um eftir vatnið. Landeyingar eiga enga afrétti, og mætti hatda að þeim væri þröng ui stakkur skorinn í fjárræktinni þess vegna. Erlendur á Skíðbakka er ekki á þeirri skoðun: — Við höfum líklegast haldið, að þeir hetðu betri aðstöðu til íjárræktar, sem geta rekið á fjall, sagði hann. En þeir eru farnir að ségja okkur það sumir, sem eiga afrétt, að bað sé enginn hagur að slíkri eign. Enginn hefur þó boð- izt til að gefa okkur afrétt, og ég efa að við mundum gefa um að kaupa okkur afrétt þótt hann stæði tii boða fyrir slikk. Við mundum fiekar reyna að græða það land, sem er ógróið innan þessarar sveit ar. Okkur er ekki þröngur stakk- ur skorinn í fjárræktinni. það er ekki fullsett í heimalandið og við getum fjölgað mi'kið næstu árin. Ég geri ráð fyrir, að fé hér sé a’veg eins vænt og það sem gengur á fjalli og álíka hraust. Hér er nú á fimmta þúsund fjár til fóðrun- ar, skipt á prjátíu og átta býli, en margir bænr'ur eiga nokkuð á ann- að hundrað Auk þess framleiðir þessi sveit yfir milljón lítra af mjólk á ári; bændur eiga tíu til tuttugu kýr hver og fjölda af hrossum. Aðalatriðið er að hólfa landið sundur. þannig að maður geti beitt spildurnar til skipta og ráðið yfir nytjunum. Vestur-Landeyingar hafa ekki haldið að sér höndum andspænis bleytunni og sandinum, þótt for- sjónin hafi tæplega útdeilt þeim jafn miklu vatni og nágrönnum þeirra hinum megin við Affallið. í Vestur-Landeyjum hefur vterið grafið skurðgímald neðst á gróna landinu, ofan við sandinn, frá þrf á móts við Bergþórshvoí vestur að Skúmsstöðum. Vatninu er veitt i sjó fram undan Skipagerði. — Þama er um fjórtán kílómetra strandlengja milli Affalls og Hóls- ár. Sandurinn breikkar vestur á bóginn, breiddin við Affallið er nálega kílómetri, vestur við Skúms staði er breiddin um og yfir þrír k'lómetrar Þarna hefur verið sáð rokkru melfræi. Sandurinn fyrir Austur-Landeyjum er einn til þrír kílómetrar á breidd og fimmtán kílómetrar á lengd. Það mun því lata nærri að telja þrjátíu fer- kílómetra sandflæmi í hvorri sveit. Erlendur á Skíðbakka sér um framkvæmdir Sandgræðslunnar í Austur-Landsyjum, en þær hófust 3955. Við fórum með honum suð- 8 T f M I N N, miðvikudaginn 20. nóv. 1963. — ■«, rf, ,-Jj ' t 'i’» * ^rr* » rf"Y ■»*'*» » 1 t f ---------- 11 'I r r

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.