Tíminn - 20.11.1963, Blaðsíða 15
HRINGDI
Framhald af 1. síðu.
leigjanda í húsinu og fór það-
an upp á aðra hæð hússins. Ein
'kona var í húsinu, Ágústa
Helgadóttir, fædd 1895. Tíminn
átti tal við Ágústu í kvöld og
sagðist henni svo frá: „Eg ætl-
aði að fara út í búð að kaupa,
var komin í kápuna og á leið
niður stigann, þegar ég sá stofu
hurðina hreyfast örlítið. Eg
hélt fyrst, að einhver af heim
ilisfólkinu væri kominn og leit
inn í stofuna. Sá ég þá, hvar
piltur stóð á stofugólfinu og
horfði á mig. Eg spurði hann,
hvað hann væri að gera hér og
hvernig hann hefði komizt inn,
en hann sagði, að mér kæmi
það ekkert við. Eg'spurði, hvort
hann vildi ekki fara út. en hann
harðneitaði því, sagðist vilja
vera hérna, hér væri svo rólegt
og gott. Eg sagði honum þá, að
það væri margt fleira fólk í
húsinu til þess að láta hann
ekki halda, að ég væri ein
hérna. Skimaði hann um stof-
una og virtist vera að leita að
einhverju. Eg bauð honum
kaffi frammi í eldhúsi, sem
hann þáði, en sagðist svo geta
drepið mig Eg sagði honum
þá, að hann færi nú varla að
drepa svo gamla konu, og jánk
aði hann því. Svo settist hann
aftur inn í stofu og fór að lesa
blöðin, en ég fór fram og
hringdi á lögregluna. Hann
sþurði mig svo, hvort ég væri
búinn að hringja á lögregluna,
og sagði eg honum, að ég væri
búin að því Þá sagði hann, að
hún hlyti að fara að koma og
var hinn rólegasti og hélt áfrarn
að lesa blöðin inni í stofu hjá
mér, þar til lögreglan kom.
Við yfirheyrslu hjá lögregl-
unni játaði hann svo að hafa
barið Jóhönnu með bjórflösk-
unni.
Piltur þessi sem er að'eíns 16
ára, var undir örlitlum áfengis-
áhrifum, er hann var tekinn, og
hefur áður lent í kasti við lög
regluna og þá fyrir nokkrum
árum. Hann er í gæzluvarð
haldi.
Frá Mbmgi
að Benedikt hefði sent kjósendum
í Vesturlandskjördæmi bréf, þar
sem kvartað var sáran yfir því,
hve erfitt væri að vinna með Sjálf-
stæðismönnum að þessum málum.
Minnti Halldór þá á frumvarp
Framsóknarmanna um Vega- og
brúasjóð, þar sem byggt hefði ver
ið á því, að allar tekjur af um-
ferðinni rynnu til nýbyggingar og
viðhalds vega. Á valdatíma núver-
andi stjórnarflokka hefur orðið
hu-ndruð milljóna króna aukning
á tekjum af umferðinni og nema
nettótekjur ríkissjóðs af umferð-
inni nú 200—300 milljónum króna.
Hins vegar hafa framlög ríkissjóðs
til vegasjóðs aðeins hækkað á
sama tíma úr 16 í 25 milljónir,
en fjárlög um nær 200% Lýsti
Halldór síðan stuttlega ástandi
veganna og taldi, að ekkert nema
stórkostlegt átak í vegamálum
gæti fært þessi mál í viðunandi
horf.
Ingólfur Jónsson ítrekaði enn
að ríkisstjórnin hefði staðið mjög
vel að vegamálunum.
Benedikt Gröndal sagði, að það
þyrfti að skilgreina nánar, hvað
átt væri með „tekjum af umferð-
inni“. Taldi hann, að þar mætti
aðeins telja benzínskatt, þunga-
skatt og gúmmígjöld, en ekki inn-
flutningsgjöli'. af bifreiðum. en ef
innflutningsgjöldin eru ekki tal-
in með verður ríkissjóður að ieggja
fram fé til viðbótar, ef viðunandi
ætti að teljast.
Halldór Ásgrímsson sagðist vilja
leiðrétta þann misskilning Bene-
dikts, að hann hefði talið fé til
vegaviðhalds of mikið. eða að það
ætti fremur að renna tii nýbygg-
ingar vega. Hann hefði einmitt
sagt þveröfugt, að vegaviðhalds-J
féð væri of lítið.
Halldór E. Sigurðsson minnti á, j
að stjórnarflokkarnir hefðu hækk-
að benzínskatt um 34 aura 1960
og jafnframt tekið þann hluta
benzínskattsins, sem áður rann í
útflutningssjóð í ríkissjóð, en til
viðbótar við þetta hafa tekjur af
umferðinni vaxið um hundruð
milljóna, en framlög til vegamála
aðeins vaxið úr 42 milljónum í
70. Þetta er ekki að halda við í
vegaviðhaldinu á sama tíma og
fjárl'ög hafa nær þrefaldazt. Um
skijgreiningu á „tekjum af um-
ferðinni1' kvaðst Halldór vilja vísa
til greinar Geirs fyrrum vegamála-
stjóra, þar sem hann taldi öll gjöld
af bifreiðum og benzíni og olíum
til tekna af umferðinni, því að að-
eins vegna þess að við höfum lagt
hér vegi höfum við haft þessar
tekjur af farartækjunum og sann-
leikurinn er sá, að eins og nú er
háttað hefur ríkissjóður stórlega
hagnazt af vegalagningunni.
ÖSKUFALl.
Framhald af 16. síðu.
jarðskjálfta, en ekki mun vera
hægt að tryggja sig gegn flóð-
bylgjuhættu.
Og nú eru þeir farnir að fá
smjörþefinn af óþægindum í sam-
bandi við gosið, því að seinnipart
inn í dag tók aska að falla í kaup
staðnum, öskuryk settist á þök, og
lá við að mairaði í spori á gan.g-
stéttum. Hennur hafa verið tekn-
ar undan húsþökum til að varna
því, að öskumengað vatnið renni í
brunnana. Eru menn kvíðnir, ef
eitthvað neldur áfram að falla
aska, því að eftir nokkra daga
mundi skapazt vandræðaástand
þess vegna. Suðvestan kaldi er í
eyjum. Vestmannaeyingum sýnist
annars nýja eyjan vera að líkjast
Helgafelli.
Enn var mikil loftumferð ,við
gosið í‘dag, en erfiðara var; nú
að fara nálægi mekkinum vegna
öskufalls, sem féll nú allt um
kring. Settist aska á rúður vél-
anna, og skemmdust jafnvel rúð-
ur af þeim sökum. Skyggni var
annars gott.
Vísindamenn komu saman til
fundar í morgun og réðu ráðum
sínum um, hvernig rannsókn
skyldi hagað í sambandi yið gos-
ið. Fiskideildin gerir út leiðang-
ur á Maríu Júlíu undir stjórn Að-
alsteins Sigurðssonar, fiskifræð-
ings, og verður siglt til Eyja á
morgun. Sennilega verða Jón Jóns
son, jarðfræðingur, og prófessor
Trausti Einarrson með í förinni.
Haldið verður áfram að safna sýn
ishornum og fylgjast á annan hátt
með gosiriu.
Sigurður Þórarinsson, jarðfræð
ingur, sagði í viðtali við blaðið í
dag, að sér virtist athugandi að
gera rannsóknir á vatninu í Eyj-
um, ef öskufall heldur áfram þar,
með tilliti til flúors, sem líklegt
er, að lUKÍzt talsvert. En flúor
má ekki fara yfir visst mark í
vatni til þess að það geti orðið
slæmt.
'IOLISTINN
Framhald af 1. síðu.
skilorð en tíðkast þar sem um hóp
náðun er að ræða. f náðunartil-
fellum einvtaklinga fer náðunin
aftur á mótj eftir eðli mála þeirra
Eins og að 'raman greinir voru á
annað hundrað manns náðaðir, og
þar af margu sem ekki höfðu tek-
ið út neina refsingu fyrir afbrot
sín Sumir peirra er náðaðir voru
og „sátu inni“ eru komnir aftur
á hælið og iiefur náðunin þannig
• kki komið neitt að gagni í sam
bandi við þá Ekki var hægt að
fá nákvæma tölu yfir þá sem náð
aðir voru og bá ekki heldur nversu
margir hefðu algjörlega sloppið
við refsingu an þeir hljóta að hafa
' crið nokkuð margir Hér i Hegn
ingarhúsinu Reykjavík er rúm
fyrir 7 reisivistarfanga en þar
þurfa alltaf aö vera klefar til taks.
UTVIKK’UJ
Pnm‘-«io af 1 siðu.
ir ritaði tursetinn nafn sitt í
gestabók ekkjudrottningarinnar,
að Clarenee House. sem er að-
setur hennar.
Þá heimsótti forsetinn báðar
deildir brezka þingsins, og á eft-
ir var te-Irykkja í salarkynnum
brezka þinghússins í boði brezka
þingmannasambandsins. í neðri
deild brezka þingsins stóð yfir
fyrsti spurningatíminn, sem nýi
forsætisráðherrann tekur þátt í.
Þar fóru fram fjörugar umræð-
■ ur um öryggismál á meðan for-
setinn sat í heiðursstúku á áheyr
endapöllum.
f kvöld var að lokum fjölmenn
veizla yfirborgarstjóra Lundúna í
Guildhall til heiðurs forseta-
hjónunum. Þar flutti yfirborgar-
stjórinn og forsetinn ræður: og
kemur hér ágrip af ræðu forset-
ans:
„Land vort liggur í miðju hafi,
en Norður-Atlantshafið er nú
nokkurs konar Miðjarðarhaf
hinna elztu og öruggustu lýð-
ræðisþjóða. Þetta er góð lega,
og oss vel Ijóst, að fámenn þjóð
er ekki örugg, nema hún búi við
gott nágrenni. Atvinnuvegir vor
ir eru fábreyttir, og vér greiðum
með fiski og sjávarafurðum
mestan Jiluta þess innflutnings,
sem nauðsynlegur er nútíma
menningarþjóð.
Alþjóða álit um fiskveiðaland-
- helgi hefur breytzt á síðari ár-
um, og íslendingum lífsnauðsyn
að stækka landhelgi sína. Þessi
hagsmunaárekstur leiddi til al-
varlegra átaka, sem hvorki Bret-
ar né íslendingar óskuðu eftir.
En í þorskastríðinu, sem sum-
ir hafa kallað svo, voru sáttfús-
ir stjórnmálamenn við völd, og
skipherrar á hafinu, sem skipt-
ust meir á heilræðum úr ritning
unni en skotum. Visast hefði
brezkum og íslenzkum víkingum
fyrri ailda þótt það lélegt stríð!
'Viðúrdfgn þéssari láuk, ári slýsa,
með sátt og samkcmulagi. Vér
hittumst nú sem gamlir vinir og
góðir nágrannar, meir til að
muna allt bttur, sem vel hefur
verið um sambúð vora. Ef allt
ætti að muna og engu að gleyma,
sem þjóðum og ættum hefur
borið á ruilli, þá væri allri vin-
áttu og velvild útrýmt af jörð-
inni, og fjandskapurinn einvald-
ur.
Bretar eru kunnir fyrir drengi
legar leikreglur og langreyndir
í öllum stjórnmálum. Pólitísk
orð á ensku máli eru oftar dreg-
in af leik og keppni, en síður
af vafasömum kennisetningum.
Mannúð og umburðarlyndi ein-
kenna brezka þjóð.
Vér erum vissulega i tölu
þeirra þjóða sem hafa notið og
kunna að meta endurtekna
brezka baráttu gegn einræði og
yfirgangi. Ég gleymi aldrei því
ári, þegar Bretar stóðu einir í
vörninni í síðustu heimsstyrjöld.
Þá var hvorki talið eftir fé né
-fjör. Ég kom tvisvar til Lundúna
tneðan á styrjöldinni stóð. Þriðj
ungur allra húsa í City var jafn-
að við jörðu Rósemi fólksins
er mér minnisstæðust. Það kvart
aði enginn hvorki um kulda,
skort né lífshættu. Það var eitt-
hvað sérstaklega brezkt yfir
þessu yfirlætislausa hugrekki.
Það var meira í veði fyrir örlög
mannkynsins en Bretland eitt
saman.
Sigri bandamanna eigum vér,
eins og margir aðrir, það að
þakka, að vér erum frjáls þjóð
og getum haldið áfram ferðinni
,á þeim biautum frelsis og þing-
ræðis, si'i.-n liggja frá landnáms
öld og svo langt fram í tímann
sem augað eygir. Frelsi og sjálf
stjórn er vor sameiginlegi arfur
og framtíðarhugsjón- Við þing-
ræði varðvsitist jafnvægi bezt
milli frelsis og stjórnar. Ég
dreg enga dul á það, að vér ís-
lendingar berum mikla virðingu
fyrir og vinarhug til hinnar
brezku þjóðar.
Herra borgarstjóri! Ég flyt
beÁu þakkir fyrir virðulegt boð
á þessum fornhelga stað, og
hinni brezku þjóð vinarkveðju
frá íslendingum.“
38 MANNS voru í kvöldverð-
arboðinu, sem Home forsætis-
ráðherra iiélt til heiðurs forseta-
hjónunum í gærkvöldi. Meðal
þeirra voru Guðmundur í. Guð-
mundsson, utanríkisráðherra og
frú hans, ennfremur Harold
Wilson og Christopher Soames,
sendiherra íslands í London, for
setaritarian og frú þeirra. Kvöld
verðarboð þetta var haldið í
Downing Street 10 og hafði for-
setinn írú Butler á hægri hönd
og Lady Douglas Home á þá
vinstri og við hlið_ hennar sat
utanríkisráðberra íslands, en
brezki forsætisráðherrann hafði
forsetafrúna á hægri hönd, við
hlið hennar sat Butler. Forsæt-
isráðherrann bauð forsetann vel
kominn í kvöldverðarboðinu með
nokkrum mjög vinsamlegum orð
um. Forsetinn þakkaði og var
einnig mjög stuttorður.
Að kvöldverðarboðinu loknu
var fjölmenn gala-móttaka til
heiðurs forsetanum og var þar
fjöldi íramámanna Breta og allt
fylgdarlið fersetans, auk nokk-
urra íslendinga búsettra í Lond-
on. Veitt var franskt kampavín
og má geta þess, að þetta er
fyrsta móttakan í Downing
Street 19 eftir að forsætisráð-
herrabústaðurinn hefur verið
endurnýjaður, en hann var gerð
ur upp fyrir eina milljón sterl-
ingspunla, að sagt er. Meðal
íslendinga í hinni almennu rnót-
töku voru Björn Björnsson, Karl
Strand, Jóhann Sigurðsson, Ei-
ríkur Benediktsson og frúr
þeirra.
Þess má að, lokum geta, að
fréttamyndii voru af komu for-
setahjónanna í báðum sjónvarps
dagskrám brezka útvarpsins í
gærkvöldi og tveggja dálka mynd
birtist í Times í dag af því, þeg
ar forsætisráðherrann var að
bjóða forsetann velkominn ásamt
alllangri frásögn af heimsókn-
ELDUR
Framhald af 1 síðu.
ig gamlar vélar, sem hætt var
að nota. Eins og fyrr segir kom
eldurinn upp í norðurenda
hússins, r-n þegar blaðið hafði
samband við slökkviliðið um
klukkan 23:15 fékk það þær
fréttir, að eldurinn hefði
breiðzt út í viðbygginguna, sem
er um miðbik hússins, og gekK
illa að slökkva hann.
Pípuverksmiðjan er gamalt
og gróið íyrirtæki, og fram
leiðir hún ýmiss konar stein-
steypuvörur Húsið var tryggt
hjá Húsatryggingum Reykja-
vikur, en það sem á loftinu var,
var ótryggt Tjón var í kvöld
talið vera nokkuð. en óvíst
hvað mikið. eða hvort vélar á
GERÐI ÓFRJÓAR
Franihau, af bls. 3.
hinn mikla fjölda ólöglegra fóstur
eyðinga, kvaðst andvígur þeim og
sagðist oft hafa talað konur til að
ala börn sín, en lofað þeim í stað-
inn að hann myndi sjá til, að þær
yrðu ekki framar vanfærar. Hann
lagði einnig áherzlu á, að mörgum
mæðrum þætti vænna um sjón-
varpstækin en börnin sín.
Aðstoðarlæknir dr. Dohrns, dr.
Annemarie Meves, var kvödd sem
vitni, og lýsti hún viðbrögðum
kvennanna, sem ek'ki þurftu fram-
ar að óttast að verða barnshafandi.
— Þær voru yfir sig hamingjusam
ar, sagði hún. — Hjónabandinu
var borgið og þær gátu lifað eðli-
legu fjölskyldulífi á nýjan leik,
og eytt öllu sínu starfsþreki á
börnin sín, sagði dr. Meves.
Rétturinn varð við þeirri ósk
verjanda að birta ekki nöfn kvenn
anna 149, sem við málið eru riðn-
ar.
BOLTAR,
Skrúfur, Rær
Maskinuboltar
Borðaboltar
Fr. skrúfur
Bílaboltar
Skífur
Boddyskrúfur
Múrboltar
Vald. Poulsen h.f.
Klappasstíg 29.
Sími 15024.
jarðhæðinni hefðu skemmzt
nokkuð.
Þegar líða tók á slökkvistarf-
ið fannst Gunnar Sigurðsson,
A'araslökkvlIIðsstjóri, meðvit-
undarilaus uppi á lofti í húsinu.
Mikill reykur var á loftinu. —
Gunnar var fluttur i slysavarð-
stofuna. Talið er að hann hafi
misst meðvitund vegna reyks-
ins.
Guðný Magnúsdóttir
Háafelli, Skorradal,
andaðist 18. þessa mánaðar.
Vandamenn.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og margvíslega aðstoð við
andlát og jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa,
‘ íns Jónssonar
frá Flagbjarnarholti.
Sigríður Gestsdóttir,
börn, tengdabörn og barrrabörn.
T í M I N N, miðvikudagjnn 20. nóv. 1963.
15