Tíminn - 26.11.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.11.1963, Blaðsíða 14
BMggrytu.1 .í' .Kaaiaa ÞRIÐJA RIKIÐ WILLIAM L. SHIRER verjar hefðu borið fram, þar a mþðal ucn Póll'and og önnur mál, stípörnmálalegs eðlis. Sovét-stjórn- in stakk upp á bví, að viö-æðurn- ar f-æru fram í Moskvu. En ekki átti að flýta þeim neitt sérstak- iega, og það lét Astakhov koma gréiniléga fram. Hann lagði á- 'herzlu á, ritaði Schnurre í skýrslu sinni, sem auðsjáanlega hafði verið send í skyndingi til Obersalzberg, „að aðaláherzia væri lögð á orðin „smátt og smátt'1 í fyrirmælum í 'íjeim, sem hann hafði fengið frá Molotov . . . Viðræðurnar gætu að eins hafizt smátt og smátt“. En Adolf Hitl'er gat ekki beðið eftir samningaviðræðum við Rúss- land, sem hefjast ættu „smátt ogi smátt“. Eins og hann hafði verið að enda við að segja Ciano, til þess að hrella hann, þá hafði hann nokkum veginn ákveðið daginn fyr ir árásina á Pólland, og átti hann að vera 1. september, og nú var næstum kominn miður ágúst. Ef honum átti að takast að gera að engu sámræður Englendinga, Frakka og Rússa og koma ár sinni vel fyrir borð hjá Stalin, þá varð að gera bað sem fyrst — ekki stig af stigi, lieldur með einu stökki. Mánudagurinn 14. ágúst var annar mikilvægur dagur. Á meðan von der Schulenburg sendiherra, sem Hitler og Ribbentrop höfðu auðsjáanl'ega ekki sagt allt enn þá, var að skrifa Weizsacker frá Moskvu og segja honum, að Molo- tov væri „undarlegur og erfiður maður“ og að „ég er enn þeirrar skoðunar, að sneitt skuli hjá öll- um asa af okkar hálfu í sambandi við viðskipti okkar við Sovétríkin“, þá var verið að senda honum „mjög svo áríðandi“ skeyti frá Berlín. Það kom frá Ribbentrop og það var sent frá Wilhelmstrasse (utanríkisráðherrann var enn í Fuschl) klukkan 10:53 eftir hádegi 14. ágúst. Þar var þýzka sendiherr anum falið að hitta Molotov og lesa fyrir hann langa orðsendingu ,,orðrétta“. Hér var að lokum komin hin mikla beiðni Hitlers. Þýzk-rúss- nesk samvinna, sagði Ribbentrop, „stóð á sögulegum vegamótum . . Engin veruleg hagsmunaátök eiga sér stað milli Þýzkalands og Rúss- lands . . . Löndunum hefur báðum gengið vel, þegar þau hafa verið vinir, en illa, þegar þau hafa verið óvinveitt hvort öðru“. — Árekstrarnir, sem orðið hafa í sambúð Póllands og Þýzkalands vegna stefnu Breta (hélt Ribben- trop áfram) og tilraunir til banda lagsstofnunar, sem tengdar eru þeirri stefnu, gera það nauðsyn- legt, að sem allra fyrst verði eitt- hvað gert til þess að koma sam- bandi Þjóðverja og Rússa í rétt horf. Annars gætu málin tekið stefnu, sem myndi svipta báðar stjórnirnar C'Ium möguleikum til þess að koma aftur á vináttu Þjóð verja og Rússa og þegar tími væri til kominn að gera út um land- svæðamál, sem koma báðum ríkj- unum við í Austur-Evrópu. Því ættu leiðtogar landanna ekki að leyfa málunum að reka á reiðan- um, heldur gera það, sem nauð- synlegt má teljast. Það væri af- drifaríkt, ef þessar tvær þjóðir, vegna sameiginlegs skeytingarleys- is á skoðunum og ætlunum myndi að lokum reka hvora frá annarri. Þýzki utanríkisráðhei’rann, „í nafni foringjans", var því undir það búinn að grípa til aðgerða, þegar réttur tími væri kominn — Eins og okkur hefur verið skýrt frá, vill Sovétstjórnin einn- ig greiða úr sambandinu milli ríkjanna. Þar sem þessi úrgreiðsla getur því aðeins átt sér steð smátt og smátt með diplómatískum við- rreðum, eins og reynslan hefur sýnt, er ég tilbúinn til þess að koma í stutta heimsókn til Moskvu lil þess, í nafni foringjans, að leggja fram skoðanir foringjans við Stalin. Að mínu áliti er aðeins hægt að koma á breytingum með beinum viðræðum, og því ætti ekki af vera ómögulegt að leggja undir stöðuna að lokasamkomulagi um þýzk-rússnesku samvinnuna. Brezki utanríkisráðherrann hafði ekki verið undir það búinn að fara til Moskvu, en nú var þýzki utanríkisráðherrann ekki aðeins 233 fús til þess, heldur var honum mjög annt um að fara — and- stæða, sem nazistarnir reiknuðu út og það vissulega réttilega, að myndi hafa mikil áhrif á hinn grunsemdafulla Stalin. Þjóðverj- arnir sáu, að það var mjög mikil- vægt að koma skilaboðum þeirra til rússneska einræðis'-.errans sjálfs. Því bætti Ribbentrop við „viðbæti“ í hið mikilvæga skeyti sitt. — Eg fer fram á það (sagði Ribbentrop við Schulenburg). að þér afhendið ekki Molotov þessi fyrirmæli skriflega, heldur að þau nái til Stalins í eins nákvæmri mynd og unnt er. og ég veiti yður ; heimild, ef tækifæri býðst, til þess | að fara fram á það við Molotov jfyrir mína hönd að f i aheyrn hjá Stalin, svo að þér getið einnig flutt þessi mikilvægu skilaboð j beint til hans. Tii viðbótar við fund með Molotov mundi níkvæmt I samtal við Stalin vera góð undir- ' staða að ferð minni tii Moskvu Það var tálbeita í tillögum ut- anríkisráðherrans. varla dulbúin á nokkurn hátt. sem Þjóðverjar hljóta að hafa haldið. og ekki að ástæðuiausu að Kreml-menn myndu gína yfir. Eftir að hafa endurlekið. að „ekkert vandamál I væri fyrir hendi allt frá Eystra- ' salti til Svartahafs, sem ekki I væri hægt að gera út um á alger- lega fullnægjandi hátt fyrir bæði löndin *. nefndi Ribbentrop „Eystra saltslöndin, Pólland, suðaustur- löndin o. s. frv.“ Og hann talaði um nauðsyn þess að „greiða úr sameiginlegum landsvæðamálum í Austur-Evrópu“. Þýzkaland var við því búið, að deila Austur-Evrópu, þar á meðal Póllandi, með Sovétríkjunum. Þetta var bón, sem Bretland og Frakkland gátu ekki — og auðsjá- anlega vildu ekki, ef þeir gátu — uppfyllt Hitle" kallaði enn einu sinni — þennan sama dag, 14. ág. — inn yfirmenn herjanna til þess að láta þ’ hlý'ða á lestur sinn um áætlanir og útlit yfir styrjöld, eftir að hafa horið fram þsssa bón og eftir að hann var viss um að henni yrði ekki hafnað. Hcraa'ðarrírSstefnan í Ober- salzbuýg 14. ágúst ,.Hinn mikli sjónleikur", sagði Hitle áheyrendum sínum, „er nú að nálga^t hápunktinn“. Á meðan ekki va - h egt að vinna stjórnmála lega eða hc raðarlega sigra, án þ-ass.c - . hætta cinhverju, var hann viss um. að Stóra-Bretland og F' a' kland myndu ekki berjast. Eitt va- það, Bretland „hafði ekki á al skipa neinum góðum foringj- um Mannirnir. sem ég kynntist í Miinchen e:u ekki sú tegund, sem myndi hefja nýja heimsstyrj- öld“ Foringinn gat ekki haldið huganum frá Englandi, fremur en á fyrri fundum. og hann talaði um styrkleika þess og veikleika tölu- verí nákvæmlega, og þá sérstak- lega um það síðarnefnda. — England (Halder skrifaði orð in niður) mun ekki leyfa sjálfu sér að flækjast út í styrjöld eins og árið 1914. styrjöld, sem standa mun í rnörg ár . Slík eru örlög hinna auðugu landa . . . Ekki einu sinni England hefur peninga nú í dag til þess að heyja btíimsstyrjöld. Fyrir hvað ætti England að berj- ast? Þú ferð ekki út til þess að láta drepa þig fyrir bandamann þinn. Til hvaða hernaðaraðgerða gætu Bretland og Frakkland gripið? spurði Hitler? — Árás á vesturvegginn ólíkleg (svaraði hann). Framsókn að norð 22 gjöf, ef hún hefði vitað, hvernig hún ætti að íara að því. En hún stóð aðeins ráðvillt og vandræða- leg örskam.ma stund, svo snerist hún á hæli v g gekk hröðum skref- nm í átt til ivftunnar. Phil gerði enga tilraun til að stöðva hana, hann horfði aðeins hugsandi a eftir henni, um leið og hann kveikti sér í sígarettu. Hann var með bros á vörum, þeg- ar hann gekk út. Ungfrú Arning var ef til vill dálítið skrýtin skrúfa, en hún var að minnsta kosti skín- andi falleg, ekki sízt, þegar hún logaði af reiði- ÁTTUNDI KAFLI Vikurnar liðu, og Phil sökkti sér æ meir niður í starfið á Boone. Hann komst vel áfram, og sjúk- lingarnir voru mjög ánægðir með hann. Hann var alltaf svo skiln- ingsgóður,- jafnt á andlega líðan þeirra sem líkamlega, að það var einstakt með svo ungan lækni. — Sjúklingarnir lofuðu hann hástöf um, og orðrómurinn barst skjótt út um allt sjúkrahúsið. Phil öðlað- ist því fljótt virðingu og vináttu jafnt starfsliðsins sem sjúkling- anna. Auk starfs síns á fæðingardeild- inni, var Phil einnig til aðstoðar á gamalmennadeildinni. Hann var ekki síður ánægður rneð það, því að þar gafst honum gnægð tæki- færa til að fást við og rannsaka blóðtappas júklinga. Og gamla fólk ið var ánægt með hann, hann hafði svo örvandi áhrif á lífslöngun þeirra, og hann vildi aldrei gafast upp, fyrr en hann hafði blásið miklu fjöri í það, að karlarnir voru farnir að fara í smá göngu- ferðir og gömlu konurnar farnar að dútla eitthvað í höndunum. — Líkamlegan sársauka þeirra er venjulega auðvelt að sefa, en aðal atriðið er að hressa upp á and- lega heilsu þeirra, sagði Phil. Yfirlæknirinn á gamalmenna- deildinni var sannfærður um, að þarna væri Phil á réttri hillu, hann ætti eingöngu að snúa sér að slíkum lækningum. Því var kröftuglega mótmælt af yfirlækn- inum á fæðingardeildinni. — Þér ættuð að sjá Scoles, sagði hann, þegar hann ræðir við ung og ráð- villt hjón, sem hefur mistekizt að stækka fjölskylduna. Og þá, hvað hann er fljótur að átta sig á, ef þungun konu er ekki fullkomlega eðlileg. Ungu mæðurnar dýrka hann, og eiginmennirnir lofa hann ekki síður. Og bæði yfirlæknirinn á gamal mennadeildinni og yfirlæknirinn á fæðin.gardeildinni hörmuðu að Phil skyldi þrjózkast við að eyða dýrmætum tíma sínum í þessar rannsóknir. En Phil sat fastur við sinn keip. Hann var nú einu sinni byrjaður á þessari braut, hann skyldi ekki gefast upp, fyrr en í fulla hnef- ana. McNaire var honum hjálp- legur með þá sjúklinga, sem hann fékk til krufninga, og hann not- aði hverja stund, sem honum gafst til að starfa á rannsóknarstofunni. Hann var mjög önnum kafinn. Og þó gafst honum tími til að kynnast fólki og eignast nýja vini, — enga þó enn af veikara kyn- inu, að heítið gæti. Hann bélt áfram að hitta Page Arning öðru hverju, og þau um- gengust hvort annað árekstralaust nú orðið. Pagc hafði sífellt mikil áhrif á Phil. Þegar hún var hvergi nálæg, lét hann sig stundum dreyma um hina dularfullu fegurð hennar, hvítt hörund og djúpu augun. En þegar þau voru saman, deyfði áhugaleysi hennar á hon- um sem karlmanni allan vilja- kraft hans til að leggja sig fram ÁSTI R LÆI KNISI N IS | ELIZABETH SEIFERT um að öðlast hylli hennar á því sviði. Hann haföi þegar starfað á Boone í þrjá mánuði og þekkt Page jafn Jengi, áður en hún ýtti nokkuð undir áhuga hans á starfi hennar. í hvert skipti, sem hann hafði vikið að því tali, hafði hún eytt því án tafar. Svo að hann gafst að lokum upp á því. En kvöld eitt rakst hann á hana, þegar hann kom út af rannsóknar- stofunni. Hún var þykkjuþung á svip, og þegar hann spurði, hvað væri að, sagðist hún ekki geta skil ið, hvers ve«na leyft væri að reykja á þessum stað, þegar það væri gert í svo ríkum mæli, að loftið væri beinlínis mettað nikó- tini. — Þú ert aðeins vön hreinna lofti þarna fyrir handan. — Finnurðu ekki þennan sterka tóbaksþef? spurði hún forviða. Hann hló. -- Vitaskuld. En þessi þefur stal’ar ekki frá tókbaks- reykingum manna, hann kemur frá tilraunavélinni hans McNaire. — Hann vinnur að árslangri rann- sókn á áhrifum tóbaksreyks á mannleg lungu. — Já, ég veit af þessum tilraun- um hans. Eg er eiginlega undr- andi á því, að hann skuli vera að þessu, maður skyldi ætla að yfir- læknir hefði ærinn starfa sem slíkur, bó að hann stundi ekki rannsóknir að auki. Phil reis þegar upp til varnar McNaire- — Ef hann getur fundið leið til að lækna lungnakrabba með rannsóknum sínum, er til- gangi hans náð. _ — Þú misskilur mig, sagði Page. Ég átti aðeinc við, að slíkt rann- sóknarstai-f er fullt starf, ef það á að koma að fullum notum. — Rannsóknir ættu að vera tak- mark í sjálfu sér, sagði Phil á- kafur. Tilgangurinn með þeim á að vera lækniXgin, sem þær geta haft í för með sér. McNaire hugs- ar bæði um. sjúklingana sína og tilraunavélina, og hann gerir hvort tveggja vel, virðist mér. — Rétt er það, samsinnti Page með óvæntri undanlátssemi. Ég vildi bara að hann blési þessum reyk sinum út í gegnum reykháf, en ekki fram á ganga eða út í garðinn. — Hann er með viftu og reyk- háf, en það virðist ekki duga al- gjörlega. — Hann ætti að hafa sama hátt á og við þarna hinum megin. — Hvernig hafið þið það1’ — Hvað hefurðu ekki séð til- raunastofuvnar okkar17 Langar þig til að sjá þær? — Er ég þess verðugur? Hann brosti striðnislega við henni. — Enga vitleysu, sagði hún hvatskeytlega — Komdu bara. ég skal sýna béi allt saman núna Á leiðinni yfir, garðinn. útskýrði hún fyrir honum loftræstingar- kerfið í byggingunni. sem var vinnustaður hennar. Þessi furðu- lega bygging var samansett úr mörgum álmum. en í hverri álmu var ein tilraunastofa, algjörlega aðgreind frá hinum og varin utan aðkomandi áhrifum. Phil varð að játa með sjálfum sér, að hann botn aði lítið j útskýringum Page á þessu snjalla loftræstingarkerfi. Þegar þau kcmu inn í forstofuna, varð fyrir þeim maður, og Page sótti til hans um leyfi fyrir Phil til að ganga um bygginguna. Hún kynnti Phil og gaf upplýsingar um starf hans á Boone, og Phil undirskrifaði skjal, sem maður- inn fékk honum í hendur. Eftirvæntingarfullur gekk Phil eftir sínum fagra leiðsögumanni eftir ganginum að lyftunni, sem þau fóru með vpp á aðra hæð. Þar komu þau á hellulagt gólf, sem söng í við fótatak þeirra. Page vís aði honum inn í lítið herbergi, þar sem hún sagði, að hann mundi finna hreinar buxur og slopp, hann yrði að skipta algjörlega um föt, nema hann mætti vera á skónum. / Seinna yrði hann svo aftur að skipta um föt og íklæðast þá dauð hreinsuðum ramfesting og skóm þó einnig. — Er þetta allt nauðsynlegt? — Við teljem það nauðsynlegt, já. Það væri sannarlega grátlegt að missa e.t.v færan bakteríufræð ing aðeins vegna ónógrar varúðar í starfi — Eg skil það, ég meinti þetta ekki sem grin Hvað um bað? — Þetta a að nægja, sagði Page, um íeið og hún hvarf inn í annað herbergi við hliðina á hans. Phil hitti aðstoðarmann, sem fann handa honum hæfilega stórar buxur og slopp. Sá hinn sami athugaði gaumgæfilega leyfis kortið hans, áður en hann sleppti honum út affur. Þegar Phil kom aftur fram á ganginn. bcið Page hans þar í full 5,14 T f M I N N, þriðjudaginn 26. nóvember 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.