Tíminn - 26.11.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.11.1963, Blaðsíða 6
TOMAS KARLSSON RITAR JOHN F. KENNEDYS VAR MINNZT Á ALÞINGI í GÆR Fundur var í sameinuðu Alþingi í gær. Aðeins eitt mál var á dagskrá: Minnzt John Fitzgerald Kennedys. Hér fer á eftir það, sem forseti þings- ins, Birgir Finnsson, sagði um Kennedy á þingi í gær: Síðastliðinn föstudag spurðust þau hörmulegu tíðindi um heim allan, að John Fitzgerald Kennedy, forseti Bandaríkjanna, hefði beðið bana í skotárás í borginni Dallas í Texas, þar sem hann var á ferða- lagi til þess að flytja ræðu. Hvarvetna setti menn hljóða við þessa skelfilegu fregn, eins og jafnan, þegar mikirin voða ber óvænt að höndum, og erfitt er að sætta sig við, að slíkir hlutir geti átt sér stað. En fregnin var sönn, og í dag fer jarðarfijr forsetans fram í höf- uðborg Bandaríkjanna, að við- stöddlm þjóðhöfðingjum og for- ustumönnum þjóða víðs vegar að úr heiminum. John Fitzgerald Kennedy hafði aðeins verið forseti þjóðar sinnar í 3 ár, er hann lézt með svo svip- legum hætti, en á þeim skamma tíma hafði hann aflað sér siíks álits og virðingar, bæði meðal samherja og andstæðinga, að fá- •títt mun vera í sögunni. Þess vegna streyma í dag til þjfóðar hans frá öllum löndum hetans hinar einlægustu samúðar- kveðjur. Þess vegna heiðrum við minningu hans á þessum stað, og i þessari stundu, og viljum jafn- framt votta fjölskyldu hans, hin- um nýja forseta, þjóðþingi Banda- rikjanna og bandarísku þjóðinni allri, dýpstu og innilegustu samúð Alþingis og islenzku þjóðarinnar. ★ ★ ★ Ég leyfi mér að rifja upp örfá atriði úr ævi forsetans. John Fitzgerald Kennedy var aðeins 46 ára gamall, er dauða hans bar að höndum. Hann var af írskum ættum, sonur Josephs og Rose Fitzgerald Kennedy, og var næst elztur af 9 systkinum. Faðir hans er auðugur maður og var um skeið sendiherra Banda ríkjanna í Bretlandi. Afar hans voru báðir þekktir stjórnmála- menn á sínum tíma, og snemma hneigðist hugur hins unga Kenn- edys inn á þá braut. Hann stund- aði háskólanám í þekktustu há- skólum Bandarikjanna, í Princeton og Harward og voru aðalnáms- greinar hans stjórnvísindi og al- þjóðastjórnmál. Hann útskrifaðist með lofi frá Harwardháskóla árið 1940. Á stríðsárunum starfaði Kenn- edy í bandaríska sjóhernum, og stjórnaði tundurskeytabáti á Kyrra hafi. Kynntist hann þannig hörm ungum stríðsins, og rataði í miklar þess studdi hann eindregið stefnu mannraunir. Gat hann sér frægð- Trumans forseta varðandi efna- ist árið 1953 eftirlifandi konu sinni fyrir gegn árásaröflum. Jacqueline; fæddri Lee Bouvier, og Kjörorð hans var, að semja og eiga þau tvö ung börn á lífi. aldrei af hræðslu, en vera heldur Var hún manni sínum jafnan mikil ekki hræddur við að semja. stoð, og glæsilegur fulltrúi yngri Þetta voru ekki innantóm orð. kynslóðarinnar sem húsmóðir í Gleggsta sönnun þess úr lífi for- Hvíta húsinu. | setans, er Kúbudeilan og lausn Systkini hins látna forseta, og hennar. Þá var hann einbeittur og fjölskylda hans öll, veittu honum hugrakkur á hættunnar stund, en mikinn stuðning á stjórnmálaferli hikaði þó ekki við að semja við hans. Bræður hans Robert, núver-J andstæðing sinn, þegar svo var andi dómsmálaráðherra Bandaríkj- komið, að báðir gátu gefið eftir anna, og Edward, öldungadeildar- með sæmd. þingmaður fyrir Massachusetts, Hinar frjálsu þjóðir heims hafa eru einnig þekktir stjórnmála-, við fráfall John F. Kennedys, for- menn vestanhafs. seta, misst mikilhæfan og dugandi Á fyrstu þingmannsárum Kenn- leiðtoga. sem þær virtu og treystu edys lét hann sig einkum varða til árangursríkrar forustu. málefni heimahéraðs síns og iðn-| Þann skamma tíma, sem honum aðarins í Nýja-Englandi en auk auðnaðist að gegna forsetastörf- um, var hann mjög athafnasamur arorð fyrir björgunarafrek, er hann vann, þegar bátur hans var sigldur í kaf af japönskum tund- urspilli. Árið 1946 hófst stjórnmálafer- ill Kennedys með því, að hann var á sviði innanríkismála í Banda- ríkjunum, og vann að marghátt- hagsaðstoð til annarra ríkja og Marshalláætlunina. Árið 1957 var uðum umbótum í menntamálum hann kjörinn í utanríkismálanefnd og félagsmálum. Hann vildi koma öldungadeildarinnar, og gerðist þá, á sjúkra- og ellitryggingum, og og var jafnan síðan, talsmaður fyrir honum var lausn kynþátta- þess, að auka bæri aðstoð til van- vandamálsins aðeins ein: Fullt í framboði fyrir demókrata í j þróaðra ríkja. j jafnrétti þeldökkra manna og Massachusetts og var kjörinn þing Hann taldi stjórnarfarslegt full-: hvítra, ekki aðeins í orði kveðnu, þær og styrkja. Taldi fyrir flokk sinn í Massachusetts við lagði hann til á þingi Sameinuðu hann friðinn í heiminum vera bezt kosningar til öldungadeildarinnar. þjóðanna haustið 1961, að þau tryggðan með eflingu þeirra. Á Bar hann við þær kosningar sigur- samtök helguðu framþróuninni Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- orð af andstæðingi sínum úr flokki þennan áratug. j anna haustið 1961 komst hann Repúblikana og átti eftir það sæti í öldungadeildinni þar til hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna í sögulegum og minnisstæðum kosn- ingum haustið 1960. Er þannig eitt ár eftir af kjör- tímabili hans, og hefir það nú kom- ið í hlut Lyndon B. Johnsons, sem var kjörinn varaforseti Bandaríkj- anna árið 1960, að taka við hinu mikilvæga og vandasama forSeta- embætti út kjörtímabilið. Hinn nýi forseti er íslendingum að góðu kunnur síðan hann var hér í heim- sókn í s.l. septembermánuði ásamt konu sinni og dóttur. John Fitzgerald Kennedy kvænt- Hann beitti sér fyrir því, að þjóð: þannig að orði í gagnmerkri ræðu, hans fylgdi þessari stefnu í reynd að í nútímastyrjöld gæti hvorugur og legði meira af mörkum en aðili sigrað. Það er ekki framar nokkur önnur þjóð, til þess að hægt að útkijá deilumál með styrj- hjálpa nýfrjálsum ríkjum og van-jöl.dum, og styrjaldir eru ekki leng- þróuðum löndum til efnahagslegs ur málefni stórþjóðanna einna, sjálfstæðis og sjálfsbjargar. Hann sagði forsetinn í þessari ræðu og boðaði þá stefnu, að ríki heimsins hanrn bætti við: Hættan af kjarn- skyldu öll vera frjáls og jafn rétt-; orkunni mundi breiðast út með há, og stóð þess vegna fastur I vindum og vatni, og í krafti óttans, fyrir gegn ásælni þeirra einræðis- J og hún gæti skollið yfir stóra og afla, sem hvorki viðurkenna sjálfs-! smáa, ríka og fátæka — jafnt ákvörðunarrétt né frjálsar kosn- þátttakendur í styrjöld, sem hina, ingar. Hann hét því, að þjóð hans er utan við stæðu. skyldi hvorki hefja árásir á aðra, j „Mannkynið verður að binda né heldur gefa öðrum tilefni til endi á styrjaldir, því annars valda árása, þó hún stæði ávallt föst styrjaldirnar endalokum mann- kynsins“, sagði Kennedy forseti í áminnztri ræðu, og það var vissu- lega alvöruþrungin aðvörun, eins og þá var ástatt í heimsmáiunum. í framhaldi af þessum orðum, gerði forsetinn síðan grein fyrir stórmerkum tillögum stjórnar sinnar um afvopnun og varðveizlu friðarins. Sá heimur, sem Kennedy forseti sá fyrir sér, þegar búið væri að yfirstíga ófriðarhættur okkar tíma, var heimur friðarins. þar sem þeir voldugu væru réttlátir, en hinir veiku öruggir. ★ ★ ★ Þannig voru helztu hugðarefni Kennedys, og hefir þó fátt eitt verið talið. Sagan mun geyma verk hans og dæma þau, en um mann- inn sjálfan er dómur samtíðarinnar óskeikull: Hann var mikill mann- vinur og göfugmenni, drenglund- aður og hugrakkur. Það er fáum mönnum gefið að gera hvort tveggja, að tileinka sér háleitar hugsjónir, og lifa og starfa og deyja fyrir þær, en slíkur mað- ur var Kennedy forseti. Hann áleit það undirstöðu mannlegs siðgæð- is, ,að hver maður gerði skyldu sína; þótt að honum kynnu að steðja persónulegir örðugleikar, hættur og ögranir. Hann lifði samkvæmt þessari lífsskoðun og dó vegna hennar, en þó dauða hans hafi borið að svo snemma og svo óvænt, og hann hafi átt margt ógert, þá er það víst. að störf hans hafa markað spor, sem ekki verða afmáð af spjöldum sögunnar. Kyndill vonarinnar, sem hann tendraði, verður ekki slökktur. Aðrir munu taka upp merki hans i baráttunni fyrir jafnrétti og frelsi manna og þjóða, en það jafnrétti er bezta trygging þess friðar í heiminum, sem hinn látni forseti vildi að ríkti Ég bið háttvirta alþingismenn að heiðra minningu John Fitz- gerald Kennedys, forseta Banda- ríkjanna, með því að rísa úr sæt- um. Strandferðaskip norðanlands Þeir Gísli Guðmundsson, Ingvar Gíslason og Karl Kristjánsson flytja í sam- einuðu Albingi tillögu til þingsályktunar um strand- ferSir norðanlands og út- gerð strandferSaskips frá Akureyri. KveSur tillagan á um aS fram fari athugun á möguleikum á því, að SkipaútgerS ríkisins, í sam ráSi viS hlutaSeigandi bæj- ar- og sýslufélög komi á fót á Akureyri útgerS strand- ferSaskips, er annist strand ferSir norSanlands, enda séu ferSir þess í samræmi viS ferSir strandferSaskipa úr Reykjavík til AustfjarSa og Vestf jarSa. f greinargerð meS þessari tillögu segja flutningsmenn: Tími er til þess kominn að endurskipuleggja strandferðir hér við land með tilliti til breyt inga, sem orðið hafa í seinni tíð á atvinnulífi og samgöngum í landinu Kemur þá mjög til athugunar að taka upp verka- skiptingu á þá leið milli strand ferðaskipa á hverjum tíma, að hvert skip veiti þjónustu af- mörkuðum landshluta, og séu þá ferðir þess sérstaklega við þarfir þess landshluta miðað- ar. Á Alþingi hafa verið uppi tillögur, sem miða í þessa átt. að því er varðar Suður-, Austur og Vesturland. Er þá gert ráð fyrir, að strandferðaskip, sem sinni þörfum þessara landshluta séu gerð út frá Reykjavík. Sams konar þörf og eigi minni er á sérstöku strandferðaskipi fyrir Norðurland, en engin þörf er á og miklu fremur óhagræði, að það skip sé staðsett í Reykja vík eða gert út þaðan. Eðlilegt er, að Norðurlandsskip sé gert út frá Akureyri, sem er höfuð- staður Norðurlands og svo mjög vaxandi iðnaðarbær. að þaðan eru nú eða verður innan skamms hægt að fá flestar þær iðnaðarvörur, sem eru ekki keyptar frá útlöndum eða flutt ar á sérstakan hátt utan strand ferðaskipanna (áburður, sem- ent). Útiendum vörum til norð- urhafna, sem nú er umskipað í Reykjavík, ætti þá að umskipa á Akureyri, að því leyti sem þær verða ekki fluttar beint frá útlöndum til ákvörðunarstaðar. sem áður tíðkaðist í ríkara mæli en nú og er vitanlega æskilegt. Vel mætti hugsa sér t.d. að Akureyrarskipið hefði enda- stöðvar á ísafirði og Seyðisfirði sneri við þar í hverri ferð vest- ur eða austur frá Akureyri. Mundu þá norðan- og sunnan skip væntanlega skiptast á vör um, farþegum og póstsending um, aukagjalds, þannig að um samtengt flutningakerfi væri að ræða. En það fyrirkomulag þarf auðvitað nánari athugunar við Akureyrarskipið gæti verið eign Skipaútgerðar ríkisins og útgerðin þar útibú frá skipaút- gerðinm í Reykjavík. Einnig ei hægt að hugsa sér, að stofnað yrði útgerðarfyrirtæki til strandfe-ða norðanlands. t. d með samvinnu hlutaðeigandi bæjar- og sýslufélaga og S.R. og nyti það þá nauðsynlegs stuðn mgs frá ríkissjóði. Tillaga þessi var flutt á síð- asta þingi, en kom þá ekki til umræðu T I M I N N, þriðjudaginn 26. nóvcmbcr 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.