Tíminn - 26.11.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.11.1963, Blaðsíða 15
RUBY DREPUR OSWALD Framhald af 1. síCu. starfsvilji lögreglunnar vifS blaða- menn — en það var þessi sam- starfsvilji, sem gerði Jack Ruby mögulegt að skjóta Lee Oswald. Af tillitssemi við fréttamenn hafði flutningstími Osvalds til fangels- ins verið valinn þannig, að auðvelt vaeri fyrir fréttamenn að fylgjast með atburðinum. Fréttamaður frönsku fréttastof- imnar var sjálfur viðstaddur, þegar fulltrúi sjónvarpsfyrirtækis nokk- urs mótmælti við lögreglustjórann livenær flytja ætti Oswald úr lög- reglustöðinni. Ekki væri hægt að fá fétta birtu fyrir sjónvarpstöku- tækin, sagði sjónvarpsmaðurinn. Ruby, sá sem myrti Oswald var velkunnur lögreglunni. Hann hafði allan tímann haldið sig í námunda ' ið sjónvarpsfólkið, hjálpað því á allan hátt og farið með niður í kjallara lögreglustöðvarinnar til þess að flytja þar til sjónvarpstæk- in. Því var það, þegar komið var með Oswald út úr stöðinni, að Ruby átti mjög auðvelt með að skjóta hann. Lögreglan í Dallas hættir nú ekki á neitt í sambandi við öryggi Jack Rubys næturklúbbaeigand- ans, sem skaut Lee Oswald, og, hefur lögregl'an meira að segja Þ. ÞOBGRÍMSS0N & Co. Súðurlandsbraut 6 Bíla-ogbúvélasalan selur FÓLKSBÍLA Chevrolet ímpala ’60 ekinn að- eins 40 þús. km. Mercedes Benz ‘55—‘61 180—190—220 S. Fiat 1800 60 Opel Kapitan ’60 Volkswagen ’55—’62 Taunus 32 m og 17 m ’59—’63 Taunus 17 m station ’62 VÖRUBÍLAR: Mercedes Benz ’60—’63 Volvo 61 5 tonna Bedford ‘61—63 Scandia Vabis ’60 Volvo ’62, b tonna Chevrolet 56 Jeppar og Weaponar. Jeppakerrui Dráttarvélar at öllum tegund- um og aðrai búvélar. Bíla- & búvélasalan v/Miklatorg Sími 2-31-36 tekið frá honum bel'ti hans og skó. Ruby átti róleg nótt í fangelsinu eftir að hafa drepið Oswald á sunnudaginn, og hafði ekki yfir neinu að kvarta. Hans rétta nafn er Rubinstein. Henry Wader saksóknari ríkis- ins hefur skýrt frá því, að Ruby verði dreginn fyrir kviðdóm í vik- unni, og muni hann ákveða fyrir hvað hann verði ákærður. Jesse Curry lögregluforingi í Dallas, sem orðið hefur fyrir miklu aðkasti vegna þess að Os- wald var drepinn á meðan hann var í vörzlu lögreglunnar, sagði í dag, að hann hefði alls ekki í hyggju að segja af sér embætti af þessum sökum. „Ég hef gert mitt bezta,“ sagði hann. Yfirvöldin í Dallas hafa lýst því yfir, að af- sögn Currys yrði ekki tekin til greina. Formælandi ríkislögreglunnar neitaði að segja nokkuð í sam- bandi við fréttir um, að ríkislög- reglunni hefði borizt aðvörun um, að gerð yrði tilraun til þess að drepa Oswald, þegar hann yrði fluttur í fangelsið. Curry lögreglustjóri lýsti því yfir í dag, að hann hefði ákveðið að láta birta öll skjöl varðandi rannsókn málsins, þegar henni yrði lokið, svo framarlega sem yfirvöldin í Washington ákveða ekki að hluta hennar eða skýrsl- unni í heild verði haldið leyndri. Ríkissaksóknarinn Wade staðfesti í dag, að rétt væri að lögreglan hefði fundið kort af Dallas, heima hjá Oswald, þar sem morðinginn hafði sett krossa við marga staði á leið þeirri, sem forsetinn átti að fara, og á þeim stað, sem morð- ið var framið, hafði verið gerð kúlnalína. Þá staðfesti ríkissak- sóknarinn að fundizt hefðu fingra- för Oswalds á rifflinum, sem not- aður var við morðið. Fimm lögmenn buðust í gær til þess að verja/Jack Ruby, en í dag drógu-tveir þcirra sig .til baka, án þess þó að gefa á því nokkra skýr- ingu. Talið er, að þeir hafi orðið órólegir vegna hótana við alla þá, sem verja eða aðstoða Ruby. Bandarísk blöð lýsa harmi sín- urn yfir morðinu á Oswald. New York Times segir morðið vera við- bjóðslegan glæp og New York Herald Tribune segir, að þeir, sem fagni morðinu, verði að taka á sig hlut af smáninni. New York Herald Tribune skrif- ar:' Morðið á manninum, sem grunaður var um morðið á Kenn- edy forseta hefur aðeins orðið til þess að þessi viðbjóðslegi glæpur hefur verið lagður til hliðar. Allt bendir til þess að Oswald hafi ver- ið hinn seki, en sönnunargögnin var ekki hægt að leggja fram í rétti. Hversu viðbjóðslegt sem morðið á forsetanum var, verða menn að mi/.nast þess, að grun- aður maður er saklaus þar til hið gagnstæða hefur verið sannað. Samfélag okar er réttlátt svo lengi sem lögin eru í heiðri höfð. Árás- in á Oswald var árás á lögin. ROSETTE-MÁLIÐ Framhald af 16. síðu. verzlunardómi Vestmannaeyja 7. marz 1963 og einnig til réttar gæzlu stjórn vátryggingafélags tog ai-ans í Belgíu og stjórn ábyrgðar- vátryggingafélags togarans í Eng- landi. Síðan vai málinu frestað, en verjendur stefndu lögðu fram frá- vísunarkröfu, og var munnlegur málflutningur um kröfuna í Vest- rr.annaeyjum í október* s.l. Dómur var kveðinn upp nokkru síðar, og var á þá leið, að málinu væri vís- að frá á þeim forsendum, að stefndu séu ekki innan íslenzkrar íögsögu. Lögfræðingur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja hefur kært málið lil Hæstarcttar. og fer það eftir úiskurði hans, hvort nokkurn tima verður fjallað um skaðabótar kröfu Hafnarsjóðs Vestmannaeyja tvrir íslenzkum dómstólum. ÚTFÖR KENNEDYS Framhald af 1. síðu. Strax á eftir var kistunni lyft upp á axjir níu hermanna, sem báru hana út á fallbyssuvagninn. Hljómsveit strandgæzlunnar lék stöðugt á meðan þetta fór fram og uih 20 þúsund manns fylgdust með, er líkfylgdin lagði af stað kl. 14,48 eftir íslenzkum tíma- Líkfylgdin nam staðar stutta stund fyrir framan Hvíta húsið á meðan konungar, prinsar, forsetar og forsætisráðherrar fóru á sinn stað í fylgdinni, sem síðan hélt áfram. Meðal erlendra stórmenna, sem þarna voru viðstaddir vorú Haile Selassie, keisari í Etiopíu; Baldvin konungur í Belgíu; Har- aldur krónprins í Noregi; prinsar frá Danmörku, Svíþjóð, Hollandi, Bretlandi, íran, Luxemborg, Mar- okkó og Kambotdsja; de Gaulle, forseti; Heinrich Liibke forseti; Ludwig Erhard forsætisráðherra, og Anastas Mikojan varaforsætis- ráðherra Sovétríkjanna. Aldrei hafa fleiri menn sýnt látnum þjóð arleiðtoga virðingu sína að hon- um látnum, og er þetta vottur um virðingu og aðdáun án þess að til- lit sé tekið til þjóðernis, trúar- bragða eða skoðanamismunar. Sex gráir hestar drógu fallbyssu vagninn, en fyrir aftan þá kom jarpur hestur sem er gamalt tákn um að hermaðúr hafi fallið í orr ustu. Líkfylgdin fór í næstum al- gerri þögn fram hjá Hvíta húsinu, og aðeins heyrðust dimm trumbu slögin. Kirkjukórinn söng á meðan syrgjendur, bæði kristnir, múham- eðstrúar, Gyðingar og Buddistar tók sér sæti, en þarna voru saman- komnir fultlrúar 60 ríkja, en fyrir utan kirkjuna stóð hinn tómi fall- byssuvagn í öryggisskyni höfðu lög reglumenn verið látnir taka sér stöðu inni í kirkjunni og einnig á húsþökum allt í kríng. Og gripið hafði .verið til sérstakra öryggis- ráðstafana til þess að vernda Johnson forséta. Aðeins þeir, sem fengið höfðu sérstök merki fengu að fara inn í kirkjuna á meðan á messu stóð og allra inngöngu- dyra var vandlega gætt. . Þegar fallbyssuvagninn var kominn að kirkjudyrunum brotnaði allt í einu gluggarúða í nærliggjandi húsi, og hrundu brotin niður yfir lögreglumsnn og hermenn. Örygg islögreglumenn þutu þegar upp á sjöundu hæð til þess að athuga málið, en í Ijós kom að rúðan hafði brotnað, þegar verið var að reyna að opna gluggann. Þrír prestar gengu á undan inn kirkjugólfið. Einn þeirra bar kross en tveir logandi kerti. Messunni lauk kl. 17,15 og fjórum mínútum síðar var kistan borin út úr dóm- kirkjunni og fylgdi frú Kennedy cg börn hennar á eftir. Þegar út tröppurnar kom reyndi John að Icsa sig frá henni, en móðir hans heygði sig niður að honum og tal sði við hann. Eftir athöfnina í kirkjunni hélt líkfylgdin út til Alringtonkirkju- garðsins, þar sem greftrunin fór fram. Hinni nær því fimm tíma longu jarðarför lauk með því að k;stan var látin síga hægt niður í gröfina og um leið hljómuðu 21 íallbyssuskot. Jarðarför Kennedys var sjón- varpað beint til Evrópu um gervi- tunglið Relay, en síðan var dag- skráin send út í 17 Evrópulöndum og sömuleiðis í sjónvörpum 7 kommúnistaríkja. þar á meðal í Sovétríkjunum, FÆRÐ BATNAR Framhald af 16. síðu. nagrenni Húsavíkur. Fært mun vera um> Dalina os rorður í Króksfjörð, en vegii meira og minna ófærir á Vestfjörð um, en bó hefur eitthvað veríð mokað innansveitar hér og þar. KJARVAL Á UPPBOÐI Framhald af 16. síðu. um og ég sagði að það gæti svo sem vel verið. Þá stakk hann upp á því, að við opnuðum annan kass- ann og leituðum að málverkum, og við nánari athugun reyndust þar vera 15 málverk. Fyrir þrákelkni Sigurðar voru þau svo innrömmuð og löguð. Að því loknu kom Sig- urður aftur að máli við mig og stakk upp á því, að við leituðum í hinum kassanum. Jú, þar reynd- ust einnig vera 15 málverk. Sigurð- ur sagði að hann stæði svo sem ekki alveg á blástrái eftir 10 ára uppboðshald og vildi endilega inn- ramma þær líka. Eg lét tilleiðast og við fórum niður í banka og að- gættum í bankabók hans, hvort ekki væri næg innstæða, en svo var auðvitað. Nú hafði Sigurður náð takmarki sínu og ákveðið var að halda upp- boð á þessum málverkum. Ein myndin hafði ekkert nafn og Sig- urður vildi endilega að ég skýrði hana. Eg sagði sem svo, að hún gæti heitið Landslag, en það fannst honum ekki nógu gott. Þá fór ég sð hugsa og minntist þess, hve myndlistarmenn taka miklu ast- fcstri við erlend fræðiheiti yfir ýms tilbrigði í list þeirra, og datt mér í hug að kalla myndina Ekspanótíska artifisjón af lands- lagi; það er svo ykkar að skilja nafnið. Fyrsta uppboð Sigurðar var ann- ars haldið 2. maí árið 1953, en síðan hefur hann að meðaltali hald ið um 10 á ári. 57 bókauppboð. 1 silfurmuna, 1 forngripa og 41 málverkauppboð. Fimmta uppboð ;ð, sem hann hélt var einnig ein- ungis á málverkum eftir Kjarval, en hann hefur farið hæst hjá Sig- urði, á 49,000 kr. næstur er svo Ásgrímur. ÞAKKARAVÖRP Öllum þeim fjölmörgu, sem á margvíslegan hátt sýndu mér hlýhug og vináttu á sjötugsafmæli mínu, þann 12. október, sendi ég mínar hjartanlegustu kveðjur og þakkir. Páll ísólfsson. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd á áttræðis- afmæli mínu 11. nóvember s. 1. Guð blessi ykkur öll. Albína Pétursdóttir frá Hallgilsstöðum. Eiginmaður mlnn Ólafur H. Sveinsson frá Flrði, fyrrv. sölustjóri, Þinghólsbraut 47, Kópavogi, sem andaðist 18. þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn-28. þ.m. kl. 10,30 árdegis. Athöfnlnni verður útvarpað. — Þeir, sem vllja minnast hins látna, vinsamlegast látið krabba- meinsfélagið njóta þess. Guðrún Ingvarsdóttir. Móðir nifn Guðrún Pétursdóttur frá Engey andaðist í Landakotsspítala laugardaginn 23. nóvember. Útför henn- ar fer fram frá Dómkirkjunni n.k. fimmtudag kl. 2 e.h. — F. h. systkina minna. Guðrún Benedikfsdóttir. Móðir okkar og tengdamóðir Jóna Geirmundsdóttir, andaðist á heimili sona sinna á Hofsósi, sunnudaginn 25. þ.m. Margrét Þorgrímsdóttir, Gunnar Baldvinsson, Friðrlka Baldvinsdóttir, Heimir B.R. Jóhannss. Bergur Baldvinsson. Þökkum af heilum hug auðsýnda samúð við fráfali og jarðarför Guðrúnar Hannesdóttur Páll Zóphóníasson og fjölsk. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför Stefáns Ingvarssonar, Laugardalshólum. Aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vlnarhug við andlát og jarðarför móður minnar og ömmu, Guðfinnu Einarsdóttur, Vífilsgötu 11. Gyða Halldórsdóttir, Halldór Karlsson. Innilegt þakklæti sendum við ötlum, sem auðsýndu okkur samúð og hlutteknlngu við andlát og jarðarför eiglnmanns, föður, tengda- föður og afa, Daníels Jónssonar frá Tannstöðum. Sveinsína Benjamínsdóttir, Daníel Daníelsson, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, Ólína Daníelsdóttir, Héðinn Sveinsson, Ingibjörg Daníelsdóttir, Sigurður Svelnsson, og barnabörn. T í M I N N, þriðjudaginn 26- nóvember 1963. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.