Tíminn - 29.11.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.11.1963, Blaðsíða 9
is og þannig styrkt aðstöðu sína í markaðsmálum út á við? — Bkki til styrktar í markaðs- málum út á við. Löggjöfin í fé- iagsmálum og verðiagsmálum kem ur í veg fyrir það. Að vísu eru bændur farnir að kaupa og selja hvtr öðrum nokkrar vörutegundir, þar sem svo hagar til. Hér í sveit eru nokkrir garðyrkjubændur. Þeir kaupa mjóik af nágrönnum sínum, fá hana með útsöluverði, vilja g.iarnan fá hana beint úr fjósinu og halda, að það sé eitthvað betra. Ef ég keypti mjólk, vildi ég fá hyrnumjólk, ekkert annað. Hins vegar tel ég það enga frágangssök að hafa bein skipti við neytenda hóp, ef hann væri fyrir hendi. En langflestir bændur vilja skipta við eigið bú, senda mjólkina í einu lagi, og síðan ekki söguna meir. — Yrði þó ekki hagkvæmara að koma upp afurðadreifingu inn- tn héraðanna en láta hvern bónda sóa kröftum sínum í margar bú- greinar? — Eg vil ekki svara þessu án frekari yfirvegunar. Eg vil þó segja, að þetta eru mikil álitamál nieðal bænda. Ýmsir líta þannig á, að fjölbreyttur búskapur veiti n'.eira öryggi en hitt — að binda sig við eina framleiðslugrein. í bessari sveit eru margir bændur, sem hafa komið sér upp svínum, nú í seinni tíð, en ekki í stórum st.'i. Þeim þykir þetta dálítið nota- Jegt. Þessar skepnur gefa þasgi- legan skilding í aðra hönd, eins og sakir standa. Þannig er um marga hluti, sem bændur hafa til fyllingar og þæginda. — Þeir hafa kannski rétt fyrir cér, sem vilja engar breytingar í þessum efnum? — Eg er að minnsta kosti viss um, að lagaboð um skipulagningu framleiðslunnar eru ekki tíma- bær eins og sakir standa. Hitt er annað, hvað menn gera af sjálfs- dáðum. En þegar byggðin þéttist og jarðnæðin minnka, þá verður að breyta búskaparháttunum. Þá kreppir að sauðfjárræktinni. Slíkt segir sig sjálft. Og þá verður að fóðra búfénaðinn, hver sem hann er, að mestu á ræktuðu landi, vet- ur og sumar. Þetta er nú veruleiki í mjólkurframleiðslunni. Margir beita kúm á ræktað land svo til eingöngu. Og það er að færast í vöxt að beita lömbum á há og kál ig fita þau undir slátrun. — íslenzkum landbúnaði miðar á rélta leið. — Þú telur, að verkaskiptingin komi af sjálfu sér? — Já, að einhverju leyti, með eðlilegri þróun, en ekki sem lög- leitt skipulag. Það er líka satt bezt að segja, að ísJenzkir bændur eru af því berg! brotnir, að þeir þola :ila ófrelsi 1 hvaða mynd sem er. En ég minni á það, sem ég drap a áðan. íslenzkir bændur hafa yf- ji leitt fylkt sér undir merki sam- Onnustefnunnar, og eru tiltölulega nc kkuð vel félagsléga þroskaðir. Þess er líka að gæta, að undir merki samvinnustefnunnar er hægt að efla einstaklingsframtak- ið, og það er nokkuð, sem íslenzkir I.rendur kunna vel við. Satt að segja býst ég við, að ís'enzkir bændur séu dálítið sér- stæðir, m. a. hvað þetta snertir, og þeir eru það á margan annan hátt. Þeir lesa meira, hugsa meira — brjóta heilann um ótrúlegustu Iiiuti — en bændur í nágranna- löndunum. Eg man eftir því, í bændaförinni 1953, þegar við fór- um til Noröurlanda, — við fórum um mikinn hluta Danmerkur og komum á fjölda býla og vor-um komnir til Hafnar, þegar ég hitti Martin Larsen, sem einu sinni var sendikennari hér. Við fórum að spjalla um bændur, og ég tek það fram, að ég hef alltaf verið hrif- inn af dörskum bændum. Þeir reka búin eiginlega sem hálfgerð- ir vísindamenn. Larsen spurði hvernig mér líkaði við þá, og ég hrósaði þeim að makleikum. — En þeir eru allt öðru vísi en ís- leniikir bændur, sagði ég. — Ja, þó það nú væri, sagði hann, þeir eru alveg eins og dagur og nótt.. — Já, danskir bændur eru miklu meiri og betri búmenn heldur en íslenzkir bændur, segi ég. — Já, það getur verið, segir hann, en þeir eru ekki eins skemmtilegir. Að hugsa sér það að koma á ís- lenzkan bóndabæ og sjá veggina þakta bókum. Danskir bændur eiga ekki eina einustu bók, nema ein- liver búnaðarrit. — Jú, segi ég, við komum núna á bæ á Sjálandi, og þar var mikið af bókum, alls konar, fagurfræðilegum, ýmsum fræðibókum. — Það er ómögulegt, segir hann, það getur ekki átt sér siað. — Það er alveg dagsatt, segi ég. — Hvers konar maður var það segir þá Larsen. — Hann keypti þessa jörð og fór að búa fynr nokkrum árum segi ég, hann var aður bílstióri í Kaupmannahöfn og konan skrifstofustúlka. — Aaá, þarna kom skýringin. Eg vissi það var ekki venjulegur danskur bóndi, sem átti mikið af bókum. Einu sinni var líka sagt, að danskir bændur vissu ekkert nema það, sem viðkæmi búskapnum. En íslenzkir bændur vissu allt ann- að en það, sem honum kæmi við. Þctta er nú sjálfsagt eitthvað dýpkað, en eitthvað er það í átt- ina. Eg vil nú ekki halda því fram, að íslenzkir bændur viti ekk- ert um sinn búnað. mikið fjarri því. Og með vaxandi leiðbeining- aiþjónustu hefur áhugi og þekk- ’ng íslenzkia bænda vaxið mjög. — Hefur ekki þekkingin. vél- tæknin og framleiðsluaukningin haft verðlækkunina í för með sér? — Jú. ég held við höfum nú orðið að kyngja því. Eg veit ekki betur en aö framleiðsluaukningin hafi öll farið til neytendanna. Það er nú sem er. En við viljum fá hluta af henni. Ef við eigum að sítja við það lon og don, að öll okkar viðleitni til að bæta búskap- inn komi neytendum til góða, þá segi ég þér alveg satt, að því verð- ur ekki unað. — Hvort mun þá erfiðara bænd um, lánsfiárskorturinn eða verð- agsgrundvollurinn, eins og nú ei astatt? — Það hefur verið sýnd við- leitni, ekki einungis undir þessari rikisstjórn. heldur frá því að deild irnar voru stofnaðar við Búnaðar- bankann — að hjálpa bændum t.i! þess að byggja.. Þessi lán eru tiú miklu hærri en áður, en til- kostnaðurinn við byggingar er svo margfaldur, að það er sízt betra að byggja nú en áður. Þetta er ekki sagt í pólitiskum tilgangi, en þetta eru staðreyndir, sem hver einasti bóndi, sem byggir, þreifar á Já, hvort hann vill viðurkenna þao eða ekki. En það sem núna strandar á, er að það er afar erfitt að hafa eignaskipti. Bóndi sem nú er aldr aður og vid selja jörð sína með þeim umbótum, sem hann hefur gert á henni, í byggingum og rækt- un og hvað eina hann getur ekki selt þetta. Hann getur selt bú- stofninn á uppbpði, vélarnar líka. Það verður að ráðast, hvað hann frer fyrir það, og þetta kaupir I-étur og Páll. En jörðina sjálfa með öllurr. mannvirkjum getur ekki selt. Ef hann gerir það samt, þá verður hann að selja með stór aifollum. Það þýðir það, að land- búnaðurinn er ekki samkeppnis- fær sem atvinnuvegur. En þótt gámli bóndinn selji með stór af- föllúm, þá hefur ungi maðurinn ekkert til að borga með eignina. Ifann getur tekið við þeim skuld- um, sem hvíla á jörðinni, ef ein hverjar eru, en hann fær engin Ján til að greiða það sem á milli ber. Ef ungur maður fær jarðar- hluta af föður sínum fyrir lítinn per.ing, þá vantar hann bústofninn, og það er engin bústofnslánadeild til. Hann sér enga möguleika nema taka víxla ef hann fær þá. Þetta cr margrætt mál, sem allir játa að þurfi að lagfæra. Það er svo erfitt að meta, hlut- fallslega, þá erfiðleika sem stafa Satt aS segja býst ég viS, aS íslenzkir bændur séu dálítlS sérstæSlr . Þeir lesa melra, hugsa melra . . . Hjónin á Vatnsleysu, Ágústa Jónsdóttlr og Þorsrelnr SigurSsson. af þessum vandkvæðum annars vegar og verðlagi afurðanna hins vegar. En frumskilyrði verðandi bænda eru möguleikar til að setja ui.p bú. Svo kemur til greina, hvort bústofninn rentar sig sæmilega. Þá er líka sjálfsagt, að bændur haldi fram sínum hlut, hvað af- urðaverð snertir. Það hafa þeir nú gert, og ég er hér um bil viss um, að þar verður aldrei farið út í ósanngirui heldur aðeins það, sem er hægl að sýna fram á, að er tölulega rétt. Hitt er annað mái. að til eru menn, jafnvel innan bændastéttarinnar, þótt bændur hafi verið cinna minnstir kröfu- menn, — sem einblína á afurða- verðið og vilja bara fá það hærra og hærra. Undir mörgum kringum st.æðum er það svo, að hátt afurða- verð gæti rkki hjálpað. Það getur til dæmis a'drei orðið svo hátt, að það bjargi manni, sem ekki bjarg- ar sér sómasamlega á búskap: þar á ég við að fá góðar og miklar afurðir. — En hvað um það, má ekki Wilyrða, að íslenzkir bændui hafi lifað betur á þessum síðustu ára f igum en nokkru sinni fyrr? — Það er auðvitað ekki neinum efa bundið það væri hrein ósann- girni að vnfengja það. - Segðu mér Þorsteinn, hefur þér ekki verið mikil lífsfylling í því að vinna að málefnum stéttar- innar? — Jú, og skal ekkert úr því iregið. Eg er mjög þakklátur fyr- ir að hafa fengið tækifæri til «ð sinna þessum málum. Hitt er ann- ' að, hvernig það hefur tekizt, og ekki mitt að dæma um það. En rnéi hefur þótt vænt um þessi störf. Félagshyggjan kom inn í mig strax á bernskuárum. Eigin- legp hef ég verið samvinnumaður síöan ég var á fjórtánda ári. Eitt liiið atvik, sem kom fyrir mig pá. Það er ekkert launungarmál svo sem. Eg fór til Reykjavíkur með föður mínum, fyrsta sinni. Það var merldleg ferð. Siðan er eg búinn að fara þó dálítið, í það minnsta um öll Norðurlönd, Eng- land og Skotland, já, ekki má g'eyma Rússlandi — alla leið aust vi fynr S'-artahaf. En engin ferð lafn minnisstæð og þessi fyrsta - til ReykjavÍKur: Faðir minn og þrír eða f.iórir bændur úr Tung- unum, við eiddum ullina á klökk- um. Síðustu nóttina áður en við komum til Reykjavíkur var legið í Seljadal, skammt fyrir ofan Mið- dal. Þaðan var lagt snemma upp, og við komnir að aflíðandi dag- málum niðui á móts við Rauða- vutn. Þá kom þar ríðandi maður, mcð tvo til reiðar Eg leit strax á hann sem höfðingja, en það fvamnaío a 13. síðu. T I M I N N, föstudagiun 39. nóvember 1963. 9 V V' '• i * i j. ; i j/ > i i i j)... > > ■ ■ ■, vv- * .«.i Mi/ ;;.i-i.m:i, ct/.zm r. tt w.r.ti.;ur:v ’í:» ;»•/? J» 16* » X’i 1 'ÞPí.V l /1- ifl tV'ljr.-i-í .-l'I. • ll s /1 ;j ■ / i i y r v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.