Tíminn - 29.11.1963, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.11.1963, Blaðsíða 16
HAPPDRÆTTIÐ Föstudagur 29. nóv. 1963 249. tbl. 47. árg. ÞaS er nijög áríSandi, að sem allra flestir af þeim, sem fengið hafa miða senda heim, geri skil nú um þessi mánaðamót. Skrifstofa happdrættisins í Tjarnargötu 26 verður opin til kl. 7 í kvöld (föstudag) og til hádegis á morgun. Borið saman við hina glæsilegu vinninga, Opel Record, Willys- jeppa og mótorhjól, eru miðarnir mjög ódýrir. Kostar hver miði að- eins 25 krónur. Það er ábyggilega enginn svo illa staddur, að hann muni um 25 krónur, en hins vegar munar alla um að eignast fyrirhafnarlaust fólksbíl eða jeppa. Framhalo á 15. siðu. Hafði Oswald samband við ríkislögreglumann? NTB-Dailas, 28. nóv. Lögreglan' í Dallas hefur nú komizt að því að Lee Harvey Os wald og Jack Ruby voru á tíma- bili nánii nágrannar. Blaðið Dail as News segir að lýsingin á Os- wald standi heima við mann, sem um tíma leigði sér herbergi i nánd við ibúð Rubys. Einn lög- reglumannanna segir, að ef til vill sé þessi uppgötvun lykillinn að leyndarmálinu. — Ruby neitar því, að hann hafi þekkt Oswald persónulcga. Enn fremur hefur vopnasmið- urinn Dia’ Ryder lýst yfir því, að hann hafi fyrir um mánuði siðan sett teleskóp-kíki á byssn fyrir mann, sem hét Oswald. — Hann stillti miðið á byssunni um ieið. Vinnan kostaði sex dollara. Vopnasmiðurinn man ekki, af bvaða gerð byssan var, en telur að hún bafi verið erlend fram* ieiðsla. Leynilögreglumenn FIB halda áfram rannsóknum sínum í Dall- as en New York blöðin skýra frá því, að FtíT vinni einnig að rann- sókn þeirra upplýsinga, að Os- wald hafi, gegnum bóhama í New York, komizt í samband við ofstækisfuilan mótstöðumann Kennedys í kynþáttamálum. The New York Times segir, að meðan Oswald dvaldist í New Or- leans í sumar, hafi hann verið Framhalc* á 15. sí8u. Jack Ruby er hér sýndur, þar ^ sem hann er að skemmta í elgin persónu á næturklúbb ekkl alls fyrlr löngu. EróSlr hans Hyman, lét lögregluna fá myndlna. Aflífun sauðfjár með rafmagni kr. árlega getur FB-Reykjavík, 28. nóv. f haust var gerð tilraun með aflífun sláturfjár með rafmagni, og er talið, að þessi aðferð ætti að geta sparað 1 milljón árlega, eftir að stofnkostnaður hefur verið greiddur. fslenzk dýra- vemdunarlög heimila ekki þessa aflífunaraðferð, en menntamála- ráðuneytið gaf sérstakt leyfi til þess að hún yrði reynd í slátur- húsi Kaupfelags Borgfirðinga í Borgarnesi. Aflífun sláturfjár með raf- magni er mjög algeng erlendis, og er aðferðin viðurkennd af dýraverndunarfélögum á hverj- um stað. Aflífunin fer þannig fram, að rafstraumi með ákveð- inni spennu er hleypt í gegnum heila sláiurdýrsins, og það miss- ir meðvitund samstundis, og kemst ekki til meðvitundar aft- ur fyrr en eftir nokkrar mínút- ur. Að fengnu leyfi menntamála- ráðuneydsins var tilraun gerð með rafrnagnslostið í sláturhúsi kaupfélagsins í Borgarnesi. Sá galli var þó á gjöf Njarðar, að tengur þær, sem fengnar höfðu verið frá Í-Iollandi hæfðu ekki höfuðlagi íslenzka fjárins. ís- lenzki fjárstofninn er mjög bland aður, að sögn Jóns Reynis Magn ússonar, sem haft hefur með þessa tilraun að gera, og höfuð- lag ólíkt og auk þess er mikill fjöldi fjárins hyrndur, en um það er ekki að ræða annars stað- ar. Af þessum sökum verður að búa til sérstakar tengur, sem hæfa íslenzku kindunum, og gera aftur tilraunir næsta haust, áður en úr því verður skorið, hvort þessi aðferð verður tekin upp hér. Þar fyrir utan þarf að fá leyfi dýraverndunarfélagsins. Tækjasamstæðan, sem notuð er kostar um 15 þúsund krónur, og er ein töng höfð í sambandi við hvert tælci Að sögn Jóns kost ar aftur á móti 1 krónu að af- lífa hverja ltind með skoti, og Framhald a 15 sí8u DREGIÐ UR SENDIORKU LÓRANSTÖÐVARINNAR Þessa mynd tók Ijósmyndari Tímans KJ, á dögunum er hann var á ferS hjá gosstöSvunum, og sýnir hún vlkur- köggla fljótandi á sjónum. Vikur í fjörunni í Eyjune KJ-Reykjavík, 28. nóv. Á sjónum í kringum gosstaðinn fyrir sunnan Vestmannaeyjar hef- ur mátt sjá stóra vikurfláka allt frá öðrum degi gossins, og nú er vikurinn farið að reka á land í Eyjum. Mátti sjá vikurlag í flæðarmál- inu vestan til á eýjunum í svokall- aðri Klauf, að því er fréttaritari blaðsins tjáði því í dag. Heldur hefur verið þungt yfir í dag í Eyj um og dálítið öskufall á eyjarnar. Eftir öskufallið mikla í gær, hafa menn verið í óða önn ^ð hreinsa rennur og þök til þess að geta safnað vatni næst þegar tækifæri gefst. Fénaður í Eyjum hefur ver- ið tekinn í hús, því beitilandið er allt í ösku. Ekki verður en gengið á nýju eyna fyrir grjótkasti, en hún er freistandi til uppgöngu. Þótt farið sé að sljákka í gosinu, eru þó allt- af öðru hvoru sprengingar, og fylgir þeim mikið grjótflug mörg hundruð metra út í sjó. Ekki er útlit fyrir að eyjan verði langlíf, því sjórinn brýtur stöðugt af henni. KH-ReyK.iavík, 28 .nóv. Eins og Tíminn skýrði frá í síð- ustu viku, hefur allvíða um land gætt talsveiðra útvarpstruflana að undanförnii, og stafa þær frá lór- anstöðinni á Snæfellsnesi. í dag er verið að gera fyrstu ráðstafanirn- ar til að bæta úr þessu, og verður 'yrst reyni að draga úr sendiork- unni um helming. Sigurður Þorkelsson, yfirverk fræðingur hjá i,andssímanum, sagði blaðinu, að nokkrar skýrslui befðu borizt utan af landi varðanui þessar truflanir og væri á þeim að sjá, að truflana gætti langmest á Akureyn, einnig talsvert á Siglu f'irði og Sauðárkróki. Þá er kvart- að um truflanir víða á Vestfjörð- um, en eski alls staðar né jafn mikið bar sem þæi eru. T. d. gæt- ii þeirra a)ls ekki á Patreksfirði í Stykkishélmi verður truflana vart, þó að þær yfirgnæfi ekki út- varpið, en skemma tónlistarflutn- ing. Þar sem Reykjavíkurstöðin er sterk, gætir truflana ekki. Lóranstöðin á Snæfellsnesi var stxkkuð mikið á síðast liðnu Sumri, og í síðustu viku, þegar Framhald á 15. siðu. KJOSVERJAR Framsóknarfélag KjósarsýslU heldur almennan félagsfund að Hlégarði mánudaginn 2. desember kl. 9 s.d. Kosnir verða fulltrúar á kjördæmisþing og rædd verða önnur mál. — Stjórnin. F ullveldisf agnaður MUNIÐ FULLVELDISFAGNAÐ Framsóknarfélaganna n.k. sunnu- dagskvöld. Mjög vönduð og fjölbreytt dagskrá. — Sjá nánar inni í blaðinu. T »

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.