Tíminn - 01.12.1963, Side 1
A ANNAÐ HUNDRAÐ
FORUST I FLUGSLYSI
NTB-Monti'eal, 30. nóv.
118 MANNS fórust I flug-
slysi við Montreal í gærkvöldi,
klukkan hálfsjö að staðartíma.
Kanadísk þota af gerðinni DC8
hrapaði þegar eftir flugtak jg
lenti niður á akri við Sainí
Theresa, rétt norðan við Montr
eal. — Þotan var frá Trans
Canada Airlaines og sagði tals-
maður TCA, að slysið hlyti að
vera af völdum skemmdarverks.
Þegar kom upp eldur í vél-
inni, og komst enginn út úr
flakinu. Slagveðursrigning var,
er þetta gerðist, og torveldaði
það allt björgunarstarf, því
akurinn óðst upp, svo ekki var
fært um hann á neinu farar-
tæki. — Logaði enn í vélinni,
tveim timum eftir að slysið
varð.
Flugvelin myndaði tveggja
metra djúpan gíg í jörðina, 30
metra í þvermál, og torveld-
aði það enn alla hjálp, að vatn-
ið undan akrinum seig saman
í þenan gíg. Svo blaut var jörð
in, að björgunarmenn óðu aur-
inn upp að hnjám. 111 farþeg-
ar voru með vélinni, sem hafði
sjö manna áhöfn, en ekki er
enn vitað. hvort þar voru útlend
ingar með eða yfirleitt hverjir
voru farþegar. Mikið af skóla-
Framhald á 23. síðu.
VARÐ UNDIR BILNUM
MYNDIN Hér til hllðar er af steypubíl sem valt á mótum Miklubrautar
og RauðagerSis á laugardagsmorguninn um hálftólf-leytiS. Ökumað-
urlnn Stefán Pálsson, til heimilis að Sklpasundi 25, klemdist á milli
hurðar og stafs, undir bilnum, þar sem hann lá á hliðinnl. Var Stefán
fluttur á Slysavarðstofuna. Nokkur hálka var þarna og mun hún hafa
verið orsök þess að bíliinn valt, en hann mun ekki hafa skemmst
mlkiS þótt hann væri fullhlaðinn. (L)ósm.: TÍMINN—GE).
KH-Reykjavík, 30. nóv.
Enn er mikill vöxtur í Ölfusá,
þó að veðrið hafi nú gengið niður,
og er svo til allt láglendið frá
Hellisheiði að Kaldaðarnesi, aust-
an Ölfusár, undir vatni, eins og
myndin hér að ofan ber með sér,
en KJ tók hana austur yfir Ölfus-
ið í morgun. Austurvegur er fæir,
en ófært er til nokkurra bæja nær
sjónum. í óveðrinu eyðilögðust
víða girðingar, símastaurar brotn-
uðu og símalínur slitnuðu, og var
enn þá símasambandslaust við
Biskupstungur, nema um bráða-
biirgðalínu um hádegi í dag. í
fyrradag brutust fjórir menn á
íshröngli út í Tungueyju í Hvítá
og björguðu þaðan 50—100 hross-
um, sem nærri lá, að flæddi þar.
í Tungueyju í Hvítá, sem er all-
stór eyja, er oft geymdur hópur
hrossa. Voru þar um 50—100 hross
í vikunni, þegar vöxtur hljóp í
ána. Vegna bágborins símasam-
bands náði blaðið ekki tali af nein
um þeirra, sem björguðu hrossun-
um, en sjónarvottur frá einum
bæjanna austan Hvítár, sagði, að
þaðan hefðu hrossin sézt híma á
rindum hingað og þangað um
eyna, og sum sýndust standa í
vatni. Ekki var viðlit að koma við
báti út í eyna fyrir íshröngli, en
fjórir karlmenn brutust út í eyna
á hrönglinu og teymdu hrossin öll
heil á húfi til Lands. Er það talið.
mikið þrekvirki, því að talið var,
að ekki mundi nokkur lifandi mað
ur komast út í eyna.
. Framhald á 23. síðu.
Dýrir lækkuðu -
ódýrir hækkuðu
KJ-Reykjavík, 25. nóv. — Nú
er árgerð 1964 af amerísku bíl
unum komin á markaðinn, og
líður væntanlega ekki á löngu
áður en þcir fara að sjást hér á
götunum, ef þeir eru þá ekki
þegar konmir. í því sambandi
er ekki úr vegi að minnast þess
að við tilkomu nýju tollskrár-
innar lækkuðu flestir ef ekki
allir amerískir bílar, og stærri
gerðirnar af evrópsku bílunum
cinnig. Lækkun þessi mun hafa
numið sem næst sex af hundr-
aði, en er þó dálítið breytileg,
eftir verði einstakra tegunda.
Það sem olli lækkuninni, var
að leyfisgjöld af fólksbílum,
sem eru 1150 kg. og þyngri,
voru iækkuð úr 135 af hundr-
aði í 100 en leyfisgjöld eru
reiknu'ö aí fob. verði bifreið-
anna. Til dæmis um lækkunina
má geta þess, að nú kostar Opcl
Kapitain um 280 þúsund og
lækkaði hann um 30 þúsund kr.
við leyfisgjaldabreytinguna. —
Dýrari bílarnir hafa þannig
orðið ódýrari en þeir ódýrari
dýrari n eð nýju tollskránni.