Tíminn - 22.12.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.12.1963, Blaðsíða 7
ANDRÉS KRISTJANSSON SKRIFAR UM Land og synir Indriði G. I>orsteinsson: LAND OG SYNIR Iðunnarútgáfan. Þegar skáldsagan Sjötíu og níu af stöðinni, eftir ungan og lítt þekktan höfund kom út árið 1955, vakti hún meiri athygli og um- ræður en títt er um frumstníðar hér á landi. Að vísu höfðu smá- sögur þessa sama höfundar — og þó einkum ein — hitað blóð í mönnum, helzt til hneykslunar, en þessi skáldsaga varð vísir að meira umróti. Dómar um söguna voru harla misjafnir. Fæstir neituðu höfundi um skáldlegan þrótt og sterkleg tilþrif, en ýmsir fundu honum til foráttu eftirlíkingu í máli og stíl og sitthvað fleira. Aðr- ir töldu einsætt, að hér sti.gi Jram nýr höfundur með óvenjulega gott skáldverk, sem vitnaði um höfund areinkenni, er líkleg væri til meiri afreka. Sagan náði sterkum tök- um á fólki, og það kom í ljós, að hún bjó yfir óvenjulegum kostum til kvikmyndagerðar og leikbún- ings. Tema hennar var vandamál dagsins, stíll hennar af hörðum og hröðum skóla, tilfinningalífið, sjálf kvikan í sál unga fólksins, og bygging hennar glæsileg og hlaðin leikrænni spennu. Allt þetta voru ærnir kostir. Hins veg- ar leyndu sér ekki ýmsir annmark ar byrjandans, og ýmislegt fór úr reipum, en ef til vill var það af þeim straumbrotum, sem mest varð ráðið um það, sem síðar kynni að verða. Sjötíu og níu af stöðinni bar þess nokkur merki, að hún væri hluti af stærri sögu, sem væri ósögð eða jafnvel ómótuð. Það var einkum i allri verund Ragnars bíl stjóra, scm alltaf örlaði á þessari ósögðu sögu. Tilvist Guðríðar Fax en átti sér sterkari og augljósari skýringargrundvöll. Lesandinn hlaut að heyra dyn þessa hulda fljóts í huga höfundar ins eins og undirstraum að hverju viðbragði, hugsun og orði Ragnars bílstjóra. En þessi saga virtist of kviksár og nálæg í reynslunni til þess að birtast í orðum. Ragnar varð ekki leiddur allur fram að sinni. En þegar grannt er að gáð, verður þessi dimmi undirleikur sterkasta seiðmagn sögunnar. Ýmsir bjuggust við næstu bók frá hendi Indriða G. Þorsteinsson- ar mjög fljótlega. Trúlegt þótti, að hann vildi nota sér þann byr, sem Sjötíu og niu af stöðinni gaf, og þær fregnir bárust endrum og eins hin næstu ár, að hann væri með nýja skáldsögu í smíðum. En hún kom ekki. Árið 1957 kom út nýtt smásagnasafn, Þeir, sem gúðirnir elska, vel gerðar sögur og stóðu fyrir sínu en bættu ekki teljandi við höfundarhróður Indriða loks haustið 1963 kom skáldsagan, sem í smíðum hafði verið. Við útkomu hennar má hiklaust kveða upp þann dóm, að hér hafi ungur höf- undur unnið að með alveg óvenju legum og lofsverðum hætti. Flestir ungir gengishöfundar falla í þá freistni, að sigla mikinn, þegar vel reiðir af fyrstu ferð. Það syndafall hefur orðið mörgum ör- lagaríkt fótakefli. Indriði virðist augsýnilega af öðru bergi brotinn- Hann hefur í huga hálfgert og viðamikið söguefni og setur sér strangar kröfur. Annar áfangi verður honum örðugur hjalli. Hann gerir atrennu að verkinu hvað eftir annað, og við honum blasir alltaf sú leið opin að slá undan, Ijúka verkinu sæmilega og sigla léttan byr áfram á höfundar- braut. En hann fellur ekki í þá freisni að senda verkið frá sér, meðan sæmilegar sættir eru ekki á komnar milli þess og höfundar- ins. Hann heldur áfram að móta sjálfan sig og verkið, unz hann nær þeim árangri, sem hann telur sig geta við unað. Þessi vinnu- brögð, þessi höfundaragi, þessi sterka psrsónulega ábyrgðarkennd gagnvart verki sínu, er svo mikils háttar, að seint verður nógsam- lega lofað. Rit, sem verður til með. þessum hætti, hlýtur að leiða höf- und sinn til meiri úrslitadóms en aðrar bækur. Ég held, að hjá þeirri dómsniðurstöðu verði ekki komizt, áð fyrir skáldsö,guna Land og synir, beri höfundinum hik- laust sú viðurkenning, að hann sé í fararbroddi þeirrar íslenzku rit- höfundasveitar, sem helgar sér tím ann eftir síðari heimsstyrjöldina. Einhver segir ef til vill, að rétt samhengi hefði verið að byrja á sögunni Land og synir og halda áfram í Sjötíu og níu af stöðinni. En við góða athugun hlýtur að sjást, að það var ekki hægt, og ber margt til. Samt má telja Lík- legt, að síðar verði talið rétt í heildarútgáfu verka Indriða að hafa hina síðari framar. Ótvírætt verður að líta svo á, að Land og synir sé forsaga Ragn ars í Sjötíu og níu af stöðinni, og að þar birtist sú lífsreynsla höfund ar, sem örlögum ræður í lífi bíl- stjórans í borginni. Sögugrindin er sterk og einföld, sviðið afmark- að kunnuglegum fjöllum og heimalegum dölum og heiðum. Fólkið gæti verið nágrannar hvaða bónda sem er, og önn þess störf hans. Einar og faðiríians búa ein ir á meðaljörð lítt byggðri og ræktaðri. Hið næsta búa hjón öldr uð með dóttur frumvaxta. Meðan Einar er í göngum sýkist faðir hans og læzt. Þrátt fyrir góðar ást- ir við nágrannastúlkuna, mikla hjálpsemi allra nágranna, góð til- boð kaupfélagsstjóra og ýmislegt annað í hendur lagt, hlýtur hinn ungi sveitamaður að hverfa á braut og brjóta allar brýr að baki sér. Sagan cr um þá baráttu, þann örlagastraum tímans, sem knýr manninn fram. Sagan virðist í fljótu bragði vera þversögn. Allt er lagt í hendur unga mannsins og leiðin opin til þess að búa á- fram í góðu gengi á föðurleifð. — Meira að segja ást á konu, hesti og landi býr í brjósti mannsins. Hvað knýr hann brott? Hvern er að saka? Er þá sama, hvað gert er til þess að bæta hag ungra INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON bænda? Fara þeir samt? Slík á- lyktun virðist rétt í fljótu bragði, en hún nær ekki nógu djúpt. — Nærgengari skýring er ef til vill sú, að úrræðin hafi um of miðað að því að viðhalda því, sem var og að treysta gamlan grunn í stað þess að finna straumnum nýjan farveg og reisa á nýjum grunni. Ungi sveitamaðurinn heyr- ir við eyra nið hraðfleygari og hásigldari heims. Það er heimur hans tíma, og honum hlýtur hann að heyra til. Honum er það ein- boðinn kostur að gegna því kalli, jafnvel þó að svo sterk bönd tengi soninn við landið, að hann bíði þess aldrei bætur að slíta þau. Það er ekki nó.g að bæta túnið og húsin, ef lífið þar getur ekki orð- ið samstiga tímanum, stundinni, sem gengur hjá. Um það má auð- vitað deila, hversu gifturík sú för er, en að setjast eftir er hrörnun og dauði. Þetta finnst mér í raun og veru kjarninn í sögunni Land og synir. Hún skýrir betur en allur skáld- skapur annar, sem ég hef lesið, þetta fyrirbæri í þjóðlífinu, þó að hún bendi ekki til átta um úrræði, enda er hún ekki predikun. Sagan Sjötíu og níu af stöðinni sýnir okk ur síðan und brotinna tengsla sonarins við landið. Allt þetta er mikið og tímabært skáldskaparefni ungum höfundi og gott að sjá, að á því skuli hafa verið tekið með svo fölskvalausri al- vöru. En lítum þá á söguna Land og synir, sem afstætt skáldverk. Hik- laust má telja hana beztu skáld- sögu, sem út hefur komið eftir íslenzkan höfund á þessum ára- tug. Hún tekur Sjötíu og níu af stöðinni tvímælalaust svo mikið fram að stíl, máli og efnisgerð, að höfundurinn uppfyllir þegar margt það, sem hin fyrri skáldsaga gaf fyrirheit um. Hún skipar honum á bekk sem fullgildum og sjálfstæð um öndvegishöfundi með kynslóð sinni. Það, sem áður var góm- snerting, verður fastatök í þessari bók. Málfarið er glæsilegt og mjúk lSlt í senn, og þótt stíllinn sé sem fyrr af hinum harða skóla margra samtímahöfunda erlendra, er hann orðinn mjög persónulegur og sjálfstæður. Bygging hennar er af- ar stílhrein og öguð, enda hefur Indriði haft sögubyggingu betur á valdi sínu frá upphafi en annað. Ýmsum kynni að virðast sagan nokkuð framþung, ef svo mætti til orða taka. Lýsingarnar á göng- unum, heiðinni, fólkinu, og öllu umhverfi og áhrifum þess í fyrri hlutanum, eru óneitanlega töluvert viðamiklar, og aðdragandinn að fallþunga sögunnar nokkuð langur. En við bókarlok er ljóst, hve sag- an nýtur þess fararbúnaðar mjög í seinni hlutanum. Fyrir bragðið er farvegur hennar greiður og hreinn þegar á líður, og hún streymir fram hraðar og hraðar en flúðalaust. Allar náttúrulýsingar sögunnar eru ákaflega seiðfagrar og ná ætíð alla leið inn í sál sögupersónanna og með ólíkindum fast tengdar fólkinu sjálfu. Oftast er byrjað á því að setja manninn inn í mynd- ina, og síðan er hann skoðandinn og lýsandinn. Samtölin eru oftast stuttyrt, jafnvel hrjúf, og heit- asta kenndin birtist ærið oft í kalsa. Þessi samtöl eru ef til vill ekki ætíð sérlega eðlilegt eða vizkuþrungið spjall á ytra borði, en það væri blindur maður, sem ekki sæi, að stíll þeirra gegnir al- veg sérstöku hlutverki. í samtölun um eru persónulýsingar bókarinn ar. Blær þeirra og snið, en ekki orðin, túlka tilfinningar, gleði, sorg, sársauka og ást, viðhorf og manngerð. f þessu efni tel ég að Indriði nái lengra í samtölum per- sóna sinna en flestir íslenzkir höf- undar aðrir. f þessu ljósi finnst mér samtölin birtast sem sterkasti þáttur sögunnar, og í þeim kemur sögufólkið fram skýrar en svo, að nokkur lýsing frá brjósti höfundar sjálfs geti um bætt. Mér virðist höfundur hafa það í hyggju með byggingu sögunnar, að búa svo í haginn með hinum lýsingaþunga fyrri hluta, að samtöl in geti f síðari hlutanum sagt miklu meiri og lengri sögu en fram kemur í stuttyrtum tilsvörum og orðaskiptum, og að honum tak- ist afburðavel að ná þessu marki. Að öllu samanlögðu hlýtur Land og synir að teljast miklu betri bók en Sjötíu og níu af stöðinni, þó að hin síðarnefnda sé ef til vill tilþreifameiri skáldsaga og æsi- legra lestrargaman. Þar eru til- finningasveiflurnar sterkari. — f Land og synir ríkir fágaðri yfir- vegun, hnitmiðaðara vald og jafn- vægi og yfirsýn þroskaðri manns. En þessar tvær sögur verða ekki sundur skildar. Hvor um sig skýr- ir hina og fyllir og þær rehna sam an í eina mynd. Brautryöiandasaga Lúðvík Kristjánsson: ÚR HEIMSBORG I GRJÓTA- ÞORP. S^uggsjá gaf út. Með ritur, ævisögu Þorláks Ó. Johnson opnaði Lúðvík Kristjáns son vænan handraða í kistu ís- lenzkrar menningarsögu á öldinni sem leið, en það er ekki í fyrsta sinn, sem hann verður til þess. Ör. heimildakönnun hans og fræði- ritun, sem fram kemur í Vestlend- ingum og fleiri bókum er afreks- verk og íslendingum fundinn fjár- s.jó*ur úr þessu. Lúðvík Kristjánsson hefur kunn að óðrum betur að grafa gull úr bréfasyrpum liðtnnar aldar, en þar biitist sagan eins og sundurtætt blað. og ærin þraut og þolinmæði- vert að tína blrðasneplana saman og raða þeim rétt í heila og sanna myi d. En takist þetta birtist sag- an >ft í gleggri og ljósari sýn en af öðrum heimildum, því að í oinkabréfum síðustu aldar birtist rnaðurinn og hugsjón hans í nánari tenpslum en á flestum öðrum vett- vangi Þorlákur Ó. Johnson var merki- legur brautrvðjandi í íslenzkri veizlunarsögu og frumkvöðull að mörgu því. sem síðar hefur breytt grjótaþorpinu í borg. Framsýni hans var stundum með þeim ólík- indum að svo virðist sem hann hafi hoitt ófreskum augum inn í fram- tíðina. Hlulskipti hans varð —r eins og Lúðvík segir í svo fáum og Ijós um orðum, að verða „arftaki að því hlutverki sr. Tómasar Sæ- mundssonar að kynna íslendingum heimsborgaralegan hugsunarhátt og venjur, gera strandhögg í gamla og gróna íslenzka bændaþjóðfélag- ið“ f þessu síðara bindi ævisögunn- ar rekur Lúðvík meginþátt at- haínalifs og málefnabaráttu Þor láks í höfuðboiginni, blaðaútgáfu hans og ritstörf, verzlun og félags- störf. svo og einkalíf hans. Sá, sem les þessa bók sér þarna rætur margs þess, sem setur svip sinn á höfuðborgina .Þar oirtist mynd af íslenzkri blaðaútgáfu síðari hluta nít.iándu aldar tilraunir til þess að koma á íslenzkum siglingum og strfnun eimskipafélags, tilraun ir n.eð sölu á ísfiski til Bretlands, og einnig blasir við allur hinn mikii siðabóta'bálkur Þorláks i verzlunarþjónustu. Og þessar myndir eru hver annarri girnilegri til skemmtunar og fróðleiks t. d. fvrsla málverkasýningin á íslandi. óorgarafundii og sitthvað fleira. Lúðvík beitir mjög þeirri aðferð sem jafnan fyrr að segja söguna með ívitnunum i bréf og heim ildi ■*. en það er ekki heiglum hent að sera það svo að listilega fari. en ’’ þessu efm ei Lúðvík öðrum me’ri meistari Hann vefur og fell ir saman af snilld, og af því að honum tekst þetta svoria vel, lifnar sagan öll fyrir s'ónum manns, og lesaudinn er alltaf á sögusviðinu LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON og í sögutímanum, en hann er ekki látiun horfa á hana um langan veg. Þannig mótast saman í eina heild framlag höíundarins í ályktunum og skýringum og hugsun sögutím- ans lifandi máii Við þetta bætist fágæt kostgæfni og glöggskyggm ’ heimildakönnun og öguð vand- virkni, en málfar höfundar er þrótt mikið og fagurt. ÖIl er útgáfan strangvönduð og búningur bókarinnar látlaus og fag ur. Jafnvel hlífðarkápa er bund- in af óvenjulegri smekkvísi aftast i bókina. — AK. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.