Tíminn - 22.12.1963, Qupperneq 8

Tíminn - 22.12.1963, Qupperneq 8
felldir niður fram til 16. janúar Fundir Alþingis Lokaafgreiðsla fjárlaga, at- kvæðagreiðsla eftir 3. um- ræðu, fór fram í sameinuðu Alþingi í gær. Niðurstöðu- tölur frumvarpsins hækkuðu verulega í meðförum þingsins og urðu nærri 2.7 milljörðum króna. Nær allar breytinga- tillögur stjórnarandstöðunnar til leiðréttingar og úrbóta voru felldar, margar þær mik ilsverðustu að viðhöfðu nafna- kalli. Hér á eftir verður reynt að gera stuttlega grein fyrir helztu atriðum frumvarpsins og breytingatillögum við það. 2. umræða um fjárlagafrum- varpið hófst mánudaginn 16. des. en breytingatillögur flestar höfðu verið lagðar fram á laugardag. Fjárveitingarnefnd hafði þríklofn- að um málið, og komu fram 3 nefndarálit. Allar tillögur um breytingar á útgjaldaliðum frum- varpsins voru þó fluttar af nefnd- inni sameiginlega en 1. minni- hluti, fulltrúar Framsóknarflokks- ins, svo og 2. minnihluti, áskildi sér rétt til að flytja og fylgja breytingatillögum við einstaka liði frumvarpsins og einnig hinar sameiginlegu tillögur nefndar- innar. Halldór E. Sigurðsson hafði framsögu fyrir nefndaráliti 1. minnihluta fjárveitinganefndar, en auk hans eru fulltrúar Fram- sóknarflokksins í nefndinni þeir Halldór Ásgrímsson og Ingvar Gíslason en Hjörtur E. Þórarins- son ritaði undir nefndarálitið, en hann sat á Alþingi alllengi í fjar- veru Ingvars Gíslasonar. í nefndar álitinu var stuttlega gerð grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar og þeim afleiðingum, sem hún hefur haft. Árangurinn af stefnu ríkis- stjórnarinnar hefur orðið allt ann- ar en í upphafi var boðað að hann yrði. Ríkisstjórnin hefur sífellt verið að taka stærri og stærri hluta af tekjum fólksins í land- inu til ríkisins. En hvernig hefur ríkisstjórnin komið því við að taka svo stóran hluta af tekjum fólksins? Um það segir orðrétt þetta í nefndarálitinu: „Gengi íslenzku krónunnar hef- ur hún fellt tvisvar. Nýr sölu- skattur hefur verið lagður á flest- ar neyzluvörur almennings og ýmsa þjónustu, söluskattur í inn- flutningi verið meira en tvöfaldað- ur. Innflutningsgjöld, sem á voru lögð vegna atvinnuveganna, en niður áttu að falla með gengis- breytingu, gerði ríkisstjórnin að föstum tekjustofni ríkissjóðs við afnám útflutningssjóðs. Benzín- skattur var hækkaður verulega án þess að það fé yrði látið ganga til vegagerðarinnar, sem hafði þó sannarlega þörf fyrir aukið fé til framkvæmda. Útflutningsgjald af sjávarafurðum var stórlega hækk- að, sérstakt gjald á lagt til ríkis- ábyrgðasjóðs. Þessa upptalningu um leiðir rík- isstjórnarinnar til að afla tekna munum við láta nægja, að því við- bættu, að flestum eldri tekju- stofnum ríkissjóðs hefur hún hald- ið mikið til óbreyttum, þar sem aukin dýrtíð hefur að mestu leyti eytt þeim breytingum, sem gerðar voru á tekjuskattinum til lækk- unar 1960. Þessar gífurlegu skattaálögur eru eitt af meginstefnumálum ríkisstjórnarinnar. Þær eru liður í framkvæmd þeirrar stefnu að hafa stjórn á peningamálum þjó£j- arinnar, sem átti að vera einn þátturinn í því að draga úr þenslu í efnahagsmálum. Því hugsar rík- isstjórnin sér að koma í fram- kvæmd með því að taka af þjóð- inni meira í ál'ögum en þörf er vegna ríkisútgjaldanna og fá þann- ig verulegan greiðsluafgang. Þetta hefur henni tekizt síðustu árin í æ ríkara mæli. Þessi stefna hefur í framkvæmd leitt til þess, sem nú skal að vikið. Enda þótt ríkistekjurnar hafi vaxið meira en ríkisútgjöldin, svo sem vikið hefur verið að hér að framan, hafa útgjöld ríkissjóðs einnig vaxið gífurlega. Það, sem þó skiptir mestu máli, er, að rekstarútgjöld ásamt fjárgreiðslu til að halda vöruverði, í landinu niðri, hafa vaxið hvað mest, en aðstoð við uppbygginguna mun minna. Álögustefna ríkisstjórnarinnar hefur ásamt minni aðstoð ríkis- sjóðs við ýmsar ríkisstofnanir, sem átt hefur sér stað á valdatíma nú- verandi stjórnarflokka, leitt til þess, að þessar stofnanir hafa orð- ið að hækka þjónustugjöld sín um 80—100%, svo sem Póstur og sími, Skipaútgerð ríkisins, Raf- magsveitur ríkisins, sjúkrahúsin o.fl. Þrátt fyrir þessar hækkanir á þjónustugjöldum, hefur rekstur þessara stofnana gengið mun verr en fyrr, svo sem hjá ríkisrafveit- unum, en rekstrarhalli þeirra mun verða 30—35 millj. kr. á yfirstand- andi ári. Auk þess hefur hækkun þessara þjónustugjalda verið veiga mikill þáttur í vexti dýtíðarinnar, sem vísitala vöru og þjónustu sýn- ir að verið hefur um 63% frá 1959, þrátt fyrir verulega aukin fjárframlög úr ríkissjóði til að hajda niðri vöruverði." Ríkisstjórnin hefur miðað tekju- áætlanir sínar við afgreiðslu fjár- laga undanfarin ár við það að fá óeðlilega mikinn greiðsluafgang. Framsóknarmenn hafa undanfarin ár bent á þetta án árangurs, og sagði Halldór E Sigurðsson í fram söguræðu sinni, að þrátt fyrir það myndu þeir enn á ný gera tilraun til að fá tekjuáætlunina hækkaða í samræmi við fyrri reynslu Hall- dór gerði síðan grein fyrir breyt- ingatillögum þeim, sem 1. minni- hluti nefndarinnar flytti, en um þær segir þetta í nefndarálitinu: Sjúkrahús „Við gerum tillögu um, að styrkur til byggingar sjúkrahúsa, sjúkraskýla og læknisbústaða, hækki um 8 millj. kr. Þó að þessi hækkun yrði samþykkt, er Jangt frá því, að fullnægt sé verkefn- um þeim, sem unnið hefur verið eða unnið er að í þessum mála- flokki. Mun meira fé þarf að koma til, t.d. sérstök fjárveiting til að greiða áfallinn kostnað, svo að nota mætti fjárveitingu á næsta árs fjárlögum til' áframhaldandi framkvæmda Hafnarframkvæmdir Við leggjum til, ,að fjárveiting til hafnarframkvæmda hækki unj 8 millj. kr. Ekki þarf að lýsa þörf- inni á hafnarframkvæmdum og nauðsyn þess, að ríkissjóður greiði framlag sitt að mestu jafnharðan. Verði tillaga þessi samþykkt, ger- um við ráð fyrir, að fjárveitinga- nefnd skipti fjárveitingunni fyrir 3. umræðu. íþróttasjóður Við gerum þá eina tillögu um hækkun á 14 gr. fjárlagafrv., að framlag til íþróttasjóðs hækki um 2 millj. kr. og verði 5 millj. Þörfin er miklu meiri, en eðlilegt er að fara þá leið í áföngum að full- nægja greiðsluþörf sjóðsins. Jarðræktarvélar Þar leggjum við til hækkanir á 3. vél. nokkrum gjaldaliðum. Er þar fyrst til að taka, að framlag til kaupa á jarðræktarvélum rækt- unarsambandanna hækki í 4 millj. kr. Höfum við tekið upp tillögu þá, er vélanefnd ríkisins gerði um fjárveitinguna og rökstuddi mjög rækilega. Verður ekki komizt hjá því að veita þessa fjárhæð, ef rík- ið ætlar ekki algerlega að van- rækja aðstoð sína við þessa starf- semi. Þá leggjum við til, að liðurinn á 16. gr. A til stuðnings við bygg- ingu mjólkursamlaga hækki um 0,5 millj. kr. Er hér um l'itla jfár- hæð að ræða, en þörf á því að hreyfa þetta mál, þótt í litlu sé. Einnig leggjum við til, að gerðar verði lítils háttar hækkanir á tveim liðum til sandgræðslu. Að- stoð við sandgræðsluna rökstyður sig sjálf. Við höfum í tillögum okkar nú sem í fyrra, tekið upp hækkun til haf- og fiskirannsókna um 1 millj. kr. Nauðsyn þess máls efar eng- inn. Iðnlánasjóður Tillögu gerum við um, að fram- lag ríkisins til iðnlánasjóðs hækki um 1 millj. kr. Fjárþörf vaxandi iðnaöar í landinu er mikil. og er þessi hækkunartillaga okkar nán- ast viðurkenning á þörf hans og yfirlýsing um vilja okkar til að styðja gengi hans, frekar en fjár- hæðin skipti verulega sköpum. Raforkuframkvæmdir Sú tillaga okkar, sem veldur mestri hækkun, er um framlag til nýrra raforkuframkvæmda. Mun hún þó vera einna fjærst því, að fullnægja þörfum. Fyrr í nefndar- áliti okkar höfum við sýnt fram á, hvað ríkið ætti að leggja til nýrra raforkuframkvæmda, ef þær hefðu fylgt hlutfallslegri hækkun fjárlaga frá 1958. Enda þótt til- laga okkar verði samþykkt, verð- um við langt frá því takmarki, en nokkuð væri að gert. Hvort sem tillaga okkar verður samþykkt eða eigi, verður ekki hjá því komizt að mæta þörf ríkisrafveitanna meö aukinni fjárveitingu. Ekkert mál nema bættar samgöngur brennur eins heitt á fólkinu, sem hefur ekki rafmagn, eins og rafmagns- málið. Hér verður að gera stór- átak. Rafmagn verður að koma á hvert byggt býli fyrr en síðar. Jarðhitasjóður Eitt af stórmálum okkar íslend- inga er að hagnýta okkur þær auðlindir, sem við eigum í jarðhit- anum. Til þess að það megi tak- ast, verðum við að verja verulegu fjármagni í jarðhitarannsóknir og jarðhitaleit. Við gerúm að tillögu okkar, að framlag til jarðhitasjóðs verði hækkað um 10 millj. kr. Ekki orkar það tvímælis, að fjár- hæð þessari yrði vel varið, ef samþykkt yrði. Vatnsveitur Miklar framkvæmdir eiga sér stað við vatnsveitur og ríkissjóður þegar orðinn á eftir um framlag sitt samkvæmt lögum. Á Alþingi því, sem nú situr, höfum við Framsóknarflokksmenn flutt frv. um breytingar á lögum um vatns- veitur. Við gerum okkur vonir um, að það nauðsynjamál nái fram að ganga á þessu þingi. En hvað sem því líður, er mikil nauðsyn á að fá fjárveitingu hækkaða svo sem við gerum tillögu um. Félagsheimilasjóður Þá leggjum við til, að upp verði tekið framlag í félagsheimilasjóð, 10 millj. kr. Mörg sveitarfélög stynja þungan vegna þess, að fé- lagsheimilasjóður getur ekki innt af hendi framlag sitt til bygging- ar félagsheimilanna vegna fjár- skorts. Úr þessu verður að bæta að einhverju leyti á næsta ári,‘ og því er gerð tillaga um þessa fjár- veitingu. Við 20. gr. fjárlagafrv. gerum við nokkrar brtt. Er þar fyrst, að við leggjum til að hækka framlag til bygginga á jörðum ríkisins um 0,8 mill'j. kr. Þörfin er mikil á aukinni fjárveitingu á þessum lið, og er því lagt til að bæta lítils háttar úr henni. Flugvaliagerð Til flugvallagerðar leggjum við til, að veittar verði 18 millj. kr. Með þessari fjárhæð verður engan veginn mætt þörfinni, en gerð til- raun til' að koma lítið eitt til móts við hana. Sama er að segja um tillögur okkar til hækkunar á fjár- veitingu til sjúkraflugvalla. Þá gerum við tillögu um að hækka öriítið liðinn um lán til raf- stöðva. Getur liður sá eigi verið lægri en við gerum tillögu um vegna þeirra hækkana, sem orðn- ar eru á þessum sem öðrum fram- kvæmdum. Atvinnubótasjóður Atvinnubótas j óður hefur sam- kvæmt lögum 10 millj. kr. fjár- veitingu. Þegar heildarupphæð fjárlaga var 800—900 millj. kr., var framlag ríkissjóðs til hans á fjárlögum allt að 15 millj. kr. Á síðari árum hefur starfssvið sjóðs- ins verið aukið. Fjárhæðin 10 millj. kr. hefur því ekki nægt til þess, að sjóðurinn gæti leyst úr þeim verkefnum, sem hann þarf að sinna. Á yfirstandandi ári var lánuð úr sjóðnum fjárhæð, sem svarar hálfum tekjum hans næsta ár, ef ekki koma til viðbótartekj- ur. Hér verður því nýtt fé að koma til, ef starfsemi sjóðsins á einhver að verða. Tillaga um þessa fjár- veitingu er borin fram af brýnni þörf. Fiskirannsóknaskip Þá gerum við að lokum tillögu teldnn nýr liður, 10 millj. kr. til um, að á 20. grr fjárlagafrv. verði smíða á fiskirannsóknarskipi. Hér er um mikið naúðsynjamál að ræða, mál, sem þarf að koma í framkvæmd sem fyrst. Fjárveit- ing þessi gæti hrundið málum Framhald á 23. sfðu. Á ÞINGPALLI ★★ Að lokinni afgreiðslu fjárlaga á fundi sameinaðs Alþingis í gær tilkynnti forseti, að fundir þingsins myndu ekki hefjast að nýju fyrr en 16. janúar. Óskaði hann þingmönnum gleðilegra jóia og góðs nýs árs og góðrar heimkomu. Eysteinn Jónsson þakk- aði forseta góða samvinnu og óskaði honum og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og farsæls árs. Tóku þingmenn undir þær óskir með því að rísa úr sætum. 4 ★★ Þess má geta, að þegar þingi er ekki frestað með þingsályktun/ en forsetar fella niður fundi, þá hefur ríkisstjórn ekki vald tii útgáfu bráðabirgðalaga. 8 T í M I N N, sunnudagur 23. desember 1963.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.