Alþýðublaðið - 04.10.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.10.1942, Blaðsíða 6
6 ALÞVOUBLAÐIÐ Sunnudagur 4. október 1MI> MEÐ MYNDUM MEÐMYNDUM III. árg., 3. hefti. September 1942. EFNISYFIRLIT: Bls. Titilblað, efnisskrá ........... . . . .............. 193 Ritstj.: Andvarp (grein um stjórnmála- og vinnudeilur) 194 f Midway-orrustunni miklu ........................... 205 BókaveTð .......................!................... 205 Ritstj.: Stórpólitík (bókagrein) .................... 206 Smárit, sem JÖRÐ hafa borizt ........................ 209 Pearl Buck: Viðsjár (stutt saga úr Kínastyrjöldinni; þýdd af ungfrú Guðrúnu Guðmundsdóttur; fyirri hluti) 210 Ólafur Jónsson: Verkmenning (niðurlag) .............. 228 •Gðmundur Eggerz: Breiðafjarðarheimili fyrir 50 ár- s um (niðurlag) ................................... 234 . Ötrúlegt, en satt! .................................. 245 Paul de Kruif: Fjörefni á hvers manns borð (grein, þýdd af t>órarni lækni Guðnasyni .................. 246 Gretar Fells: „Bókstafurinn og andinn“ (svar til ritstj.) 252 Ritstj.: Skip ....................................... 256 k Kápumyndin sýnir málverk sir Josua Reynolds: Samúel: Fæst í bókabúðum. Sendið „E. K.“ áskrift. HANNES Á HORNJNU (Frh. af 5. síðu.) okkur hjálpleg með ryksuguna í broddi fylkingar.“ „ÞAÐ TALAÐI nefnilega stúlka við mig um daginn og sagði: ,,Ég held þær hafi gott af því, frúrnar, að reyna eitthvað á sig.“ Ég vildi ógjarnan þurfa nokkuð af slíkum stúlkum að þiggja. Því hvað er það annað en verkaskipting að einn vinnur í verksmiðju eða skrif- stofu og annar við hússtörf? Hvers vegna er fólk svona illkvittið hvað við annað? Kannske af því að ætið er verið að hampa þessum íslend- ingasögum, sem að vísu geyma margt gott ef vel er leitað.“ „ÞÓ BLÖSKRAR MANNI nýja Útgáfan hans Kiljans, verstur er formálinn í ,,Hrafnkötlu“. Kiljan virðist vera að drekkja öllu góðu, /sem hann hefir sagt, í óþverra, finnst mér. Ég fór að lesa Kor- mákssög'u um daginn. Mér var sagt að þetta væri ástarsaga. Þetta er þá ekki annað en illkvittni, keskni og skætingur. Söguhetjan ræðst á fyrrverandi ástmey sína á götu í útlöndum svo að sjálfur kóngurinn verður að skerast í leik- inn. Því hún var þá stokkin til út- landa víst á eftir honum. Svo eru óskiljanlegar vísur og hvorki upp- haf né endir á sögunni. Hvað er varið í þetta, mér er spurn?“ OG SVO SKRIFAR „A“ mér þetta bréf: „Um þessar mundir sýnir Tjarnarbíó ,,Rebekku“, sem er velþekktur „róman“. Hún er gott dæmi um óheilbrigt sálarlíf nokkurra persóna. Þar eru einnig góðar persónur eins og rannsókn- ardómarinn. Iðjulausir auðkýfing- ar ráfa óhamingjusamir um Monte Carlo, síðar um sínar eigin hallir, vansælir af iðjuleysinu. Þó hefir maður óljósa von um að allt fari vel, þegar . þessi gamli heimur brennur og maður ímyndar sér að ' elskendurnir taki til starfa í nýj- um heimi, starfi að einhverju heilbrigðu og láti gott af sér léiða.“ „MYNDIN ER EKKI vel samin, getur ekki jafnazt á við sænskar myndir, eftir Molander, en hans myndir eru lystilega samdar. Það er ýmislegt, sem ekki er smekklegt að sýna, t. d. langir kossar, sbr. „Þann stað, sem helgast ástum ein- um“ o. s. frv. Vissir staðir, sem eru aðeins fyrir „tveggja spor“. — En er hljóðgjafinn í Tjarnarbíó reglulega góður? Stundum er hann svo hór, stundum lágur, annars má læra mikið í tungumálum ein- mitt á talmyndum.“ BLÖÐIN eru í ,útburðarbarna-‘ hraki. Þegar kjör fólksins batna vilja foreldrarnir ekki láta börnin sín bera út blöð. Þetta er eðlilegt. Erlendis bera aðallega húsmæður út blöðin —- og þykir þeim það góðar aukatekjur. | ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar í nokk ur ,,stykki“ enn. Það hefir aukizt svo að útbreiðslu undanfarið, að slíks munu _ engin dæmi í sögu nokkurs íslenzks blaðs á jafn- skömmum tíma og það er nú á góðum vegi með að verða út- breiddasta blað landsins. Þessi aukning á kaupendatölunni eykst enn með hverjum degi. BLAÐIÐ HEFIR tekið upp á því hér í Reykjavík að hafa „útburðar- stykkin" lítil, þ. e. a. s.'fá blöð í hverju útburðarhverfi — og þetta hefir gefizt vel. ,,Stykkin“ þurfa líka að vera svo lítil, að hægt sé ða bera öll blöðin út á einni klukkustund. — Komdu og berðu út Alþýðublaðið, ef þú getur. Hannes á horninu. Heimsstyrlðldin er heimsbylting Gjafir og styrkir til nýja stúdentagarðsins hafa til 30. sept. síðastl. borizt að upphæð kr, 315.170,50. Þar ef er ríkis'sjóðs styrkur 150 þús. kr. Framh. af 4. síðu. ræðisþjóðanna, sem sýktar voru orðnar meira og minna af áróð urskjaftæði — þessi samnefnari allra mannlegra ódyggða og og aumingjaskapar var bein- línis uppfundið af einræðis- ríkjunum til þess að geta í skjóli þess sáð því eitri og rekið þann áróður, sem var nauðsynlegur undanfari lokasennunnar í heimsbyltingaráformi þeirra. Nú skilja menn þetta orðið og því eru fyrstu „hemaðarað- gerðir“. lýðræðisþjóðanna þær, að ihreinsa til heima hjá sér, áður en lagt er út í bardagana. Og hvað kemur í Ijós? Stór- kostlegur glæpafélagsskapur, skipulagður á hinn fullkomn- asta hátt, er afhjúpaður í hverju landinu af öðru og nú er það af öllum viðurkent, að fall hins volduga Frakklands orsak- aðist fyrst og fremst af þeirri innri rotnun, sem einræðisrík- in — Rússland og Þýzkaland, höfðu skapað og haldið við. Mætti tiHæra ótal ummæli hinna merkustu manna þessu til stuðnings. * Þegar menn hafa áttað sig á því, að ekki er nú um að ræða venju^j^t stiríðj heldur heim- byltingu, gengur mönnum e. t. v. betur að skilja það, að þessi heimsbylting hófst alls ekki 1939 með árás Hitlers á Pól- land, heldur miklu fyrr. Hún hófst raunverulega 1914 og hef- ir staðið yfir óslitið síðan. Næg- ir í því sambandi að benda á nokkrar staðreyndir, en rúms- ins vegna verða þær að vera færri en æskilegt væri. Qfriðnum, sem hófst 1914, lauk raunverUlega ekki með Versalafriðnum 1918, þótt þá væri að mestu hætt vopnavið- skiptum milli stárveldanna í Evrópú. Áður en sá friður var saminn hófst byltingin í Rúss- landi ,er geisaði ýmist sem inn- anlandsstyrjöld þar eða sem vörn gegn innrásarherjum, eða beint árásarstríð, allt til 1922. Árið 1918 hófst byltingin í Þýzkalandi, sem varð bein inn- anlandsstyrjöld, þar sem skipt- ust á byltingartilraunir og alls- herjarverföll, kommúnista- og nasistaóeirðir að ógleymdri Ruhrdeilunni. Hið algera fjár- hagshrun Þýzkalands og hvers- konar önnur ytri og innri vand- ræði herjuðu þjóðina alt fram til 1923. En þá tók fyrir alvöru að brýdda á nasismanum og nýjar óeirðir og vandræði í sam bandi við hann blossa upp og haldast allt til 1933, _er Hitler tekur völdin og afnemur öll mannréttindi í Þýzkalandi og byrjar allsherjar hervæðingu þjóðarinnar til undirbúnings núverandi styrjöld. Á þessu „friðar“-tímabili urðu líka byltingarnar í Finnlandi og Ungverjalandi og óeirðir, við- sjár og byltingar um allan Balkanskaga. Árið 1920 fæðist fasisminn á Ítalíu, í fyrstu sem einskonar mótvægi gegn heims- byltingarstefnu kommúnist- anna á Rússlandi. Þá er rétt að minna á, að á þessu tímabili hafa Abyssinu og Spánar- styrjaldirnar geisað og látlaus- ar byltingar og styrjaldir verið í Asíu, eihkum í Kína,' sem Japan og Rússland munu upp- haflega hafa áformað að skipta milli sín, enda tekið þar bæði stór landsvæði: Japan Mand- sjuríu og Rússar Soviet- Mongolíu, og þar hefir nú geis- að samfleytt styrjöld í 7 ár.Sí- felldar óeirðir hafa og átt sér stað í Indlandi og í löndunum fyrir botni Miðjarðarh., s. s. bylting Mustafa Kemals í Tyrk- landi og óeirðir í Arabíu, Iran, Irak og Afganistan. Frakkland komst hjá bylt- ingu, en fjárhagur þess hrundi í rústir, en var reistur að nokkru við af Bandaríkjunum með stór kostlegum lánveitingum. Norðurlöndin ein og Bret- land svo og Ameríkuríkin hafa notið nokkurs friðar mikinn hluta þessa ,friðartímabils“, en þó lamaði heimskreppan, 1928 —1936, svo framtaksmátt þeirra að þau höfðu enn ekki jafnað sig til fulls 1939, er síðasti þáttur þessarar heimsbylting- ar hófst. Þannig er það staðreynd, að um raunverulegt friðartímabil hefir aldrei verið að ræða allt frá 1914 óg til þessa dags, heldur snérist ófriður sá, sem hófst 1914 upp í heimsbyltingu strax 1917—1918 og sú bylting hefir síðan geisað innan þjóð- félaganna og milli þeirra. Hun hefir nú staðið í rúm 28 ár án þess menn hafi almennt gert ser það ljóst á hverju einstöku stigi hennar, að það var heims- bylting, sem fram var að fara og að þeir voru sjálfir að meirá eða minna leyti þátttakendur í henni. Og það sem nú hefir gerzt er raunverulega það, að þjóðirnar hafa nú. doks samein- azt í tvo ‘aðalhópa til úrslita- átakanna. Hið langvinna bylt- ingaástand hlaut að skapa slík allsherjarsamtök og nú fara úrslita-átökin fram. Hvernig þau enda skal hér engu um spá ,en það eitt er víst, að enn er langt til úrslitanna. Jafnvíst er það og, að núverandi hildar- leikur endar ekki með neinmn friðarsamningum eða neinskon- ar nýjum Versalafriði heldur með algjörum sigri og fullkom- um heimsyfirráðum annars- hvors aðilans. Héðan áf getur ekki orðið um að ræða neina málamiðlun og er af því aug- Ijóst, að nú er heimsbyltingin komin á lokastigið. Af þessu ætti mönnum að geta verið það ljóst, að 'þegar þessari heimsbyltingu lýkur mun ekki margt verða eftir af því, sem við nú erum að reyna að halda í sem einhvern „eilíf- an“ sannleika í pólitík okkar ’ “Pór“ fer til Vestmannaeyja á morgun. — Vörumóttaka txll hádegis á rpánudag. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. og virðist það keppikefli ýmsra stjórnmálamanna, sem þjást af minnimáttarkennd. Kommúnistar hafa haft þetta sem aðalatvinnu síðustu árin, ;— þeir segjast starfa miskunnarlaust í anda Jóns Sigurðssonar. Það eru ekki aðeins foringjarnir, sem fá sér sæti á bekknum hjá Jóni, — nú er Dagsbrúnarstjórnin komin þangað líka, og að því er virðist öll hersing, kommánna hér í höf- uðstaðnum.“ og fjármálum hér á landi. Al- ger umbreyting fér fram, er verða mun stórkostlegri en sú, sem átt hefir sér stað frá því 1914. Að þetta muni verða svo, liggur í augum upp, ef menn hugleiða málið nokkuð. Halda menn t. d. að Norð- menn muni, ef þeir endur- heimta föðurland sitt, leyfa að þar starfi framvegis slíkir flokk ar sem Kvislingarnir norsku voru og“eru? Dettur mönnum í hug að nokkur lýðræðisþjóð leyfi inn an vébanda sinna slíka flokka hverju nafni, sem þeir nefna sig? Er nokkur maður svo heimsk ur til að hann láti sér detta í hug, að auðvaldsskipulagið (kapítalisminn) fái haldizt í Bandaríkjunum og Bretlandi, að byltingunni lokinni — skipu lagið, sem heimilaði auðfyrir- tækjum þessara landa að selja vopn og efni til hernaðar þeim þjóðum, er nú nota þessi sömu vopn gegn þeim sjálfum? Halda menn að verkalýður þsirra landa láti framar bjóða sér slík kjör, sem hann átti við að búa fyrir þetta stríð, ef þess- um þjóðurn verður sigursins auðið? Verði þau ríki siguryegarar í heimsbyltingunni er þeim að- eins ein leið fær til nýskipun- ar á heiminum og sú Ieið er aukið og endurbætt iýðræði — (demokrati) og aukinn jofnuð- ur (sósíalismi). Lýðræðið eins og við þekkjum það nú, — er þar , sem bezt lætur ekki nema byrjun á lýð- ræði og víðast hvar ekki nema skrípamynd af lýðræði síðan einræðisstefnunum tókst að gegnsýkja og afskræma á alla lund þann litla vísi, sem tek- izt hafði að koma á með ára- tuga baráttu beztu manna þjóð- anna. cij r k \y pn r i r r~\ j rA lvantar *ó,k * 8,|“m »i*« «i p®*® l 1 Li kr Z L_J U L> L l 1 I j 1 L J | Alþýðublaðið til kaapenda. að bera &

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.