Alþýðublaðið - 07.11.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.11.1942, Blaðsíða 7
Xðjpgardaguir 7. nóvembe* 1942 ALfc>YÐHJBLA^ '€> Úr skýrsln Landsspitalans 1941. í lyf- oo handlækDlsdeiId- ina komn 1151 sjuklingar. f fæOingardeiIdina 'komn 525 konur en 104 vnri aO visa frá. -----$---- Til röngendeildarinaar komu 5180 sjúkl. ———-—■— ARSSKÝRSLA. LANDSSPÍTALAKS fyrir síðastliðið ár kom út í gær og gefur hún glöggt yfirlit um hina margbrotnu starfsemi þessa stærsta sjúkrahúss» okkar íslendinga. Bærinn 1 dag. Mœtúrlæknir ér Þórarinn Sveins «on, Ásvallagötu 5, sími: 2714. Næturvöröur er i Ingólfsapóteki. Aiþýffuflokksfélag Reykjavikur tilkynnir: í dag eru síðustu for- vðð að skila tilnefningum um full- Irúa Alþýðuflokksf élagsins á fflokksþing. — Almennur félags- fundur verður í Iðnó mánudags- kvöld 9. nóv. (inngangur frá Von- arstræti). Á fundinum fer fram kosning fulltrúa á flokksþing. — Dagskrá nánar auglýst í sunnu- dagsblaðinu. Valentínns Magaússon, eitin af þeini, sem fórst með tog- aranum Jóni Ólafssyni, átti þrjú böm, en ekki tvö, eins og stóð hér f blaðinu. I. Ö. G. T. * Böm, er vilja selja merki fyrir umdæmisstúkuna nr. 1 í dag og á morgun, vitji þeirra á skrifstofu Stórstúku íslands, Kirkjuhvoli, sömu daga. Há sölulaun. Stúðentafélag Háskólans heldur Rússagildi í Oddfellow annað kvöld kl. 8. Áskell Löve náttúrufræðingur hefir verið ráðinn til starfa við Atvinnudeild Háskólans. Áskell hefir undanfar- ið starfað að rannsóknum jurta- kynbóta í Svíþjóð. Skýrsla Menntaskólans í Reykjavfk Skólaárið 1941—42 er nýkomin út. Auk hinnar venjulegu skýrslu um starfsemi skólans á þessu tíma- bili er frásögn um ferð fimmta- bekkjar til Mývatns um vorið. Tjamarbíó sýnir i dag í fyrsta skipti amer- íska stórmynd, sem gerist á fyrri styrjaldarárunum. Aðalhlutverkið" leikur Gary Cooper. Ódýrir götu- og iimiskör. Grettisgötu 57. Nýtt Nanta-kjöt Hangi-kjöt Salt-kjöt. KJÖT og FISKUR. (Homi Þórsg. og Baldurg.) Sími 3828. Eaipum tuskur hæsta verði. Húsnannavinniistofan Baldorsnötu 3Öe ilf it fyrlp gðmnlj ÍLátið oss hreinsa og pressa) Eöt yðar og þau fá sinn upp-^ Í) runalega blæ. x S Fijót afgreiðsla. ^ EFNALAUGIN rÝR.S Týagötu 1. Síssi 2491.) Ársskýrslan er hið merkasta rit Ojr er hér á eftir birtar ar helstu niðiucstöður skýrsl- unnar um starfsemi Lands- spítalans árið 1941. Lyflæknisdeildin. Yfirlæknir er próf. Jón Hj. Sigurðsson. Á árinu lágu alls 550 sjúklingar á deildinni. Heim fóru 465, en 34 j dóu, og er sérstök greinargerð ura þá. í skýrslunni er sjúklingamir flokkaðir eftir sjúkdómum í öndunarfærum, hjarta-, æða- og efnaskiptasjúkdómum, blóð- sjúkdómum, næmum sjúkdóm- um, kvillum í meítingarfærum, þvagfæra- og taukasjúkdómum og sjúkdómum í beinum og liða mótum. Lyflæknisdeildin eignaðist ný tæki til efnaskiptarannsókna og til þess að gera rafmagnsrit af hjartanu. Húð- og kynsjúkdómadeildin. Alls lágu 114 sjúklingar á deild inni: 71 vegna kynsjúkdóma (21 útiendingur), 32 vegna húð- sjúkdóma, en 11 vegna annarra kvilla. Sérfræðingur deildarinnar er Hannes Guðmundsson. Handlæknisdeildin. Yfirlækn ir er próf. Guðm. Thoroddsen. í deildinni eru venjulega 54— 60 sjúklingar. A arinu komu 601 sjúkl., en 570 fóru og 31 dóu. Aðgerðir á skurðstofu voru 489. Við aðgerðir deildarsjúklinga voru svæfingar notaðar 237 sinnum, en 202 sinnum voru aðgerðirnar gerðar í deyfingu, eftir mænustungu eða í stað- deyfingu. 103 sjúklingar <voru lagðir inn vegna slysa, langflestir vegna beinbrota og heilahrist- ings. 4 af þessum slysum leiddu til dauða. A skurðstofunni var gert að 1285 slysum, auk þeirra, sem lagðir voru í spítalann vegna slysfaranna. 46 sjúklingar höfðu illkynja meinsemdir, krabbamein eða sarkmein. Áf þeim dóu 10 og er það um þriðjungur þeirra, sem .dóu í deildinni. 3 sjúklingar lágu vegna sulla veiki. Fæðingadeildin. Yfirlæknir er próf. Guðm. Thoroddsen. A deildina komu 525 fæðandi kon ur. Af þeim fæddu 220 í fyrsta sinn. Fjölgunin var 535 börn, 263 drengir, en 272 stúlkur. Tvíburar fæddust 11 sinnum. Af mæðrunum voru 36 undir tvítugsaldri, 315 á 3. og 151 á 4. áratugnum. 23 voru yfir fert- ugt. 104 'konum varð að vísa frá vegna rúmleysis. 3 konur dóu á árinu, allar vegna meðgöngueitrunar. 497 konur voru svæfðar. Keisaraskurður var gerður einu sinni, og lifði móðir og barn. Röntgendeildin. Yfirlæknir er dr. med. Gunnl. Claessen. Dildarinnar leituðu 5180 sjúkl- ingar. Röntgenskoðanir foru 6361 og er sundurliðuð skrá um al- gengustu sjúkdóma, sem fund- ust, m. a. voru athugaðir 323 beinbrotnir menn. til röntgen- lækninga voru 293 sjúkl., aðal- lega vegna húðsjúkdóma, mein- semda og kvensjúkdóma, en 399 voru í ljósböðum. Geitur í höfðinu höfðu 8 sjúkl. Fimm þeirra voru fullorðnir og höfðu aldrei leitað sér lækninga áður. Þeir voru allir lækanaðir með röntgengeislum. Radiumlækningar voru not- aðar við 40 sjúkíinga. Háls- nef- og eyrnalæknir spítalans, Ól. Þorsteinsson, sinnti um allt á Landsspítalan- um viðkomandi sinni sérfræði- grein, og gerði m. a. 60 aðgerð- ir. Augnlæknirinn, Kristján Sveinsson, athugaði augu og sjón eftir óskum yfirlæknanna, og gerði 20 augnaðgerðir. Rannsóknir banhmeina ann- aðist próf. N. Dungal á Rann- sóknarstofu Háskólans, sem stendur á lóð spítalans, og voru gerðar þar 67 krufningar fyrir Landsspítalann. En alls voru krufin þar 115 lík, sumpart frá öðrum sjúkrahúsum, sumpart frá lögreglunni. H júkvw^námiþ. Sú mikla umbót varð á starfsliði Hjúkr- unarkvennaskólans, að ráðin var sérstök kennsluhjúkrunar- kona, ungfrú Sigríður Bach- mann, og annast hún m. a. um forskóla fyrir þá nema, sem sækja um inntöku á skólann. Ymsir af læknunum annast bók lega kennslu. í maímánuði út- skrifuðust 11 útlærðar hjúkr- unarkonur eftir 3 ára nám. tJr Liósmæðmskólanum út- skrifuðust 11 Ijósmæður eftir eins árs nám. 1 ársskýrslunni er skrá um 6 rit og ritgerðir eftir lækna spí- talans, m. a. eitt doktorsrit eft- ir dr. Gísla Fr. Petersen við Röntgendeildina. Um vetrarmisserið halda spítaialæknarnir mánaðarlega fundi til umræðu á ýmsum læknisfræðilegum efnum — svonefnd læknakvöld, og taka fyrrverandi aðstoðarlæknar þátt í þeim samkomum. t skýrsl unni er gerð grein fyrir þeim verkefnum, sem voru á dag- skrá. t Landspítalanum er svo- nefnd gistivist handa héraðs- læknum, sem óska að dvelja þar um tíma til þess að kynna sér nýjungar í lækningum Á árinu 1941 var gistivistin sótt af tveim héraðslæknum. Hvor þeirra dvaldi þar í nokkrar vik- ur. Húsnæði meg aðgangi að eldxmarplássi eða húsnæði sem hægt væri að innrétta sem íbúð óskast. Upplýsingair í síma 1707. Jarðarför dóttur minnar 1 Jónu Pálsddttnr fer fram frá dómkirkjunni mánudaginn*9. nóyember og hefst með bæn frá Kirkjustræti 2 (Herkastalanum) kL 1,30 e. h. Jónína Jónsdóttir. Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem gerðu rhér 75 ára afmælisdaginn minn mér ógleymanlegan. Guð fiíessi ykkur öll! Ingileif Tómhsdóttir, Brekkustíg 8. Heilsuverndarstöðin. Frh. af 2. síðu. „Samkvæmt tilmælum land- læknis og borgarstjórnans í Reykjavík hefir Heilsuverndar- stöðin hér undanfarið athugað á hvern hátt bezt yrði ráðin bót á vandræðum fæðandi kvenna hér í bænum og ennfremur á hvem hátt samstarfi ljósmæðra og hjúkrunarkvenna yrði hér bezt hagað. Telur stöðin eftirfarandi breytingar nauðsynlegar: Eftirlit og rannsókn á ófrísk- um konum, sem framkvæmd ■ hefir verið á Landsspítalanum, verði hér eftir framkvæmd á Heilsuverndarstöðinni. Verði læknir sá, er annast hefir þessa rannsókn, ráðinn til stöðvarinn- ar. Ennfremur ein ljósmóðir, er starfi þar stöðugt. Skal læknir þessi ásamt ljósmóðurinni, sem ber að kynna sér vel heimilis- ástæður allra þeirra kvenna, er til stöðvarinnar leita, ákveða hvaða konur fá rúm á fæðing- ardeild Landspítalans og hverj- ar fæði í heimahúsum. Ljós- móðir þessi aðstoði einnig við tilsögn þá í Ungbarnavernd, er ætlast er til að ljósmæðranem- um Landspítalans verði gefinn kostur á í Heilsuverndarstöcj- inni. Til þess að létta fyrir fæð- ingum í heimahúsum skulu enn fremur ráðnar til stöðvarinnar 2 hjálparstúlkur. Ber þeim'að starfa á heimilum fæðandi kvenna í bænum, þar sem stöð- in telur þess sérstaklega þörf. Virðist oss þetta líklegasta og heppilegasta leiðin til þess að fjölga fæðingum í heimahúsum undir fullkomnu eftirliti lækna og ljósmæðra . Kostnaðaráætlun fyrir starf- semi þessa yrði sem hér segir: Læknir kr. 250 á mán. kr. 3Ó00 Ljósmóðir kr. 250 á mán. -}- verðl.uppb. — 7500 2 hjálparst. kr. 200 á mán. + verðl.uppb. — 12000 Áukinn kostn. við ræstingu ,kynd- ingu, prentun o s. frv., áætlað — 1500 Alls kr. 24000 Eins og sjá má of kostnaðar- áætluninni, er miðað við vísi- tölu eins og hún er nú og mun því kostnaðurinn aukast, ef hún hækkar frá því er nú er. Gert er ráð fyrir, að starf- semin hafi aðgang að húsnæði því, er Ungbarnavemdin hefir nú og fari rannsóknirnar þar fram að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku hverri. Eins og kunnugt er, hefir Heilsuverndarstöðin hér að und anfömu verið styrkt að jöfnu af ríki, bæ og sjúkrasamlagi. Enn hefir eigi verið leitað álits þessara aðila um þátttöku í kostnaði vegna þessarar starf- semi, svo óvíst er enn um fjár- hagslegan stuðning“. Bæjarstjóm samþykktí á fimmtudag að greiða kostnað inn að sínum hluta og gera má ráð fyrir að bæði ríkið og Sjúkrasamlagið geri slíkt hið sama. YFIRLÝSING UTVARPSRÁÐS. Frh. af 2. síðu. Því næst var tillaga Finn- boga R. VaJdimarssonar sam- þykkt með 2:1 atkv. (með: Á, J. og' F. R. V.: móti: P.Hann. —- form. og V. Stef. greiddu ekkl atkv.). Eftir það bar útvarpsstjórf fram svofellda tillögu: „Útvarpsráð telur, að svo komnu, frekari aðgerðir í mál- inu hvorki nauðsynlegar né æskilegar." Þessi tiliaga var samþykkt með 2:1 atkv., með nafnakallþ og sögðu já: Pálmi Hannesson og Valtýr Stefánsson, en nei: Finnbogi R. Vaidimarsson. — Form. greiddi ekki atkv., en Árni Jónsson var þá farinn af fundi. Þetta er saankvæmt gerðabók útvairpsráðs og birt eftir ósk formanns og ákvörðun útvarps- ráðs. Skxifstofu útvarpsráðs, 6. nóv. Helgi HjÖrvar. Jónas Jónsson Þórsgötu 14 er fimmtugur 6 morgun. Jónas er hinn ágætasti drengur og áhugamaður mikill um almenn mál. Mun það mál allra, sem hann þekkja, að ekki geti betri dreng og alúðlegri mann. Tilkynniog. Eirum byrj aðir að taka skó til við'gerðar. Aðeins bezta fáanlega efni notað. Reynið viðskiptin. SIGMAR & SVERRIR, skósmiðir. Gnundarstíg 5. — Sími 5458. Herbergi dskast. Húshjálp getur komið til greina. Uppl. í síma 3094.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.