Alþýðublaðið - 27.11.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.11.1942, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. nóvember 1942. ALPYPUBLAPHP Hringnrinn prengist nm hersveitir Þjööveria milli Don og Volgn. Rússneski herinn í Stalingrad tekur 40 byggingar lcrsseitir rnðndDl- veldanna í Tnnis og Tripolitania nði saman. ENN hefir ekki komið til neinna stórátaka í Tunis. Aðalátökin fara fram í loftinu enn sem komið er. Flugvélar bandamanna halda áfram loft- árásum sínum á flugvöllinn við Tunis og á flugvöllinn og höfn- ina í Bizerta. í tilkynningum Bandamanna er sagt frá því að til smáátaka hafi komið við þýzka herflokka á leiðinni til Bizerta, en þang- að sækir nú einn öflugasti her Bandamanna í Tunis. Þá er sagt frá því að frönskum hersveit- um hafi tékist að verja tvö fjallaskörð í Suður-Tunis fyrir þýzkum hersveitum, sem reyndu að sækja inn í landið frá Tripolitaniu. Bandamenn léggja áherzlu á að einangra al- gerlega hersveitir Þjóðverja í Tunis og hindra að þær nái nokkru sambandi við hersveitir Rommels í Tripolitaníu. Síðast- liðinn sólarhring voru skotnar niður 13 herflutningaflugvélar fyrir möndulveldunum. Vopnahlésnefnd Þjóðverja, sem stödd var í Vestur-Afríku, var að reyna að ná samningum við yfirvöldin þar, um að þýzk- ir kafbátar fengju fastar stöðv- ar á vesturströnd Afríku til að stunda hernáð þaðan á Suður- Atlandshafi. Nú hefir þessi nefnd verið handtekin. Spguts marskálkur er nú kom inh til Suður-Afríku. Hann hef- ir eftír komu sína þangað látið sýo úmmælt, að harðar orrust- ur Stæðu nú fyrir dyrum, en engin vafi væri um það, hvern- ig þeim mundi ljúka og hann kvað Bandamenn mundu her- taka Tripolitaniu, eftir að þeir væru búnir að sigra í Tunis. 8. herinn nðlgast E1 Agheiía. LONDON í gærkveldi. 8HERINN brezki átti í • höggi í gær viö nokkrar af ersveitum Rommels miðja vegu á milli Agedabia og E1 Agheila. I dag er sagt frá því, að her- sveitir Montgomerys sæki greitt fram til E1 Agheila. Coningham, flugliðsforingi yfirmaður flugliðs Banda- manna við austanvert Miðjarð- arhaf, skýrði frá því í dag, að það hafi greitt mjög fyrir sókn hersveita Bandamanna í Libyu, að flugliðið ’gat flutt sig jafn- óðum vestur á bóginn \og veitt landhernum vernd. Coningham sagði ennfremur að flugliði Bandamarma hafi tekizt að hrekja fluglið möndulveldanna algerlega burt frá austurhluta Miðjarðarhafsins. Hann sagði, að lokum áð hinn mikli árang- ur Bandamanna hafi gert Rúss- urti kleift að hefjá hiria miklu sókn sína,! sem riú stæði yfir. • Er hann jeinnig að hefja sðkn? # Tilraunum Þjóðverja til að torjót- ast út íir kreppunni suður af Stalingrad tarundið. • ♦ HERSTJÓRN RIJSSA gaf út 5. aukatilkynningu sína í kvöld tun sókn rússnesku hersveitanna milli Don og Volgu. Segir í tilkynningunni, áð hersveitir Rússa hafi haldið áfram sókn sinni í dag og tekið enn 12 þúsund fanga. Tilraunum Þjóðverja til að brjótast út úr kreppunni suður af Stalingrad og sækja til suðausturs var hrimdið. Hersveit- imar, sem sækja fram norðvestur af Stalingrad, hafa enn tekið 3 þorp. Þá hafa hersveitirnar, sem sækja fram suð- vestur af Stalingrad, tekið 2 þorp. í Stalingrad hafa rúss- nesku hersveitirnar tekið 40 byggingar af Þjóðverjum. Rússar hafa nú alls tekið 63,000 fanga og er nú saman- lagt manntjón Þjóðverja í 8 daga orrustum komið nokkuð yfir 100,000. Þá hafa Rússar her tekið 1800 fallbyssur, 1300 skriðdreka og 9000 hesta af Þjóðverjum, auk þess 50,000 rifla og mikið af skotfærum. Fréttaritari brezkt útvarps- ins í Moskva segir að þegar Timochenko hóf sókn sína hafi hann sótt fram úr þrem áttum, norðvestur af Stalingrad, suð- vestur og suður af borginni. Með töku Novo Maximovski munu fylkingararmar Rússa, sem sóttu frá norðvestri og suð- vestri hafa náð saman og er nú aðeins um 30 km. bil á milli hersveita Rússa fyrir sunnan og vestan borgina. Þjóðverjar gerðu tilraun til að stöðva rússnesku hersveit- irnar, sem sóttu fram fyrir sunn an Stalingrad með því að grafa niður skriðdreka hlið við hlið, og reyna að koma sér síðan und an vestur á bóginn, en þeim mistókst þetta algerlega og tóku Rússar þarna rnikið herfang og fjöldi Þjóðverja féll. Rússar hafa sótt fram um 40 km. með járnbrautarlínunni, sem liggur á milli Karkov og Stalingrad. Þeir hafa og tekið fjölda flugvalla á steppunni milli Don og Volgu. Rússar hafa mjög öflugt fluglið á þessum vígstöðvum og tekur það mik- inn þátt í bardögunum. Þjóð- verjar eru víða sagðir vera á óskipulögðum flótta og láta Rússar riddarliðssveitir kósakka elta þá flóttanum. fjöldi Þjóðverja féllu. Fréttirnar í dag benda til þess að svipaður hraði sé í sókn Rússa og áður, þó mun mót- spyrna Þjóðverja vera nú öfl- ugri en fyrst í stað og segja Rússar að Þjóðverjar flytji allt það varalið til vígstöðvanna, sem þeir hafi á takteinum. Sænska blaðið Stokkholm Tidningen segir frá, að menn séu mjög órólegir í Þýzkalandi yfir síðustu atburðum á austur- vígstöðvunum. Zukov, yfirforingi Rússa á mið- vígstöðvunum. Þjóðverjar skýrðu frá því í herstjórnartilkynningu sinni í dag, að Rússar hefðu hafið sókn á breiðri víglínu suður af Kalinin og suðaustur af Toro- petz og tekizt að brjótast inn í varnarstöðvar Þjóðverja, en í gagnárás hafi Þjóðverjar rétt víglínu sína. Þjóðverjar hafa um lengri tíma skýrt frá því, að Rússar væru á þessum vígstöðvum að safna saman miklu liði og muridu þeir hafa í hyggju að hefja þarna stórsókn. Þjóðverj- ar segjast því hafa verið undir- búnir undir sókn Rússa á þess- um slóðum og hafi getað tafið mjög mikið fyrir henni með stöðugum loftárásum. Blaðið ,,Isvestia“ gefur í skyn í dag, að Rússar muni bráðlega hefja sókn á öllum vígstöðvum, allt frá Murmansk til Kákasus. Rússar hafa enn ekkert getið í fréttum sínum um sóknina á Kalinin vígstöðvunum. Þar er nú þegar kominn mikill snjór. Fréttir frá Ítalíu herma, að flestar verksmiðjur í Genúa séu nú óstarfhæfar vegna loftárása brezkra flugvóla, og þær verk- smiðjur, sem ekki ihafi skemmzt í loftárásuim, séu nú ekki starf- ræktar vegna gas- eða rafmagns skorts. Þá hefir fjöldi verka- manna flúið borgina vegna loft- árásanna og neita áð komá til hennar aftur. Frá Nýju Guineu. Efri myndin sýnir ameríkska flugmenn í Nýju Guineu. — Neðri myndin er af ameríkskum hermönnum í Nýju Guineu. v v \ t \ í V \ s s \ \ \ s s * s s s s > \ s s s s • s \ s s Nýja Gainea : japönam misíekst landsetning liðs. LONDON í gærkveldi. VIÐ BUNA standa nú yfir harðir bardagar, þar sem hersveitir bandamanna hafa um- kringt hersveitir Japana. í sein- ustu fréttum er sagt frá því, að Japanir hafi nú engar flugvélar sér til stuðnings, og munu því bandamenn vera búnir að ná báðum flugvöllunum við borg- ina á sitt vald. Japanir hafa gert tilraun til að landsetja mikið herlið frá tundurspillum, en fluglið banda manna hindraði það, og var •sökkt' tveimur tundurspillum og einn tundurspillir laskaður. Arásir á meginlandið London í gærkv. Flugvélar frá Englandi hafa í dag farið til loftárása á megin- landi. Gerðar voru loftárásir á herstöðvar og samgönguleiðir í Frakklandi, Hollandi og Belgíu. Tvö flutningaskip Þjóðverja voru hæfð sprengjum fyrir ut- an Hollandsstrendur. Þá var einnig þýzkt flutningaskip við Noregsstrendur. hseft tundur- skeyti. VðldiB á hafinn ráða árslitnm. LONDON í gærkveldi. A LEXANDER flotamálaráð- herra Breta flutti ræðu í dag, þar sem hann gerði að um- talsefni þýðingu þess, að 'hafa yfirráðin á sjónum. Alexander sagði, að það hefði verið óhugsandi að framkvæma hernaðaraðgerðirnar í Afríku án þess að ráða á höfunum. Það gildir hið sama í dag og fyxir 100 árum. Bretar sigruðu Na- póleon að lokum vegna valds síns á hafinu. Við verðum að vísu í dag að ihafa flugvélar til verndar flota okkar, sagði Alexander. . Hitler befir ávalt óttast að berjast á tveimur vígstöðvum í senn, en vér munum sjá um, að hann fái að berjast á mörg- um vígstöðvum samtímis. Alexander sagði að lokum, að Stalin og Tímoshenko hefðu val- ið hið rétta augnahlik til þess, að hefja sókn og óskaði þeim til hamingj.u með sigurinn. Hann varaði þó við of mikilli þjartsýni, þó að vel gengi eins og stæði. Loftárásir á flugvelli i Burma. AMERÍKSKAR flugvélar, er hafa bækistöðvar í índ- landi, hafa með árásum sínum neytt Japani til að yfirgefa flug- völl einn í Burma. í Er það fhigvöllurinn í Myit- kyina, sem flugvélar banda- manna hafa hvað eftir annað i gért árásir á, svo að Japönum héfir ekki þótt vært þar, enda er hann svo langt frá öllum birgðastöðvum, að flutningar til hans voru mjög erfiðir. Flugvélar Stillwells í Kína hafa gert mikla árás ó flugvöll hjá Kanton í Suður-Kína. Var kveikt á flugskýlum og öðrum mannvirkjum og 9 flugvélar voru eyðilagðar. Bandaríkjamenn hafa líka gert árás á Hofnina í Haipong í Franska Indó-Kína. Stóru flutn- ingaskipi — um 12 000 smál. að stærð — var sökkt þar ’í höfnina. S Kafbáti sökkt við| ísland. 1 n — $ ^ T FRÉTTUM á norsku frá$ • J. London í gærkvöldi var ■ Ssagt frá því, að amerísk flug-^ Svél hefði sökkt þýzkum kaf-S •bát við strendur fslands, og^ ^þar sem þetta átti sér stað,ý Svar þess getið um leið, að áS 'jskipi ekki mjög langt í burtu; Vhafi Alexander flotamálaráð^ ^herra Breta verið um borð,^ Sog hafi hann verið að komaS iúr eftirlitsferð frá íslandi. S S______ S Danmörku hafa látið dæma tvo Dani fyrir árðóur meðal þýzkra hermanna, • Þjóðverjar lýstu því yfir, að ef slíkjr atburðir endurtækju sig, yrði gripið til enn alvarlegrí ráðstafana. Þýzku hernaðaryfirvöldin í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.