Alþýðublaðið - 27.11.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.11.1942, Blaðsíða 7
FSgt^gK 27. nóivember 7 i ; 1 í I Bærinn í dag. v Næturlæknir er í>órarinn Sveins son, Ásvallagötu 5, sími: 2714. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Jöunn. Háskólafyrirlestur. Kurt Zier flytur fyrirlestur í I. kennslustofu Háskólans mánudag- inn 30. nóv. kl. 5,45 e. h. um eðli hixma listrænu forma. Fyrirlestur- inn verður flúttur á íslenzku. Skuggamyudir sýndar. Öllum heimill aðgangur. Ðansinn í Hrnna eftir Indriða Éinarsson, verður sýndur í kvöld kl- 8, og er það há- tíðasýning á vegum listamanna- félagsins. Hin eiginlega frumsýn- ing verður næstkomandi sunnu- dagskvöld. . Æska Edisons heitir mynd ,sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkið leikur Mickey Rooney. Framhaldssýning- ing á Gamla Bíó heitir Fálkinn á veiðum með George Sanders í aðalhlutverkinu. Útvarpstíðindi 3. hefti 5. árgangs er núkomið út. Hefst það á grein um 1. des- ember og heitir greinin stúdenta- váka. Þá er dagskráin yfir næstu viku, þá .grein um nýútkoma bók eítir Kristján Friðriksson kennara, en bókin heitir Smávinir fagrir, framhaldssaga eftir Selmu Lager- löf, sem heitir Rauðbrystingurinn. Sverrir Kristjánsson ritar grein um Gorki, enn er grein um erindi þau, sem flutt verði í vetur í út- varpið á vegum Náttúrufræðifé- lags tslands, og loks er grein um þátt leikaranna í listamannavik- unni. Skýrsla um Kennaraskólann í Reykja- vík fyrir veturna 1937—38, 1938— 39, 1939—40, og 1940—41 er ný- komin út. í upphafi skýrslunnar er minnst tveggja látinna kennara skólans, þeirra Björns Björnsson- ar teiknikennara og Sigfúsar Ein- arssonar söngkennara, en síðan er almenn skólaskýrsla um starfstíma skólans, nemendur, kennara og vevkaskiptingu, námsbækur og námsefni, kennslustundir, próf, kennarapróf í sérgreinum, sjóði skólans og ýmislegt fleira. Snmarbðstaðirnir i Fossvogi. Frh. af 2. sáðu. geyimslu íyrir utan þvottaliús og þurrkhús, í einu og sama húsinu. Og þótt þetta kunni að vera ýkjur, vita það allir, ag ó- hæfilega , stórt húsnæði hafa fjöhnargir eignamenn þessa hæjar, húsnæði, sem 'betur væri komið í afnot húsnæðislausra hæjarbúa, heldur en setja þá í sumarbústaði, óholla, ef ekki ó- forsvaranlega til íbúða, en eig- endunum sjálfum mieinað að hafa heils árs afnot 'af, og verð- mætum þeirra stefnt í hættu af illri meðferð. Ferðafélagið. Frh. af 2. síðu. Ferðafélagsins að kynna land- ið. Það hefir nú gefið út 15 ár- bækur, sem allar eru hinar vönduðustu. Árbækur þessar fjalla um þau efni, sem nú skal greint: 1928: Þjórsárdalur, 1929: Kjalvegur, Eyfirðingavegur, 1930: Þingvellir, 1931: Fljóts- hlíð, 1932: Snæfellsnes, 1933: Fjállabaksleiðir, 1934: Þingeyj- arsýslur — Mývatnssveit, 1935: Vestur-Skaftafellssýsla, 1936: Reykvík og nágrenni, 1937: Austur-Skaf tafellssýsla, 1938: Eyjaförður, 1939: Fuglabókin, 1940: Veiðivötn á Landmanna- afrétti, Sæluhús á íslandi, 1941: Kelduhverfi, Tjörnes, 1942: Kerlingafjöll. Þegar eru í smíðum fleiri hér aðslýsingar, og er tilgangurinn sá, að þannig verði allt landið tekið til meðferðar. Daníel Bruun ánafnaði félag- inu íslandsuppdrátt sinn, sem nú er uppseldur, en nú er verið að prenta í Washington íslands- uppdrátt á vegum félagsins, heildaruppdráttur, sem er vand aðasti og handhægasti íslands- uppdráttur, sem völ verður á. Loks hefir Ferðafélagið um margra ára skeið gengizt fyrir góðum og vinsælum skemmti- og kynningarkvöldum, einu sinni í mánuði hverjum á vetr- um, og hefir jafnan fjöldi fólks sótt þau. Forsetar Ferðafélagsins hafa þessir menn verið: Jón Þorláks- son fyrstur, þá Björn Ólafsson, sem líka var aðalhvatamaður- inn að stofnun þess, svo Gunn- laugur Einarsson, þá Jón Ey- þórsson, og loks Geir Zoega, sem nú er forseti. Það er full, ástæða til þess að óska Ferðafélagi íslands til hamingju með unnið starf og óska því þess, að gott framhald megi verða á því starfi. Starfsemi dr. Rich- ards Beck. SÚ kynning lands vors og þjóðar í Vesturheimi, sem dr. Riehard Beck prófessor framkvæmir með ári hverju, er mjög víðtæk og hin þarfleg- asta. Hann er sískrifandi um íslenzk og norræn efni í blöð og tímarit, bæði á enska tungu og íslenzka, og það á þann veg, að því er veitt athygli, sem frá honum kemur. Skulu hér taldar nokkrar greinar eftir hann frá síðustu árum. „Rithöfundurinn Sigurður Eggertz“ (Jólablað Lögbergs 1940), hlýleg grein og sann- gjörn. Nýjatestamentis-þýðing Odds Gottskálkssonar,“ fróðleg ritgerð í Almanaki Ó. S. Th. 1940. „Hulda skáldkona“ (Tímarit Þjóðræknisfélagsins 1940). í 6. hefti af „Nordmanns förbundet,“ 1942, skrifar hann „Hilsen til det norske folk fra Islender í Vesterheimen“ og einnig um hefti það af tímarit- inu „Jörð“, sem helgað var Noregi. 1 „Scandinavian Studi- es“ (nóv. 1941) á hann grein um norska skáldið Johan Falk- berget og ritdóm um „The Ice- landic Physiologus“ og The Illuminated Manuscripts of the Jónsbók“ eftir Halldór próf. Hermannsson. Loks ritar hann í „Heimskringlu“ (12. nóv. 1941) um „sjö alda minning Snorra Sturlusonar“, langa grein og fróðlega. Þar að auki er próf. Beck formaður í Þjóðræknisfélagi ís- lendinga í Vesturheimi og vinn- ur þar mikið starf og þarft. Jakob Jóh. Smári. Aðalfnndnr Danska fdagsins. DANSKA FÉLÁGIÐ (Det Danske Selskap í Reykja- vík), sem stofnað var 1923, hélt nýlega 19. aðaKund sinn. Formaður félagsins, Sv. A. Jobansen, gaf ársskýrslu og lagði fram endurskoðað reikn- ingshald fyrir félagið og hjálp- arsjóð þess. Var hvorttveggja samþykkt og gjaldkeranum, Kornerup-Hansen, þakkað fyrir ágætt starf. Sv. A. Johansen heildsali baðst undan endurkosningu, og var honum þakkað fyrir margra ára vel unnið starf í þágu félagsins, enda stendur það í fullum blóma og hefir tala innanbæjarfélaga aukizt um helming síðast liðið ár. Nýr formaður var kosinn O. Kornerup-Hansen heildsali. — Fyrir er í stjórninni K. A. Bruun, gleraugnasérfræðingur, sem er varaformaður. Endur- kosinn var Johs. Lundegaard, verkfræðingur, og er hann skrif- ari og skjalavörður. Nýkosnir voru A. Herskind, framkvæmda stjóri, gjaldkeri, og A. P. Niel- sen verkstjóri. Endurskoðendur voru kosnir G. E. Nielsen lögg. endurskoð- andi og H. Junver cand. pharm. Formaðurinn, Kornerup- Hansen, tók áfram að sér að stjórna hjálparsjóðnum. Harður hnefaleikur. ^ 0 ’ œatKMA’ I hörðum hnefaleik, sem nýlega fór fram í Washington, sigr- aði Lee Savold (til vinstri á myndinni) Lou Nova í áttundu lotu. Myndin sýnir, hvernig Lou Nova missti marks, þegar hann ætlaði að greiða andstæðingnum vel útiláitið högg. j Hann beygfii sig og komst þannig undan högginu. Med Sorg maa vi meddele, at Firmaets dygtige og trofaste Formand. Hans P. Jensen dödeTFredag den 10 novbr. som Fölge af et Ulykkes-; tilfælde. Bisættelsen vil finde Sted fra Domkirken í Reykja- vík Lördag den 28 November kl. 1 x/2. » Höjgaard & Schultz A/s. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát ogCjútðarför mannsins míns og föður okkar láhðnnesar V. H. Sveinssonar kanpmanns. iQuðlaug Björnsdóttir. Kristín Jóhannesdóttir. Sveinn Jóhannesson. Ólaíur Jóhannesson. ■• jA'iÍr . fæst í lausasölu á eftirtöldum stöðum: Langarneshverf i: Laugarnesvegi 52 (verzlunin Vitinn). Austnrbær: Hringbraut 61 (brauðbúðin). Laugavegi 139 (Verzl. físbyrgí). — 126 (vcitingastofan ,,Póló“) — 72 (veitingastofan „Svalan“). — 63 (veitingastofan). — 61 (brauðbúð Alþýðubrauðgerðar- innar). — 45 (veitingastofa). — 34 (veitingastofa). — 12 (tóbaksverzlun). HverfisgötuI71 (verzlunin „Rangá“). — 69 (veitingastofan). Týsgata 8 (Ávaxtabúðin). Bergstaðastræti 40 (matvöruverzlun), — 10 (rFlöskubúðin“). Skólavörðustíg 3 B („Leifskaffi"). Vestnrbær: Vesturgata 16 (veitingastofa). — 26 (Konfektgerðin „Fjóla“). — 45 (veitingastofan „West-End“). — 48 (veitingastofan). Bræðraborgarstigur 29 (brauðbúðin). Kaplaskjólsvegur 1. (Verzl. Drífandi.) Miðbær: Kolasund (tóbaksverzlun). Orímstaðabolt: Fálkagata 13 (brauðsölubúð). V s s I Vélskipið Þórðnr Sveinsson strandar VÉLSKIPIÐ Þórður Sveins- son strandaði í fyrrakvöld við Snæfellsnes. Mannbjörg varð, en einn maður fótbrotn- aði og annar meiddist lítils hátt- ar. Á strandstaðnum voru há björg og ekki hægt að komast þar að frá landi, en þar sem skipið liggur er stórgrýti. t fyrrakvöld varð strandsins vart frá bæ vestan við Arnar- stapa. Var það strax tilkynnt til símstöðvarinnar á Amarstapa og náði Amarstapi sambandi við Slysavarnafélagið. Um nóttina fóru menn frá Arnarstapa út að skipinu á smá- báti og komu þá strandmenn á móti þeim í björgunarbáti skips- ins. Höfðu þeir séð ljósin á smá- bátnum. 60 ára varð í gær £rú Karen Margrethe Kaldalóns, kona Sigvalda Kalda- lóns tónskálds. Hún er fædd f Nöddebo á Norður-Sjálandi. Ung nam hún hj úkrunarfræði og starf- aði við spítala I Kaupmannahöfn, þar sem hún kynntist manni sín- um, sem þá var við framhaldsnám í læknisfræði úti í Kaupmanna- höfn. Árið 1910 fluttist þau hing- að til íslands, og hefir hún þvf verið rúm þrjátíu ár hér á lmndL

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.