Alþýðublaðið - 08.01.1943, Blaðsíða 2
Úr Vesturbænum, málverk eftir Finn Jónsson, sem er meðal
vinninganna í happdrætti myndlistamanna.
Myndlistamenn stofna
tii happdrættis.
Til pess a© afla fjár fll a'á k@ma
sér app sýralmgarskáia.
FÉLAG ÍSLENZKRA MYNDLISTARMANNA er um
þessar mundir að koma sér upp sýningarskáia á loð-
inni við Alþingishúsið, og er byggingu hans svo vel á yeg
komið, að búizt er við, að skálinn verði tilbúinn til notkunar
síðast í þessum mánuði.
\
Jóaatan -Sallvarðs-
son settnr sátta
seitjari ríkisins.
Jön Steffensen settur
trygoingayfirlæhBir.
____ i
>
JÓNATAN HALLVARÐS
SON sakadómari hefir
vesrið settur sáttasemjari ríkis
ins í vinnudeilum og um leið
sáttasemjari í fyrsta sáttaum-
dæmi á meðan Björn Þórðar-
son dr. juris. gegnir ráðherra
gtörfum.
Prá þessu var skýrt í Lög-
birtingablaðinu, sem út kom í
fyrradag. í sama blaði er einnig
frá því skýrt, að Jón Steffensen
prófessor hafi verið settnr yfir-
læknir Tryggingarstofnimar rík-
isins á meðan Jóhann Sæ-
mundsson læknir gegnir -ráð-
herrastörfum.
Áður hefir verið skýrt frá
því, að ísleifur Árnason pró-
fessor hafi verið settur hæsta-
réttardómari meðan Einar Am-
órsson prófessor gegnir ráð-
herrastörfum, Kristján Krist-
jánsson fulltrúi settur lögmað-
ur meðan Björn Þórðarson
gegnir ráðherrastörfum, og Jón
Maríasson, aðalbókhaldari
Landsbankans, settur banka-
stjóri í forföllum Vilhjálms
Þórs.
Jölatrésskevmtnn
Vélstjórnfél. tslands.
ÉLSTJÓRAFÉLAG ÍS-
LANDS heldur jólatrés-
skemmtun í Oddfeltowhúsinu
næst komandi þriðjudagskvöld,
og hefst hún kl. 5 síðdegis.
Dansáð verður á eftir. Að-
göngumiðar verða seldir félags-
mönnum í skrifstofu félagsins í
Ingólfshvoli á morgun og mánu
dag.
í tilefni af þessu kallaði
stjórn félagsins, en í henni eru
nú þeir Jón Þorleifsson',' for-
maður, Finnur Jónsson, ritari
og Marteinn Guðmundsson,
gjaldkeri, blaðamenn á fund
smn í gær að Hötel Borg og
ræddi við þá um starfsemi fé-
lagsins.
Hóf formaður félagsins, Jón
Þorleifsson, mál sitt á því að
lesa fyrir blaðamönnum lög fé-
lagsins, en því næst las hann
upp nöfn allra félagsmanna, en
þeir eru alls fjörutíu, þrjátíu
og sex myndlistarmenn og fjór-
ir arkitektar, sem voru í Banda-
lagi íslenzkra listamanna, áður
en því var skipt í deildir, en
það var gert fyrir um tveimur
árum.
Tuttugu og átta myndlistar-
menn eru hér á landi, en átta
erlendis, sex í Kaupmannahöfn
og tveir í Ameríku. í Kaup-
mannahöfn eru: Frú Inger
Blöndal, kona Gunnlaugs Blön-
dal, Jón Stefánsson, Grethe L.
Scheving, Júlíana Sveinsdóttir,
Sigurjón Ölafsson og Svafar
Guðnason. Vestanhafs eru:
Emil Walters í New York og
Nína Sveinsdóttir í Hollywood.
Um byggingu Sýningarskál-
ans og undirbúning byggingar-
innar fórust formanninum orð
á þessa leið:
— 'Rétt eftir áramótin 1941
og 1942 var byrjað á undirbún-
ingi að byggingu skálans. Feng-
um við þá vilyrði fyrir lóð und-
ir hann við Tjörnina, sem bær-
inn átti. Var þá gert ráð fyrir,
að hann j>rði 300 fermetrar að
gólfrými og átti hanrt að kosta,
samkvæmt áætluninni, um 70
þúsund krónur. Höfðum við þá
fengið loforð fyrir 60 þúsund
króna láni með góðum kjörum,
en þá strandaði á því að lóðin
fengist.
Snerum við okkur þá til rík-
isstjórnarinnar, sem leyfði okk
ur að byggja á lóð við Alþing-
ishúsið. Komumst við þá að
raun um, að við gátum haft
húsið stærra á þessari lóð,.
Gunnlaugur Halldórsscn gerði
þá uppdrátt að húsi, sem var
361,6 fermetrar að gólfrými og
var áætlað, að byggingarkostn-
aður yrði um 120 þúsund krón-
ur.
Urðum við nú að gera ráð-
stafanir til þess að afla fjár
þess, er á vantaði, en 60 þús-
Frh. á 7. sSSu.
ALÞÝÐUBUÐfi
Föstndagur 8.
janúar
m m ■
Nýja Bió í næstu viku.
" M ♦..;•—
Drúfúr reiðinnar, eftir hinni
frægn skáldsðgu Steinbeek9s.
.»
NÝJA BÍÓ sýnir mjög bráðlega, eða í næstu viku, kvik-
mynd, sem farið hefir sigurför um allan heim. Er það
ameríkska stórmyndin Drúfur reiðinnar, sem gerð er sam-
kvæmt samnefndri skáldsögu, The Grapes of Wrath, eftir
ameríkska rithöfundinn John Steinbeck.
Myndin er tekin mjög ná-
kvæmlega eftir skáldsögunni,
en um hana er óhætt að segja,
að fáar bækur, sem út hafa
komið á síðustu árum hafa vak-
ið jafnmikla athygli, enda er
höfundur hennar talinn, ásamt
Emest Hemingway, snjallasti
rithöfundur, sem nú er uppi í
Ameríku.
Er það kvikmyndafélagið
Century-Fox Picture, sem hefir
látið gera myndina og er til
hennar vandað svo sem kostur
er á. Leikstjóri er John Ford,
en áðalhlutverkin leika Henry
Fonda, Jane Darwell, John
Carradine og Russel Simpson.
1 kvikmyndinni er auk þess
fjöldi persóna.
Þótt skáldsaga þessi hafi
fengizt hér í búðum á ensku,
er ekki við því að búast, að al-
menningur hafi getað notfært
sér hana, því að hún er á þungri
ensku. Svo að fólk eigi auðveld-
ara með að átta sig á gangi
myndarinnar, þegar það sér
hana, verður birtur hér þráður-
inn í myndinni í örstuttu máli:
Eftir auðum veginum kemur
Tom Joad síðla dags. Hann er
ungur maður á heimleið til for-
eldra sinna og annarra ætt-
menna, sem hann hefir ekki
séð í fjögur ár, því að hann hef-
ir verið í fangelsi þennan tíma.
Á veginum hittir Tom póstbíl
og biður bílstjórann að lofa sér
að sitja í. Reyndar er það bann-
að, en bílstjórinn tekur hann
samt upp í með því skilyrði, að
hann láti lítið á sér bera. Þegar
Tom er kominn nálægt heim-
kynni sínu stígur hann af bíln-
um og heldur út af veginum.
Eftir ofurlitla stund vill svo til,
að Tom rekst á Jim Cary, leik-
prédikbra nokkurn, sem ekki
hefir átt sjö dagana sæla upp
á síðkastið. Til þess að hressa
hann dregur Tom upp vasapel-
ann sinn og gefur honum að
súpa á. Fer þá að losna um mál-
beinið á Casy, og hann trúir
Tom fyrir því, að prédikunar-
Stjórn Alltýðusambatds
/ •
ins íær kauplækknnar
krofur hraðfrystifms
eigenda til meðferðar.
f FYRRAKVÖLD var fmtd-
ur með hraðfrystihúsaeig-
endum og stjórn Alþýðusam-
bandsins. En hraðfrystihúsaeig-
endur hafa, eins. og frá hefir
verið skýrt hér í blaðinu, farið
fram á kauplækkun.
Á fundinum skýrðu frysti-
húsaeigendur frá kröfum sín-
um, og var ákveðið að þeir
skyldu síðan senda Alþýðusam-
bandinu kröfurnar bréflega, en
síðan mun stjórn þess ræða þær
á fundum sínum, taka afstöðu
til þeirrh og þá einnig svara
þeim bréflega.
Alþýðublaðið mun fylgjast
með þessari tilraun frystihúsa-
eigenda til kauplækkunar og
skýra frá því, sem gerist, jafn-
óðum og kunngert verður.
starfsemi sín sé reyndar að
mestu leyti loddaraskapur. En
eigi að síður er Casy bezta
skinn inni við beinið. Því næst
verða þeir samférða Tom og
Casy.
Þegar þeir koma heim í sveit-
ina, þar sem Tom á heima, kom-
ast þeir að raun' um, að land-
eigendafélag hefir svælt undir
sig allt land bændanna og er að
reka þá burtu. Flestir eru þegar
farnir, en hinir eru á förum —
til fyrirheitna landsins, Kali-
fomíu, en þangað er geysilöng
leið. Þegar Tom hittir foreldra
sína, afa sirfh og ömmu og ann-
að skyldfólk, verður heldur en
ekki fagnaðarfundur, en Tom
kemst að því, að þau þurfa að
leggja af stað strax daginn eft-
ir. Um morguninn lætur fjöl-
skyldan nauðsynlegasta farang-
ur sinn á bíl og nú er lagt af
stað í hina löngu ferð og pré-
dikarinn, Casy, er með.
Hefst nú hið erfiðasta og æv-
intýralegasta ferðalag. í einum
1
í'Ws
j BýáfsfapaðBf il-
ios annað kvðld.
A^þýðuflokksfélag
REYKJAVÍKUR heldur
nýársfagnað í Alþýðuhúsinu
annað kvöld, og hefst hann
klukkan 8 V2.
Friðfinnur Ólafsson setur
skemmtunina, þá verður sam-
drykkja og almennur söngur,
Barði Guðmundsson flytur
ræðu, þá skemmtir Gísli Sig-
urðsson, formaður félagsins,
Haraldur Guðmundsson. flyt-
ur ávarp og að lokum verður
stiginn dans.
Þarf ekki að efa, að félag-
ar fjölmenni á þessa skemmt-
un.
áfnganum deyr afi gamli og
Casy les yfir honum, þegar
hann er jarðaður. Því næst er
haldið áfram um Oklahoma,
Texas og Nýju Mexiíkó. Mað-
ur, sem er að koma frá Kali-
forníu, ræður þeim frá að fara
þangað, en þau halda áfram
samt. Þegar kemur til Arizona
vara umsjónarmenn ekranna
Joadfjölskylduna við að nems
þar staðar og nú deyr amma
gamla, sem ekki hefir þolað erf-
iði ferðalagsins. Loksins sést,
Frh. á 7. síðu.
En 11 stiipulagiA «9 lís-
byggiKfliina við Skúlag.sííg.
Amtmannsstígur í beiniti linu frá
Rirkjustræti aá Skólaworðnstíg.
Samtal við Eiaar Sveinsson arkitekt.
EINAR SVEINSSON arki-
tekt hefir komið að máli
við Alþýðublaðið út af grein,
sem birtist hér í blaðinu um
áramútin um skipulagið við
neðri enda Skólavörðustígs
og húsbyggingu Sveins Zoega
þar, sem allmikið hefir verið
rætt um.
„1 fyrirsögn greinarinnar
kennir misskilnings11, segir Ein-
ar Sveinsson. ,,Þar mun vera
átt við Skipulagsnefnd ríkisins,
sem Geir Zoega vegamálastjóri
er formaður fyrir, en ekki við
þá, sem fara með skipulagsmál
fyrir hönd bæjarins.
Annars vil ég taka þetta fram
í sambandi við þettá mál: Upp-
drátturinn að skipulagi við
Skólavörðustíginn, ásamt hinu
væntanlega torgi við Banka-
stræti og Ingólfsstræti var gerð
ur í maí áf mér og Herði Bjarna
syni. Hann var samþykktur og
áritaður af formanni Skipulags-
nefndar ríkisins og húsameist-
ara ríkisins.
Þann 17- júlí var þessi upp-
dráttur ásamt bréfi skipulags-
nefndar, fyrir bæjarráði. Bæj-
arráð vildi ekki að svo stöddu
samþykkja uppdráttinn. Hins-
vegar var þeim, sem standa að
byggingu nefnds húss leyft að
byrja í byggingunni, þar sem
það kom ekki í bága við þessa
né eldri tillögur um Skólavörðu
stíginn. Þetta hús er í þeinu
framhaldi af húsi Friðriks Þor-
steinssonar (Skólavörðustígur
12) og götubreidd er 12,5 metr-
ar, eins og alltaf hefir verið
gert ráð fyrir að hún yrði.
Mér virðist að fólki finnist að
þetta sé ekki þannig. Fólki
finnst að Bankagtræti 14 muni
skaga út í götuna. En þetta er
ekki þannig. Auk þess gjör-
breytist viðhorfið um leið og
torgið kemur og stendur húsið
þá að mínu áliti mjög myndar-
lega við það.
Það er misskilningur að um
þetta mál hafi verið deilur, og
mun hann stafa af því, að nú,
fyrir skömmu sendi skipulags-
nefndinn bæjarráði nýtt bréf,
eftir að bygging hússins var fyr
ir löngu hafin. Leggur nefndin
þar til að búðargluggar neðri-
hæðar hússins verði færðir inn,
og efri hæð þess hvíli á súlum,
sem nemi við gangstéttarbrún.
Þetta vildi bæjarráð ekki sam-
þykkja á fundi sínum 18. des-
ember. Aðrar tillögur hafa mér
vitanlega ekki komið fram enn
frá nefndinni. Hvernig byggt
verður fyrir austan húsið er
ekki endanlega ákveðið.
Annars eru öll skipulagsmál-
in í athugun. Við vimium að
skipulaginu fyrir Reykjavíkur-
bæ, hugsum okkur til dæmis að
beint samband komi frá Berg-
staðastræti og Skólavörðustíg
um Ámtmannsstíg, Kirkju-
stræti og Túngötu. Þetta sam-
band ætti að létta mikið á um-
ferðinna um neðri enda Skóla-
vörðustígs og Bankastrætis,
sem er hættulegur til umferðar,
þar sem þær mætast.
En þetta er annað máí.