Alþýðublaðið - 08.01.1943, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.01.1943, Blaðsíða 7
 m Bærinn í dag. \ ííœturlæknir er í nótt Pétur H. J. Jakobsson, Rauðarárstíg 82, simi 2735. Nœturvörður er í Laugavegsapó- teká. Næturvarzla bifreiða: Bifreiða- stöðin Hekla. ÚTVARPIÐ: 20,30 Útvarpssagan: Úr æsku- minningum Gorkis (Sverrir Kristjánsson). 21,00 Píanókvintett útvarpsins. 21,00 Symphoníuhljómleikar. 21,20 Bindindisþáttur: Ólafur B. Björnss., Akranesi. 21,40 Hljómplötur: Orgellög. 21,50 Fréttir. 23,00 Dagskrárlok. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Guðrún Karlsdóttir, Baldursgötu 26, og Jón Guðjóns- son bifvélavirki, Grettisgötu 31. Söngskemmtun heldur barnakórinn Sólskins- deildin, söngstjóri Guðjón Bjarna- son, í Nýja Bíó n.k. sunnudag kl. iy2. Einsöngvarar verða Agnar Einarsson og Bragi Guðmundsson. Aðgöngumiðar eru seldir í dag í Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga- dóttur og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Sólskin á Havana, myndin, sem Nýja Bíó 'sýnir núna, er mjög skemmtileg og glæsileg. Aðalhlutverkin leika Aliee Faye, John Payne, Carmen Miranda og Cesar Romero. Stúlku vantar strax í þvottahúsið Eili- og hjúkrunarheim- ilisins Grund. Uppl. gef- ur ráðskona p vottahússins Hokkrar stúlkar geta fengið atvinnu við létt- an iðnað. Magni h. f. Þingholtsstræti 23. Skíðafólk! Syefnpokar, Vattteppi, Bakpokar, .Stormblússnr VCRZL Grettisgötu 57. Listmálara Oliulitir, Léreft, Vatnslitir, 1 } 7 Pappír. tii happdrætíis. Prh. af 2. síðu. til þess. Höfum við nú gefið út und króna lánsins nutum við enn. Akváðum við þá að stofna til happdrættis og fengum leyfi 10,000 miða og seljum þá á 5 krónur miðann. Höfum við þar gert ráð fyrir 50,000 króna tekj um. I happdrættinu eru seytján vinningar og eru það allt lista- verk eftir félagsmenn sjálfa. Vinningarnir eru: 1. Frá Þing völlum, málverk eftir Ásgrím Jónsson, 1200 kr., 2. Reykja- víkurhöfn, eftir Gunnlaug Blðndal, 1200 kr., 3. Landslag, eftir Jóhannes Kjarval, 1200 kr., 4. Landslag, eftir Jón Eng- ilberts, 1200 kr., 5. Vesturbær- inn, eftir Finn Jónsson, 1000 kr., 6. Blóm, eftir Jón Þorleifs- son, 1000 kr., 7. Jökulsá í Ax- arfirði, eftir Agnete Þórarins- son, 800 kr., 8. Uppstilling, eft- ir Kristínu Jónsdóttur, 800 kr., 9. Landslag, eftir Snorra Arin- bjarnar, 800 la-., 10. Úr Keldu- hverfi, Sveinn Þórarinsson, 800 kr., 11. Uppstilling, Þorvaldur Skúlason, 800 kr., 12. Borð- lampi, Agúst Sigurmundsson, 700 kr., 13. Ávaxtaskál, Mar- teinn Guðmundsson, 700 kr., 14. Landslag, Eyjólfur Eyfells, 500 kr., 15. Gólfvasi, Guðmund- ur Einarsson, 500 kr., 16. Lands lag, eftir Nínu Tryggvadóttur, 500 kr., 17. Vatnsmálverk, eftir Jóhann Briem, 300 kr. Þegar við byrjuðum1 að selja miðana, sendum við bréf til um 400 kaupmanna og atvinnurek- enda í bænum. Er þegar búið að selja töluvert og verður dreg ið 1. apríl. Þess má geta, að einn maður hér í bænum, sem ekki vill láta nafns síns getið, keypti kappdrættismiða fyrir 1000 krónur og annar keypti fyrir 500 krónur. Þá hefir Jó- hannes Reykdal frá Setbergi við Hafnarfjörð tilkynnt, að hann muni gefa 1500 krónur til skálabyggingarinnar. Skálinn ætti, ef veður haml- ar ekki, að vera uppkominn síð- ast í þessum mánuði, en sýn- ingar mun ekki verða hægt að halda fyrr en í marzmánuði. Húsið verður mestmegnis stór salur, sem hólfaður verð- ur sundur með lausum veggj- um. Þama verða haldnar bæði einkasýningar og samsýningar. Þannig fórust formanni Fé- lags íslenzkra listamanna orð. Þarf ekki að efa, að hver ein- asti miði seljist, svo að hægt verði að afla fjár til þhss, að þessi listgrein, sem fram að þessu hefir verið heimilislaus hér í bænum, fái þak yfir höf- uðið. Þetta er ekki einungis hagsmunaatriði fyrir listamenn ina sjálfa, heldur miklu fremur menningaratriði fyrir bæjarbúa sjálfa. Félagslíf - VALUR SKÍÐAFERÐ 7r 4. Sinii 2131. Farið verður i Skíðaskálann á laugardagskvöld kl. 9 e. h. og sunnudagsmorgun, ef þátttaka Jeyfir. Uppl. gefur Þorkell Ingv- arsson. Sími 38,34. Aríðandi að þátttakendur gefi sig frarn fyr ir föstudagskvöld. Skíðanefndin. ÚtbreiSiS AlþýðublaSið! Heimsfrægkvikfnynd Drúfnr reiðinnar. Frh. af 2. síðu. hið fyrirheitna land og' Joad- fjölskyldan slær upp tjöldum sínum við tjaldbúðir annarra, sem eins er ástatt um í Okie. Þar ríkir hungursneyð og skömmu seinna koma þangað umboðsmenn atvinnurekenda, sem eru að útvega verkamenn. Verður við það tækifæri upp- hlaup og Casy er tekinn fastur. Ekki er Joadfjölskyldunni þarna lengur til setu boðið og enn er farangurinn lagður á bíl- inn. Segir nú ekki af ferðum fyrr en fjölskyldan hittir mann, sem býður Tom atvinnu. Tom gengur að því, og maðurinn segir til vegar, hvert fara skuli. Þegar þangað kemur hittir Tom Casy og kemst nú að'raun um, að leikið hefir verið á hann. Ríkir þarna hin mesta harð- stjórn og lýkur með því, að Casy er drepinn, en Tom kemst með naumindum undan á flótta, og Joadfjölskyldan verð- ur enn að halda áfram sinni löngu vegferð. I þetta skipti sezt hún að í tjaldbúðum, sem stjórnin hefir umráð yfir í Weedpatch. Þar er ágætt að vera, en Tom kemst brátt að raun um, að iögreglan er á hæl- unum á honum. Hann kemst Undan og skilur við fjölskyldu sína, því að hann segir, að hann eigi hvergi heima nema þar, sem hungrað fólk sé að berjast fyrir tilveru sinni. Og enn legg- ur Joadfjölskyldan af stað. Svo sem sjá má á þessum ör- stutta útdrætti er efni mynd- arinnar mjög fjölþætt, en auk þess er hún listavel leikin og gerð hennar öll með snilldar- brag. Er vel farið, að Nýja Bíó skuli hafa náð í þessa mynd og ætti fólk nú að nota tæki- færið og sjá hana, því að þar fer saman djúpur skáldskapur og óvenjuleg snilld í meðferð. Fangelson Valtins. Frh. af 3. síðu. Lætur ritstjóri blaðsins „The Emancipator“ að endingu í ljós, að hann geti ekki skilið fangels- un Valtins öðru vísi en að yfir- völdin hafi látið hinn hatramma áróður kommúnista gegn hon- um hafa nokkur áhrif á sig, en þeir séu honum reiðir fyrir það, hvernig hann hafi afhjúpað hina leynilegu starfsemi þeirra. Bæða Roosevelts. . Frh. af 3. síðu. ónir fyrir utan hinn mikla fjölda sjómanna, sem sigla með birgðir og hergögn til hinna ýmsu Bandamannaþjóða. Roosevelt sagði, að innrás yrði gerð á meginland Evrópu. Þegar sú innrás verður gerð, verða nazistunum greidd þung högg. Og það er víst, að á þessu ári mun leiðin til Róm, Berlínar og Tokio styttast. Að lokum ræddi Roósevelt nokkuð um framtíðarverkefni hinna sameinuðu þjóða eftir að friðurinn hefir verið saminn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við jarðarfö) i Eiinar Jónsdóttur. Fyrir hönd vandamanna. Jón Magnússmi. Eftirtaldir aðilar hafa öðlast rétt til að stunda við- skipti á kaupþingi Landsbanka íslands: Brunabótafélag íslands, Reykjavík Eggert Claessen og Einar Ásmundsson, hæstarétt- Eggert Claessen og Einar Ásmundsson, hæstrétt- armálafl.menn, Vonarstræti 10, Reykjavík Einar B. Guðmundsson og Guðlaugur Þorláksson, málaflutningsskrifstofa, Austurstræti 7,.Rvík. Garðar Þorsteinsson, hæstaréttarmálafl.maður, Vonarstræti 10, Reykjavík Jón Ásbjörnsson, Sveinbjörn Jónsson, Gunnar Þor- steinsson, hæstrréttarmálafl.menn, Thorvald- sensstræti 6, Reykjavík Kaupböllin, Hafnarstræti 23, Reykjavík Landsbanki íslands, Reykjavík Lárus Jóhannesson, hæstaréttarmálafl.maður, Suð- urgötu 4, Reykjavík Málaflutningsskrifstofa Lárusar Fjeldsted og Theó- dórs Líndal, Hafnarstræti 19, Reykjavík Sambánd íslenzkra samvinnufélaga, Reykjavfk Sjóvátryggingarfélag íslands H/F., Reykjavík Sparisjóður Reykjavíkui* og nágreniiis, Reykjavik Stefán Jóh. Stefánsson & Guðmundur I. Guð- mundsson, hæstaréttarmálafl.menn, Austur- stræti 1, Reykjavik Söfnunarsjóður íslands, Reykjavik Athygli er vakin á því, að þegar kaupþingsfélagar , kaupa eða selja verðbréf fyrir aðra á kaupþinginu, eru þeir skyldir til þess að taka í umboðslaun V2 % af upp- hæð viðskiptanna, ef um vaxtabréf er að ræða, en 1% , af hlutabréfum. • f Reykjavík, 7. janúar 1943. LANDSBANKI ÍSLANDS Æfifélagar i Í.S.f. hafa þessir menn gerzt i desem- ber síðastliðnum: Ásgeir Einarsson dýralæknir, Reykjavík. Kirstín Lára Sigurbjömsdóttir frú, Reykja vík. Helgi Eiríksson bankafulltrúi, Reykjavík. Páll Kr. Árnason verzl- ! unarfulltrúi, Reykjavík. Benedikt ; Jakobss. íþróttaráðunautur, Rvík. Sveinbjörn Árnason verzlunarm., Reykjavík. Sigmundur Sigmunds- son skipstj., Reykjavík. Eru u# æfifélagar Í,S.Í. 185 að tölu. Gamla Bíó , sýnii* um þessar mundir myud, sem heitir Vínarævintýri. , Aðal- leikarar eru Nelson Eddie og Jean- ette MacDonald. Framhaldsmyndin heitir Flærð og fegurð, með Robert Cummings og Loraine Day í aðal- hlutverkunum. Norska stjórnin í London hef- ár tilkynnt, að hún rnuni svifta 30 þúsund Quislinga og Þjóð- verjavini borgararéttindum og leyfi til að reka verziun eftir styrjaldarlo.k Skutu niður 40 flugvélar. Tjarnarbíó sýnir núna ævintýralega mynd ár Þúsund og einni nótt, Þjófurinn frá Bagdad. Er hún tekin af Alex- ander Korda, í eðlilegum litum. Aðalhlutverkin leika Conradt Veidt, Sabu, June Dupre öff John Justia. ^ r >] ■ ....... ... : Mynd þessi er af 4 ameríkskum flugmjönnum úr flughí Si fipj- ans, sem frægir eru fyrir það, að hafa skotið niður 40 Huf vélar fyrir Japönum yíir Salomonseyjum. ‘

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.