Alþýðublaðið - 10.02.1943, Side 4

Alþýðublaðið - 10.02.1943, Side 4
« ALWPUBUUMÐ Karl tsfeld: Miðvikudagur tO. febrúaj 1913. fslenzkum rithöfnndum bætist góður liðsanki. fUjrijftnbUðtó Útgefandi: AlþýSufiokkurinn. Kitstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Simar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Frestno reglnlegs alMs. RÍKISSTJÓRNIN hefir farið fram á það við aukaþingið, sem nú situr, að næsta reglu- legu alþingi, ®em samkvæmt stjórnarsíkránni á að 'koma sam- an 15. febrúar, verði frestað til 1. október í haust. Hefir ríkis- stjómin lagt fyrir aukaþingið frumvarp til laga þar að lút- andi, iþví að samkomudegi reglu- legs alþingis má ekki breyta nema með lögum. 'Ríkisstjórnin færir það fram sem ástæðu fyrir málaleitun sinni, að aukaþinginu geti ekki orðið lokið miklu fyrir miðjan fébrúar, iþar eð iþað eigi enn eftir að samþykkja fjárlög fyrir órið 1943; og ef jþví yrði því næst slitið og reglulegt þing sett í 'þess stað, myndu önnur sitörf aukaíþingsins fara for- görðum að meira eða minna leyti og það iþó jafnframt verða ógerningur fyrir hið reglulega þing, að ganga frá fjárlögum fyrir árið 1944, svo snemma á yfirstandandi ári, með tilliti til þeirrar óvissu, sem nú ríkir um allan ríkisbúskapinn svo og at- vinnuvegi þjóðarinnar yfirleitt. Þe&s vegna leggur ríkisstjórnin til, að ihinu reglulega þingi verði frestað til hausts, en virð- ist hins vegar ganga út frá því, að aukaþingið myndi þá halda áfram störfúm, einnig efitir 15. febrúar til þess að afgreiða hin rnest aðkaillandi vandamál. * Því verður ekki neitað, að ríkisstjórnin hefir mikið tiil síns onáls í iþeim röksemdum, sem hún fæxir fram fyrir þingfrest- uninni, enda munu þingflokk- amir ekki hafa tekið ólíklega í málaleitun ihennar — frumvarp- ið hefir iþó enn ekki verið rætt opinberlega á þingi —svo fremi að iþannig yrði frá þingfrestun- ánni gengið, að full trygging væri að minnsta kosti fyxir því, að hún yrði ekki notuð til neinna einræðiskenndra ráðstafana af hálfu ríkisstjórnarinnar. Bráða- birgðalögin hafa ékki reynst svo vel undanfarin ár, jafnvel þótt stjórn með sterkan þingmeiri- Wuta að >baki sér hafi staðið að þéim; og er iþað þó sök isér, að bráðahirgðalög séu gefin út af slíkri stjóm. En að utan þings stjóra, sam engan stuðnings- flokk. á í þinginu, stjórni land- inu vikum eða mánuðum saman með bráðabirgðalögum — það nær vitamlega ekki nokkurrí átt frá þmgræðissjónarmiði. Þetta ætti ríkisstjórninni líka að vera ljóst og því skyldi mað- ur ætla, að hún hefði ekki neitt á móti því, að veita þinginu all- ar þær tryggingar, sem það kann að fara fram á í sambandi við þingfrestunina. Heyrst hef- ir að meirihluti þingsins að minnsta kosti muni leggja á- herzlu á það, að fá að ráða því sjáifur, hvenær aukaþinginu verður slitið, og geri jafnframt kröfu til, að það verði aftur kallað saman, hvenær sem þing- meirihluti óskar þess. Þessi skil yrði af hálfu alþingis fyrir sam- þykki þess til þingfrestunarinh- Halldór Stefánsson: Einn er geymdur. Útgefandi: Heimskringla h/f. — Reykjavík 1942. FYRIR nokkrum árum birt- ist í tímariti smásaga, sem hét Liðsauki, eftir ungan ís- lénzkan höfund, Halldór Stef- ánsson. Saga þessi stakk svo í stúf við önnur byrjendaverk, að lesandinn hlaut að álykta sem svo, að með þessum unga höfundi hefði hinum fámenna — eða ef til vill fjölmenna með tilliti til fólksfjölda — hópi ís- lenzkra rithöfunda bætzt álit- iegur liðsauki. Með fimm og sjö ára milli- bili hefir Halldór Stefánsson gefið út þrjár bækur, I fáum dráttum, 1930, Dauðinn á þriðju hæð, 1935 og Einn er geymdur, sem kom út í haust, allt smásögur. Af vinnubrögðum þessa höf- undar virðist ljóst, að hann geri sér þess fulla grein, að skáld- verk verði ekki til án nokkurs erfiðis. Hann treystir ekki „and anum“ nema í meðallagi. held- ur miklu fremur eigin eljú, kannar viðfangsefnin eftir megni, skeytir fremur lítið um stíl og gefur fjandann í öll á- hrifabrögð og listbrellur. Þess vegna verða sumar sögur hans öllu fremur sálfræði en skáld- skapur, án þess ég þori að taka nokkra ábyrgð á þeirri sálfræði. Dæmi þessa má nefna sögurnar Fyrsta ástin, I sálarháska og Sættir, sem allar eru í síðustu bók hans. Vandvirkni lialldórs Stefánssonar ber þess vott, að hann hafi sigrazt á þeirri til- hneigingu viðvaningsins að vinna sér verkin sem auðveid- i ust og uppgötvað þann sann- J leika, að oft þarf að kafa djúpt 1 eftir dýrum perlum. Það er gaman að gefa vinnubrögðum Halldórs gaum til samanburðar við það, að margir virðast álíta, að þeir geti orðið stórskáld án nokkurrar menntunar eða þjálf- unar í listgrain sinni. Málarar, leikarar og tónlist- armenn þuriá að eyða mörgum árum til náms og undirbúnings starfi sínu, en kvikmyndaleik- rit getur barnakennari austur á Fljótsdalshéraði hespað upp á fáéinum kvöldstundum, milli þess sem hann staglar í dofnar hlustár nemiendanna, hvar eigi að vera tvöfaldur samhljóði, ý eða z. í sögu Halldórs, Dauðinn á þriðju hæð, sem birtist í sam- nefndu smásagnasafni árið 1935, varð vart talsverðrar ný- lundu í sagnagerð bér á landi, enda þótt til væru fyrirmyndir erlendis frá um gerð sögunnar. Nægir þar að nefna skáldsög- una Grand Hotel eftir þýzku skáldkonuna Vicky Baum og Októberdag, eftir norska skáld- ið Sigurð Hoel. Hinsvegar var ívafið fullkomin eign höfundar- ins. Enda þótt kunnátta Halldórs sé betri en menn eiga almennt að venjast hér, virðast sögur hans talsvert misjafnar að gæð- um, en oft kemur hann mönn- um á óvart mað furðulegu ar virðast heldur ekki nema sjálfsögð. Hið fyrra á að fryggja, að aukaþinginu verði að minnsta kosti ekki slitið fyrr en gengið hefir verið frá hinni fyrirhuguðu og margboðuðu dýrtíðarlöggjöf stjómarinnar; og hið síðara, að engum stór- málum, sem fyrir kynnu að köma, verði ráðið til lykta án skyggni yfir víðerni mannlegra sálna, og hann er maður, sem alltaf er að læra og honum er enn að fara fram. Skai nú leit- azt við að 'gera örlitla grein fyr- ir sumum sögunum í síðasta smásagnasafni hans, Einn er geymdur. Fyrstu tvær sögurnar, Eftir- mæli og Eitt er nauðsynlegt, geta ekki talizt beinlínis frum- legar og' varla samboðnar þeiim hæfileikum, sem Halldór hefír annars sýnt. Önnur sagan íjall- ar um venjuiegt éftirmæla- skjall, hin um fremur fráhrind- andi piparjómfrú, sem bcutir lít- ilsháttar brögðum til þess að losna við að lára sveitina sjá um útförina sína, nauðahvers- dagsleg fyrirbæri, sem búið er að margjaska-'á. En i þriðju sögunni nær Halldór þeim iök- um á lesandanu'.n, sern hann slakar varla á upp frá bví út bókina, þótt hann kunni að ínis- stíga sig. Sagan Fyrsca ástin er bæði frumleg og djarfleg. fjall- ar um vaknandi tilfinningalíf fimm lára drenghnokka. Þar ei Halldór kominn á kjörsvið sitt, og þó að sagan kunni ef til vill að þykja ihæpin frá sálfræðilegu sjónanmiði, verður hinu efeki neitað, að þar er fjallað um vandmeðfarið efmi af listrænum næmleiik. í sögunni Harðstjórinn og nautið virðist Halldór allt í einu vera farinn að ileggja áherzlu á stíl siinn. En allt er nú með ráði gert. Sagan er markvís þjóðfé- lagsádei'la, og til þess að láta ekki ádeiluna bera listina ofur- :liði, hefir hann ritað söguna í dálítið f jarrænum, óraunhæfum ævintýrástíl. En sagan missir ekki marks fyrir það. Ef til vill hæfir hún markið ibetur fyrir bragðið. Þá kemur saga, sem mörgum er kunn 'áður og minn- isstæð, því að hún hefir toirzt áður í tímariti, Hernaðarsaga blinda mannsins. Sennilega mun þetta verða 'taliri! ein af snjöll- ustu ismiásögum Halldórs, og iþótt efnið sé ef til vilil dálítið hversdagslegt, er meðferð þess með þeim snilldarbrag, sem skilur mi'lili feigs og ófeigs, og sögulokin, sættirnar, friðurinn að lokinni þessari styrjöld, þarinig, að lesandanum fmnst engin ástæða 111 að óttast nýja styrjöld, sögunni er lokið þar, sem henni é að vera lokið, en til þess þarf líka 'kunnáttu. Og ef itil villl er það mesti vandinn. í sögunni í sálarháska sýnir Halldór enn ikunnáttu sína, að setja punktinn á réttan stað. Sagan er um tvo götustráka, sem barnilaus kaupmannshjón taka að sér til uppeldis og fröm- unar í igóðum siðum og kristi- legu ílíferni. En viðbrigðin verða snáðunum um megn. Þeir mega ekki leita athafnalöngun sinni svölunar á þann hátt, sem iþeir eru vanir og iþeim býr skapi inæst. Þeir eru toældir, hvor um Eig óttast, að hinn hafi að minnsta 'kosti rnorð í huga. Þetta verður að þráhyggju, unz þeim 'ligigur við sturlun. Þannig rekst 'káupmaðurinn á þá, náföla og skjálfandi, um miðja nótt inni í þess, að þau verði fyrst borin undir þingið. Það er ólíklegt að ríkisstjórn- in geti haft neitt á móti því, að gefa þinginu slíkar tryggingar í sambandi við hina fyrirhug- uðu þingfrestun; enda vart hugsanlegt, að nokkur þing- flokkur telji sig ella geta veitt samþykki sitt til hennar. Iðja, félag verksmiðlnfólks, heldur aðalfund í Iðnó föstudaginn 12. febrúar kl. 8 e. h. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstðrf. 2. Lagabreytingar. 3. önnur mál. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu fél. fráð—7 Stjórnin. dagstofu. En kaupmaður þessi sem hlýtur að hafa verið óvenju- lega vel gefinn og Jlesinn í Freud, ekki síður en í Frjálsri verZlun og KaupBýslutíðindun- um, deyr ekfei ráðalaus. Hann sigar stráfcunum saman, og sög- unni lýfeur á fejiaf tshöggum, sem 'gefin eru af heilum hug og þeg- in með forkláruðum píslarvætt- issvip. Og ekki spilllir það unaði drengjanna, að hafa í bakhönd- inni allt að því toeina skipun hinnar föðurlegu forsjónar um að eyðilegigja gereamlega nátt- fötin hvor á öðrum Búið! Punkt ur! Ef ti'l vill hefði einhver við- vaningiurinn eða reifarahöfund- urinn getað falíið fyrir þeirri freistingu að prjóna neðan við og máske ekki hætt fyrr en strákarnir voru orðnir kaup- sýslufélagar, sem aldrei máttu ógrátandi hvor af öðrum líta. Þá íhefði verið illa farið með góða sögu, því að sagan er nefriilega undir öllum kringumstæðium. búin, þar sem HaÍIdór setur punktinn. Hins vegar er að mínu áhti 'talsverður smíðagalli á sögunni Konan, sem þvoði, enda þótt margt ®é gott um þé sögu. Les- andanum skilst, og það er að öllum líkindum einnig ætlun höfundarins, að sagan eigi að vera um ikonuna. sem þvoðil En þá má höfundurinn ekki trana þeim, sem segir söguna, fyrstu persónu, svo mjög frarn sem hann gerir. Sögumaðui'inn skyggir sums staðar alveg á gömilu konuna, persónuna, sem sagan er þó um. Þegar sagan er sögð, á að segja náfevæmlega það, sem máli skiptir fyrir sög- Frh. á 6. síðu. JfJf ORGUNBLAÐIÐ birti í ■* gær eftirfarandi fregn, seni vissulega mun vekja nokkra eftirtekt: „Kaupmannahafnarútvarpið birti þá fregn á sunnudagskvöld, að verið væri að koma á stjórnmitla- sambandi milli íslands og Sovét- Rússlands. Þulurinn sagði, að Lundúna- fréttaritari sænska blaðsins „Dag- ens Nyheter“ hefði símað til blaðs síns, að ákveðið væri að koma upp stjórnmálasambandi millí Rúss- lands og íslands vegna þess, hve vöruflutningar frá bandamönnum .til Rússlands væru orðnir miklir yfir ísland. 1 gærkveldi birti Berlínarút- varpið sömu fregn, en á þá leið, að koma ætti upp rússneskri ræðis- mannsskrifstofu á íslandi og væri ástæðan fyrir því togstreita, sem væri milli Bandaríkjamanna og Rússa um yfirráð á íslandi." í sambandi við þmnan furðu- ilega fréttabucð flytur Morgun- folaðið í gær enm fremur eftir- farandi upplýsingar: „Morgunblaðið snéri sér i gær til utanríkismálaráðherra Vii- hjálms Þór og spurði, hvort hann hefði nokkrar upplýsingar að gefa í þessu máli. Ráðherrann svaraði því, að síðan hann varð utanríkis- málaráðherra hafi engar viðræður átt sér stað um þetta mál. Hann vissi því ekkert hvaðan fregn þessi væri komin eða hvert væri tilefni hennar-.“ Það er eins og menn sjá imargt dullarfuMt, sem foirtist í Berlínarútvarpinu. Það þykist 'vita, að verið sé að koma upp rússineskri ræðismamnsskrif- stofu á íslandi. En utanríkis- málaráðherra íslands er með öllu ókunnugt um það! * Vísir gerir í aðalriitstjómar- grein simii í gær hinar mjög um töluðu verðuppbætur á út- fluttar afurðir bænda að um-' talsefni. Segir folaðið í því sam- foandi meðal annars: „Þegar landbúnaðarmálaráð- herra gaf þinginu þær upplýsingar á dögunum, að styrkur til landbún- aðarins vegna útfluttra afurða myndi væntanlega nema um 25 milljónum króna á síðasta ári, en styrkur þessi var greiddur sam- kvæmt einfaldri þingsályktun, — er hæít við að ýmsum hafi þótt nóg um. Með þessari einu ályktun þingsins mátti heita að öllu hand- bæru fé ríkissjóðs væri ráðstafað til eins atvinnuvegar, sem vafa- laust hefir bjargazt betur á síðustu árunum en ýmsar aðrar atvinnu- greinar, sem einskis styrks hafa notið, en skrimt þó. Verðlag land- búnaðarafurða á innanlandsmark- aðinum hefir verið svo hátt, að slíks mun engin dæmi íinnast fyrr í sögu landsins, enda eru bændur fyrir löngu hættir að berja lóminn, svo sem var til skamms t'ma tal- inn góður og gildur sveitasiður, en láta nú hið bezta af sér og sinni afkomu. Það eru bændafulltrúarn- ir einir á alþingi, er hafa aðra sögu að segja, enda börðust þeir á sín- um tíma fyrir hinni víðfrægu þingsályktun.“ Það er nú igott og folessað að velta hneykslinu á foændafull- trúana eina. En hvemig var það með fulltrúa 'Sjálfstæðis- flokksins? Greiddu iþeir ekki flestir atkvæði með þingsálykt- unartillöguinni um verðuppbæt- urnari Fór ekki Ólafur Thors meira að segja fram á, að hún yrði afgreidd án :þess að vísa henni áður til nefndar? Og iýsti hann ekfei yfir, að hainn mymdi, sem forsætisráðherria hifelaust igreiða bændum þær verðupp- foætur, sean þingsáiyfetunartii- lagan fjallaði um? Efeki hefir því að minnsta kosti verið mót- mælt af folaði Ólafs Thors. Morgunfolaðinu, iþó að Vísir vilji nú þvo Sjálfstæðisflokkinn lireinan og velta öllu á bænda- fulltrúana. .■ ..

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.