Alþýðublaðið - 10.02.1943, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.02.1943, Blaðsíða 7
Miðvikadagur 3 0. icbrúar 1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ | Bærinn í dag. \ Næturlækxúr er Kjartan Guð- mundsson, Sólvallagötu 3, sími 5351. Næturvörður er í Reyk.iavikur- apóteki. ÚTVARPIÐ: ánsson rithöfundur les smá- sogu': ,,í sálarháska“ b) 20,55 Árni Friðriksson mag- ister flytur þætti úr „Férða- pistlum“ dr. Bjarna Sæ- mundssonar. e) 21,20 Dóm- kirkjukórinn syngur (Páll ísólfsson stjórnar). 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Leiðrétting. Nokkrar prentvillur — og sum- ar meinlegar — voru í blaðinu í gær í greininni um iPálínu frá Tröð. Þessar voru helztar: biftist les: giftist, Austurbæjarbarna skóla les: Austurbæjarbarnaskóla Kolbeinsstaðarhreppi les: Kol- beinsstaðahreppi, var vel séð les: var vel við, gjarálna les: bjarg- álna, að leikslokum les: að leiðar- lokum. Er hér með beðið afsök- unar á villum þessum. Hjónaband. Á laugardaginn voru gefin sam- an í hjónabai.d ungfrú Svanhvít 'Guðmundsöóttir, Magnússonar skip stjóra, Skothúsvegi 15, pg Gunnar Davíðsson (Kristjánssonar tré- smíðameistara í Hafnarfirði. Síra Helgi Sveinsson í Arnarpæli gaf brúðhjónin saman á heimili for- eldra brúðarinnar, en þar er og heimili ungu hjónanna. Anglia, ensk-íslenzka félagið heldur 8. fund sinn á starfsárinu að Hótel Borg næst.komandi fimnitudag 11. þ. m. kl. S 45. Sundmót Ægis verður haldið í Sundhöllinni í kvöld og hefst það klukkan 8 V2. Verður keppt á mörgum vega- lengdum og búizt við, að keppnin verði mjög hörð. Frh. af 2. síðu. E. Hlíðar, Sig. Kristj., Sig. Thor- oddsen, Þóroddur Guðm.. Áki Jak., Barði Guðm„ Einar Olg., Emil Jónss., Gunnar Thor. og Jóhann Jósefsson. Hjá sátu: Jak. Möller, Stef. J. Stef. og Jón Sig. Þá fór fram naínakall um breytingartill. Stefáns og Áka og var hún samþykkt með 16 atkv. gegn 12. Já sögðu: Stefán Jóh. Stef., Áki Jak., Sigfús Sigurhj., Sig. Bjarnason, Sig. Guðnason, Sig. Hlíðar, Sig. Kristj., Sig. Thor., Þóroddur Guðm., Einar Olg., Emil J., Gunnar Thor., Jón Pálm., Ól. Thors, Lúðv. Jós. Nei sögðu: Páll Þ., P. Ott., Sig. Þ„ Skúli G„ Svbj. Högn., Bj. Ásg„ Eyst. J„ Gísli G„ Ing. J., Jör. Brynj., Páll Zóph. og Jóh. Jós. Hjá sátu: Gísli Sv„ Jak. Möll- er og J. Si^. Breytingartillaga kom fram frá félagsmálaráðherra, svo- • hljóðandi: „Við 3. gr. frv. 2. málsgr. orð- ist svo: Þegar alveg sérstaklega stend ur á, svo sem þegar um er að ræða alþingismenn og nemend- ur í föstum skólum, getur húsa- leigunefnd veitt undanþágu frá upphafsákvæði þessarar greinar um tiltekinn eða ótiltekinn tíma.“ En upphafsákvæði greinarinn ar, sem um getur í brt., er þann- ig: „Leigusala (framleigusala) er óheimilt að leigja öðrum en heimilisföstum innanhéraðs- mönjium íbúðarhúsnæði, og eru slíkir leigusamningar ógildir.“ Breytingartill. félagsmálaráð- herra var samþykkt með 24 at- kv. gegn 2. Breytingartillögur allsherjar- nefndar voru yfirleitt samþykkt ar, og loks frumvarpið sjálft svo breytt samþ. með 23 atkv. gegn 2 og sent efri deild. Revyan „Nú er það svart, tnaður,“ var sýnd í 50. sinn síðastliðinn mánu- dag. Var húsfyllir eins og verið hefir síðan revyan hóf göngu sína, og mikill fögnuður áheyrenda. Næst verður revyan sýnd annað kvöld, fimmtudag. Aðalfnndnr Breið- firðisgafélagsiBS i fyrralvðld. Búnaðarþingið var sett síðastliðinn laugardag í Baðstofu iðnaðarmant'a og verða fundir þess haldnir þar meða.n það stendur yfir. Formaður Búnaðarfé- lags íslands, Bjarni Ásgeirsson, setti þingið. Að þvi búnu minntist Jón Hannesson í Deildartungu tveggja látinna bænda, sem áttu lengi sæti á Búnaðarþingi, en loks var kosin kjörbréfanefnd. Góður gestur heitir myndin, sem Tjarnarbíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika Bette Davis, Ann Sherilan, Monty Woolly og Richard Travis. Myndin, sem Nýja Bíó sýnir, heitir Töfr- ar og trúðleikarar. AðalhIutvérkin leika Henry Fonda, I.lnda Darnell og' Dorothy Larnour. Skíðadeild Ármanns heldúr aðalfund sinn á Amt- mannsstíg 4 í kvöld kl. 8,30. Áríð- andi er að félagsmenn mæti, þar sem mörg mikilsvarðandi mál eru á dagskrá. Eldbússíúlki og afgreiðslustúlka óskast nú þegar. Hettt & Kalt. 450 manns ern nO i iélaginu ÐALFUNDUB Breiðfirð- ingafélagsins var haldinn á niánudagskvöld, Auk venju- legra aðalfundarstarfa var rætt um ýmiis iframfara- og hags- munamál breiðfirzkra héraða. Meðal annars var rætt um Reykhóla, en það er eitt að helztu áhugamáluim héraðsins, að þetta forna höfuðból verði hafið til vegs og virðin'gar að nýju. Hálft fimmta hundrað félaga eru nú í Breiðfirðingafélaginu.Á síðasta ári hélt það sex .skemmti og kynningarfundi og þrjár skemmtiferðir ’ voru farnar á vegum fél. ífeumar. Loks gekkst það fyrir úitvanpskvöldi og hólt 150 gömlum Breiðfirðingum samsæti. Formaður félagsins hefir Guð.mundur JÓhannession verið frá upphafi, og stjórnar iþví með miklum dugnaði og lagni. Með'stjórnendur voru kosnir Snæbjörn G. Jónsson, Guðibjörn Jakobsson, Davíð Grimsson og Jóhann Jónasson. Til vara: Jó- hannes Ólafsson, Óskar Bjart- marz og Elías Kristjánsson. Orðsending' til AlþýSuflokksfólks í Hafnar- firði. Flokksfélögin halda árshátíð sína n.k. laugardag. Skemmtunin verður auglýst nánar hér í blaðinu á morgun. Félagar! Tryggið ykkur miða í tíma, áður en þeir verða uppseldir: larðarför mannsins míns o,g föður okkar ÞÓRÐAR BRYNJÓLFSSON AR fer fram frá Frikirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 1 þ. m. kl. 2 e. h. , Guðfinna Jónsdóttir og börn. Maðurinn minn Ólafur Ásbjörnsson, kaupmaður andaðist í gærmorgun Vigdís Ketilsdóttir Það tilkynnist vinum og vandamönnum að hjart- kær faðir minn| Stefán Stefánsson, kaupmaður andaðipt föstudaginn 5. febr. á heimili sinu Lúðvíks- húsi Norðfirði F. h. móður minnar og annarra vandamanna Sigiún Stefánsdóttir Styrkjum blaða utgáfu Vestur- Íslendinga! NÝLEGA kom fram á alþingi frumv^rp til laga þess efn- is, að ýmsar stofnanir og verzl- unarfyrirtæki yrðu skylduð til þess að kaupa vestur-íslenzku blöðin, Heimskringlu og Lög- berg. Tilgangurinn er tvenns konar, í fyrsta lagi að miða að aukinni kynningu, og í öðru lagi að styrkja blöðin fjárhagslega. Er sjálísagt engurn ofsögum sagt af þörfinni á slíkum stuðn- ingi, og haldi menn að byrðin eigi eingöngu að hvíla á herðum Islendinga vestan hafs, er slíkt hinn átakanlegasti misskilning- ur. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að með hverjum áfatug, sem líður. fer þeim fækkandi, sem bezt hafa stutt blöðin og mest finna til þarfarinnar vestan hafs. Hins vegar eru þeir allt of margir, sem njóta góðs af útkomu blað- anna, til þess að forsvaranlegt sé, að þau hætti að koma út eða dragi saman seg'lin. Áður en varir, mun reka að því, að út- gáfan ver'ði um megn þeim, sem að henni stánda, og þá ber Is- lendingum heima fyrir ótvíræð skylda til þess að hlaupa undir baggann. Blöðin eru elztu viku- blöðin, sem gefin eru út á ís- lenzkri tungu, og ber því sér- stök viðurkenning af hálfu þjóð- arinnar. Þau haíá aldrei verið gefin út sem gróðafyrirtæki, heldur af einskærri þjóðernistil- finningu og' ættjarðarást. Þau eru tryggðateikn þess hugar, sem hvorki vill né getur gleymt sonarskyldum sínum við fjar- læga móður. Þessi blöð hafa alltaf verið þjóðarheildinni til gagns, því að þau hafa verið einn hinn sterkasti tengiliður, sem til er, milli íslendinga í dreifingunni, og með þeirra hjálp hafa landar vestra fylgzt með málefnum íslands. Enn má telja þeim það til gildis, að þau hafa hvað eftir annað verið not- uð til þess að afla fylgis ýms- um málum, sem Vestur-íslend- ingar hafa unnið að, beinlínis í þágu íslands. Þegar frumvarpið barst menntamálanefnd efri deildar, var það óðara sent stjórn Þjóð- ræknisfélagsins hér til umsagn- ar. 1 stjórnarnefndinni eru þessir menn: Árni G. Eylands, forstjóri, Ófeigur J. Ófeigsson læknir og Valtýr Stefánsson rit- stjóri. Þessir menn voru sam- mála flutningsmanni um það, að hér bæri skylda til að „rétta hönd til stuðnings góðu máli“. En þeir stungu upp á annarri leið til framkvæmda, sem sé að veita vestanblöðunum þá viður- kenningu að veita 20 þús. krón- ur á ári til stuðnings útgáfu þeirra. Upphæðinni sé skipt jafnt milli beggja blaðanna, en nokkur eintök af þeim séu stöð- ugt send Fræðslumálaskrifstof- unni, en skrifstofan útbýti þeim til skóla o. fl. stofnana. Er þar skemmst af að segja, að þegar menntamálanefnd fékk þessar tillögu í hendur, samþykkti hún Kana í einu hljóði, og þar á meðal flutningsmaður frum- varpsins, Jónas Jónsson. Tóku þeir jpar höndum saman um gott mál, Jónas Jónsson, Kristinn Andrésson og Eiríkur Einars- son, án nokkurs ágreinings. Af því s,em hér hefir verið sagt, má telja víst, að hugmvnd Jónasar Jónssonar, að styðja vestur-íslenzku blöðin verði framkvæmd á þann hátt, sem stjórn Þjóðræknisfélagsins stakk upp á, og hann sjálfur ásamt meðnefndarmönnum sín- um í menntamálanefnd efri deildar hefir nú samþykkt. Fjárveitinganefndin hefir einn- ig' tjáð sig meðmælta. Það þarf því alls ekki að gera ráð fyrir }dví. að alþingi sem heild leggist á móti tillögunni. Verður hún auðsjáanlega samþykkt án til- lits til flokkaskipunar. Er fram- gangur þessa máls stórkostlegt gleðiefni öllum þeim, sem eitt- hvert skyn bera á vestur-íslenzk málefni. Mér er sem ég sjái lyft ast brúnina á vinum okkar fyrir vestan. Ekki fyrst og fremst vegna peninganna, því að Vest- ur-íslendingar hafa sýnt, að þeir meta margt meir en pen- inga, heldur vegna þess skiln- ings og vinsemdar, er í þessu birtist. Og ekki get ég gert að því, að mér verður líka hugsað til manna eins og Árna Eggerts- sonar og síra Rögnvaldar Pét- urssonar, sem eyddu miklu af kröftum sínum til framgangs því máli, sem hér er verið að styðja. Er tiþbetri leið til þess að heiðra minningu ágætra manna en að styðja þær hug- sjónir, er þeir fórnuðu sjálfum sér fyrir? Jakob Jónsson. Starfsemi K.R. Frh. af 2. sáðu. manns sæki æfingar og mun það hærri tala en hjá nokkru öðru félagi ihér á landi. K. R. er fjölmennasta íþrótta félag ilandsins telur allls um 2000 fólagsmenn, og fjölgar þeim daglega. Má því búast við að tala virkra félagaj verði allmiklu 'hærri iþetta ár en í fyrra. Undanfaið hefir húsnæðis- skorturinn neytt félagið til að hætta kennslu í sumum grein- um. Nú í vetur hefir verið byrj- að aftur að kenna fimileika kvén fólks, kennari er Vignir Andrés- son I ihaust var ráðist í að end- urreisa kennslu í íslenzkri glíanu í K. R. Ágúst Kristjáns- son kennir glímuna og mega þeir ikallast heppnir, er njóta kennslu hans, því bæði er bann áhugasamur og vel að sér um íþrótt sína. Hafa æfingar verið vel sóttar og eru í fiokknum ýmsir, sem líklegir iþykja til af- reka á iþessu sviði. Hanknattleikur er æfður bæðd hjá körlum og konum. Benedikt Jafcobsson sér um æfingu ihinna sigursælu ífrjáls-íþróftamanna K. R. og er ekki að því að spyrja hvernip þær em sóttar. Sund og sundkanttleiikur er ei!nnig æfður og kennir það hvortveggja Jón Inigi Guð- mundsson. Rangæingafélagið heldur árshátíð sína í Oddfell- owhúsinu annað kvöld og hefst hún með borðhaldi kl. 7'/2. Skiptaf undur / í þrotabúi Guðmundar H. Þórðarsonar, stór- kaupmanns, Grundarstíg 11, verður haldinn í bæjarþingstofunni í Reykjavík föstudaginn 12. febrúar 1944, kl. 10 f. h. Verður þar gerð grein fyrir eígnum þeim, sem fram hafa kom- ið við upþskrift í búinu og teknar ákvarðanir um meðferð þeirra. Þá verður tekin afstaða til handveða þeirra, er gjaldþroti hefur sett einstökum kröfuhöfum og ákvarðanir teknar um [ýms fyrirtækú er gjalþþroti hefur rekið með öðrum eða ráðstafað til annara fyrir gjaldþrot. Skiptaráðandinn i Reykjavík 9, tebrúar 1934, Krisfján Kristjánsson. settur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.