Alþýðublaðið - 17.02.1943, Page 2
híáMM-M
LÞYÐUr t m
.ítt s %mnédi J$ £ ’pxt&h&MftiStöÍ&i
Wiðv'’'udagu> " 7. febrit / íf?iS»,
Tflr eii
króna til brúa.
Stórfeostlefl hækkun frá
fjárlagafrumvarpiDD-
VlÐ afgreiðslu fjárlag-
anna í fyrrakvöld voru sam-
þykktar tillögur fjárveitinga-
nefndar um stórkostlegar
hækkanir til hrúagerða í
landinu frá því, sem áætlað
var í frumvarpi ríkisstjórn-
arinnar.
Fj ármálaráðiherTann, sem
íundirbjó frumvarpið (Jakob
Möller), hafði lagt til, að áætl-
aðar væru í einu lagi 150 þús-
ixndir króna til brúargerða, en
tillögur fjárveitinganefndar
hljóðuðu upp á rúma milljón
króna til tiltekinna brúa.
Fer Ihér á eftir tillaga fjár-
veitin ganef nd ar, 'sem samþykkt
var:
Vesturdalsá 45 000, Eldvatn í
Meðallandi 70 000, Eldvatns-
skorur í Meðallandi 30 000,
Kambsá og Tjamá í Ljósavatns-
skarði 25 000, Hólsá í Landeyj-
um, (efniskaup) 80 000, Urriðaá
á Álftanesvegi 35 000, Laxá í
Hvammssveit 35 000, Bjamar-
dalsá á 'Hjarðairdalsvegi 6 000,
Reykjadalsá hjá Laugum 52 000,
Langadalsá við ísafjarðardjúp
55 000, Hörðudalsá í Dalasýslu
60 000, Selfljót hjá Bóndastöð-
um 75 000, Holtsá í Svarfaðar-
dal (undirbúningur) 33 000,
Svatbarðsá í iÞistilfirði 60 000,
Heinabergsvötn 130 000, Böðv-
arsdallsá í Vopnafirði 35 000,
Kornsá í Vatnsdal 35 000.
Brúnastaðaá í Fljótum 45 000,
Jökulsá í Dal :hjá Hjarðarhaga
55 000, Haukabergsá,. í Barða-
strandarsýslu 35 000, firúargerð-
ir á S.-Múlasýslu sky. till. vega-
málastjóra 30 000, Ýmsar smá-
forýr 60 000.
Hér mun aðallega vera um að
ræða nýjar brýr.
m
Ðýrfíðarmálm næst:
; f ^ i ■
r v I #
Blað
heimtar dýrtíðaruppbót verka
lýðsins lækkaða u
20%!
Furðuleg skrif Morgunblaðsins
um dýrtiðarmálin.
.....♦ ' ' ■
T_I VAÐ dvelur dýrtíðartillögur ríkisstjórnarinnar? Þessi
spurning er nú á allra vörum. Alþingi er þegar búið að
afgreiða fjárlögin fyrir árið 1943, og óðum líður að því, að
sá frestur sé út runninn, sem ríkisstjórnin áskildi sér með
verðhækkunarbanninu frá 18. desember til 1. marz í því
skyni að fá svigrúm til að undirbúa varanlegar ráðstafanir
gegn dýrtíðinni. Ekkert heyrist þó frá ríkisstjórninni um
fyrirætlanir hennar.
En því meiri athygli vekur það, að aðalmálgagn atvinnurek-
endavaldsins og stríðsgróðamannanna í landinu, Morgunblaðið, er
nú enn á ný farið að krefjast þess alveg opinberlega, að dýrtíðar-
málin verði leyst á kostnað verkalýðsins og launastéttanna.
í gær er beinlínis stungið upp á því í aðalritstjórn-
argrein blaðsins, að dýrtíðaruppbótin á laun verka-
manna og annarra launþega sé lækkuð um 20%, og
slík ráðstöfun meðal annarra talin óumflýjanleg, ef
baráttan gegn dýrtíðinni eigi að bera árangur.
Viðbald ap vemdnn
fornra bæjarhísa.
45 flúS' hróna fjámitino.
—---------!----------
■ tSe**.. ■"
'•f
Verkamenn og launastéttir
landsins þekkja þennan söng
frá dögum þjóðstjórnarinnar,
þegar ráðherrar Sjálfstæðik-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins þóttust enga aðra leið sjá til
þess að stöðva eða lækka dýr-
tíðarflóðið ,en að kúga niður
kaupgjaldið. Eða hver minnist
ekki 10% launaskattsins, sem
þeir Eysteinn Jónsson og Ólaf-
ur Thors ætluðu að leggja á alla
launþega landsins vorið 1941
undir yfirskini dýrtíðarráðstaf-
ana? Hver minnist ekki Fram-
sóknartillagnanna um lögbind-
ingu kaupgjaldsins, einnig dýr-
Dm 40 Nenntaskölanemend
irveðnrtepptirf skélaseiinn
Pálml HBnraesson rektor gekk
til pelrra austur á skíðum.
■»—...
YFIR FJÖRUTÍU nemendur Menntaskólans voru veður-
tepptir fyrir austan fjall um helgina. Höfðu þeir ver-
ið í skólaselinu í Reykjakoti alla síðustu viku og unnið að
upþsetningu rafstöðvar í selið ,en ætluðu að koma til bæjar-
ins á föstudag. En þá tepptust vegir og varð hópurinn að
vera kyrr í selinu. Á laugardag var enn ófært og sömu-
leiðis á sunnudag.
Á sunnudagsmrogun gengu
þeir Pálmi Hannesson, rektor,
og Steinþór Sigurðsson magist-
er á skíðum austur yfir fjs.ll til
Selsins. Var þá ákveðið að þeir,
sem hefðu skíði, skyldu ganga
yfir fjallið, og lögðu 13 piítar
og ein stúlka af stað undir for-
ystu Steinþórs, en Pálmi varð
eftir hjá hinum, sem ebki
höfðu skíði. Steinþór og þeir,
sem með honum fóru, komust í
Skíðaskálann og gistu þar
næstu nótt. Á mánudagsmorgun
gengu þau svo áfram niður í
,Svínahraun, þar sem bifreið
tók við þeim.
Hinn hópurinn, sem ekki
hafði skíði, beið átekta þar til
á mánudag, er bifreið komst
austur og sótti hann.
Skólaselið er ekki, eins og
margir ætla, lítill skíðaskáli, —
heldur veglegt tveggja hæða
hús, svo að nemendum leið í
alla staði vel. Piltarnir drógu
að matföng frá Hveragerði og
af nágrannabæjunum, og gengu
venjulega á skíðum á milli.
Matreiddu svo stúlkurnar
það, sem piltarnir drógu til bús
ins og var þarna hinn mesti
fyrirmyndarbúskapur. Eins og
gefur að skilja, var og mjög
glatt á hjalla í Selinu á kvöldin.
Eins.og áður gat, voru nem.
að setja upp vindrafstöð í Sel-
ið og vinna þeir að mestu leyti
að því sjálfir.
Gagnfræðanámskeið
Menntaskólans byrjar í dag.
Nemendur eru beðnir að koma í
skólann kl. 3.
tíðaruppbótarinnar, haustið
1941? Og hver minnist að end-
ingu ekki kaupkúgunarlaganna
og gerðardómsins frá 8. janúar
1942, alls, þess ófriðar og alls
þess tjóns, bæði fjárhagslegs og
siðferðilegs, sem hann hafði í
för með sér fyrir þjóðina?
Það getur vel verið, virðist
jafnvel svo, þótt það sé ótrú-
legt, að Morgunblaðið og at-
vinnurekenda- og stríðsgróða-
valdið, sem að því stendur, sé
búið að gleyma lærdómum
kaupkúgunarlaganna og gerð-
ardómsins — og því reiðubúið
til þess að leggja út í annað
slíkt ævintýri á ný.
En óneitanlega virðist það
einkennilegt réttlæti, að heimta
niðurskurð á dýrtíðaruppbót
verkalýðsins og annarra lágt-
launaðra launastétta svo að
segja á sama augnablikinu, og
alþingi hefir veitt heimild til
þess að greiða opinberum em-
bættismönnum: prófessorum,
læknum, prestum og kennur-
um, fulla dýrtíðaruppbót á laun
þeirra!
Alþýðublaðinu er ekki kunn-
ugt um, hvaða ráðstafanir það
kunna að vera, sem ríkisstjórn-
in er að undirbúa gegn dýrtíð-
inni og nú væntanlega fara að
sjá dagsins Ijós. En það trúir
því ekki, að hún telji það sig-
urstranglegt fyrir sig, né lík-
legt til árangurs fyrir þjóðina í
baráttunni við dýrtíðina, að
feta í fótspor þeirra manna,
sem stefnunni réðu í dýrtíðar-
málunum í þjóðstjórninni, með
því ,að fara að ráðum Morgun-
blaðsins, ráðast á dýrtíðarupp-
bót verkalýðsins og launastétt-
anna og stofna á þann hátt til
nýs ófriðar í landinu, sem ófyr-
irsjáanlegar afleiðingar getur
haft.
Dýrtíðaruppbótin og þar með
kaupgjaldið lækkar af sjálfu
sér, ef alvarlegt átak verður
gert til þess að lækka verðlag-
ið í landinu. Á því sviði, en ekki
á sviði kaupgjaldsins, ligg-
ur viðfangsefnið í baráttunni
gegn dýrtíðinni.
A
LÞINGI samþykkti að
verja 45 þúsund krón-
um á fjárlögum til viðhalds
og verndunar á fornum bæj-
arhúsum.
Eru fjórir gamlir og fom-
frægir 'bæir tilnefndir, sem rík-
ið iskal kaupa og vernda. Þessir
bæir eru: Keldur á Rangárvölil-
um, iGrenjaðars'taðir í Þingeyj-
arsýslu, Glaumbær í Skagafirði
o:g Burstafeil í Vopnafirði. —
Áður ihafði og verið iveitt fé til
viðhalds og verndunar þriggja
fyrn efndu bæj'anna, en Bursta-
f ell var nú tekið með, en sá ibær
er nú í einstaklingseign.
T TNG STÚLKA, Margrét
U Sigurz varð fyrir bif-
reið í fyrrakvöld og er það í
þriðja sinn, sem hún verður
fyrir meiðslum og áverkum.
Margrét Sigurz á heima á Ás~
vallagöitu 31 hér í bænum. Hún
var stödd á Hofsvallagötu um
kiukkan 22,40 i fyrrakvöld, er
hún lenti fyrir íslenzkri fólks-
bifreið 'Og slasaðist illa Fékk
hún heilahristing, særðist á
höfði oig meiddist eitthvað'
meira.
Þetta er, eins og áður segir, í
þriðja sinn. sem hún verður
fyrir meiðslum á stuttum tímas
og mun slíkt næsta einsdæmi.
Fyrst datt hún á há'lku og
brotnaði um úlflið. Var hand-
'leggurinn settur í gips og bar
hún hann í fatla.
Nokkru síðar var hún á gangí
á horni Hringbrautar og Ljós-
vaillagötu um kvöld, er maður
vatt sér að henni og sló hana í
andlitið með vasaljósi. Fékk
'hún töluverðan áverka af högg-
Frh. á 7. síðu.
Bikið veitir 1. R. leignlansa
léð við Miðhæinn.
Undlr stérí og veglegt ígirotta-
bús fyrlr starfseml félagslras.
A
Eyfiiðingamót
verður í kvöld að Hótel Borg ofe
hefst með borðhaldi kl. 7(4: Undir
borðum verða ræðuhöld, einsöng-
ur, hópsöngur og ýms fleiri
skemmtiatriði.
LÞINGI samþykkti á
föstudag að veita í-
þróttafélagi Reykjavíkur
leigulausa leigulóð af lóðum
ríkisins í Reykjavík undir
fyrirhugað íþróttahús félags-
ins.
Á íþróttahús þetta að vera
mikil bygging og vegleg, og eru
líkindi til að það fái samasiað
einhvers staðar í námunda við
Axiharhól.
Af þessu tilefni átti Alþýðu-
blaðið stutt samtal við formann
í. R., Harald Johannessen,
bankaíulltrúa í gær.
— Hvert er næsta skrefið hjá
ykkur?
,,Skrefin eru mörg, eins og
þú getur ímyndað þér, þar til
málið er komið í trygga höfn.
En undirstaðan er þó fengin.
Við eigum marga ágæta félags-
menn frá undanförnum árum,
sem alltaf hafa haldið tryggð
við félagið, og eru reiðubúnir
að rétta okkur hjálparhönd,
þegar félaginu liggur, á.“
— Hvað hafið þið hugsað
ykkur þessa byggingu stóra? Og
hafið þið gert ykkur grein fyr-
ir nánara fyrirkomulagi?
„Okkur langar til þess, að
húsið geti rúmað 2—3 fimleika-
sali með öllum nýtízku áhöld-
um og þægindum. Auk þess
skrifstofum, kennaraherbergi,
búningsherbergi, böð og allt
annað sem nauðsynlegt er í nú-
tíma íþróttahúsi. Þess utan
væri gaman ef þarna væru
fundarherbergi stjórnar og ann-
arra nefnda félagsins svo ég
ekki tali um skemmtifundi, og
aðra almenna fundi. — En nátt-
úrlega byggist þetta að mjög
miklu leyti á samtökum og Vel-
vilja félagsmanna og stuðnings-
manna þess". "
— Er búið að ákveða staðinn-
þar sem væntanlegt hús á affi
standa?“
„Nei, en við höfum hugboð
um, að lóðin sé mjög nálægt
miðbænum enda er það mjög
mikilvægt, að íþróttahús séu
vel sett í bænum“.
— Hvað geturðu annars sagt
um málið?
„Eg gæti vitanlega sagt þér
sitt af hverju. En það er sjálf-
sagt beztu í þessu máli eins og
öðrum, að láta verkin ta.Ia, og
það höfum við fullan vilja ál
VerzlinarjðfflBðnr-
inn óbaptæðnr nm
15,7 milljónlr.
VERZLUNARJÖFNUÐUR-
INN við útlönd var óhag-
stæður um 15,7 milljónir í síð-
astliðnum janúarmánuði.
Innflutningurinn nam 22,7
milljónum króná, en útflutning-
urinn 7 milljónum króna.
í janúarmánuði í fyrra nam
útflutningurinn rúmlega 13
milljónum króna, en innflutn-
ingurinn 15,5 milljónum króna.
Revyan
,,Nú er það svart, maður“ verður
,sýnd annað kvöld. Aðgöngumiðar
eru seldir kl. 2—7 í dag og eftir
kl. 1 á morgun.
Nýja Bíó
sýnir í fvrsta sinn í dag mynd,
sem heitir „Heinrskautaveiðar“
(Hudson Bay) me.S hinum heims-
fræga leikara Paul Munj. Aðrir
leikarar í myndinni eru Gene
Tienney og John Sutton.