Alþýðublaðið - 17.02.1943, Blaðsíða 8
b
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Mlðvikudagur 17; febrúar 1943.
■TJARNARBIOm
Korsikabræðar
,'The Corsican Brothers)
eftir skéldsögu A. dumas.
Douglas Fairbanks yngri
(í 2 hlutverkum)
Ruth Warrick
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð fyrir börn yngri en
16 ára.
Kl. 2,30 og 3.30:
SMÁMYNDIR
P INU SINNI, þegar John
Marshall var að verja mál
jyrir rétti, var hann sektaður
um 30 dollara fyrir ósæmileg
ummæli um dómsstjórann.
Marshall hrást vel við þessari
meðferð, hélt ræðu með bugti
og beyginnum og sagði: Virðu-
legu herrar, ég ber mjög mikla.
virðinau f>»rir réttinum og þó
einkum fyrir dómstjóranum. —
Mér er Ijúft að verða við öllum
óskum réttarins, og því ætla ég
að greiða þessa sekt þegar í
staðl'
„En svo stendur á,“ hélt
hann áfram, „að ég hefi ekki á
mér þessa þrjátíu dallara. En
þar sem enginn þekkir mig bet-
ur en þér, herra dómstjóri, vildi
ég biðja yður um að lána mér
þessa upphæð til þess að Ijúka
sektinni.“
Dómsstjórinn ræskti sig og
var fyrst á báðum áttum um,
hvernig hann ætti að taka þess-
ari málaleitun. Svo snéri hann
sér að ritaranum, dlvarlegur á
svipinn, og sagði: „Herra rit-
ari, strikið þér út sektina. —
Stjórn Bandaríkjanna hefir bet-
ur efni á að tapa þrjátíu doll-
ururri en ég!“
1r ONA Mark Twains var
mjög gröm yfir því, að
maður hennar fór oft í heim-
sókn til nágranna sinna flibba-
laus og bindislaus. Einu sinni,
þegar hann kom svo vanbúinn
úr einni slíkri heimsókn, átaldi
konan hann harðlega fyrir ■
hirðúleysið. Mark Twain brá
sér inn í skrifstofu sína og kom
aftur að vörmu spori með
böggul, sem hann bað vika-
dreng sinn að koma til fólks-
irts, sem hann hafði verið hjá.
Bögglinum fylgdi miði, sem á
var skrifað:
„Rétt áðan var ég hjá ykk-
ur í hálftíma, flibbalaus og
bindislaus. í þessum böggli eru
flibbi og bindi. Gjörið svo vel
að glápa á hvort tveggja í hálf
tíma og senda svo böggúlinn
um hæl.
Yðar einlægur
Mark Twain.“
P
en iþað var ómögulegt að muna,
hvað þær hétu, eða hvernig
þær voru í sjón., og þó að þær
kæmu til hans núna, myndi
hann efcki þefckja þær. En kým-
ar, sem hann hafði hirt um dag-
ana, mymdi hann áreiðanlega
þefckja Það var ekfci hægt að
»viilast á þeim, þær voru svo
ólíkar hver annarri. Þanmig
ieið einn dagurinn af öðrum,
kýrnar báru og allt gekk eins
0^ átti að vera. Vikumar urðu
að mánuðum og ekkert ibar til
tíðinda.
2.
í fyrsta sfcipti á ævinni fékk
Hendrik van der Berg að kom-
ast að raun um, hvernig það var
að Ibíða ósigur, kynntist því,
hvernig það er að fceppa að
markmiði og nú því ekki. (Aft-
ur og aftur hugleiddi hann á
heimleiðinni, hvernig hann
hafði borið sig að og fann ekk-
ert athugavert við það. Allt,
sem afbrýðisamur guð gat kraf
izt af honum, hafði hann gert
— meira að segja fórnað syni
sínum — allt um það hafði
sætasta ljós augna hans verið
slökkt. Nú, þegar Sannie var
farin, var honum ljóst, að hún
hafði verið honum eitt og allt,
allt, án hennar var dimmt í
heimi hér. Hvernig gat í þessu
legið? Var, hann ekki öllum
mönnum fremri? Gat það hugs
ast, að guð hefði gert sig sekan
um þá skyssu, að vanmeta
gildi hans?
Á heimleiðinni leitaði hann
stöðugt að svari við þessum
spurningum. En guð lét hann
enga opinberun fá. Hins vegar
lagði hann á hann hitasótt, sem
nærri því hafði svipt hann líf-
inu. Hálfdauður, með óráði og ,
skjálfta hélt hann þó áfram
ferðinni .Hvernig,. sem öllu var
komið, var vilji hans óbugað-
ur um þá og neyddi líkamann
miskunnarlaust áfram. Hann
veiddi til matar sér þau veiði-
dýr, sem auðveldust voru við-
ureignar, en auk þess át' hann
rætur og ber, en það hafði
hann lært af Köffunum. Þann-
ig hélt hann áfram í suðurátt,
og því nær sem dró heimbyggð
hans, því oftar varð honum -
hugsað til Louisu.
Þegar hann hafði hvílt sig og
var farinn að hressast, myndi
þrá hans til Louisu vakna á ný
í öllum styrkleika sínum, og
þessari þrá myndi hann svala,
þegar heim kæmi. Og fyrir allt
það, sem hann hafði þjáðst, —
skyldu aðrir fá að þjást, allir
þeir, sem höfðu valdið honum
þjáningum síðustu þrjá mánuð-
ina, kvölum,. örvæntingu og
loks veikindum. En þar eð höf
uðsyndararnir höfðu sloppið í
bili, skyldi hann hefna sín á
þeim, sem eftir voru. Hann
skyldi hefna sín á Frikkie, syni
ISannie og sonar hans. Honum
hafði alltaf verið ljós þessi stað
reynd. En fram að þessu hafði
hann friðað sig með því, að
sonarsonur hans væri sama
sem sonur hans. En slík láta-
læti dugðu honum ekki lengur.
Drengurinn var af ætt hans, en
ekki heldur meira, og hann hat-
aði hann, af því að hann hafði
verið getinn í ást og unaði, —
Sannie hafði gefið syni Iv.tus
fúslega það, sem hún haiði gef-
ið honum með viðbjóði og
hatri. Jakalaas, þræll hennar,
skyldi líka fá að verða fyrir
hatri hans og ljónið skyldi
hann drepa fyrir allar þær gæl-
ur, sem það hafði þegið af San-
nie. Allir þeir, sem henni hafði
þótt vænt um, skyldu fá að
verða fyrir reiði hans.
Þegar hann nálgaðist heim'Ii
sitt, læddist hann eins og kóíí-
ur að mús. Hann sá engan reyk
úr reykháfinum og jurtirnar í
pottunum á svölunum voru
skrælnaðar. Fáein hænsni voru
á vappi kringum húsið. Hefðu
einhverjar mannverur verið í
húsinu, hefðu hænsnin ekki
þorað að koma svona nálægt
því. Meðan hann stóð* bak við
tré og athugaði húsið, flaug
haninn upp á þrepin, baðaði út
vængjunum, reigði hausinn og
galaði hátt. Hann galaði tvisvar
— því næst flaug hann niður
aftur, stiklaði kringum hæn-
urnar og dró vængina í rykinu.
Hendrik varð var við skjálfta
í hnjánum, þegar hann hallaði
sér upp að trénu. Hversu oft
hafði hann ekki séð Sannie
standa þarna við tvöföldu hurð-
ina, sem nú var harðlæst? —
Hversu oft hafði hann ekki
komið heim frá veiðum eða
vinnu og hvílt í faðmi hennar?
Þessar hugsanir og minningar,
sem nú var bezt að reyna að
gleyma, voru eins og svipuhögg
á nakið hold.
Og hvað hafði hann svo haft
upp úr þessu? Hann hafði eign-
ast eina, heilsulitla dóttur, auk
þeirra, sem hann hafði áður
átt. Flest börn hans höfðu ver-
ið dætur. En fyrsta barn hans
hafði verið sonur, og með Lou-
isu myndi hann eignast fleiri
syni. Hann myndi taka Louisu
í vagn sinn og þau myndu
fara á veiðar, því að honum
var ljóst, að hann eirði ekki
heima.
Eins og sært dýr hafði hann
snúið aftur til heimkynnis síns.
En þegar þangað kom, voru
engir þar fyrir, nema andar
þeirra, sem einu sinni höfðu
verið þar.
Til þess að svala skapi sínu
varð hann að drepa — fara á
veiðar. Hann varð að fara með
Lóuisu út á mörkina, langt í
burtu og veiða, unz hann hefði
náð þreki sínu og stolti á ný.
■ NÝJA BfO 25 ■■ GAMLA Bfð
>
„ Hc •*«* . > Heimskauta- k hverfanda hvelf
nfcte.aauu 1 veiðar. Sýnd kl. 4 og 8.
(Hudson Bay) Bönnuð fyrir börn innan
PAUL MUNI 12 ára.
GENE TIERNEY
JOHN SUTTON kl. 31/2— 6Ú2
Böm yngri en 14 ára fá ekki GtolR VINIR
aðang mieð Miekey Rooney,
Sýnd kd. 5, 7 og 9. Wallace Beery
Það var þýðingarlaust að hugsa
um búskap þetta árið. Hann
hafði ekki heilsu til þess og
auk þess myndi hann ekki eira
við búsýslu. Hann myndi fara
og ekki koma aftur, fyrr en hann
,hefði komið fram hefnd sinni.
En fyrst varð hann að styrkja
þrek sitt og gera áætlun. Sá
rnaður, sem fór ekki eftir áætl-
un, var glataður, og eins og á
stóð, gat hann ekki einbeitt hug
anum. Andlegur þróttur hans,
til þess að hugsa rökrétt, hafði
gufað upp fyrir bræði hans og
niðurlægingu ósigursins.
Meðan hann stóð upp við
tréð, gekk Jakalaas, ásamt
ljóninú, yfir flötina fyrir fram-
an húsið. Gamli Kaffinn reykti
makindalejja og var ánægður á
svipinn. Ljónið, sem hafði
stækkað mikið, meðan Hendrik
var fjarverandi, rölti á eftir
honum.
Hendrik gekk frá trénu, hóf
byssuna, reyndi að stilla skjálft
ann, sem á honum var og mið-
aði á ljónið. Þetta var ágætt
tækifæri, því að dýrið snéri að
honum hliðinni og uggði ekki
að sér. Færið var aðeins um
fjörutíu skref. Dýrið nam stað
ar og starði á húsdyrnar, eins
og það ætti von á að sjá hús-
móður sína koma út.
//
TÖFR4MAÍUR11HN íiSKÓLANUM.
nema þetta eina. Engin önnur merki sáust efttir þennan
dularfulla mann.
„Það lítur út fyrir, að hann hafi orðið uppnuminn£t,
muldraði Kolbeinn „En hvað er þama?“
Hann sá glampa á skyggðan málm í skoru milli tveggja
steina.
Kolbeinn gekk nær til þess að ganga úr skugga um,
hvað þetta væri. Hann laut niður, sá að það var lítill vasa-
hnífur og tók hann upp. Engrnn ry^blettur var sjáanlegur
á hnífnum. Það tók af öll tvímæil um, að hann hefði ekki
legið þar lengi.
„Það rigndi í morgun“, hugsaði leynilögreglumaðurinn
með sér. „Það benda því allar Hkur til þess, að náunginn á
stóru skónum hafi týnt honum. Nei, sjáum nú bara til! Hann
hefir verið notaður til þess að ydda bláan blýant. Og —“.
Hann fékk nú annað umhugsunarefni, því að hann kom
auga á nafn, sem var haglega letrað; á silfurþynnu á skafti
hnífsins.
Marcel!
M. Marcel! Frönskukennarinn, sem horfið hafði! Var
það hann, sem sýnt hafði Kolbeini banatilræðið áður? Og
var það hann, sem Ras Sing hafði farið að heimsækja í tum-
inum í kvöld — og ef til vill í fyrrinótt líka?
Allt þetta mál var orðið svo flókið, að jafnvel Kolbeinn,
sem þó var ýmsu vanur, fékk höfuðverk af því að hugsa
um það!
❖ ❖ '!•'
„Parsons!“ hrópaði frönskukennarinn „Hvað er að yður
drengur minn?