Alþýðublaðið - 28.02.1943, Page 5

Alþýðublaðið - 28.02.1943, Page 5
ALÞYfHJBLAÐIÐ Sunnudagur 28. feltjmar 1943. Hánn þráir betri heim. S Þessi hermaður 8. hersins S hann notar ihivíldarstundina ^ fjallar um uppbyggingu og hefir lagt'sig til ihvíldar undir bifreið sinni í hinum steikjandi sólarhita eyðimerkurinnar. En til þe,ss að lesa bók, sem hann hefir lánaða úr bókasafni liersins. Bókin sem hermaðurinn les skipulag heimsins eftir stríðið eða á ensku „Pilans for a better World“, áætlun um betri heim. HVÍLlKUM blekkingum hafa þeir ekki valdið, hin- ir skemmtilegu, en þó ábyrgð- arlausu skáldsagnaritarar, sem semja háfleygar lýsingar á hin- um dökkeygðu hefðarmeyjum Suður-Ameríku — meyjunum með háa kambinn í hárinu. Þeir bera ábyrgð á þeirri algengu villutrú, að í Suður-Ameríku séu ekki til ljóshærðar stúlkur, til þess að svara því, sem kalla mætti venjulega eftirspurn. Sem betur fer, get ég birt töl- ur, sem tala og eru óvéfengj- anlegar. Sextíu konur af hverju hundraði eru dökkar á brún og brá, þrjátíu og níu af hundraði Ijósar og ein af hundraði rauð- hærð. Um tíu hundruðustu af hinum dökkhærðu hafa brúnt hár. Að vísu hefi ég ekki komizt að þessari niðurstöðu með eigin rannsókn eða fengið tölurnar úr neinum hagtíðindum. >En heimildin er ei að síður traust og áreiðanleg. Hin mikla aug- lýsingaskrifstofa J. Walter Thompson lét framkvæma rann sókn á meira en þúsund konum af hverri stétt í borginni Buenos Aires og umhverfi hennar. Á þennan óskáldlega hátt kynnast auglýsingamenn konum. Rann- sóknir, sem önnur auglýsinga- fyrirtæki létu framkvæma í öðr um borgum, voru ekki eins ná- kvæmar og þessi, en gáfu þó fyllilega í skyn, að hundraðs- hlutinn væri hinn sami í öllum tíu ríkjum Suður-Ameríku. Hvorki hinar ljóshærðu né dökkhærðu hafa kamb í hárinu, því að á slíkt væri litið sem vott um slæman smekk. Skáldsagna- höfundarnir vilja reyna að fá okkur til að trúa því, að þær séu með blóm í hárinu og gangi á háhæluðum, rauðum.skóm, en staðreyndin er sú, að því er ég hefi komizt næst, að hvorugt er rétt og hefir aldrei verið. Sann- likurinn er sá, að þessar marg- umtöluðu hefðarmeyjar forðast eins og heitan eld alla áberandi liti. A kvöldgöngum íbúanna í Buenos Aires og Rio de Janeiro munu menn fljótlega geta geng- ið úr skugga um, að allar yfir- hafnir fólksins eru svartar, hvít ar eða gráar. En samt sem áður er enginn j arðarfararsvipur á þessu-fólki. * PARÍSARKAUPMAÐUR nokkur, eigandi kvenfata- verzlunar, sem settist að í Rio fyrir um tuttugu árum, skýrði 5uartklcFÖðar konur. EFTIRFARANDI GREIN, sem er eftir Carl Crow, fjallar um konur í Suður- Ameríku og klæðaburð þeirra. Enn fremur minnist höfundur greinarinnar á ýmsa siði Suður-Ameríku- búa, sem eru að mörgu leyti öðruvísi en siðir annarra þjóða. mér frá því, hvers vegna fólkið á þessum slóðum aðhyllist hina óbreyttu liti. Hann sagði, að meðal svertingjanna í Brazilíu og Indiánanna í öðrum ríkjum Suður-Ameríku hefði ríkt sterk hneigð til sundurgerðar í litum. Þetta hefði orsakað óbeit há- stéttarkvenna, sem og kvenna af öðrum stéttum í Suður- Ameríku, á sterkum litum og þær hafa hneigst til hinna öfg- anna. Þannig hafna þær litum, sem meðal annarra þjóða eru taldir mjög smekklegir á fatn- aði. Af sömu ástæðu vilja skrif- stofumenn og embættismenn í Suður-Ameríku fá svo barða- litla hatta sem unnt er. Verka- menn, sem vinna úti í sólskin- inu, þurfa að nota mjög barða- stóra hatta. Til þess að láta ekki villast á sér og algengum verka- mönnum vilja því skrifstofu- mennirnir, sem vinna inni, ganga með barðalitla hatta, þeg ar þeir fara út. * ÞESSA SKÝRINGU lét ég mér nægja, unz ég fékk aðra skýringu betri hjá töfr- andi fagurri frú frá Chile, konu bresks kaupsýslumanns. Hún sagði mér, að það væri siður í öllum ríkjum Suður-Ameríku að bera lengi sorgarbúning eftir lát ástvinar eða ættingja. Auk þess væru fjölskyldur í Suður- Ameríku venjulega mjög stórar og frændgarður öflugur og stór. Ennfremur er talin sjálfsögð kurteisi að bera sorgarbúning eftir jafnvel fjarlægustu ætt- ingja. Afleiðingin er sú, að meirihluti hverrar þjóðar er nærri því alla ævi í sorgarbún- ingi, og þó að það geti komið fyrir um tíma, að menn geti gengið í fötum með öðrum lit en svörtum, þá eru menn orðnir svo vanir þessum lit, að þeir hafa enga löngun til þess að breyta um. Eftir þetta fór ég að veita búningi fólksins meiri athygli en áður. Eg minnist sérstaklega dagstundar, þegar ég sat inni í tedrykkjustofu Crillongistihúss ins í Santiago. Þar voru fjöl- margar frúr frá Chile, sem enga löngun höfðu til þess að fara í kaffistofu án karlmannsfylgdar. Meðan ég sat þarna og horfði á fólkið, komu þrjár manneskjur inn. í sama bili þagnaði fcliður gestanna, og inni varð hljótt eins og ídauðs manns gröf. All- ir störðu á hina nýkomnu gesti og mér varð litið til þeirra líka. Lengi var ég að átta mig á því, hvað ylli þessari helþögn og drægi svo að sér athygli gest- anna, en loks tók ég eftir þVí, að meðal hinna nýkomnu var kona, í dökkum búningi eins og allir aðrir, sem hafði orðið það á að skreyta hattinn sinn með örmjóum rauðum linda. Þetta var eini tilhaldsliturinn, sem sást í veitingastofunni og það var svo sem auðséð, að horft var augum grunsemda og gagn- rýni á konuna, sem hafði gert sig seka um þetta gáleysislega brot á almennu velsæmi. Jafn- vel ég varð undrandi á þessari dirfsku hennar. Þessi takmarkaða notkun lita meðal þjóða Suður-Ameríku veldur því, að erlendir ferða- menn, sem þangað koma, vekja oft slíka athygli með sundur- gerð sinni í klæðaburði, að þeim finnst snjallræði að skjóta sér inn í fyrsta bílinn, sem þeir ná í, aka sem fljótast heim til gistihússins, skipta þar um föt og hreyfa ekki við skrúðanum *fyrr en komið er til þjóðar, þar sem hann er betur metinn. * ENSKIR eða norður-ame- rískir fatakaupmenn eiga örðugt með að koma vöru sinni á framfæri í Suður-Ameríku, fyrr en þeir eru búnir að kynna sér skoðanir Suður-Ameríkubúa á þess, hvernig föt séu heiðarlegu fólki sæmandi. Og þessum þjóð- um dettur ekki sú firra í hug að apa búning sinn eftir klæða- burði frægra manna eða kvenna, jafnvel þótt um sé að ræða heimsfræga leikara eða dáðar filmudísir. Án nokkurra öfga verð ég að segja það, að eftir að ég hafði átt heima í fáein ár í Nýja Englandi, fannst mér það mikill léttir að geta ferðast um alla Suður-Ameríku án þess að sjá eina einustu unga stúlku, sem reyndi að líkjast Katharine Hepburn. * EG varð að kannast við það, að ég fann engin dæmi til staðfestingar þeim almennu sögusögnum, að karlmenn í Suð ur-Ameríku glápi á fagrar kon- ur á götum úti, elti þær, gerist áleitnir við þær og berji þær eða klípi, ef þeim virðast þær ekki nógu eftirlátar. Það hefir jafnvel fylgt sögunni að stú- dentum sé lausust höndin, sé ást þeirra synjað. Ennfremur hermdi sagan, að slíkir viðburð ir væru tíðastir á hinni fögru og fjölförnu Floridagötu í Buenos Aires. Á götu þessari eru bannaðar hjólreiðar og bif- reiða-akstur á tímanum frá klukkan átta síðdegis dag hvern, svo að húsmæður geti skroppið í búðir án yfirvofandi hættu um að verða undir ein- hverju farartækinu. Sunnudag eftir sunnudag gekk ég í glaða sólskini um þetta leyti dags eft- ir þessari alræmdu götu endi- langri og varð aldrei var við þessa margumtöluðu tilbreyt- ingu götulífsins. Og það sem meira var: þessar misþyrming- ar og móðganir, sem svo oft var talað um meðal erlendra þjóða, virtust ekki á neinn hátt hindra það, að konur létu ljós fegurðar sinnar skína á þessari fjölförnu götu. Auðvitað er ekki nema eðlilegt, að menn verði fyrir hrindingum eða oln- bogaskotum í mikilli mann- þröng, en aldrei sá ég konur löðrungaðar eða heyrði þær veina og kalla á hjálp. * ENGINN þarf að láta sér detta í hug, að stúdentar í Suður-Ameríku séu alfull- komnir í öllum reglum kur- teisinnar, eða að fágaðar um- gengnisvenjur séu þeim í blóð bornar. Þeir eru ekki eins fág- aðir í íramkomu og stúdentar frá Eton- eða Harrowháskóla. Hegðun þeirra gagnvart konum mótast af eldri siðum, en þar með er ekki sagt, að sú hegð- un sé í eðli sínu með minni riddarabrag, þótt hún sé öðru- vísi. Ef til vill verður mér brugðið um ókurteisi og rangar getsak- ir, en mér datt í hug, að norður- ameríksku hefðarfrúrnar, sem ferðazt hafa til Suður-Ameríku Firh. á 6. sSJu. Um Blýhólkinn frá fyrstu hendi. Samtal mitt við ritar- ann. Maðurinn, sem reiddist og þeir, sem eiga að gera hreint fyrir sínum dyrum. TIL MÍN hringdi einn vina minna og sagði, að margt væri ranghermt hjá mér um Blý- hólkinn og ekkert alveg rétt. Mað- urinn lætur ekki nafns síns getið, því að Blýhólkurinn er einkáfélag fárra manna, þó að hann sé ekki leynifélag, og varðar almenning engu, hverjir þar eru, sagði vinur minn, en ég er ritari félagsins, sagði hann enn fremur. Nordal er alls ekki í stjórn Blýhólksins né var viðriðinn smíði hans. — Er hann þá ekki félagi? spyr ég. — Mátulegt væri honum það, segir ritarinn. — EN TÓMAS GUÐMUNDS- SON, er hann í stjórn? — Um það getur þú spurt hann sjálfan, svar- ar vinur minn; ég er ekki að rek- ast í einkamálum Tómasar. En það er alveg rangt, að Blýhólkurinn sé í Unuhúsi. Hann hefir aldrei þar komið, heldur hefir hann fundi sína á almannafæri. — Hvar þá? spyr ég. — Það skal ég sýna þér, segir ritarinn. Ég skal bjóða þér sem heiðursgesti á fund hjá okkur, en það hlotnast fáum. — HVER ER TILGANGUR fé- lagsins? spyr ég. — Tilgangurinn helgar meðalið, segir ritarinn. — Hver eru inntökuskilyrðin? spyr ég. — Þú færð ekki inntöku, segir ritarinn; þó er það helzta skilyrðið, að vera illa séður af góðum mönn- um. — Hvers vegna kallið þið þetta ,,Hólkinn“, úr því að það heitir ,,Blýhólkurinn“? — Það er útvarpinu að kenna, eins og fleirá; það leit svo á, að ,,Blýhólkurinncc gæti skoðast sem meiðyrði; við fengum ekki að hafa fullt nafn í auglýsingunni. — Nú er ég öld- ungis hlessa, segi ég. En hverjir eru þá helzt í Blýhólknum? —■ Beztu menn þjóðarinnar, segir rit- arinn, — og þeir verstu, allt eftir því, hvernig á er litið og hver það er, sem á lítur. ÞETTA ALLT sagði ritarinn — og nú hafið þið það frá fyrstu hendi. Einhver gáfaður maður varð afarreiður yfir gamni mínu um „Hólkinn“ í fyrradag. Hann reiðist þó sjaldan og aldrei illa. Ég hefi alltaf verið hrifinn af honum, en þó aldrei eins og þegar ég komst að því, af hverju hann reiddist mest í pistli mínum. „VALTÝR“ SKRIFAR MÉR. (Ekki þó Valtýr Stef., því að hann skrifar alltaf sjálfum sér). ,Váltýr£ minn segir: „Veiztu af hverju Jerú- salem var svo hrein? Það var (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.