Alþýðublaðið - 13.03.1943, Síða 4

Alþýðublaðið - 13.03.1943, Síða 4
* ALÞYPUBLAPiP Laugardagur 13. maxz 134$ / / (Uj)ij»nklaði5 $ Útgefandi: AlþýSnflokk urinn. Bltstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjóm og afgreiðsla í Al« þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4802. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Þeir ern afhjfipaðir! HIÐ húsnæðislausa fólk og umkomuleysingjarnir í Reykjavík geta nú séð 'það á afgreiðslu alþingis á húsaleigu frumvarpinu, hverjir það eru, sem greiða vilja úr vandræð- um þess með festu og réttlæti, og hverjir það eru, sem skil- yrðislaust vilja viðhalda yfir- drottnun og munaðarlífi yfir- stéttarinnar og auðjarlanna. Þetta fólk, sem nú býr í þröngum, lélegum og óviðun- andi húsakynnum við illa að- búð og okurleigu, ætti að festa sér vel í minni nöfn þeirra þingmanna, sem börð- ust með hnúum og hnefum gegn því, að nokkur takmörk yrðu sett við því, að meún búi í stórum luxusíbúðum, miklu stærri en þeir hafa þörf fyrir. Það er líka áreiðanlegt, að leigjendur og húsnæðisleys- ingjar munu ekki strax gleyma framkomu þessara manna. Reykvíkingar munu vafalaust minnast þess á næsta kjör- degi, að meðal þeirra, sem nú gengu gegn hagsmunum þess, eru tveir svokallaðir þing- menn Reykvíkinga, Magnús Jónsson, 1. þm. Ev., og Pétur Magnússon. Sjálfur borgar- stjórinn, Bjarni Benediktsson, brást því að fylgja samþykkt bæjarstjórnar sinnar um þetta mál og þorði þó ekki að greiða atkvæði gegn því, heldur sat hjá og lagðist lítið fyrir kapp- ann. Og ekki er trúlegt að fjölgi í þunnskipaðri fylkingu Hrifluliðsins í höfuðstaðnum við forgöngu Jónasar í þessu skemmdarverki á framvarpinu. Framsóknarmennirnir í efri deild, að einum undanteknum, létu hafa sig til að fylgja Jón- asi og íhaldinu. Þetta eru full- trúar bændanna, sem flestir búa í lélegum og ófullkomnum húsakynnum. Fólkinu, sem býr í köldu og . óvistlegu sveitabæjunum, sem eru því miður allt of margir, er a. m. k. enginn greiði gerður með því að auðmönnunum í bæj- unum sé leyft að búa í stórum óhófsíbúðum meðan fjöldi manna er rekinn út á gaddinn. Framkoma íhaldsins, stærsta flokksins í Reykjavík, í þessu máli, er með þeim endemum, að lengi verður í minnum haft. Þeir þykjast verá forsjá bæjar félagsir.s í smáu og stóru, þess- ir samvizkulausu lýðskrum- arar, en þegar greiða þarf úr vandræðum fjöldans, ganga þeir hiklaust á rétt hinna nauð stöddu. Leiguþý húsaleiguokr- aranna n.íddu á sínum tíma ráð- herra Alþýðuflokksins fyrir það, að hann fylgdi húsaleigu- lögunum fast fram meðan hann hafði tök á og nú verja nokkrh’ svokallaðir þingmenn Reykvíkinga sérhagsmuni yfir stéttarklíkunnar gegn hags- munum fjöldans. Borgarstjór- inn lætur fyrst í umræðunum líklega við skömmtuninni, en skríður svo frá við atkvæða- greiðsluna á ódjarflegasta hátt. En eftirtektarverðast er þó, hvernig íhaldið skríður í skjól Jónasar frá Hriflu, og lætur hann hafa forystuna í því að Verkiýðsiélag Ak ureyrar VERKLÝÐSFÉLAG AK- UREYRAR var stofnað 12. febrúar 1933 með 90 manns. Á framhaldsfundi 19. sama mán- aðar voru fclagsmenn orðnir 140. Fyrstu stjórn íélagsins skip- uðu: Erlingur Friðjónsson, for- maður, Ólafur Magnússon, rit- ari, Svanlaugur Jónasson, gjald- keri, Guðlaug Benjaminsdóttir og Benedikt Jóhannsson með- stjórnendur. Erlingur Friðjónsson og' Svanlaugur Jónasson sitja enn í stjórn félagsins. Til þess að sýna það. hver hugur var í verkafólkinu við stofnun félagsins, skal þess get- ið, að stofnfundardaginn var norðaustan rok ,og snjókoma. Þó mættu á fundinum 90 manns. Þar á meðal nokkrar verkakonur. Sást á þessum hópi að þarna var saman komið fólk, sem vissi hvað það var að gera og var þess fullráðið, að láta ekki svíkja af sér kaup og kjör, eins og kommúnistar höfðu gert næsta ár á undan. * í ársbyrjun 1932 náðu kom- múnistar stjórn Verkamanna- félagsins í sínar hendur. Höfðu þeir árið á undan hagað sér í félaginu samkvæmt fyrirskip- unum Kommúnistaflokksins. Reynt að gera fundi félagsins að ólátasamkomum og pólitisk- um rifrildisfundum. Hafði ! kommúnistaflokkurinn sarf- andi erindrekat á Akureyri mánuðum saman til að stjórna þessu starfi. í apríl sama ár setti félagið kauptaxta. Sam- kvæmt honum var tímakaup verkamanna þannig: Almenn dagvinna kr. 1,25 Eftirvinna við sama — 1,90 Skipa- og kolavinna — 1,40 Eftirvinna við sama — 2.10 Öll helgidagavinna — 3,00 Þegar kom fram í maímánuð fóru atvinnurekendur að krefj- ast kauplækkana við fiskverk- un. Kommúnistastjórnirnar í Verkamannafélaginu og „Ein- ingu.“ efndu þegar til „samfylk- ingar verkalýðsins“, kusú „bar- áttunefndir“, stofnuðu slags- málalið og settu verkbann á fiskverkunarstöðvarnar. Svo voru haldnir „sameiginlegir verklýðsfundir kvöld- eftir kvöld, með löngum fyrirlestr- um um sovétríkjaskipulagið í Rússlandi. En baráttunni við fiskverkendur lauk með því að gengið var að þeim kostum, sem þeir settu. Dagkaup kvenna var lækkað um 5 aura á klst. Afnuminn fiskþvotlur i akk- orðsvinnu, og Ieyfi gefið til að ráða fiskverkunarstúlkur fyrir 30 krónur um vikuna, ef um lengri vinnu var að ræða, en það var sama og að færa fisk- verkunarkaupið niður í 50 aura á klst. Ekki komu nein friðindi þarna á móti. Eftir þennan .,sigur“ töldu atvinnurekendur sér alla vegi færa. Formaður Vinnuveitenda- 10 ára. ERKLÝÐSFÉLAG AKUREYRAR átti 10 ára afmæli 12. febrúar síð- astliðinn. í tilefni af því flutti Alþýðumaðurinn, blað Alþýðuflokksins á Akureyri, eftirfarandi afmælisgrein og yfirlit yfir sögu félagsins. félagsins bar fram tillögu í bæj- arstjórn um að bærinn greiddi ekki taxtakaup í bæjarvinnu. En sú tillag'a féll með jöfnum at- kvæðum. Þegar fram að síld- veiðum kom, kröfðust síldverk- endur stórfelldrar kauplækkun- ar við síldarvinnuna. Var það í fyrsta sinn, s'em atvinnurekend- ur fóru fram á kauplækkun að sumrinu. Og forustan i verka- lýðsmálum var þá ekki bermi- legri en svo, að undan þesu var látið baráttulaust. Gengu stjórnir Verkamannafélagsins og „Eining'ar“ að þvi að kaupið „í síldinni“ lækkaði um 6—33% á hinum ýmsu liðum kauptaxt- anna. Engar skuldbindingar tóku síldarsaltendiu* á sig vegna þessara friðinda sér til handa. Er hér sagt svo gerla frá þessu vegna þeirra, sem ekki voru þá komnir inn í verkalýðs- samtökin og eiga því erfiðara en eldra fólkið með að átta sig á réttmæti þeirra athafna verka- fólksins, sem á eftir komu sem eðlileg afleiðing ]>essarar frá- munalegu frammistöðu komm- ánistaleiðtoganna, sem á þeim tímum störfuðu eftir línunni frá Moskva: „Sulturinn er bezt- ur”. (Þótt það hefði ekki bein á- hrif á gang þessara mála, er rétt að geta þess, að Kaupfélag verkamanna, sem þá hafði fisk- verkunarstöð, greiddi taxtakaup við fiskverkunina, þrátt fyrir samningana. Ekki sagði komm- únistablaðið hér frá þessu, hvað þá að það teldi þetta til fyrirmyndar fyrir atvinnurek- endur.) Eftir þessar aðfarir fór verka- fólkið ekki. dult með það, að það treysti ekki komúnistum til þess að fara með stjórn kaup- gjaldsmálanna framvegis. Strax og vetraði var svo farið að und- irbúa stofnun Verklýðsfélags- ins. Það rak og sérstaklega eftir að stjórn Verkamannafélagsins neitaði að greiða skatt til Al- ]>ýðusambandsins og var þvi farið úr sambandinu við næsta nýjár. Sá verkalýðurinn hvilík hætta var að vera ekki i alls- herjarsamtökum verkalýðsins. Þetta allt leiddi til þess, að Verklýðsfélag Akureyrar var stofnað á þeim tíma, sem fyrr getur, eða áður en ákvarðanir vorú vanalega teknar um kaup- gjald fyrir næsta sumar. Stofn- endur félagsins voru flestir verkamenn, sem að staðaldri unnu hjá bænum, við höfnina og hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. eyðileggja skömmtunarákvæð- in. Það var Jónas sem gekk fram í brjósti þessarar þokka- legu fylkingar. Það er skiljan- legt: ihaldið er hrætt við alþýð- una í Rvík, — Jónas tekur að sér forystuna, íhaldið stendur að baki honum. Morgunblaðið þvaðrar um að „friðhelgi heimilisins“ hafi verið vernduð með þessari skemmd á frv. Heyr á endemi! Það er talað um friðhelgi heim ilisins, þegar ríkisbubbarnir og braskaralýðurinn í lúxus-íbúð- j unum á í hlut, en ekki eru þessi fögru orð á takteinum, þegar i verið er að sundra fjölskyldum hinna húsnæðislausu, skilja börn frá foreldrum, og demba mörgum fjölskyldum hverja ifinan um aðra í óviðunandi þrengsli. Nei, nei, j þá er ekki friðhelgi heimilisins. Eða hafa fátæklingar kannske engan rétt til hennar? Hins vegar er það vel farið, að þarna sést það svart á hvítu hverjir eru andstæðingar al- þýðunnar og fulltrúar harð- svíraðrar yfirstéttar. Ekkert yfirklór kemur þessum herrum að notum. Þeir eru afhjúpaðir. Tilkynning. Athygli kaupsýslumanna er hér með vak- in á pví, að í Lðgbirtingablaðinu, sem út kemur laugardaginn 13. marz 1943, verður birt tilkynning Irá Viðskiptaráði, varðandi reglur um verðlagningu vara, sem ákvæði um hámarksálagningu gilda um. Ennfremur verða birtar í sama blaði til- kynningar um breytingu á framkvæmd verðlagseftirlitsins. Reykjavik, 11. marz, 1943. I f s V t V I V V V V V V V ! V V Og verkakonurnar, sem gengu að fiskvinnu og síldarvinnu. * Fyrsta verk Verklýðsfélags- ins var að ganga í Alþýðusam- bandið. Síðan að setja kaup- taxta. Var settur sami taxti og árið áður, en kommarnir höfðu ekki getað staðið við. Árið eftir var kaup fiskverkunarkvenna hækkað og settur taxti fyrir dixilmenn. 1935 var hækkað kaup við kolavinnu i bænum. 1937 var kaup i almennri vinnu hækkað upp i kr. 1.50 um klst. og annað kaup í samræmi við það. Þá var kaup kvenna hækk- að upp í 90 aura á klst. og önn- ur kvennavinna eftir því, Fr£ kaffitíini féll þá niður. ViS samninga 'vdð Vinnuveitendafé- lag Akureyrar 20. desember 1940 var þetta lagt til grund- vallar og samið um að full dýr- tíðaruppbót yrði greidd á þetta kaup. 1. júlí s. 1. gengu atvinnu- rekendur inn á að greiða kaffi- tíma með einnar stundar kaupi á dag. Hækkaði þetta raunveru- F'rh. á 6. siðu. VESTUR-ÍSLENDINGUR- ■ INN Soffonías Thorkelson var á ferð hér á landi 1940—41 og er nú að birta ferðasögu sína blaðinu „Heimskringlu“ i Winnipeg. Hefir hann tekið vel eftir mörgu, enda er sagt að glöggt sé gestsaugað. Hér fer á eftir kafli úr ferða- hugleiðingum Soffaníasar í ný- kominni „Heimskringlu“. „Bændurna brestur enn þekk- ingu á ræktinni, leikni að fara með jarðyrkjuvélar. Sérstaklega á þetta við plóginn. Þá, sem ég sá stýra honum, vantaði mikið á að hafa hans full not. Sama geri ég ráð fyrir, að segja megi um aðrar vélar, en um það get ég ekki borið, þar sem ég sá þá ekki nota þær. Eg sá þess allvíða merki, að þeir munu fara allra manna verst með vélar sínar, og er þá mikið sagt, því að bændur í Canada eru þekkt- ir fyrir vanhirðu sína á þeim. En ekki standa íslendingar þeim að baki í því, ég held feti framar. Sér- staklega er þetta grátlegt, þegar það er tekiö til greina, hvað vél- ar þeirra heima eru óhemju dýrar, keyptar frá Ameríku fyrir krónur með sextán centa gildi. Við það bætist svo hið geysiháa flutnings- gjald til landsins. Eg veit varla, af hverju þessi vanhirða þeirra á vél um stafar, sennilega af því að þeir kunna ekki að meta þær og heldur með þær að fara. Þeir hafa ekki náð viðunanlegum vinnu- hraða með þeim, og sá eg þess ljós merki með plóg og dráttar- vél. Þar virtist mér engin áherzla lögð á vinnuafköst, einlægir ástæðulausir stansar og tafir. Það þarf þó ekki að hvíla dráttarvél- ina eins og litlu hestana, sem eru helzti léttir við plægingar. Eg held því fé væri vel varið af ríkisstjóm- inini,- ef hún fengi nokkra menn frá Ameríku, sem vel kynnu með plóg og önnur akuryrkjuverkfæri að fara. Mundu þeir setja þau met í leikni og vinnuhraða, sem íslend- ingar hafa ekki tamið sér. Þetta er eitt, með öðru, um grasræktina, er stendur til bóta. Gauf og dund þeirra, er vinna með vélum, þyrfti að leggjast niður. Það hefir verið skrumað viffi bændur og dekrað við þá og þeim sýndar margskonar ívilnanir. Þeir hafa orðið fyrir afvegaleiðandi vorkunnsemi .skjalli og fagurgala. Þeim hefir verið veittur drjúgur styrkur til allra jarðabóta, og eins til þeirra sem voru til lítilla bóta. Styrk hafa þeir fengið til véla- kaupa, já styrkur til alls, sem þeim hugkvæmdist að biðja um styrk til. Símalínur hafa verið lagðar til þeirra fram til dala og heiða með ærnum kostnaði af almenningsfé, brýr bygðar fyrir þá, vegir lagðir í þeirra þágu um sveitir landsins, styrkur veittur til að byggja á jörðunum, og svo framvegis. Síðastliðið ár, 1942, borgaði rík- ið hálft kaup þess fólks, sem hjá bændum vann að vetrinum (um sumarvinnu veit ég ekki). íslenzk- ir bændur hafa notað allmikið af síldarméli til fóðurbætis búfjár, nema handa mjólkurkúm, og þyk- ir það reynast ágætlega. Nú legg- ur ríkið fram mikið fé til verð- lækkunar þess. Þær 5 milljónir króna sem Bretar veittu íslending- um að gjöf, fyrir markaðstöp þeirra við Evrópu vegna stríðsins, voru látnar ganga til bændanna, sem uppbót á vörur þeirra, sem þó voru langt dýrastar af öllu í dýr- tíðinni heima. Eg hygg, a'ð þetta og margt ann- að, sem bændum hefir verið íviln- að, hafi haft mikil áhrif til hins verra, dregið mikið úr framtaki þeirra, atorku og viljaþreki að bjargast eins og áðrar séttir lands- ins af eigin ramleik. Fyrir endann á þessum sífeldu ívilnuinum og fjárframlögum sézt ekki enn. Kröf ur þeirra til ríkisins aukast með ári hverju. Sem dæmi um þetta las ég í /íýkomnu Búnaðarriti, að farið er fram á það, að ríkið ætti að rækta landið fyrir bændurna. Það risa margar spurningar í huga mínum. við lestur þeirrar greinar. Væri það þá ekki bezt, að ríkið væri látið kosta slátt og rakstur á þessu. ræktaða landi og heyin flutt inn í hlöðurnar til bænda? Það er óblandað álit mitt að þeir bændur sem ekki hafa þrifist við (Frh. á 6. síöu.) i

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.