Alþýðublaðið - 18.03.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.03.1943, Blaðsíða 2
V fv 'jjfr """I M|élknrleysS5: Hálfor lítrl sbamt- aðnr á heimili. Jafnt til stérra heim ila sem lítilla. C* LESTAR helztu sam- ■“■ gönguleiðir til bæjarins voru ófærar í gær og í fyrra- dag. Þetta varð meðal annars þess valdandi, að sáralítið af mjólk barst til bæjarins. í gær voru fjöldamörg heim- ili hér í bænum mjólkurlaus. Samsalan gaf þá fyrirskipun í mjólkurbúðirnar í fyrrakvöld að skammta mjólkina og var á- Jsye.ðið ,að láta hvert heimili fá ' KalfaiF litra. Það er sjálfsagt að viðurkenna það, að erfitt er að taka upp skyndilega skömmtun á mjólk, en óneitanlega er það mjög óréttlátt að stór barna- heimili skuli ekki fá stærri mjólkurskammt en þar sem t. d. eru áðeins tveir fullorðnir í heimili — og éngin óþægindi hafa af því þó að ekki fáist nein mjólk einn dag eða svo. En það var þó ekki svo gott að öll heimili fengju hálfan lítra, því að þau heimili, sem ekki gátu sent eldsnemma í gær morgun í mjólkurbúð, fengu bókstaflega enga mjólk. Sam- kvæmt upplýsingum, sem Al- þýðublaðið fékk síðdegis í gær var ekki gert ráð fyrir að á- standið yrði betra í dag. JFimmludagur 18. Skipið sendi frá partinn í gær, ser en UnðírbúBiopr haf- fjrrir 1. Fullírúaráðið kýs yíirstlóra hátiðahaldanna. A F U N D I Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík í fyrradag var m. a. rætt um l.-maí og fyrirkomu- lag hátíðahaldanna þann dag. Á fundinum var kosin 5 manna nefnd til þess að hafa á hendi yfirstjórn hátíðahald- anna. í nefndína voru kosnir: Björn Bjarnason, Jóhanna Egilsdóttir, Snorri Jónsson, Sæmundur Ólafsson, Eðvarð Sigurðsson. Önnur launþegasamtök í bæn um munu síðan tilnefna einn fulltrúa hvert í sameiginlega í. maí nefnd. þrjú neyðarskeyti fyrri- rak hjálparlaust á land. isleiaaska flngvélln faasn það kl« 7 í gærkvðlsði pá sfrandaá var verli al kjarga mðnnununB. ARCTIC, skip fiskimálanefndar, skipstjóri Jón vÓlafsson, strandaði um miðjan dag í gær við svo kallaðan Mel- hamar í Miklaholtshreppi, simnan megin við Snæfellsnes, vestur af Mýrum. Skiþið komst inn fyrir skerjaklasann og inn á sandinn við ströndina. Þegar flugvélin íslenzka fann skipið, um klukkan 7 í gærkveldi, stóð það um 20 faðma frá landi svo að segja á þurru, og var verið að bjarga mönnunum. Þegar flugvélin flaug lágt yfir skipið, veifuðu menn af þilfari skipsins til flugmannsins. Stóðu þeir í stafni þess, en lína lá til lands, og voru menn í f jörunni. — Skip- ið er talið lítið skemmt. Fregnir bárust út um bæinn um hádegisbilið í gær um, að Arctic væri í hafsnauð, en eng- inn vissi til fullnustu, hvar skip- ið var. Talið var þó víst, að það væri einhvers staðar á svæðinu frá Garðsskaga og vestur á Mýr- ar. Voru þegar í gær upp úr íslenzk Beverldgeáætlun? Félagsmálaráðnnevtíð skipar nef nd tíl að gera tíilðgnr um og nndirbúa almannatryggingar. .... Nefndin er skipuð hagfræðingunum Jóni Blöndal og Klem- enz Tryggvasyni og tryggingafr, Guðm. Guðmundssynf. Tveir Keldhverfiog- ar gera sjálfstæðar tilraooir om nppeldi siiongsseiða. A SÍÐASTLIÐNU sumri hófu tveir menn í Keldu- hverfi fyrir norðan merkilega tilraun um uppeldi silungsseiða í Litlá í Kelduhverfi, En þessi á er 15 stiga heit og gróðurrík. Mennirnir, sem gerðu þessa tilraun, eru þeir Þórarinn Har- aldsson í Austurgörðum og Þór. Jóhannesson í Krossdal. Þeir nafnar fengu í fyrra- sumar rúmlega 40 þúsund sil- nngsseiði frá Mývatni til upp- eldis í Litlá. En þessa tilraun gerðu j>eir til að skapa sér at- vinnumöguleika, en mæðiveikin hafði svo að segja gereytt fjár- stofni þeirra. iSeiðin settu þeir í ána 21. marz 1942 og fyrst í tréstokka. En svo mikil vanhöld urðu á seiðunum í stokkunum, að þeir félagar fluttu þau í afgirt sfvæði í ánni. Œíöfðu þau þá aðgang að botni árinnar og gróðri,. og Jiurfu þ ávanhöldin. Timburgirðingin var sam- íVh. á 7. síðu. * IJÉLAGSMÁLARÁÐH., Jóh. Sæmundsson, hefir falið Jóni E Blöndal hagfræðing, Guðmundi Guðmundssyni trygg- ingafræðing og Klemens Tryggvasyni hagfræðing að gera rannsókn á því ,hversu bezt megi tryggja félagslegt öryggi á sem flestum sviðum hér á landi í framtíðinni. Verkefnið er samkvæmt tilkynningu, sem félagsmála- ráðuneytið gaf út um þetta í gær, í fyrsta lagi fólgið í því, að rannsökuð sé fjárhagsleg geta þjóðarheildarinnar, með tilliti til atvinnuhátta og afkomu landsmanna. í öðru lagi er ætlazt til, að undirbúnar séu tillögur um heildarfyrirkomu- lag löggjafar, er tryggi sem bezt félagslegt öryggi lands- manna í framtíðinni á öllum þeim sviðum, þar sem almanna- tryggingum verður komið við. Fyrst og fremst eru það þau framfærslu ríkisins og þess svið, er nú falla undir alþýðu- tryggingarnar: Slysatrygging, sjúkratrygg- ing, örorkutrygging, ellitrygg- ing og atvinnuleysistrygging. Enn fremur ýmiss konar trygg- ingar, er lítt hefir gætt í ís- lenzkri löggjöf til þessa, svo sem ómagatryggingar, ekkna- styrkir og jarðarfarastyrkir. Skal leggja áherzlu á að tryggingarnar geti, að svo miklu leyti sem fjárhagsleg geta þjóðarinnar leyfir, skapað hverjum einstaklingi rétt til viðunandi lífskjara, ef hann vill vinna. Ætlazt er til þess, að samtím- is fari fram athugun á löggjöf um framfærslu sveitarfélaga og og gætt, að samræmi sé milli slíkr- ar löggjafar og væntanlegs tryggingakerfis. í sambandi við aðgerðir gegn atvinnuleysi og forsjá atvinnu- lausra manna sé gerð grein fyr- ir öllum helztu aðferðum, er beita má af hálfu hins opinbera til að vinna gegn atvinnuleysi manna á starfsaldri. Einnig sé gerð grein fyrir, hvernig hent- ugast sé að haga opinberum framkvæmdum í því skyni, að þær geti orðið til þess að skapa sem stöðugasta og jafnasta at- vinnu. Einnig sé gerð athugun á því í sambandi við örorkutrygging- ar, á hvern hátt vinnugeta þeirra, er hafa skerta starfs- orku, verði bezt gerð arðbær fyrir þá sjálfa og þjóðfélagið. Frfi. á 7. síðu. hádeginu settir verðir við strendurnar á þessu svæði til þess að strax yrði tilkynnt, ef til skipsins sæist og það væri að reka upp, en talið var víst, að skipið myndi þá og þegar reka einhvers staðar upp. En engar fréttir bárust af skipinu til kl. 7 í gærkveldi. Kl. rúmlega 6 var íslenzka flugvél in fengin til að leita skipsins og skyldi hún fara vestur með landinu í leit sinni. Tæpri klst. síðar barst svo skeyti frá Erni Johnson, þar sem hann til- kynnti, að hann hefði fundið skipið og hvar og hvernig að- stæður væru. Fyrsta skeytið frá Arctic barst kl. 4 í fyrrinótt. Var í því skýrt frá því, að skipið þyrfti aðstoð- ar með og að rifið væri niður skonnortuseglið og stórseglið. Kl. 8 í gærmorgun kom svo annað skeyti og var það neyð- arskeyti. Var skipið þá talið vera út af Sandgerði, en ekki þó víst hvar það væri. Rétt fyr ir kl. 12 kom annað neyðar- skeyti og var þá talið, að skipið væri við Garðskaga og 10 mín. síðár kom hið þriðja neyðar- skeyti, heyrðist það illa og virtist skipið þá ekki heyra til stöðvarinnar í landi. f skeytinu þóttust menn heyra að nefnt væri Akranes. Síðan heyrðust Frh. á 7. síðu. Fnlltrúaráð verka- Mótmælir launalækkanar- fyrirætlunum ríkisstjórn- arinuar. AF U N D I Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík 16. þ. m. var eftir- farandi tillaga samþykt í einu hljóði: „Fulltrúafáð verkalýðsfélag- anna í Reykjavík mótmælir ein dregið dýrtíðarfrumvarpi rík- isstjórnarinnar, þar sem það felur í sér stórkostlegar árásir á alþýðu manna. Fulltrúaráðið vill benda al- þingi á, að launþegarnir hafa, síðan hin svonefnda þjóðstjórn tók við völdum árið 1939, orð- ið að búa við gengislækkun, — lögbundið kaupgjald og fleiri kvaðir, sem eingöngu hafa mætt á þeim, og að kjörorð' valdhafanna frá því í stríðsbyrj un um, að eitt skyldi yfir alla ganga, hefir alls ekki verið framkvæmt. Fulltrúaráðið telúr, að dýr- tíðarfrumvarp ríkisstjórnarinn ar myndi rýra freklega þær kjarabætur, sem launþegar fengu framgengt á síðastliðnu ári og skorar á alþingi að taka til greina ályktanir 17. þings Alþýðusambands íslands um ráðstafanir gegn dýrtíðinni, — þar sem vitað er, að megin- þorri launþega aðhyllist þær. Bridgekeppnio. Bridgekeppnin heldur áfram í kvöld í húsi V. R. við Vonar- stræti. Þessar sveitir keppa: Sveit Gunnars Viðar við sv. Axels Böðvarssonar. Sveit Harðar Þórðarsonar v.. sv. Óskars Norðmann. Sveit Stefáns Guðm. við. sv.. Lúðvíks Bjarnarsonar. Sveit Árna M. Jónss. við sv. Lárusar Fjeldsted. Tveim umferðum er nú lok- ið, og hafa þessar þrjár sveitir flest stig: Axels Böðvarssonar, Lúðvíks Bjarnarsonar og Lár- usar Fjeldsted. Knattspyrnuíélagið Valur heldur skemmtifund í Oddfell- owhöllinni miðvikudaginn 24. marz n.k. Verður þar margt til skemmtunar. Allir bátarnir komn ir fram nema einn. Tvo meson ték út af bátunum, amer náblst ekki. ÞAÐ munaði mjóu að stór- kostlegir mannskaðar yrðu hér við land í ofviðrinu, sem skall á mjög skyndilega að faranótt þriðjudags. Bátar frá nær öllum verstöðv um lentu í miklum hrakning- um og urðu fyrir lóðatapL En í fyrradag, fyrrinótt og í morgun komust allir bátarnir í einhverja höfn af eigin ramm- leik eða með aðstoð, nema einn — Svanur frá Grundarfirði, sem ekkert hefir frétzt um síð- an í gærmorgun. Hins vegar get- urbáturinn verið kominn í Iiöfn, því að símasambandslausl er við Stykkishólm. — Var þá einhver bilun í honum, en ekki var vitað, hvar báturinn var þá staddur. Skeyti, sem Alþýðu blaðinu barst í gær, frá frétta- ritára sínum á ísafirði, gefur nokkra hugmynd um það, hve nærri lá stórkostlegu mann- tjóni. í skeytinu, sem er sent undir kvöld í gær, segir m. a.: Nú eru komnar fréttir af öllum bátum af Vestfjörðum. Hugarnir þrír eru undir Jökli. Þar eru og líka þrír Birnir. — Auðbjörn komst til Patreks- fjarðar. Undir kvöld í gærkv. gekk veðrið meira út í. Bolunga vík var ófær vegna brotsjóa. 4 Bolungavíkurbátar hleyptu til Frh. á 7. sáða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.