Alþýðublaðið - 18.03.1943, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 18.03.1943, Qupperneq 4
ALÞYÐUBLAPIIf Fimmtudagur 18. marz lf48. « (U|»)dnblaMft titgefandl: AlþýSuflofckurinn. Bttstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjóm og afgreiðsla í Al* þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Simar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu '40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. íslenzk Beve* ridgeáætlun? ÞEGAR allra stærstu stríðs- viðburðirnir eru undan skildir, hefir ekkert vakið eins milfla athygli manna um allan heim síðustu mánuðina og til- lögur þær eða áætlun, sem brezki hagfræðingurinn Wilh- am Beveridge hefir gert um almannatryggingar á Bretlandi eftir stríðið. Blöðin, ekki aðeins i Bret- landi, heldur og í öllum sam- veldislöndum Breta, svo og í Bandaríkjunum, yfirleitt í öll- um lýðræðislöndum, hafa flutt itarlegar greinar um þessa á- ætlun og þær umræður, sem fram hafa farið um hana. Meira segja á vígstöðvunum þar sem þó sennilega er ekki mikill tími til lesturs, er sagt að brezku hermennirnir hafi fylgzt af brennandi áhuga með þeim undirtektum, sem tillög- ur Beveridge hafa fengið heima í átthögum þeirra. Svo almennan áhuga hafa þessar tillögur vakið, þrátt fyrir stór- viðburði stríðsins. Hvaða strengir eru það í brjóstum manna, sem Bever- idgetillögurnar um almanna- tryggingar eftir stríðið hafa snortið svo, að jafiivel umtahð um stríðið sjálft, skuh öðru hvoru hafa þagnað fyrir um- ræðunum um þær? Hvað sýnir betur en slíkur áhugi og slikar undirtektir þá brýnu þörf, sem allur almenningur finnur á þjóðfélagslegu átaki til þess, að tryggja efnalegt öryggi hans í framtíðinuni. betur en gert hefir verið hingað til? Hvað er það yfirleitt, sem lýsir sér i þeim miklu vonum, sem Beveridge- tillögurnar liafa vakið, ef ekki einmitt þráin eftir betri veröld en þeirri, sem við hingað til höfum átt við að búa, betri veröld en veröld auðvaldsskipu- lagsins, þar sem atvinnuleysi, hvers konar öryggisleysi og skortur hafa fylgt hinu vinnu- fúsa en efnalausa fólki frá vöggu til grafar? Aldrei hefir þessi þrá verið sterkari en einmitt nú i hörm- ungum styrjaldarinnar. Menn berjast og fórna lífi sínu í henni fyrir frelsi og föðurland, gegn ofbeldi og ógnun nazismans. En þeir vilja fá að vita, að til ein- livers meira sé að vinna en frelsisins til þess að ganga at- vinnulaus og hungra að stríð- inu loknu. Þeir vilja fá betri veröld eftir stríðið. Þetla á pkki aðeins við um brezku hermenn ina og brezku þjóðina, sem nú hefir fengið sína Beveridgeáætl un um almannatryggingar, sem eiga að útrýma skortinum og öryggisleysinu og gera hið brezka þjóðfélag að fyrirmynd- arþjóðfélagi á nútímamæh- kvarða efitir stríðið. Þetta á einnig við um aðrar þjóðir. Hvarvetna er kallað á Bever- idgeáætlun til skapa betri ver- öld eftir stríðið. Bandaríkin, Suður-Afríka, Kanada og mörg önnur lönd hafa þegar farið að fordæmi Bretlands og hafið ðnnur greia Sigurðar Jónassonar; Hvernio verður landsrafveitan? LÍNUNNI suður á Reykja- nes er óþarfi að lýsa. Þar er aðeins um eina leið að ræða og endastöðvarnar kauptún og þorp á Reykjanesskaga, Kefla- vík, Njarðvíkur, Hafnir, Sand- gerði, Grindavik, Garður o. s. frv. Frá Sogi mundi svo liggja höfuðlína niður til Selfoss. Þaðan mundu liggja hliðarlínirr til Hveragerðis, Eyrarbakki og Stokkseyrar ,en aðallínan halda áfram austur og eru áætlaðar á leiðinni spennistöðvar móts við Hurðarbak í Flóa, Beru- staði í Holtum, Dufþaksholt á Rangárvöllum og Önundarstaði í Landeyjum og siðan 5 km. loftlína til sjávar og sæstreng- ur til Vestmannaeyja. En frá þessum spennistöðvum væri ^ svo hægt að taka hliðarlínur út um sveitirnar þegar að þvi kemur. Frá aðallínunni i'rá Sogi til Reykjavíkur mundi liggja leiðsla vestan Þingvallavatns fyrir botn Hvalf jarðar með spennistöð í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. Þaðan kæmi svo aukahna niður á Akranes bein- ustu leið, en aðallínan lægi norður um Dragháls niður að væntanlegri raforkustöð við Andakílsárfossa. Yrði spenni- stöð á þvi svæði einhvers stað- ar og væri raforka leidd þaðan til Hvanneyrar og Borgarness en frá þessari spennistöð lægi hliðarlína vestur á Snæfellsnes, alla leið til Búða, Ólafsvikur og Sands, en hliðarlína til Stykkishólms um Kerlingar- skarð. En aðallínan héldi áfram frá spennistöðinni í Andakíl norður Bæjarsveit, Stafholts- tungur, Norðurárdal um Holta- vörðuheiði norður i Hrútaf jörð. Yrði spennistöð fyrir botni Hrútafjarðar og lægi hliðar- lina norður á Borðeyri og áfram uin Bæjarlirepp alla leið norður á Hólm^vík en hliðar- lína frá Borðeyri i Dali til Búðardals. Þarna mætti vænt- anlega einnig hugsa sér hliðar- línu úr Bitrufirði í Saurbæ og út á Skarðsströnd og jafnvel í austanverða Barðastrandarsýslu Aðallínan myndi svo liggja á- fram norður um Miðfjörð með spennistöð fyrir botni fjarðar- ins og hliðarlínu út á Hvamms- tanga, síðan áfram norður á Blönduós og Skagaströnd. Síð- an yrði lína frá Laxárvirkjun- inni, sem kæmi að austan til Sauðárkróks, tengd með línu, sem lægi á milli Blönduóss og Sauðárkróks nálægt veginum um Kolhaugafjall. Línan frá Laxárvirkjun myndi liggja um Þegjandadal, Múlaheiði, Reykjadal, yfir Fljótsheiði, um Ljósavatns- skarð og yfir Vaðlaheiði til Akurej'rar eins og hún liggur nú, en síðan frá Akureyri út með Eyjafirði með hliðarlínu til Dagverðareyrar og Hjalteyr- ar og líklega sæstreng frá Litla-Árskógssandi til Hrís- eyjar, út á Dalvík um Svarfað- ardal og Heljardalsheiði til Skagafjarðar með spennistöð við Miklahól en þaðan lægi hliðarlína til Hofsóss og Siglu- fjarðar en aðallínan héldi á- fram til Sauðárkróks. Er frek- ar hallast að þessari leið milli Húnavatnssýslu og Eyjafjarðar en annarri, sem er nokkuð styttri, sem sé frá Stóru-Giljá i Húnavatnssýslu yfir Svinadal, Stóra-Vatnsskarð um Skaga- fjörð um Öxnadalsheiði með- fram þjóðveginum til Akureyr- ar. Ef sú leið yrði valin, yrðu hliðarlínurnar miklu lengri og þvi líklegt að fyrri leiðin verði 'valin. Þá er í Suður-Þingeyjar- sýslu um að ræða stutta hliðar- línu frá aðallínu vestan i Vaðla- heiðinni niður á Svalbarðs- strönd og Svalbarðseyri og linu út á Húsavík. Möguleikar á línu norður til Raufarhafnar, Kópaskers og Þórshafnar hafa ekki verið rannsakaðir, en vel ætti slík lína að geta komið til greina vegna vegalengdarinnar, ef raforkuþörfin væri fyrir hendi. Hver verðar kostn« aðurinn ? Sumir menn virðast láta sér mjög í augum vaxa kostn- að við rafvirkjanir, einkum ef um stórar framkvæmdir er að ræða. Hér verður vitaskuld lieilbrigð skynsemi að ráða, ef vel á að fara. Spurningin verð- ur þvi fyrst og fremst sú. Ber þetta sig? En jafnframt verður líka að gæta þess, að fieira er arður en hreinn hagnaður tal- inn i peningum, þegar um er að ræða að koma raforku til sem flestra landsmanna. Hvað vilja menn borga fyrir allt lnð nýja landnám, sem óhjákvæmilega hlýtur að fylgja nægri og ódýrri raforku? Það er nokkuð erfitt að gera sér grein fyrir kostn- aðinum, en þó má ætla að liann væri nú um það bil 3 til 3tú sinnum hærri en hann var fyr- ir stríð. Væntanlega verður eigi tiltækilegt að framkvæma nema lítið eitt af slíkri lands- rafveitu, sem að framan getur •fyrr en að striðinu loknu og hefi ég þvi hugsað mér að gera megi ráð fyrir kostnaði við slíka rafveitu rúmlega helmingi hæýri að meðaltali )en hann var siðustu árin fyrir stríðið og byggi ég þá skoðun m. a. á sam- tali við Steingrim Jónsson raf- magnsstjóra i Reykjavík. Sam- kvæmt því ætti að mega gera ráð fyrir ca 1 milljónar króna kostnaði á hverja 1000 íbúa af þeim ca. 110 þúsund landsmönn um, sem raforkunnar yrðu að- njótandi. Er þá gert ráð fyrir að allar raforkustöðvar bæjar- og sveitafélaga, sem nú eru reknar gangi inní kerfið livað allar aðallínur og virkjanir snertir ,en ekki dreifingarkerf- in (eins og t. d. rafveitukerfi Rvíkur, Akureyrar o .s. frv.), sem framvegis yrðu reki.n af sveita- og bæjarfélögunum sjálf uqa. Allt landsrafveitukerfið undirbúning að hliðstæðri áætl un um almannatryggingar hjá sér að striðinu loknu. Nú hefir félagmálaraðuneyt- ið hér á landi einnig skipað nefnd, eins og skýrt er frá á öðrum stað í blaðinu i dag, til þess að rannsaka og gera til- lögur um, hvernig bezt megi trygg.ja félagslegt öryggi á sem flestum sviðum hjá okkur í framtiðinni. Verkefni hennar á fyrst og fremst að vera, að rannsaka fjárliagslega getu þjóðarinnar til þess að stand- ast straum af fullkomnari tryggingum, en alþýðutrygging unum, sem við höfum haft hing að til, en því næst að gera til- lögur, byggðar á þeirri rann- sókn um almannatryggingar með það fyrir augum, að skapa i framtíðinni hverjum einstalc- lingi þjóðarinnar efnalegt ör- yggi og viðunandi lífskjör. Þessi nefndarskipun mun vekja miklar vonir hér á landi. Ef vel tekst um störf hennar ætti ekki að þurfa að liða of langur tími þar til við eignumst einnig .okliar Beveridgeáætlun — íslenzka Beveridgeáætlun. ætti þvi þannig með virkjuðum rúmlega 80 þúsund hestöflum og höfuðlinum og spennistöðv- um að kosta ca 110 milljónir króna. Þar frá má draga 10 milljónir króna, sem eru í raf- orkusjóði. Þyrfti því að reikna með reksturskostnaði, sem á- ætla má 9% af stofnkostnaði, eða 9 miljónir króna á ári.. Þannig mundi árskílówattið ekki þurfa að kosta við spenni- stöðvarvegg hvar sem væri á orkusvæðinu, meira en ca. 180 krónur og hlýtur það að telj- ast mjög hagstætt verð þegar reiknað er með meira en helrn- ingi hærra stofnkostnaði en var fyrir stríð, en þá kostaði Sogsrafmagnið 85 krónur árs- kílówattið við stöðvarvegg i Sogsstöð og þótti mjög ódýrt. Þá kemur dreifingarkostnaður- inn <þ. e. rafveitukerfi í bæj- um og þorpum og sveitaraf- veitur).í bæjum og þorpum þarf varla að gera ráð fyrir að dreif- ingarkostnaðurinn verði meiri en 50% ofan á stofnkostnað og ætti þvi árskílówattið að kosta notandann um 270 krónur, en árskílówattið mun — til saman- burðar nefnt — hafa kostað notanda í Reykjavík um 170 krónur fyrir strið. Dreifingar- kostnaðurinn i sveitum verður vitaskuld meiri, en það er mál alveg út af fyrir sig, sem ég tel ekki þörf á að fara inn á að svo stöddu. Gert er ráð fyr- Msgðgn. Mahogany antiqe Borðstofu- sett. Stoppuð húsgögn. Tækifærisverð. HÉÐINS;HÖFDI h.f. Aðalstræti 6B. Sími 4958. ir að landsrafveita sú, sem að framan greinir nái um allar sýslur landsins nema Skafta- fellssýslur og ef tit vill hluta úr einum 4—5 öðrum sýslum. Á þessum stöðum álít ég að ríkið ætti að hjálpa til að smærri rafstöðvar yrðu hyggðar þar eftir þvi sem staðhættir leyfa, og reka þær ef með þyrfti. Um hina hluta Iandsins, þar sem nú dvelja, eins og að framan er sýnt um það bil 90% af landsbúum liggur raforkukerf- ið á svipaðan hátt og aðalsíma- línur voru fyrsit lagðar. Það verður að vera hlutverk þeirra sem við taka þegar lándsraf- veitu þeirri liefir verið lokið. sem nú ftefir verið lýst, að leysa þau vandamál, en grunur Frh. á 6. sfSu. AÐ ERU FLEIRI en Al- þýðublaðið, sem eru gram- ir vegna hinnar hneykslanlegu greinar „Hvað segjá þeir um okkur í Ámeríku?“ sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins s.l. sunnudag. í gær birtist grein í Morgunblaðinu. til anasvara umræddri grein. Höfundur er Einar Einarsson, Miðtúni 6. Greinin er skynsamlega samin og gagnrýnir með alvöru og festu hinn hættulega þvætting í Lesbókargreininni. Einar Ein- arsson segir m. a.: „Hinir erlendu hermenn eru hér ekki í eigin erindum, til þess að kynnast landi og þjóð. Þeir eru hér til þess að gegn skyldu sinni fyrir þjóð sína og ættjörð. í við- kynningu sinni við landsmenn eignast þeir ýmsa kunningja, eins og gerist þar, sem menn dvelja langvistum. Það er hin eðlilega kynning. Að öðru leyti eru þessir menn okkur algerlega óviðkom- andi. Þeir eru gestir á landi okkar, eins og íerðamenn í áfanga, en þeir eru ekki gestir okkar, þ. e. ekki gestir heimilanna. Hin óskráðu lög gistivináttunnar eru því ekki brot- in, þótt við látum þá afskiptalausa. Við hljótum að úmgangast þá eins og aðra óþekkta menn. Við erum ekki óvinir þeirra og við erum heldur ekki kunningjar þeirra, hvers um sig. Það er því hin mesta firra og furöuleg ófyrirleitni, er greinar- höi stingur upp á því, að hafizt verði handa um heimboð einka- heimila fyrir þessa útlendu her- menn og vafasöm góðgirni í þeirra garð, en hreinn og beinn bjána- skapur fyrir okkur. Ég geri ráð fyrir, að Ameríkanar virði frið- helgi heimila sinna í sínu eigin landi, engu minna en við. En hversu yrði ástatt um heimilis- friðinn, ef. bjóða skyldi heim þrem eða fjórum útlendum hermönnum til kaffidrykkju og „rabba við þá og syngja með þeim kvöld og kvöld“? Og ætli það gæti ekki farið svo, að þessi „kaffikvöld“ yrðu nokkuð mörg þegar fram í sækti? Það vill nú svo til, að það er engin nýlunda, að hermönnum hafi verið boðið upp á kaffi „kvöld og kvöld“. Raunasagan um afleið- ingar þess er alþjóð kimn og liggja fyrir mörg gögn henni til sönnun- ar. Og ætli heiður íslands út á við yrði ekki vafasamur, þótt ís- lenzkar konur færu að bjóða her- mönnum heim til sín, til þess að sýna þeim, „hvers virði þær aru“? Eða hvernig er það með heiðurinn, sem verulegur hluti íslenzkra kvenna hefir aflað þjóðinni með kynningu sinni við setuliðið? Ef yfirvöldin og stofnanir eins og Rauði kross íslands, sem allir sæmilegir menn unna, beittu sér fyrir þessari heimboðastarfsemi, mætti búast við, að þetta yrði mjög víðtækt og kæmi mér þá ekki á óvart, þótt heimboðin yrðu ckki aðeins „kvöld og kvöld", heldur kvöld eftir kvöld. Og með því yrðu íslenzku heimilin vitanlega kynn- ingarstöðvar fyrir hermennina, að minnsta kosti að kaffidrykkju og söng, —r og þar með hálfopinberar kaffiknæpur, svo ekki sé meira sagt.“ Þetta er réttilega athugað hjá -E. E„ og munu allir hugsandi menn viðurkenha það með hlið- sjón af þeirri dapurlegu reynslu, sem ýmsir hafa öðlazt í þessum efnum og allir haft spurnir af. Höf. lýkur greininni svo: „Enginn má skilja orð mín svo, að ég ætlist til, að hinum erlendu hermönnum sé sýnd andúð eða ó- kurteisi á neinn hátt. Aostaða þeirra er ekki öfundar verð. Okk- Frh. á 6. síðu. I

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.