Alþýðublaðið - 19.03.1943, Page 4
ALÞÝÐUBLAÐID
Pbstudagur 19. marz 1943.
4 - *
(ttþigðnblaMð
Útgefandí: Alþýðuflokknrinn.
Bltstjóri: Stefán Pétursson.
Eitstjóm og afgreiðsla í Al-
þýSuhúsinu við Hverfisgötu.
Simar ritstjórnar: 4901 og
4902.
Símar afgreiðslu: 4900 og
4906.
VerS í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjau h.f.
Henniioarstarfsemi
nira jafoaðar-
manna.
DAGBLÖÐIN hér í Reykja-
vík hafa undanfarna daga
rætt nokkuð um afstöðu okkar
Islendinga til erlendra manna,
sem nú gista í landinu ásamt
okkur, sem eigum landið.
Ýmsar skoðanir hafa komið
fram í því sambandi. Sumir
virðast gleyma því, að við erum
aðeins lítil þjóð, — ein hin
minnsta og fámennasta þjóð í
heimi, og halda að við. getum
þess vegna sleppt öllu taum-
haldi á því, sem heitir þjóðerni
og íslenzkur menningararfur.
Hins vegar eru sem betur fer
uppi raddir, sem,hvetja til þess,
sem rétt er og skynsamlegt í
þessum málum.
Kyndill, blað ungra jafnaðar-
manna, er eitt þeirra blaða, sem
kvatt hefir sér hljóðs í því
skyni að bjarga reykvíkskum og
íslenzkum æskulýð frá þeim
hættum, sem nú vofa yfir. Þar
hefir verið bent á það bjargráð
meðal annars, að reist verði
störhýsi hér í höfuðstaðnum, er
veiti húsaskjól þjóðlegri og
þroskandi starfsemi með æsku-
lýð bæjarins.
Nauðsyn þessá máls er aug-
ljósari en svo, að um þurfi að
tala fremur en gert hefir verið
hér í blaðinu og í Kyndli. Öll
slík viðleitni er virðingarverð,
hvaðan sem hún kemur.
Það er augljóst, að æskulýður
Reykjavíkur, sá, sem eitthvað
hugsar um framtíð sína og ís-
lenzku þjóðarinnar, gerir sér
ljóst, hve hættulegt ástand rík-
ir nú í landinu. Samband ungra
jafnaðarmanna, Ungmennafélag
Reykjavíkur og ýmis stjórn-
málafélög ungra manna hafa
gert byggingu æskulýðshallar
í Reykjavík eitt af baráttumál-
um sínum.
Það er gleðilegt, að á þessum
tímum vanda og upplausnar
skuli æskulýðsstarfsemi ungra
jafnaðarmanna aukast og dafna
svo sem raun er á orðin. Fyrir
nokkrum mánuðum hófu þeir
að nýju útgáfu blaðs síns
Kyndils, sem berst fyrir fram-
faramálum alþýðuæskunnar.
Og fyrir nokkrum dögum kom
„Kyndiir' út í nýrri og stækk-
aðri útgáfu, og bendir það til
þess, að íslenzkum æskulýð hafi
fallið vel þær þjóðfélagsskoðan-
ir, sem blað ungu jafnaðarmann
anna boðar. íslenzkur æskulýð-
ur virðist ætla að standast þá
raun, sem margir óttast að
muni stofna íslenzku þjóðerni í
hættu. í stað þess að láta blekkj
ast af stríðsáróðri stórþjóðanna,
eins og þeim, sem Morgunblaðið
birti s.l. sunnudag, hefur íslenzk
alþýðuæska nýja sókn fyrir því
að tryggja framtíð íslenzks
þjóðfrelsis og sjálfstæðs hugs-
unarháttar.
Tillaga um byggingu æsku-
lýðshallar í Reykjavík hefir
þegar komið fram á alþingi.
Þess er að vænta, að allir flokk-
ar sjái sóma sinn í því að Ijá
slíku menningarmáli fylgi sitt.
*■**
ðnnur grein Arngrims Kristjánssonar:
Folkið og lanðið.
IFYRSTU GREIN minni
um þetta efni hafði fallið
niður úr einni málsgrein, og
auk þess var ruglað línum, svo
efni hennar var lítt skiljanlegt.
Óbrengluð er málsgreinin
þannig:
.... Engum kemur þó til
hugar að halda því fram, að
þessi formsamþykkt hafi megn-
að, að hugsjón sú, er liggur til
grundvallar fyrir kröfunni um 8
stunda vinnudag til handa
verkamönnum sé í framkvæmd
í þessu landi, eða með henni
hafi verið fullnægt hinni rétt-
látu kröfu verkamannsins, kröf-
unni um nægan lífeyri fyrir 8
st. vinnu, um heilbrigð og fjöl-
þætt skilyrði, svo honum sé
auðið að lifa menningarlífi
þann tíma sólarhringsins, er
hann með þessum breyttu lífs-
Káttum þarf ekki að verja til
vinnu og hvíldar.
III.
Þá liggur næst fyrir að yfir-
vega hverjir möguleikar eru
fyrir hendi, að óbreyttum að-
stæðum, til þess að fólk fái not-
ið þess, er ég kalla notalegrar
og hagfelldrar fyrirgreiðslu, er
það tekst á hendur hópferð til
einhvers fyrirhugaðs ákvörðun-
arstaðar til lengri eða skemmri
dvalar, sér til hressingar, hvíld-
ar, fróðleiks eða skemmtunar.
í þessu sambandi er bæði ljúft
og skylt að geta fyrst hins já-
kvæða í þessu efni, sem fyrir
hendi ef, og á ég þá sérstaklega
við stofnun og störf Ferðafélags
íslands.
Ferðafélag íslands er stofnað
27. nóv. 1927. „Tilgangur fé-
lagsins er að stuðla að ferðalög-
um á íslandi og greiða fyrir
þeim“, eins og segir í 2. grein
félagslaganna. Tilgangi sínum
hugðist félagið að ná með því:
„Að vekja áhuga lahdsmanna á
ferðalögum um laridið, sérstak-
lega þá hluta, sem lítt eru kunn-
ir almenningi, en eru fagrir og
sérkennilegir, til þess gefur það
út ferðalýsingar um ýmsa staði,
gerir uppdrætti og leiðarvísa.“
Þá setti félagið sér í upphafi
það markmið að byggja sælu-
hús í óbyggðum, og að f jallvegir
yrðu ruddir og varðaðir. Enn
segir um markmiðið: „Félagið
gerir eftir föngum ráðstafanir
til þess, að meðlimir þess geti
ferðast ódýrt um landið.“
Ilvernig hefir nú til tekizt um
framkvæmdir í þessu efni? Mér
dylst það ekki, að í ýmsum at-
riðum mega forgöngumenn
Ferðafélagsins vel við una.
Stofnendur og þeir, er með
stjórn félagsins hafa farið á
hverjum tíma, hafa unnið vel
og markvisst samkvæmt upp-
runalegum tilgangi félagsins og
ætlun, enda hafa þeir rækt störf
sín af dugnaði og ósérplægni.
Landkynning eða fræðslustarf-
semi þess hefir jafnan tekizt
með ágætum, enda eru Árbæk-
ur félagsins með vinsælustu og
merkustu bókum, er út koma
árlega.
Að byggingu sæluhúsa í ó-
byggðum hefir verið unnið af
miklum dugnaði, enda hefir
þegar áunnizt stórvirki, miðað
við hinn stutta starfstíma.
Á hverju ári hefir félagið
gengizt fyrir mörgum lengri og
skemmri hópferðum, og hafa
þær jafnan verið vinsælar og
frekar ódýrar, er tekið er tillit
til allra aðstæðna.
Annars var það, eins og áður
er hér drepið á, eitt af aðal-
markmiðum forgöngumann-
anna, að félagið gæti efnt til
ódýrra ferðalaga meðal félaga
sinna. Hér er þó jafnan við
ramman reip að draga. Félagið
hefir eðlilega hvorki bein eða
óbein áhrif á gildandi verðlag
í landinu á hverjum tíma, á far-
gjöld eða greiða. Um þetta at-
riði segir fyrsti forseti félags-
ins, Jón Þorláksson, í grein, er
hann lætur fýlgja frásögninni
af stofnfundi (í Árbók félagsins
1928): „Félagið á fyrst og
fremst að vera leiðbeinandi
milliliður á milli ferðamanna
annars vegar og atvinnurek-
enda í þeirri grein hins vegar.“
IV.
'Ég hefi hér gerzt allfjölorður
Tilkynning
frá loftvansanefnd.
Loftvarnaæfing verður haldin, að tilhlutun
loftvarnanefndar og stjórnar setuliðsins, ein-
hvern daginn frá 21.—27. marz, að báðum
dögum meðtöldum, milli kl. 20 og 24.
Allir einstaklingar og stofnanir, á svæðinu
fyrir sunnun línu, sem dregin er frá vestri til
austurs, miðja vegu milli Akraness og Borg-
ness, og fyrir vestan línu, sem dregin er frá
norðri til suðurs, skammt fyrir austan Vik í
Mýrdal, eru beðnir að sýna fulla samvinnu,
með því, að taka þátt í æfingunni.
Menn eru varaðir við þvi, að loftvarnamerki,
sem kunna að verða gefin 'á [hinu ofan-
greinda tímabili, þurfa ekki nauðsynlega að
gefa það til kynna, að æfing sé að hefjast.
heldur gæti verið um að ræða raunverulega
aðvörun um loftárás.
Loftvamanefnd.
um Ferðafélag íslands, en það
er af þeim sökum, að störf þess
eru svo að segja einu jákvæðu
öflin í þessu landi, er greiða
fyrir. því að almenningur fái
notið landsins og fegurðar þess
í hvíldar- og frístundum. En
þótt starfsemi þessa félagsskap-
ar sé allra góðra gjalda verð,
eins og hér hefir verið bent á,
megnar það þó ekki að leysa
þau vandkvæði, er fyrir hendi
eru, þegar um námsferðir,
skólaferðir og orlofsferðir
verkamanna er að ræða, og skal
nú að nokkru vikið að hinum
helztu hindrunum, sem í vegi
eru.
Orlofsferðir og skólaferðir
nemenda þurfa fyrst og fremst
að vera ódýrar. Hvort heldur
sem um er að ræða fargjöld
eða greiða, mætfr okkur sú
staðreynd, að hvorttveggja er
rándýrt. Þótt hér sé þannig
komizt að orði, skal engum sér-
stökum legið á hálsi í þessu
efni. Þetta hvorttveggja er háð
gildandi lögmálum um atvinnu-
rekstur yfirleitt. Fargjöld og
greiði eru því háð sjóharmiði
atvinnurekandans um ágóða og
er ekkert út af fyrir sig um það
að segja.
Tuttugu og tveggja manna
bifreið kostaði 85—90 kr. á dag
^fyrir stríð. Nú kostar sami far-
Anglýsingar,
sem]birtast eiga í
Alþýðublaðinu,
verða að vera
komnar til Auglýs-
ingaskrifstofunnari
Alþýðuhúsinu,
(gengið inn frá
Hverfisgötu)
tyrlr kl. 7 ai kviliL
Sfml 4906.
arkostur 600—650 kr. á dag.
Skólaferðir, svo góðar sem þær
eru, verða því af þessum sökum
einurn að teljast óframkvæman-
legar. Greiði hefir hækkað til-
svarandi, og er ekki hægt í því
efni að gera upp á milli ein-
stakra landshluta né bæja eða
byggða.
Það, sem hér þarf því að gera,
er í stuttu máli að leysa náms-
ferðir og orlofsferðir verka-
manna undan okri þeirra manna
er hafa það að atvinnu, að selja
fargjöld og greiða. Eða með
öðrum orðum, það þarf að gefa
þessu fólki kost á að ferðast um
landið, án þess að það sé háð
þessum atvinnustéttum, og skal
í næstu grein vikið að því
hvernig það má verða.
Tfo JÓÐÓLFUR birti á mánu-
** daginn ritstjórnargrein,
sem nefnist „Umbætur eða
bylting.“ Gerir hann þar að
umtalsefni hinar háværu raddir
um allan heim, sem nú krefjast
„betri veraldar“ eftir stríðið,
en þeirrar, sem við hingað til
höfum átt við að búa. Þjóðólf-
ur segir í því sambandi:
„Varla verður opnað svo erlent
blað eða tímarit, að ekki séu þar
fleiri eða færri gfeinar um „betri
veröld“ að styrjöldinni lokinni. Og
það eru ekki einungis þeir, sem
bera skarðan hlut frá borði í lífs-
baráttunni, sem sjá umbótaþörfina.
Þeir, sem setið hafa sólarmegin,
haf líka öðlazt skilning á því, að
það verður að jafna kjörin þjóða á
milli til þess að koma á varanlegum
heimsfriði, og einstaklinga á milli,
ef innanlandsfriðiir á að verða
trýggður.
Líklega er ekki hægt að segja
um marga menn í heiminum að
þeir „uni glaðir við sitt“, hversu
miklum auðæfum sem þeir eiga yf-
ir að ráða. Enginn er öruggur. En
þeir sem mest hafa að missa haía
látið sér skiljst, að betri er hálfur
skaði en allur. Hversu sárt sem
þeim kann að falla að verða að sjá
af óskertri þjóðfélagsaðstöðu fram
yfir allan fjöldann, vilja þeir held-
ur ganga inn á umbætur, sem að
vísu krefjast fórna, en eiga það á
hættu að bylting skelli á.
Hér á landi hafa fleiri hitt á
óskastund síðustu árin en nokkurs
staðar ella. Enda er hér minna tal-
að um „betri veröld“. En þjóðfé-
lagsmeinsemdirnar leynast hér
ekki síður en annars staðar, þó
ekki sé jafn tilfinnanlegt meðan
allt leikur í lyndi.
En sá dagur getur runnið ,fyrr
en varir, að þeir sem beztrar að-
stöðunnar njóta verði að svara
þeirri spurningu, hvort þeir vilji
heldur fórna miklu fyrir almennar
umbætur, eða eiga á hættu að
missa allt í þjóðfélagsbyltingu.
Byltingamennirnir horfa á það
með meinfýsnu kuldaglotti, að bilið
breikki milli þeirra, sem bezt eru
settir og Hinna, sem harðast verða
úti.
Hér þarf að komast á varanleg-
ur innanlandsfriður. En til þess
að svo megi verða þarf að koma
í veg fyrir yfirgang eiginhags-
munaseggjanna til hægri og bylt-
ingaseggjanna til vinstri. Umbóta-
menn allra flokka eiga að bindast
samtökum í þessu skyni.“
Engum er alls varnað, má
segja í sambandi við Jiessi um-
mæli Þjóðólfs. Líklegt hefði
það ekki þótt, meðan Árni frá
Múla var í ihaldsflokknum, að
það ætti nokkru sinni fyrir
honum að liggja, að koma auga
á þá hættu, sem stafar af sam-
spili , ,eiginhagsmunaseggj anna
til hægri“ og seggjanna til
vinstri“ og vara við henni. En
það er alveg rétt hjá Árna:
„Betri veröld“ verður ekki
tryggð eftir stríðið, nema allir
umbótamenn landsins leggist á
eitt um að skapa hana og gera
hæði ílialdsöflin til liægri og
byltingartrúboðana, sem þykj-
ast vera til vinstri, óskaðlega.
*
Tíminn gerði nýlega hinn
vaxandi Rússlandsáróður
kommúnista að umtalsefni,
Þar segir meðal annars:
„Sigrar Rússa í vetur hafa ýtt
undir þann áróður kommúnista
víða um heim, að Rússar berjist
öðrum fremur fyrir útrýmingu
fasismans og frelsi hinna smærri
þjóða. Smáþjóðirmar eigi því helzt
trausts og halds að vænta þar sem
Rússar séu.
Hjá þeim, sem lítið hugsa málin,
kann þessi áróður að fá nokkum
byr, þar sem hann fylgir í kjölfar
rússnesku sigurfréttanna. Þess
Frli. á 6. sáðu.