Alþýðublaðið - 19.03.1943, Page 6
6
FLIK-FLAK ERBEZT
Hið fljótvirka FLIK-FLAK sápulöður leys-
ir og fjarlægir öll óhreinindi á stuttri
stundu.
Fínasta silki og óhreinustu verkaraanna-
föt. — FLIK-FLAK þvær allt með sama
góða áraftgri.
Látid FLIK-FLAK pvo fyrir yður.
HVAÐ SEGíJA HIN BLÖÐIN?
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Blekkingar Gaðmnndar Jðnsson-
’ ar í Nesi nm
Frh. af 4. síðiu.
vegna virðist rétt að rifja upp for-
sögu þessara mála í aðaldráttum.
ítússar sýndu það með innlimun
baltisku landanna, sundurlimun
Póllands og árásunum á Finnland
og Rúmeníu, að þeir virtu frelsi og
sjálfstæði smáþjóðanna engu betur
en Þjóðverjar. Þessi afstaða þeirra
kom einnig greinilega fram í því,
að þeir ráku sendiherra Noregs,
Hollands og Belgíu frá Moskvu
nokkru eftir að Þjóðverjar höfðu
lagt þessi lönd undir sig. Það var
öll samúðin, sem Rússar sýndu
þessum undirokuðu smáþjóðum.
Það er rétt, að Riússar berjast nú
vel og vasklega gegn þýzku nazist-
unum. En þeir gera það vegna
sjálfra sín, en ekki vegna frelsis
smáþjóðanna eða andúðarinnar á
nazismanum. Þeir hafa sýnt það
eins greinilega og verða má í þess-
ari styrjöld, að afstaða þeirra til
smáþjóðanna er hin sama og Þjóð-
verja. Þess vegna eiga þær ekki
neins halds og trausts að vænta
þar sem Rússar eru. Hlutur þeirra
yrði hinn sami og baltisku smá-
þjóðanna, ef Rússar einir bæru
hærra hlut í styrjöldinni.
Menn mega því ekki láta þann
áróður blekkja sig, að Rússar heyi
þessa styrjöld vegna smáþjóðanna
eða andúðarinnar á fasismanum.
Þeir, sem slíkan áróður flytja, eru
aðeins blindaðir dýrkendur rúss-
nesku kommúnistastjórnarinnar og
eru ekki neins trausts maklegir hjá
þeim þjóðum, er þeir teljast til.
Ekkert væri hættulegra en að skraf
slíkra manna hefði einhver áhrif á
afstöðu smáþjóðanna. Smáþjóðirn-
ar eiga að marka afstöðu sína til
Rússa eftir raunverulegum verkum
þeirra, en ekki eftir skrumi leigu-
þjóna þeirra. Fyrir Norðurlanda-
þjóðirnar er árásin á Finna ekki
lærdómsríkasta dæmið í þeim efn-
um, heldur öllu heldur brottrekst-
ur norska sendiherrans frá Moskvu
eftir að Þjóðverjar voru búnir með
níðingslegum hætti að undiroka
þessa hraustu smáþjóð.“
ÞaS éru, eins og menn sjá af
þessum ummælum, fleiri en
AlþýSublaSið, seiii taka Búss-
landstrúboSi kommúnista meS
töluverðum efasemdum.
Svar vlð sídari grein
UT AF NEFNDRI GREIN
vil ég taka fram eftirfar-
andi atriði:
1. G. J. segir: ,,Hvað orðið
hefir af bréfi því, sem skrifað
var á Hveragerðisfundinum
veit ég ekki. í mínar hendur
kom það aldrei, svo að ég get
enga ábyrgð á því borið“. 30.
maí 1941 segist hann hafa skrif-
að undir það. í hvers höndum
var það þá? Hann virðist ekki
vita hver hafi samið bréfið,
ekki heldur hver hafi skrifað
það, né í hvers hondum það hafi
verið, og ekki heldur, hvað var
gert við það. Ekki er óhugsandi
að sá, sem hefir vélritað vott-
orð Sigurðar Þórðarsonar frá
Hlíðarenda geti gefið einhverj-
ar upplýsingar um bréfið. Vill
ekki G. J. upplýsa hver það
gerði?
2. Ef G. J. heldur að ég rang-
færi fundargerð og tillögu, sem
samþykkt var á fundinum að
Hrauni í Ölfusi 17. júní 1935,
þá getur hann leitað sér upp-
lýsinga um það, því að fundar-
gerðin mun vera til í skjala-
safni Árnessýslu og er því senni
lega hægt að fá sannanir þar,
um það atriði.
3. G. J. vill ekki kannast við,
að hann hafi krafizt þess vorið
1935, að sandgræðslugirðingin
yrði sett í Bjarnarvík, en samt
fékk ég bréf frá forsætisráð-
herra vorið 1935 um, að það
ætti að girða á þann stað, og
mun það bréf hafa verið byggt
á kröfu G. J. Eg áleit ógerlegt
að girða þar eins og ég hefi áð-
ur gert grein fyrir, og tjáði for-
sætisráðherra það. Nú segir G.
J. í nefndri grein: ,,Eg hefi
aldrei viljað girða í Bjarnar-
vík, af þeirri einföldu ástæðu,
að þar er ekki hægt að festa
girðingu“. Þarna staðfestir
hann sjálfur, að sá staður, sem
hann upphaflega heimtaði að
fá girðingu á, var óhæft girð-
ingarstæði, og auk þess skilið
eftir stórt sandfokssvæði, sem
sandhætta stafaði frá á byggð í
Selvogi, ef þar hefði verið girt.
4. Um sölutilboð sitt, sem
hann gerði forsætisráðherra 27.
júní 1935, segir G. J.: „Rök
Gunnlaugs um það, að ég hafi
selt landið af frjálsum vilja, er
áþekkt því, ef einhver héldi því
fram, að Árni lögmaður hefði
af fúsum vilja undirskrifað á-
nauðarsamninginn í Kópavogi
1662.“ 30. maí 1941 segir G. J.:
,,Að þú fékkst ekki að taka allt
landið, var að þakka því, að
Hermann ráðherra 'var bæði
vitrari og betri maður en þú.“
Þessi ummæli G. J. virðast mér
benda til þess, að ólíkar hafi
verið aðferðir forsætisráðherra
við G. J. þeim, sem höfuðsmað-
ur beitti við Árna Oddsson í
Kópavogi 1662, og eru slíkar
ásakanir ekki svaraverðar, að
kúgunaraðferðir hafi verið þær
sömu. Hitt er annað mál, að ég
vildi taka allt sandfokssvæðið,
en ég hafði enga aðstæðu til
þess, því að það var forsætis-
ráðherra, sem réði. Auðvitað
hefði mér aldrei komið til hug-
ar að kúga G. J., hvað sem Guð-
mundi þóknast að tala fagur-
lega um þá hluti!!
Þessi! kúgunarsaga G. J. er
sýnishorn á því, með hvaða
endemum hann flytur mál sitt.
Það er á vissan hátt ekki ólíkt
á ,,0pið bréf“ 30. maí 1941, er *
því, sem hann segir í niðurlagi I
frumvarp hans hafði dagað
uppi:
„Þetta mál var sótt með sann-
leik, en varið með lygum. Því
var von það félli. Það er í sam-
ræmi við aldarandann.“
Það léynir sér ekki, hvaða
hans f AlþýðublaOinn.
FTIR'FARANDI GREIN,
sem barst Alþýðuiblað-
inu frá sandgræðslustjóra
sama daginn og atkvæða-
greiðslan fór fram um Sel-
vogsmálið í neðri deild al-
þingis. En þar sigraði eins og
frá hefir verið sagt, hinn
góði málstaður sandgræðsl-
unnar, með því að það var
fellt að heimila sölu á þeirri
spildu úr Neslandi í Selvogi,
sem deilan. hefir staðið um.
leið G. J. telur sigursælasta við
málflutning, ef nokkuð má
marka orð hans. Það kann vel
að vera, að honum reynist lyg-
in sigurvænlegust og eru þá
skiljanleg ummæli hans, jafn-
mikill kappsmaður og hann er
í því, að hafa fram sitt mál,
með þeim meðulum, sem hann
telur líklegust til sigurs. Þá lífs-
skoðun, að lygin sigri og sé það
í samræmi við aldarandann, má
hann eiga fyrir mér.
Því miður velta málalokin
ýmist á réttu eða röngu, en bet-
ur felli ég mig við það, sem
Þorsteinn Erlingsson kveður
um það mál, en kenningu G. J.
Þ. E. segir:
„Ég trúi því, sannleiki, að
sigurinn þinn
að síðustu vegina jafni;
og þér vinn ég, konungur, það
sem ég vinn
og því stíg ég hiklaus og
vonglaður inn
í frelsandi framtíðar nafni.“
14. III. 1943.
Gunnl. Kristmundsson. *
HANNES Á HORNINU
Frh. af 5. &íðu
heldur vilja berjast á vígvelli við
hlið bandaríksku hermannanna en
að opna þjóðernisvarnarvirki okk-
ar upp á gátt — fyrir vinum okkar.
GÆTIÐ AÐ. Það er hætta á ferð-
um. Okkur stafar ekki svo mikil
hætta af bandaríksku hermönnun-
um og áhrifum frá þeim meðan
við höldum sjálf saman og ástand-
ið er eins og það er í dag. En loftið
er lævi blandið. Það stefna að
okkur ský úr fjórum áttum.
Reynum að varna því að þau
myrkvi íslenzkan himin. Hver er
það, sem hér á landi vinnur hlut-
verk Rinkals gamla í sögunni í Al-
þýðublaðinu, galdrakarlsins og
svikarans við Kaffana þjóðbræður
sína, afstyrmisins, sem með kúnst-
um sínum leiðir eigendur landsins
undir vopn þeirra, sem vilja ná
landinu undir sig?
ÞETTA ER svolítil gáta handa
ykkur. Ráðningar hennar er ekki
að leita í röðum erlendra manna,
sem hér dvelja í hernaðarlegri
nauðsyn og sér þvert um geð.
Ráðningin liggur nær okkur. Rin-
kals okkar leikur kúnstir sínar op-
inberlega á hverjum einasta degi,
bæði leynt og ljóst.
Hannes á horninu.
Námsfiokkar
Reykjavíknr
Vegna bilunar á mið-
stöð í skólahúsinu fellur
kennsla niður í kvöld.
Forstöðumaðurinn.
Föstudagur 19. marz 1943.
Dansskemmtun
heldur félagið fyrir meðlimi
sína og gesti þeirra að Fél-
agsheimilinu í kvöld kl. 10
síðd. Húsinu lokað ki. 11.
Dansað uppi. Veitingar á mið-
hæðinni. 6 manna hljómsveit
leikur. — Félagar vitji að-
göngumiða á laugardag kl.
6—7.
Skemmtinefndin.
Rolbeinn Guðmundsson
frá Dlfljátsvatni, fyrram
hreppstjóri, 70 ára i dag.
KOLBEINN bóndi guð-
MUNDSSON frá Úlfljóts-
vatni er 70 ára í dag.
Hann er fæddur 19. marz
1873 að Hlíð í Grafningi.
Snemma bar á góðum gáfum
hans og fjölhæfni. Fekk hann
gott og heilbrigt uppeldi hjá
foreldrum sínum. Var hann hjá
þeim, þangað til hann tók við
búi þeirra 23ja ára að aldri.
Sama árið kvæntist hann Geir-
laugu Jóhannsdótt-ur frá Nesja-
völlum. Bjuggu þau lengst búi
sínu að Úlfljótsvatni. Varð
þeim 6 barna auðið. Eru börn-
in öll uppkomin og mannvæn-
leg, tvær dætur og fjórir synir.
Vilborg, dóttir þeirra hjóna er
gift Úlv lögfræðingi Jóns-
syni, Katrín, gefin Gísla kenn-
ara Sigurðssyni; einn sonur
þeirra, Guðmundur að nafni,
stunÖar algenga vinnu, kvænt-
ur Rósu A. Georgsdóttur, Þor-
lákur, smiður og bóndi, kvænt-
ur Sigríði Gísladóttur; Jóhann-
es, smiður, ókvæntur og Arin-
björn er á leiðinni að ljúka
læknanámi í háskólanum. Kol-
beinn og valkvendið kona hans
voru gestrisin og góð heim að
sækja. Höfðu þau álit þeirra, er
til þekktu.
Saga Kolbeins er allviðburða-
rík, en hér verður aðeins getið
nokkurra atburða úr lífi hans.
Sveitungar og sýslungar Kol-
beins treystu honum manna
bezt. Var Kolbeinn hreppstjóri
um 20 ára skeið í Grafnings-
hreppi. Oddviti var hann í 18
ár og sýslunefndarmaður í 21
ár. Leysti hann af höndum fjöl-
mörg störf, ærið vandasöm og
ábyrgðarmikil. Var hann jafn-
an kvaddur ráða, þegar mikið
lá við. Kolbeinn hefir lagt
margt á gjörva hönd. Fekkst
hann við lækningar um tíma
og þótti vel takast.
Hann er hagleiksmaður og
smiður góður. Fæst hann enn
við smíðar, þegar tími vinnst
til þess.
Kolbeinn hefir verið búsett-
ur hér í Reykjavík síðan 1929.
Er hann starfsmaður Miðbæjar-
skólans, hitar húsið og annast
ýmsar viðgerðir. Vinsældum á
Kolbeinn hér að fagna eins og
austan fjallsins.
Heimili Kolbeins er við Þing-
holtsstræti 26 hér í borginni.
Kolbeinn er hraustmenni og
hefir verið heilsugóður um dag-
ana. Ber hann árin vel, hress í
anda og hóglátur mjög.
Vinir hans óska honum og
konu hans góðra daga og Guðs
blessunar.
Hallgrímur Jónsson.
Útbreiðið
Alþýðnblaðið