Alþýðublaðið - 19.03.1943, Page 7
Föstudagur 19. marz 1943..
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Bærinn í dag.
| Næturvörður er Bjarni Jónsson,
Keynimel 58, sími 2474.
Næturvörður er í Iðunnar-Apó-
teki.
ÚTVARPIÐ:
12.10 Hádegisútvarp.
15.30 Miðdegisútvarp.
18.30 íslenzkukennsla, 2. fl.
19.00 Þýzkukennsla, 1. fl.
19.25 Þingfréttir. <
20.00 Fréttir.
20.30 Útvarpssagan: Kristín Svía-
drottning, IX. (Sig. Grímsson
lögfræðingur).
21:00 Strokkvartett útvarpsins:
Kvartett nr. 15 í B-dúr eft-
ir Mozart.
21.15 Erindi: Sálarlíf kvenna, II.
(dr. Símon Jóh. Ágústsson).
21.40 Hljómplötur: ísl. sönglög.
21.50 Fréttir.
22.00 Symfóníutópleikar (plötur):
Symphonie fantasipué eftir
Berlioz.
22.50 Dagskrárlok.
Normannslaget
í Reykjavík hélt nýlega félags-
fund, þar sem m. a. var rætt um
hátíðahöld í tilefni af þjóðhátíð-
ardegi Norðmanna 17. maí. Kosin
var undirbúningsnefnd og eru í
henni formaður félagsins, Thomas
Haarde, verkfræðingur, sendi-
herrafrú Esmarch, Friid blaðafull
trúi, Carl Stenersen, höfuðsmað-
ur og F. E. Andresen, sendiherra-
ritari. Auk þess var ákveðið að
halda minningarguðsþjónustu 9.
apríl, en þann dag fyrir þrem ár-
um gerðu Þjóðverjarnir innrás
sína í Noreg.
Húsbruni í Hornafirði.
Nýlega kviknaði í ibúðarhúsi í
Höfn í Hornafirði og brann þak
þess ,en innanstokksmunir munu
hafa skemmsi af eldi og vatni. Á-
litið er, að kviknað hafi út frá
reýkháfi.
Hjónaband.
S.l. laugardag voru gefin saman
í hjónabnd af síra Jóni Thorrensen
þau Sigríður Jónsdóttir, sauma-
konaj og Guðm. E. Breiðfjörð, tré-
smiður, bæði til heimilis á Shell-
vegi 2.
Klemens Kristjánsson:
KAjRTÖFLURNAR.
Frh. af 2 .síðu.
hernaðarframleiðslu. Hefðum
við sannarlega átt að geta orð-
ið okkur sjálfum nógir á þessu
sviði og jafnvel getað miðlað
öðrum, þó að íifugt sé. En ef til
vill vilja menn afsaka sig með
því, að vinnuafl okkar Ísíend-
inga hafi einnig verið tekið til
hernaðarþarfa og því hafi orðið
minna úr framleiðslu nauð-
synja í lancþnu ,en efni stóðu
annars til.
— Félagslíf —
SeÐtimatundur
í kvöld kl. 8 Vs-
Deildarforseti flytur erindi.
Utanfélagsmenn velkomnir.
Knattspjrrnumenn Vikings.
Knattspvrnuæfingar innan
húss hefjast í húsi Jóns Þor-
steinssonar sunnud. 21. þ. m.
3. og 4. flokkur sunnudaga kl.
2—3 og meistaraflokkur 1. óg
2. flokkiir þriðjudaga, fimmtu-
daga og föstudaga ld. 10—11.
Þess er vænzt að menn byrji
nú þegar að æfa.
Stjórnin.
Glas lœknir
eftir
Hjalniar Sðderberg.
920-1940
7
Saga s-mábýlis 1920—40
ejtir Hákon Finnsson bónda
í Borgum. Útgefandi Búnað-
arfélag íslands, prentað á Ak-
ureyri í prentverki Odds
Björnssonar, 1943. 138 bls.
BÓK ÞESSI er sérstæð í
sinni röð, því að hún fjall-
ar um það efni, sem ekki hefir
venja verið að skrifa bækur um.
Hún segir frá baráttu efnalítils
bónda, bónda, sem sannar í
verki, að bókvitið er hægt að
láta í askana, ef það er réttilega
hagnýtt, þ. e. að sameina þetta
tvennt: hugsun byggða á þekk-
ingu og verklega framkvæmd
þeirrar vinnu, sem þurfti til að
byggja upp og rækta niður-
nídda jörð.
Bókin skiptist í 7 kafla, auk
formála eftir Ragnar Ásgeirsson
ráðunaut, og eru þar rakin
helztu æviatriði bókarhöfundar.
Kaflár bókarinnar fjalla um:
1. Forsaga og tildrög, segir
þar frá tildrögum þess að Há-
kon keypti Borgir og flutti
þangað.
2. kafli er um hvernig um-
horfs var á nýja býlinu, og er
þar lýst jörðinni og þeim mann-
virkjum, sem þar voru fyrir, og
hvað heyjaðist fyrsta búskapar-
árið. Þar er og sagt frá ,,svip-
unni“, þ. e. áætlun, er Hákon
gerði ’um þau verk, er næst
lágu fyrir að koma í fram-
kvæmd. Hann vann samkvæmt
áætlun, og er það eitt af því,
sem víða vantar, og mætti vera
til fyrirmyndar. Að hugsa fyr-
ir fram, en ekki eftir á, hygg ég
að sé rétta leiðin, og þessa leið
hefir þessi frumbýlingur notað
öðrum fremur, það er jafnvel
ekki sízt vegna þess, hve auð-
velt honum reyndist að koma
því í verk, sem horfir til fram-
fara í búskap hans.
3. kafli er um ræktunina. Er
þar allýtarlega sagt frá fram-
kvæmdum hans í ræktun, girð-
ingum, þ. á m. lýst umbúnaði
um hlið á girðingum, þar er og
sagt frá túnræktinni á býlinu,
sem hefir vaxið úr 85 hesta
töðufeng fyrsta árið í 400 hesta,
garðræktinni, sem samkvæmt á-
ætlun óx úr fáum tunnum í 150
tunnur af kartöflum haustið
1939. Hefir hann verið braut-
ryðjandi í sínu héraði hvað
garðræktina snertir, og ekki
hvað sízt stutt að því hvað mik-
ið kartöfluræktin hefir vaxið í
þessu héraði á undangörnum ár-
um. Kornrækt hefir Hákon
reynt og heldur henni við, þó í
smáum stíl sé, en aðstæður
vantað til að láta hana vaxa á
borð við garðrækt og túnrækt.
4. kafli er um vegagerð og
afköst hans í þeim efnum.
5. kafli er um byggingarnar,
en Hákon hefir byggt öll úti-
hús og íbúð frá grunni fyrstu
15 búskaparárin á Borgum og
hefir gert þetta í smááföngum,
en ekki í einu kasti eins og því
miður hefir víða verið gert. Át-
hyglisvert er hvað mörgu er
haganlega fyrirkomið bæði um
framkvæmd verkanna, stíl og
fyrirkomulag bygginganna, en
því er öllu ýtarlega lýst í þess-
um kafla, og gæti að ýmsu ver-
ið til athugunar þeim, sem við
þessi mál fást. Með því að
planleggja ræktunina og láta
hana gefa áætlaðan arð tekst
Hákoni að byggja vel upp býlið
sitt, án þess að ofbjóða fjár-
hagnum, því lántökuleiðin virt-
ist honum ófær. Síðast í þess-
um kafla eru skýrslur um alla
vinnu og aðkeypt efni, er farið
hefir í að koma byggingunum
upp. Samtals hafa þær kostað
kr. 19 480,37. Þar af er heima-
vinna kr. 8091,10, eða rúmar 11
þús. kr., sem hefir verið að-
fengið, vinna og efni. Sýnir
þetta vel hve mikið er hægt að
lina í kostnaði við byggingar, ef
þær eru íramkvæmdar smám
saman og hægt að vinna að
þeim á veturna og samhliða
öðrum störfum, en, þá þarf að
planleggja, en það er það, sem
Hákon hefir gert.
6. kafli er hugleiðingar um
ýmislegt viðkomandi bygging-
um og fl. og bókasafn hans, því
Hákon er bókamáður og hefir
skilið þann sannleiká, að blind-
ur er bóklaus maður, og af bók-
um má fá hagnýta þekkingu í
lífsbaráttunni, vel’að merkja þó,
að þær séu þá um þau efni, sem
varða þann verkahring, er mað-
urinn hefir helgað sér. Mun það
ekki altítt, að bændur eigi jafn-
mikið blaða- og bókasafn auk
skrifuðu handritanna, sem hafa
sína sögu að segja eins og hið
prentaða mál.
Síðasti og 7. kafli bókarinnar
er um fjárhaginn frá 1921—’40
yfir búskapinn á Borgum, og
gengur þar að vísu dálítið í öld-
um. Á þessum 20 árum, sem yf-
irlitið tekur yfir, eru 4 ár með
halla, en 16 ár hallalaus. Virðist
mér að byggingarkostnaður sé
talinn í gjöldunum, og er þá
eigi að undra þó halli verði þau
árin, svo niðurstaðan er í raun
og veru betri en reikningarnir
sýna.
Ég hefi þá skýrt í stórum
dráttum frá efni þessarar bók-
ar og tel hana að mörgu athygl-
isverða, því hún skýrir frá raun-
veruleika 20 ára uppbyggingu
smábýlis og búskap þar, gleði,
gæfu og óhöppum, og hvernig
á hverju einu er tekið. Bókin
er létt aflestrar og á ábyggilega
erindi til bænda og annarra,
sem kynna vilja sér starf bónd-
ans á Borgum, því það er fyrir
margra hluta sakir merkilegt.
Bókin fæst í bókabúðum og
hjá Búnaðarfélagi íslands og
kostar 12 kr.
P. t. Rvík, 10/3 1943. '
Klemenz Kr. Kristjánsson.
Innilegar þakkir færi ég öllum sem við andlát og
jarðarför heiðruðu minningu konunnar minnar og móð-
ur okkar
Gaðriliiar Sigríksdóttnr.
Sérstaklega þakka ég skipshöfninni á b. v. Smdra.
Fyrir mína hönd og dætra minna,
Guðm. Þórðarson.
Rafmapsmðtorar
Vi og l/3 hö (einfasa).
Nokknr stykkl óseld.
Sérlega hentuglr til smáiðnaðar.
BAPTÆKJAV.ERZLUN & VINNIISTOPA
LAIGAVEO 46 vHÍMI 5858
Árás og rán.
Frh. af 2. síðu.
Þreif þá hinn maðurinn þegar
töskuna og hljóp upp Arnar-
hólstún, en hinn maðurinn
hljóp Kalkofnsveg.
Keflvíkingurinn, ásamt tveim
mönnum, sem þarna voru nær
staddir, veittu ofbeldismönn-
unum eftirför, en þeir misstu af
þeim. Hvarf töskuræninginn
inn á Lindargötu.
Var lögreglunrii nú tilkynnt
pm ránið og fór hún að leita
mannanna eftir lýsingu, sem
fengizt hafði af ræningjunum.
Fann lögreglann þá báða ör-
skammri stundu síðar, stánd-
andi á horni Hverfisgötu og
Ingólfsstræti. Var farið með þá
á lögreglustöðiria og meðgengu
þeir ofbeldisverkið, eftir dá-
litla vafninga.
Annar þessara manna heitir
Finnbogi Guðmundsson og á
heima á Njarðargötu 35. í fyrra
ætlaði hann að selja sjóliða á-
fengi niður við höfn og tók við
peningum fyrir það.
Af þessum viðskiptum kom
til áfloga með þeim afleiðing-
um, að sjóliðinn stakk Finn-
boga hnífstungu svo, að hann
hann varð óvígur og lá í sjúkra-
húsi. Virðast áfengisviðskipti
þessa manns vera flest með
undarlegum hætti.
BANKAMENN MÓTMÆLA.
Frh, af 2. síðu-
fórnirnar. Til þess að ná settu
marki ætlar ríkisstjórnin að
svifta launþega 20% af verð-
lagsuppbótinni, síðan eiga þeir
að greiða hækkandi skatta til
þess að stjórnin geti rekið víð-
tæka meðgjafastal’fsemi og
Ryksugur
IMo&ksar stykkl óseloi).
Straujárn
f|óldl teg. (með eða án hitastillis).
Hltapáðar
(prfistilltir).
Sfigarettukvelkjarar.
RAFTÆKjAVERZLUN & VINNUSTOFA
liAUOAVBO 4 6 SÍMl 5S5S
lækkað með þeirri aðferð út-
sÖluverð þeirra vörutegunda,
sem verðlagsvísitalan byggist á.
M. ö. o. launþegar eiga að greiða
hækandi skatta til þess að ríkis-
stjórnin geti losað þá við verð-
lagsuppbótina.
í tilefni af dýrtíðarfrumvarpi
stjórnarinnar lýsa bankamenn
yfir því, að þeir eru reiðubúnir
til þess að taka á sig sinn hluta
af þeim byrðum, sem löggjafinn
kann að telja nauðsynlegt að
leggja á borgarana í þeim til-
gangi að lækka verðlag í land-
inu. En þó að því tilskildu, að
byrðunum sé réttlátlega skipt,
með hliðsjón af því hverjir
hagnazt hafa á því sjúkdómsá-
standi, sem er undirrót verð-
bólgunnar. Þegar komið hefir
verið á eðlilegu jafnvægi milli
stéttanna, er sjálfsagt að laun-
þegar og aðrir taki á sig byrð-
ar, ef þess gerist þörf.
Með tilvísun til þess, sem að
framan greinir, vill Samband
íslenzkra bankamanna mælast
til þess, að hið háa alþingi sam-
þykki ekki framkomið. frum-
varp um dýrtíðarráðstafanir að
því leyti, sem það fjallar um
stórfellda og ótímabæra breyt-
ingu á lífskjörum launþega.“
V*
s
s
S
s
S
s
S
s
$
s
$
*
s
s
t
s
s
s
s
s
s
S
s
V
N
s
s
s