Alþýðublaðið - 24.03.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.03.1943, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Míðvifeudagur 24. marz 194^ Bandaríkin kanpa 1500 tonn afjislenzkn kjðti. ----------- ♦ Fyrir kr. 5,40 hvert kg. fob. Sparar 2,5 milljónir i upp- bótum á kjötið til bænda. ttTANRÍKIS- OG ATVINNUMÁJLARÁÐHERRA skýrði frá því á Alþingi í gær, að lokið hefði verið samning- um þeim um sölu á frosnu dilkakjöti, sem hann fyrir fáum dögum síðán skýrði frá að stæðu yfir.. Hefir Bandaríkjastjóm keypt af ríkisstjórn íslands 1500 smálestir af frosnu kjöti fyrir verð sem samsvarar kr. 5.40 kílóið fob. Kjötið kaupir Bandaríkjastjórn til flutnings til Bretlands. Þetta verð gefur fyxir nefnt kjötmagn sem næst 2 % milljón kr. yfir markaðsverð það, sem haft var til hliðsjón- ar í janúar síðastliðnum við útreikning á áætluðum útgjöld- um ríkissjóðs vegna uppbóta á þessari vöru. Nærri 4 milljónum króna nemur upphæð sú sem sam- tals sparast ríkissjóði með sölu til Bandaríkjastjórnar á þetta kjöt og gærurnar, sem tilkynnt var um fyrir nokkrunt dögum, frá því markaðsverði, sem reiknað var með í janúar síðastliðnum. Samningar standa nú yfir um sölu á ull ársins 1941 og 1942. HSfundur. niðgreinarinnar: Andreas Gottfredsen, danskur rfkisborgari, handtekinn í gær Meðgekk strax að vera höfnndur níðgreinar- innar í brezka blaðinu „The Fishing News A NDREAS GOTTFREDSSON, danskur ríkisborgari, til heimilis að Hótel ísland hér í bænum var handtekinn í gær um hádegisbilið, grunaður um að hafa skrifað níð- • greinina um ísland og íslendinga, sem birtist í enska blaðinu „The Fishing News“ 20. fyrra mánaðar. Réttarhald var strax sett yfir manninum og meðgekk hann að vera höfundur greinarinnar. Enn er ekki vitað hversu lengi honum mun verða haldið í gæzluvarðhaldinu, en talið er líklegt að hann verði látinn sæta ábyrgð fyrir gfeinina samkvæmt hegningarlögunum. 44 Hver er Andreas Oottf redsera ? Andreas Góttfredsen er 52 ára að aldri, fæddur 28. febrú- ar 1891, sonur Gottfredsens skipstjóra, sem lengi stundaði siglingar mi.lli íslands og Dan- merkur og var vel látinn mað- ur. Andreas •Gottfredsen liefir stundað margskonar brask í fjölda mörg ár og lengi verið viðloðandi bér á landi, þó að liann sé ekki. eftir því sem hann Stórfelld lækkun á álagningu vélsmiðjanna á vinnu og efni? , ..............—.... Ríkisstjórnin fyrirskipar Landssmiðj- unni að l»kka álagningn niður f 40%. Eu undanfarið hafa vélsmiðjurnar lagt um 60 °|0 á vinnu og alit að 100 °|o á efni, sem þær hafa lagt til. Ennin fótur fyrir . , , Fregninni um dýr tíðarráðstafanir Bandarikjanna á tslandi. Engar .ráðleggingar* handa algingi. Tilkynning frá utanríkis- ráðuneytinu. | NOKKRUM ísl. blöðun- um hefir verið skýrt frá grein í ameríska blaðinu New York Times sem út kom jþann 5. jan. s. 1. eftir Arthur Krock. í þessari grein er meðal ann- ars sagt, að utanríkisráðuneytið í Washington hafi í undirbún- ingi athugun á viðskipta- og fjármálum íslands og þess sé vænzt að af þessu megi leiða ráðleggingar sem alþingi geti fallist á. Út af þessari frétt vill utan- ríkisráðuneytið taka fram, að sendiráð íslands í Washington hefir gert athugun á þessu sam- bandi og fengið fullvissu um að ekki hafi verið eða sé nein ráða- Frh. á 7. síílu. RÍKISSTJÓRNIN hefir fyrirskipað Landssmiðjunni, en hún er, eins og kunnugt er, rekin af ríkissjóði, að lækka gjaldskrá sína þannig, að hún leggi ekki meira en 40% á vinnu og efni, sem hún leggur til. Tilkynning atvinnu- og' sam- göngmnálaráðuneytisins til blaðanna um þella er svo hljóð- andi: „Meðal annars, sem gert hef- ir verið í þeim tilgangi að reyna að hafa áhrif til lækkunar á verðlagi í landinu, hefir ríkis- stjórnin í dag lagt fyrir Lands- smiðjuna að lækka gjaldskrá sína þannig, að ekki verði fram- vegis lagt meira en 40% á neina vinnu, sem Landssmiðjan legg- ur til, né á neitt efni, sem hún selur eða notar til þeirra verka, sem hún tekur að sér að vinna.“ Þes.si tilkynning rikisstjórn- arinnar mun vekja töluverða athygli. Það hefir lengi verið vitað, að álagning vélsmiðjanna liefir verið alveg taumlaus, ekki ein- göngu á efni, sem þær hafa selt, heldur einnig á vinnuna. Hefir því verið lialdið fram, að álagn- ingin á vinnuna liafi verið allt að 60% og á efni allt að 100%! AlJjýðubliiðið snéri sér í gær tii Asgeirs Siguijðssonar, for- stjóra Landssmiðjunnar, og spurði hann, bversu mikil á- lagning vélsmiðjanna hefði verið undanfarið. „Álagningin liefir verið um 60%,“ svaraði Ásgeir Si.gm’ðs- son. -— Á alla vinnu þeirra? „Já.“ — Hefir álagningin verið sú sama á efnið, sem vélsmiðjurn- ar hafa selt? „Nei/beldur meiri. en alhnis- jöfn, eins og eðlilegt er.“ — Þessi lækkun gjaldskrár- innar hlýtur að lækka mjög viðgerðarkostnað í smiðjunni? „Að sjálfsögðu. Við, sem stjórnum vélsmiðjunum, höf- imi undanfarna daga rætt við viðskiptaráð um þessi mál.“ Með ummælum sínum um á- lagninguna staðfestir Ásgeir Sigurðsson það, seni haldið iief- ir verið fram liér í blaðinu. Mönnum mun finnast, að á- lagningin liefði gjarnan mátt lækka meira, en nú hefir verið ákveðið. - Það er vitað, að kostnaðurinn við viðgerðir á skipum og vél- um hefir verið ægilega mikill, og mætti gjama verða lagfær- ing á þvi. I þessu sainbandi er rétt að minna á dæmi, sem útgerðar- maður kom með lýrir nokkru i grein hér i blaðinu. í greininni segii- útgerðar- í’rb. á 7. sáðu. hefir sjálfur sagt fyrir réttin- um íslenzkur ríkisborgari. Þá hefir liann og dvalið við og við i Danmörku, beimalandi sinu og í Englandi. Hann stundaði um skeið síldarútveg fyrir utan landhelgi Gottí'redsen þessi virðisl* snemma hafa fyllzt óskiljan- legri gremju og vonzku í garð íslendinga, þvi að hann liefir lengi, hæði hér og erlendis af- flutt íslendinga á hinn versta hátt og fátt séð gott í fari þeirra. Segja þeir, sem manninn þekkja, að þeir liafi engum erlendum manni kynzt, sem hafi borið íslendingum jafn illa söguna. En um þverbak kevrði með níðgreininni í ,,The Fishing News“. Niðgrein Gottfred~ sens. Alþýðublaðið hefir áður skýrt nokkuð frá efni þessarar grein- ar — en þykir rétt að taka hér upp nokkra orðrétta kafla úr greininni. í henni segir Andreas Gott- fredsen meðal annars: (Allar leturbreytingar eru gerðar af Alþýðuhlaðinu.) „Ég sendi yður hjálagt „Morg unblað“ frá 19. þ. m., þar sem einhver skipstjóri að nafni Sig- Sigurðsson lætur í ljós miklar ^byggjur yfir því, að íslenzku togararnir geti ekki gengi.ð nógu hart að viðskiptavinum sinum og' pressað síðasta blóð- dropann út úr ófriðarþjóðun- um. É’lestir íslenzku togararnir eru nú í Reykjavílc „i viðgerð“, sem er tegund af skemdarverk- úm. Að því er snertir afkom- una, þá skilur enginn hvers- vegna þeir hafa ekki misst skip eins og Færeyingar . . . . “ „Er líf íslendinga meira virði en Jíf annarra? Eru íslenzk skip meira virði? Það kann að virð- ast svo, en minnist þess að 1914 og 1939 vöru íslendþigar gjald- þrola, „Kveldúlfur“ einn með um 16 milljónir kr. Nú er Jjetta þveröfugt og er þetta vegna þess að ofjlítið Iiafi verið greitt fyrir fiskinn?“ „Það virðist svo að ísland geti ekki þrifist án styrjaldar og hvenær, sem þeir hafa tæki- færi til að hagnast á annarra fórnum, fá þeir aldrei nóg.“ „Kjarni málsiqjs er sá, að greitt hefir verið 60 til 70% of mikið fyrir íslenzkan fisk og sama er að segja um verka- mannakaup og vinnu „hér uppi “ , “ „'Hversvegna krefjist þið ekki sama verðs fyrir kol, olíu, eldivið og salt eins og þeir krefjast fyrir fiskimi, sem er meira og nvinna misjafn að Frh. á 7. síðu. Andreas Gottfredsen. Fyrsta tiernámsskáld sagan kemnr ót. „VerBdarenglarnir“ eftir Jóhannes úr Kðtlum, N Ý SKÁLDSAGA eftir Jóhannes úr Kötlum kemur út á morgun. Heitir hún „Verndarenglarnir“ og, efni hennar um hernám Breta hér á landi. Er þetta- því fyrsta hernámssagan, en áður hafa þó verið skrif- aðar nokkrar smásögur um það efni. Bókin er stór, um 360 blað- síður. Hún segir aðallega frá lífi einnar fjölskyldu, sem kemst í kynni við setuliðsmenn. Það má alveg gera ráð fyrir því að Jð- hannes úr Kötlum hafi hér ekkl getað neitað sér um að nota tækifærin til að prédika sína pólitísku trúarjátningu. Áður hefir Jóhannes sent frá sér eina skáldsögu „Og björgin klofnuðu“. Jóhannes lauk vi® að skrifa „Verndarenglana” á síðastliðnu hausti. Vestur-íslendingnr flyt- ur fyrirlestra unt list vit Háskðlana. A ESTUR-ÍSLENDINGUR- INN Hjörvarður Árna- son flutti í gærkvöldi í Háskól- anum fyrsta fyrirlestur sinn urn listir. Hátíðarsalurinn var Iroðfullur og var fyrirlestrinum prýðilega tekið. Hjörvarður flytur alls þrjá fyrirlestra við Háskólann, Iiinix fyrsta í gær, og var hann kall- aður: „Looking át paintings/* eu liinir verða um franska málaralist og ameríska málara- list. Með fyrixlestrinum voru sýndar skuggamyndir af um 30 málverkum og öðrum lista- verkum og skýrði Hjörðvarður þær afar vel og fléttaði skýr- ingar inn í mál sitt. Hjörvarður Árnason er af al- íslenzku bergi hrotinn, en for- eldrar hans fluttust vestur um haf ung, Hann stundaði nám Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.