Alþýðublaðið - 07.04.1943, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 7. april 1943.
6 m m ALÞYOUBt Ðlf>
Þessi brezki Buldog-liundur vann nýlega verðlaun á hunda-
sýningu á Englandi.
HANNES Á HORNINU
Frh. af 5. síðu
svara. En þá spyr ég aftur: Hvar
eru loftvarnabyrgi þeirra, sem nú
búa í bráðabirgðaíbúðunum í
Höfðaborg?“
„EKKI ER HÆGT að svara þá
— og segja — í kjallaranum. —
Þetta er alvarlegt mál. Höfða-
borgarhúsin t. d. halda engum
kúlum — allt á milli 100Q punda
sprengjur og vélbyssukúlur geta
flætt þar út og inn eins og
rottan. En þarna eru rúmlega 100
íbúðir og fjöldi barna. Björgun-
arskilyrði þessa fólks, er til loft-
árása kemur, hefði þurft að vera
búið að athuga fyrir löngu, en það
hefir ekki verið gert. En þarf að
gerast, þegar í stað, allt annað er
glæpur.“
P. S. SKRIFAR: „Eg var að
lesa reglugerð þá, sem fest er upp
í loftvarnabyrgin, og er stimpluð
með innsigli lögreglustjóra. Þar
stendur í síðustu grein, þeirri 7.,
að hver sá, er gerizt brotlegur við
reglugerðina sæti sektum frá kr.
50—10.000. í 3. grein stendur m.
a., að reykingar séu stranglega
bannaðar, og auk þess er sett í
byrgin sérstaklega, að reykingar
séu bannaðar."
„ÞAÐ ER NÚ EKKI að ástæðu-
lausu, að slíkt sé tekið fram, því
svo virðist, sem menn séu haldnir
sjúkdómi, þar sem reykingar eru
annars vegar. Þær eru seint og
snemma, í tíma og ótíma. Slíkt
villimannsæði geta menn látið sér
sæma í þessari taumlausu fýkn,
að settar reglur eru skýlaust
brotnar í byrgjunum, svo að þar
er ekki hægt að draga andann
fyrir eiturlofti.“
„EÐA HAFA b'yrgisverðir og
hjálparsveitir einkarétt á slíku? —
Það munar um minni mökk, en
úr munni margra manna, þegar
allt er saman komið á lítinn stað.
Það er annars meira ófremdar-
ástandið og heilsuspillingin, sem er
í sumum þessum byrgjum, og svo
langt gengur það, að jafnvel hí-
býli fólks eru spillt af myrkri og
slæmu loftij svo jafnvel heilsutjón
hlýst af.“
„HVERS BER sök á slíku? Er
fólk alveg orðið réttlaust gagn-
vart sínum eigin híbýlum, nema
að borga leiguna af þeim? Til mun
það vera og meira til — og gott
væri að það væri sæmilega siðað
fólk, sem er í þessum hjálpar-
sveitum, svo að það væri hægt
að hafast við í byrgjunum, þeg-
ar fólk er neytt til að fara þar
inn.“
NJARÐVÍKINGUR skrifar: „í
Innri-Njarðvík er hraðfrystihús,
skipasmíðastöð, vélsmiðja, verzl-
un og matsala. Við þetta vinna
hartnær hundrað manns, flest að-
komið, en í þorpinu eru yfir 20
fjölskyldur og má vænta þess, að
fólkinu fjölgi. En eftirtektarvert
er það, m. a. að í Njarðvík kemur
aldrei áætlunarbíll og að þar er
engin póstafgreiðsla. Vilji einhver
komast út úr ,,Hverfinu“ með sér
leyfisferðunum, verður að bíða
upp við veg, hálfa og heila tíma,
eða jafnvel lengur, því sjaldan
fara áætlunarbílarnir Ifjá á sama
tíma dag fró degi.“
„HLJÓTA ALLIR sanngjarnir
menn að sjá, hversu óviðunandi
slíkt er, allra helzt í vondum veðr
um, svo og, að farþegar verði að
bera farangur sinn frá og að veg-
inum, sem liggur þó nokkurn spöl
frá þorpinu.“
„PÓSTUR SÁ, sem Njarðvík-
ingar fá á pósthúsið í Keflavík
liggur þar, þangað til einhverjum,
sem á ferð er þar um, þóknast að
spyrja eftir honum. Sömuleiðis er
það undir góðvilja og greiðvikni
ferðafólks komið, hvernig tekst
með að senda í burtu bréf og ann-
að, sem í póst á að fara.“
„AÐ ÞESSU ATHUGUÐU vildi
ég leita upplýsinga um, hvort eng
in ákvæði eru til um það, að á-
ætlunarbílarnir eigi að koma við
í Innri-Njarðvík óg hvort þar eigi
ekki að vera/bréfhirðing, svo og
hvort ekki fáist úr þessu bætt hið
bráðasta.“
Hannes á horninu.
Djððoýting á íslandi.
Frh. af 4. síðu.
þjóðnýtingu vegna þess hve sér-
staks eðlis sú starfsemi er.
Þá má segja að Tryggingar-
stofnun ríkisins sé allsstórt
þjóðiiýtt fyrirtæki, enda þótt
]iar sé eigi um atvinnufyrirtæki
að ræða. Á árinu 1941 voru
tekjur stofnunarinnar krónur
8.847.017.63. Slysabætur,
sjúkrahjálp, elli- og örórkubæt-
ur og lífeyrir voru rúmar 6
millj. kr. og aukning sjóða
sjúkrasamlaga og tryggingar-
stofnunariimar kr. 1.895.735.17.
Á árinu 1942 munu samsvar-
andi tölur vera allmiklu hærri.
Framhald.
Nýr klofningur á Akureyri.
Frh. af 2 .síðu.
lýðsfélagið telur yfir 200 félaga,
en Verkamannafélagið 13, sem
rétt hafa á inngöngu í Verka-
lýðsfélagið, ef samkomulag
liefði náðst. Verkalýðsfélagið
bauðst strax til að taka þessa
13 menn inn, gegn því, að eign-
ir Verkamannafélagsins gengju
samtímis lil Verkalýðsfélagsins.
Stjórn Verkamannafélagsins á-
kvað að afhenda stjórn Álþýðu-
samhands eignirnar til afhend-
ingar siðar, þegar málum
Verkalýðsfélagsins væri skip-
að eins og hennr líkaði. Síð-
asta tilhoð Verkalýðsfélagsins
var á þá leið, að taka þessa 13
menn inn nú þegar og að þeir
öðluðust full félagsi’éttindi um
leið og eignirnar vrðu aflient-
ar félaginu. Öllu þessu var neit-
að af fulltrúum Alþýðusam-
fbandsins. — Klukkan 9 á föstu-
dagskvöld sendu Jónarnir úr-
slitatillögur til stjórnar Verk-
lýðsfélagsins og kröfðust svars
fyrir klukkan 10.30 næsta dag.
Var þessum úrslitatillögum
svarað á þann veg. að Trúnaðar
ráð Verkalýðsfélagsins gæti
ekki haldið fund fyr en á laug-
ardagskvöld. — En klukkan 7
‘á laugardagskvöld barst stjórn
Verklýðsfélagsins skeyti frá
istjórn Alþýðusambandsins. þar
sem henni var tilkynnt, að
Verkalýðsfélagið yrði rekið úr
Alþýðusambandinu, ef samning
ar hefðu ekki verið undirritaðir
fyrir klultkan 24 ]iá um kvöldið.
Klukkustund áður en slceyti AI-
.þýðusambandsins barst stjórn
Verkalýðsfélagsi.ns, var ,Verka-
maðurinn“, málgagn kommún-
jsta borinn út um hæinn með
þeirri frétt, að samningum
væri slitið — og þess krafist að
stofnun nýs verkamannafélags
yrði að fara fram. Klukkan 23
samdægurs afhendi Trúnaðar-
ráð Verkalýðsfélagsins Jónun-
urn lillögur -sínar til samkomu-
lags. En kíúkkan 13.30' daginn
eftir svöruðu þeir að samning-
um væri lokið af þeirra liálfu.“
Þannig segir i skeyti frétta-
ritara Alþýðublaðsins. En hér
fer á eftir tilkynning um þetta
mál, sem Alþýðublaðinu hefur
einnig bori^t, frá stjórn Alþýðu-
sambandsins:
„Hér fara á eftir nokluir
skjöl og slcilríki varðandi til-
raunir þær, sem að undanförnu
hafa verið gerðar af hálfu mið-
stjórnar Álþýðusambands ís-
lands og fulltrúa hennar Jóns
Sigurðssonar og Jóns Rafns-
sonar ,til þess að sameina verka
mannafélögin á Akureyri:
Á fundi miðstjórnar Alþýðu-
sambands íslands. 10. marz þ.
á. var samþykkt með samhljóða
atkvæðum eftirfarandi tillaga:
„Með því að ekki liefir tek-
ist að sameina verkalýð Alcur-
eyrar í eitt verkalýðsfélag á
grundvelli ályktana 17. þings
Alþýðusambandsins, þrátt fyrir
viðlei.tni miðstjórnar í Jjes.sa
átt, og fyrirsjáanlegt er að verk
lýðshreyfingu Akureyrar er
liæt.ta búin af núverandi á-
standi þar, i þessu efni ,þá sam-
þykkir miðstjórnin hér með að
taka þessi mál í eigin hendur og
senda með fyrstu ferð, i þessu
skyni ,einn eða fleiri fulltrúa
úr sínum liópi til að annast
framkvæmd þessarar samein-
ingar.
Fulltrúum sínum til leiðbein-
ingar i þessu starfi, samþykkir
miðstjórnin eftirfarandi atriði,
sem grundvöll að samkomulagi
milli viðkomandi félagsaðila:
l.Verldýðsfélag Ákureyrar
verði. opnað fyrir öllum verlca-
mönnum. sem liafa samkvæmt
kvæmt lögum Alþýðusambands
ins og hvers löglegs sambands-
félags rétt til að vera þar.
Verkamannafélag Akureyrar
verði lagt niður og eignir þess
látnar gangá til Verkalýðsfé-
lags Akureyrar.
Verkakvennafélagið ,Eining‘
verði félag allra verkakvenna á
| Akureyri á sama hátt og Verka-
, Íýðsféíag Akureyrar félag allra
verkamanna.
i 2. Verkalýðsftdag; Akureyrar
I og Verkakvennafélagið „Ein-
ing“ verði eins og að framan er
sagt, hin lögformíegu sambands
félög, hvert í sinni. starfsgrein.
Konur, sem til þess hafa ver-
ið félagar í Verkalýðsfélagi Ak-
ureyrar, og vilja ekki fara ‘ i
„Einingu“, hafi rétti til að vera
þar áfram. Konur þessar hlíti
þó töxtum og samningum „Ein-
ingar“ um kaup og kjör.
3. Verkalýðsfélag Altureyr-
ar, Verkamannafélag Akureyr-
ar og Verkakvennafélagið „Ein-
ing“ verði sameinuð i eitt fé-
lag, sem yfirtaki eignir allra
hinna sameinuðu félaga, enda,
sé þetta félag opið öllum verka-
lýð í samræmi við lög AjS.Í.
og annarra löglegra sambands-
félaga. — Félagi þessu verði
skift í deildir.
4. Náist ekki samkomulag á
grundvelli neinna ofan-
greindra alriða, samþykkir mið
stjórnin með skírskotun til á-
lyktunar 17. þings Alþýðusam-
bandsins, um þessi mál, að
svifta sambandsréttindum þau
félög, sem hafna samkomulagi
þessu, og felur fulltrúum sín-
um, að gangast þegar í stað
fyrir stofnun verkalýðsfélags,
sem grundvallað yrði á full-
ikomnu lýðræði, og yrði það
hið lögformlega sambandsfélag
í stað liinna gömlu ósættanlegu
félaga“.
Á fundi. miðstjórnar Alþýðu-
sambands íslands 22. marz þ. á.
var fulltrúum miðstjórnarinnar
á Akureyri sent eftirfarandi
símskeyti:
„Fundur í miðstjórn Alþýðu-
sambands íslands 22. marz
1943, samþykkir að veita þeim
Jóni Sigurðssyni og Jóni Rafns-
syni fullt umboð til þess að
framkvæmt sameiningu verka-
lýðsfélaganna á Akureyri, á
grundvelli samþykktar mið-
stjórnarinnar 10. þ. m.“
Laugardaginn 3. apríl þ. á.
barst miðstjórninni svohljóð-
andi símskeyti frá fulltrúum
sínum á Akureyri:
„Þar sem meiri hluti stjórnar
Verkalýðsfélags Akureyrar hef-
ir, þrátt fyrir skriflega beiðni
okkar um fund í félaginu og
einnig neitað okkur um fund í
trúnaðarráði, og enn fremur
engan fund haldið í félaginu,
þrátt fyrir skriflega beiðni 33
fullgildra félagsmanna, og þar
brotið bæði sín eigin félagslög
og sambandsins, leggjum við til,
að félaginu sé vikið úr Alþýðu-
sambandinu. Munum þá strax
stofna nýtt verkalýðsfélag, er
gangi í sambandið. — Jón Sig-
urðsson. Jón Rafnsson.“
Svohljóðandi svarskeyti sam-
þykkt og sent sem hraðskeyti:
„Stjórn Verkalýðsfélags Ak-
ureyrar. C/o Erlingur Friðjóns-
son, Akureyri. \
Tilkynnum yður, hafi ekki
náðst samkomulag um samein-
ingu Verkalýðsfélags Akureyrar
og Verkamannafélags Akureyr-
ar fyrir kl. 24 í dag, 3. apríl, er
Verkalýðsfélagi Akureyrar hér
með vikið úr Alþýðusambandi
íslands. JóniSigurðssyni og Jóni
Rafnssyni fyrirskipað að stofna
nýtt sambandsfélag verka-
manna á Akureyri nú þegar.
Umboðsmönnum Alþýðusam-
bandsins sent samhljóða skeyti.
F. h. miðstjórnar: Guðgeir
Jónsson, Björn Bjarnason."
Fyrir hádegi s. 1. sunnudag
barst Alþýðusambandsstjórn-
inni svohljóðandi símskeyti:
„Stjórn Alþýðusambands ís-
lands, Reykjavík:
Oss furðar á hótunarskeyti
yðar um að víkja Verkalýðs-
félagi Akureyrar úr Alþýðu-
sambandinu, þar sem félagið
hefir ekki á nokkurn hátt brotið
lög sambandsins. Það telur sig
ekki eiga meiri sök á drætti
þeim, sem orðið hefir á sarnein-
Hver ð nýjn Dodges
bifreiðina?
IGÆR var dregið lijá !
lögmanni í happdrætti i
Laugarnesskirju um nýja
Dodge-bifreið:
Upp kom númer 840.
ingarmálum yðar hér en aðrir
aðilar þess máls og mun leita
réttar síns fyrir dómstólum
landsins, ef til framkvæmda á
hótun yðar kemur. Tillögur full-
trúa yðar um sameiningu bár-
ust oss í hendur klukkan 21 í
gær, ræddar nú í trúnaðarráði
félagsins, og verða fulltrúum
yðar send svör fyrir klukkan 24.
Fyrir hönd stjórnar Verka-
lýðsfélags Akureyrar; Erlingur
Friðjónsson (sign.).“
Undirskrift staðfest.
Innihald þessa símskeytis hef-
ir verið kynnt umboðsmönnum
miðstjórnarinnar á Akureyri."
Þannig hljóðar bráðabirgða-
skýrsla Alþýðusambandsstjórn-
arinnar um þetta mál.
Alþýðublaðið mun gera það
að nánara umtalsefni síðar.
Mssiand jí dag.
Frh. af 5. síðu.
Hunang — það fyrsta sem ég
hef séð í Rússlandi — er selt á
Miðmarkaðinum á 250 rúblur
(50 dollara) pundið, verð sem
jafngildir vikulaunum vel laun-
aðs verksmiðjuverkamanns.
Kjötstykki, skorin úr illa útlít-
andi skrókkum, voru rifin út
á 20 dollara pundið. Egg, sem
dreift var yfir borðið eins og
gimsteinum, voru seld á 3 doll-
ara hvert, og þeir sem keyptu
þau, supu úr þeim á staðnum.
Skeggjaðir bændur sveittust við
að afgreiða mjólk fyrir 5VÓ
dollara bollann. Á milli þess
sem kaupendurnir livolfdu í sig
mjólkinni, tugðu þeir rúgbrauð.
Þó að dauðarefsing liggi við
vörúskiptum, hafa þúsundir
Rússa gripið til þess sem einnar
leiðar ásamt öðrum til þess að
afla sér nauðsynja, og stjórnin
hefur lokað augunum fyrir
flestum þessháttar viðskiptunl.
Pund af brauði er metið á hálf-
sólningu á skóm, en flösku af >
vodka er hægt að fá fyrir tvo
gallona af kartöflum.
Þegar styrjöldin skall á var
hætt við smíði allra húsa, sem
eklii stóðu í sambandi við rekst-
ur styrjaldarinnar. í Moskvu
hefur ekki verið unnið handtak
við hundruð nærri fullgerðra
íbúðarhúsa síðustu 15 mánuði.
Þar sem ]iaú eru ekki hituð
upp, gluggalaus og þaklaus, eru
þau fljót að ganga úr sér. Samt
eru liúsnæðisvandræðin ein liin
mest aðkallandi vandamál, sem
nú steðja að stjórninni.
Mesta gólfrými, sem ætlað
er hverjum manni, livað sem
aldri lians og aðstæðum liður
er niu fermetrar. Þar sem íbúð-
ir í flestum byggingum eru um
60 fermetrar, verða flestir ein-
lileypingar og litlar fjölskyldur
að búa í íbúð með öðru fólki.
Oft verður gersamlega ókunn-
ugt fólk að búa saman. Venju-
lega getur það þó haft svefnher
bergi út af fvrir sig, en baðher-
bergi, eldhús og borðstofur eru
jafnan notuð sameiginlega.
Starf læknanna er sem stend-
ur fyrst og fremst — og mjög
oft eingöngu — notað í þágu
Rauða hersins og verkamanna,
sem vinna við stríðsframleiðsl-
una. Ég þekki mann, sem var
mjög veikur af berklum og neit
áð var um hælisvist, af því að
hann vann að borgaralegum
störfum. Herinn þurfti á öllum
matvælum og liúsrými að
halda. Engar lyfjabúðir eru til,
þar sein almenningur getur
keypt asperíntöflur, smyrsl,
sárabindi eða plástra.