Alþýðublaðið - 07.04.1943, Blaðsíða 8
ALÞYÐUBLAÐSÐ
Miðvikudagur 7. apríl 1943.
■TJARNARBIÚIB
Heimsborgari
(International Lady)
Ameriksk söngva- og lög-
reglumynd.
George Breat
Ilona Massey
Basil Rathbone.
Sýnd kl. 5, 7 og t.
UNGUR FJARMALAMAÐUR
MA M M A “ sagði Bjössi
litli og kom þjótandi
inn. „Frú Ólafía sagðist ætla að
gefa mér krónu, ef ég segði
henni hvað þú hefðir sagt um
hana!“
„Hvílík ósvífni!“ hrópaði
móðir hans hneyksluð. „Þú ert
góður strákur að segja henv.i
það ekki! Eg vil ekki einu sinni
hafa, að hún viti, að ég hugsi
um hana. Hérna færðu epli,
væni minn, þú ert skynsamur
drengur!“ j
„Já, það er ég, mamma, þeg-
ar hún hampaði krónunni fram
an í mig, sagði ég, að það, sem
þú segðir um hana, væri svo
agalegt, að það væri ekki liægt
að segja frá því fyrir minna en
tvær ícrónur með dýrkíðarupp-
hót!“
BETRA EN EKKERT
X_I ANN hafði kynnzt frúnni
* lítilsháttar og hún hafði
hoðið honum í veizlu heim til
sín. Þar þekkti hann afar jáa,
■en stóð nú við hlið frúarinnar
og var að tala við hana.
„Ákaflega held ég, að það
sé leiðinlegur maður, sem stend
ur þarna yfir við píanóið,“
sagði hann, til þess að segja
eitthvað.
„Jæja, haldið þér það?“ sagði
frúin. „Þetta er maðurinn
minn.“
„Já, einmitt það,“ sagði gest-
urinn, hugsandi. „Er það ekki
einkennilegt, einmitt leiðinleg
ustu mennimir skuli eignast
lang-fallegustu og skemmti-
legustu konurnar?“
*
XI ELDURÐU, PÉTUR, að
ef maður ræður til sín
fallega stúlku sem einkaritara,
aukist áhugi hans á viðskiptun-
um?“ spurði forstjóri nokkur
stallbróður sinn.
„Ekki veit ég það“ svaraði
hinn, „en hitt er áreiðanlegt að
áhugi konunnar hans á viðskipt
unum eykst um allan helm-
ing.“
e*J>ex£ CkAtmjs
otf lioita hatvi, '
eft>r Ludwuj LevLsohn
sagði hún oft á seinni árum. —
Hann leit aldrei á aðra konu
en mig, það má hann eiga. Ég
er vanari því, að karlmennirnir
elti mig á röndum, en að ég
þúrfi að elta ólar við þá.
Allt um það gat hún stundum
talað um þennan’ kapítufa í
hjónabandssögu þeirra með
logandi hefndarlöngun.
— Ég hét þvi, að ég skyldi
hefna mín, og ég stóð við orð
mín. Það rennur ofurlilið af
Indíánablóði í æðum mínum.
í sttittu máli. sagt: hún gat
I aldrei þolað móðgun vig sig eða
” kynsystur sínar. Að liinu spurði
hún aldrei, hvort hún væri verð
þeirrar virðingar, sem hún
krafðist, eða ekki. Jafnvel um
sextugt,, hrukkótt og subbuleg,
var liún jafn kröfuhörð í þessu
tilliti og hún hafði verið sem
ung eiginkona og móðir.
Þegar „vesli.ngs Harry“ hafði
mistekist bæði í Chicago og
Pasadeha. reyndu f jölskyldurn-
ar Vilas og MacDavid enn þá
einu sinni að koma honum á
réttan kjöl. Hann fékk bókara-
stöðu í skrifstofu ameríska tó-
baksfélagsins í New York, enn
fremur fékk hann senda pen-
inga fyrir ferðakostnaði sínum
og f jölskyldunnar til New York.
Nú lék allt í lyndi, því að þetta
byrjaði vel. Hann fékk góð laun
og Anna, sem las allar bækur,
sem hún komst yfir, og skrif-
aði dálítið stöku sinnum, fékk
nú loks færi á því að umgang-
ast suma af vinum og ættingj-
um Harrisons Vilas. En þetta
nægði henni hvergi nærri.
Harkan og ósveigjanleikinn í
skapferli lxennar, sem hún á-
leit sjálf að bæri vott um styrk-
leika og sjálfstæði, ol-lu því, að
hún gat aldrei selið á sáttshöfði.
við neina konu, sem hún fékk
ekki að ráða yfir og taka undir
sína „vernd“, eða nokkurn karl-
mann, sem ekki þóttist líta upp
til liennar með hrifningu og
aðdáun.
Öfundsýki hennar i garð
jieirra, sem efnaðri voru en hún
var svo gífurleg, að liún ýfðist
við þeim án þess að veita mann-
legum eiginleikum þeirra
nokkra athygli. Þetta var eðli
hennar og skoðun. Af þessum
ástæðum einangruðust þau
hjónin alveg eins í New York
og áður í Cigago. Þau gengu í
únítarasöfðnuð en kynntust af-
ar lítið. ,
En flutningur fjölskyldunnar
til New York hafði skjótar og
óþægilegar afleiðingar. John
Toohey kastaði nú móður Önnu
á dyr án nokkurrar miskunnar
og í eitt skipti fyrir öll. Vilas-
fjölskyklan átti nú ekki ann-
ars úrkosta en taka þá gömlu
upp á arma sína. Önnu var
litið um það gefið að vera sam-
vistum við móður sína, en
Harrison fannst ]pað hreint og
beint óbærilegt. Hernaðar-
ástand liófst milli hans og
tengdamóður hans. Harrison
fannst tengdamóðirin ómerki-
leg manneskja, hann hafði ó-
geð á orðbragði hennar þvi
hvernig liún tottaði vindlastúf-
ana, til þess að lina taugakval-
irnar, að því er hún sagði. Frú
Toohey leit hinsvegar svo á,
að Viías væri ónytjungur og
og tilgerðarsláni. Bæði höfðu að
sumu leyti rétt fyrir sér í dóm-
um sínum um hvort annað.
Anna tólc auðvitað alltaf upp
málstað móður sinnar. Þessi
óhugnanlegi Iieimilisbragur
Iiafði engin áhrif á hana, henni
meira að segja féll hann vel,
en Harrison fékk nú fleiri á-
stæður til að slæpast úti í knatt-
borðssölum og skeiðvöllum,
þar sem liann freistaði ham-
ingjunnar í veðmálum.
Líf þeirra rann þannig fram
í þessum ógeðfellda farvegi, og
þau vöndust þessu. Á ellefu ár-
um, milli 1892 og 1903 skipti
Vilas-fjölskyldan nítján sinn-
um um íbúð. oftast nær vegna
ógreiddrar húsaleigu. Börnin
fengu oftast ein nærföt fyrir
veturinn og svo þvoði Anna
þau á hverju laugardagskvöldi
og þurkaði þau við eldstóna i
hinni dimmu bg gamaldags
ibúð þeirra. En ekkert megn-
aði að kenna þessum hjónum
að draga úr kröfum sínum til
lifsins. Um jólaleytið eyddu
þau svo miklu fé, að það hefði
hrokkið til uppihalds fjölskyld-
unnar í heilan mánuð. Stund-
um fór Anna líka á veðreiðar
og reyndi að veiða ýmsa pen-
ingamenn í net sitt. Börnin voru
rellin og óþekk. Anna lét allt
eftir Bronson, en Harrison
Luellu. Þegar kvölda tók, fór
liúsbóndinn á knattborðsstofu,
en húsmóðirin í eitthvert leik-
húsið. Og í eldhúsinu sat frú
Toohey í fýluskapi, og var
einna líkust ránfugli, tottaði
vindilstúf og spáoi öllu illu ..
VIII.
Það var nánast tilviljun, að
tilbreytingaleysi þessara ára
rofnaði. Én einmitt það tæki-
færi notaði Anna sér til þess
að hefna sín í Harrison Vilas.
Eins og vant var var læknir í
leiknum. Hann hafði stundað
hana við legsjúkdóm, sem hún
lýsti sí og æ. Hún var alltaf
geysi-opinská um allt, sem
mannslíkamanum viðkom.
Vogel læknir, sem var auðvitað
gervilæknir, varð ástfanginn af
Önnu. Þar að kom, að Herbert
itrúði ekki Jengur frásögnum
hennar um þetta mál. í þeim
fólst alltaf einhver ásökun á
B NÝJA BIÚ
Spellvirbjaiuir.
(The Spoilers)
Stórmynd, gerð eftir sögu
Etex Beach’s. Aðalhlutverk:
Marlene Dietrich
John Wayne
Randolph Scott
Riihard Barthelmess.
3önnuð fyrir börn, yngri en
16 ára.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
GAMLA BIO
Nfmðnifli
tt
New Moon)
Ameríksk söngmynd.
Jeanette MacDonald
Nelson Eddy.
Sýnd kl. 7 og 9.
Kl. 3%:
LI’L ABNER
Amerisk skopmynd.
hendur honum sjálfum. En um
langt skeið tók hann þessum
lygasögum sem heilögum sann-
leika.
Vogel læknir varð, eins og
áður er sagt, ástfanginn af
Önnu. Og hún hreifst líka dá-
lítið af honum, og aulc þess var
hún þreytt á lífinu. eins og það
var nú. Siðustu sex mánuðina
höfðu verið stöðug vandræði
með húsaleiguna og daglegt
viðurværi. Fjölskyldan var svo
fátæk, að Vogel læknir tók
Bronson einu sinni með sér og
keypti handa honum alfatnað,
svo að hann, sem nú var orðinn
stór strákur, þyrfti ekki að
skammast sín í skólanum fyrir
klæðaburð sinn. Slikar ölmus-
ur féllu Vitas-fjölskyldunni oft
í skaut. Þær komu oftast illa
við Önnu ,liún gat ekki að því
gert. Harrison lét sem hann
vissi ekki um þetta, en þegar
frá leið átti hann það til að
hölva gefandanum fyrir ó-
skammfeilni.
Anna var heima, var á bata-
vegi, en þó i rúminu.
LÉTTFETI TATAKAIS
Rauða Tataranum hnykkti við, af undrun. Nazur Ali,
reiðmaðurinn, sem hann hafði gert beran að grimmd og
sviksemi, var enginn annar en sonur harðstjórans, kon-
ungs!
Nazúr Ali vildi slá sig enn til riddara í augum áhorf-
enda og settist enn á bak Hvítu örinni í svikahnakknum.
Þegar hann fór á bak prjónaði merin og jós, en spektist
brátt, — en óðar og einhver annar kom á bak henni þrýsti
einhver vallarvarðanna á gaddinn, sem stakkst inn í bak
hryssunnar, svo að hún breyttist í tryllt villidýr óðara og ein-
hver kom henni á bak.
Rauði Tatarinn var ekki búinn að snúa sér við, þegar
hópur manna réðst aftan að honum. Þeir börðu hann niður
og fleygðu sér ofan á hann, og innan skamms var hann varn-
arlaus og máttvana bandingi.
ANNAR KAFLI
/ •
Ofurseldur hlébarðanum.
„Jæja, Tatarahundur, nú sérð þú þína sæng útbreidda.
Brátt er þín síðasta stund komin svo og jálksins þíns! Þessir
uxar þarna eiga að draga þig flatan á eftir sér inn á sviðið,
og þar skuluð þið verða svarta hlébarðanum að bráð!“
Rorik, Rauði Tatarinn, leit upp og sá, að Nazúr Ali
starði á hann hatursaugum. Rorik lá á vellinum, við hlið
hans myndarlegur ungur Afgani.
Hendur þessara tveggja manna voru hlekkjaðar saman
og fætur þeirra bundnir saman með reipi, sem tengt var við
aktygi tveggja risavaxinna uxa, sem báru allskyns glingur
í hölunum.
Ungi Afganinn leit reiðulega á Nazúr Ali.
Oru
YNDA-
SACA.
£ /OU BOVS MAY TAKE A PEW
_/AVS TO (?EST UP/AFTBt? TMAT'
LTG. FLETCHEI? AND OAJENDR’A
WILL PZOCEED TO CHUMKING/
AS FOP YOU, LX. C./VUTM ..
Ameríski foringinn: — Þið
hvílið ykkur í nokkra daga! —
Síðan verða liðsforingjarnir
Stormy og Ray sendir til
Chungking, en yður, liðsforingi,
YOU’OE TO BE AN IN9TOUCTOC? IN
THE OPEPATION OFANEW PUOSUIT
SHIP/YOU WILLTAKE WiTH YOU A
MEMBEP OF THE 8CITISH MILITAOy
COMMISSION WHOSE JOB WILL BE
50MEWHAT EIMILAC/
Örn, hefir verið falið það verk-
efni að fljúga nýrri gerð flug-
véla, sem á að flytja brezka
hernaðarfulltrúa.
LT. SMITH, THIE 15 LT.
COTTCIDGE.KA.F. í HE
WILL BE YOUC CO-PILOT/
YOUR DE5TINATION
Ameríski foringinn: Öm, má
ég kynna yður brezka flugfor-
ingjann Cottridge, sem verður
samstarfsmaður ykkar.
Ferð ykkar er heitið til
Moskva.