Alþýðublaðið - 15.04.1943, Blaðsíða 2
s
ALÞYÐUBLAÐIP
Fimmtudagrur 15. aprð
Styrkjunum til skálda og
rithofunda úthlutað.
Samtals kr. 62 800, sem skipt var á
milii 33 skálda
JÁRUPPHÆÐ þeirri, J
sem Menntamálaráð
veitti til skálda og rithöf-
unda, hefir nú verið úthlutað
af þar til kjörinni nefnd hins
íslenzka rithöfundafélags, en
í henni áttu sæti Barði Guð-
mundsson, Kristinn E.
Andrésson og Magnús Ás-
geirsson.
FjárupphæSin var samtals
kr. 62 800 og skifti nefndin
henni þannig milli höfundanna:
5000 krónur hlaut
Halldór Kiljan Laxness.
3600 krónur hlutu:
DavíS Stefánsson frá Fagra-
skógi, Guðm. Gíslason Hagalín,
Gunnar Gunnarsson, Krist-
mann Guðmundsson, Tómas
Guðmundsson. Þórbergur Þórð
arson.
3000 krónur hlutu:
Guðmundur Friðjónsson á
Sandi, Guðmundur Kamban,
og rithöfunda.
Jóhannes úr Kötlum, Magnús
Ásgeirsson.
2400 krónur hlaut
Steinn Steinarr.
1800 krónur hlutu:
Guðm. Böðvarsson, Guðin.
Danielsson, Jakob Thorarensen,
Ólafur Jóhann Sigurðsson.
1500 krónur hlutu:
Theódór Friðriksson, Þórunn
Magnúsdóttir.
1000 krónur hlutu:
Elinborg Lárusdóttir, Guð-
finna Jónsdóttir frá Hömrum,
Guðmundur Ingi Kristjánsson,
Gunnar Benediktsson, Jón
Magnússon, Kristin Sigfússd.,
Unnur Bjarklind.
800 krónur hlutu:
Óskar Aðalsteinn Guðjóns-
son, Sigurður Helgason.
500 krónur hlutu:
Guðmundur Frímann, Hall-
i dór Helgason, Jón úr Vör, Jón
Þorsteinsson á Arnarvatni, Sig-
urður Jónsson á Arnarvatm
Stefán Jónsson.
Geðvelkralæknir látlnn
athnga Gottfredsen.
—.—..»■■■-....
ÁOur en sakamál verOur hOfOaO
gegn honum fyrir landráOahrof.
Tiiraun hans til að bera i bætifláka
fyrir sig mistókst.
GEÐVEIKRALÆKNINUM dr. Helga Tómassyni hefir
verið falið að rannsaka Andreas Gottfredsen og gefa
úrskurð um andlegt heilbrigði hans.
Jafnframt hefir dómsmálaráðuneytið fyrirskipað málshöfðun
gegn honum fyrir brot á 10. kapitula hegningarlaganna
(landráðakapitulann).
Landráðakapítulinn er svo-
hljóðandi:
„Hver, sem opinberlega í
ræðu eða riti mælir með því,
að erlend ríki byrji á fjand-
samlegum tiltækjum við ís-
lenzka ríkið eða hlutist til um
málefni þess, svo og hver sá,
er veldur hættu á slíkri íhlutun
með móðgunum, líkamsárás-
um, eignaspjöllum og öðrum
athöfnum, sem líkleg eru til að
valda slíkri hættu, skal sæta
varðhaldi eða fangelsi allt að
6 árum. Ef brot þykir mjög
smávægilegt má beita sektar-
hegningu.“
Andreas Gottfredsen játaði
þegar eftir að hann hafði verið
handtekinn að hafa slcrifað
greinina í „The Fishing News“
i Aberdeen.
Hinsvegar neitaði hann þá að
hafa sent greinina beint til
blaðsins. Kvaðst hann hafa
sent hana til firma nokkurs í
Aberdeen, án þess að hann
hefði ætlazt til þess að liún
yrði birt í blöðum — og kvað
sér því birting greinarinnar
vera óviðkomandi, — enda
hefði hún verið birt að sér for-
spurðurn.
Rnnsóknarlögregl. hóf þeg
ar rannsókn á þessu atriði máls-
ins og naut aðstoðar í því efni
íslenzku sendisveitarinnar í
London. Var spurst fyrir um
þetta hæði hjá blaðinu „The
Fishing News“ og firmanu, sem
Gottfredsen hafði nefnt. Rit-
stjórn blaðsins upplýsti, að hún
hefði fengið greinina senda
beint frá Reykjavík, án nokk-
urraríhlutunar firmans og firm
að neitaði að hafa átt nokkurn
Iilut að málinu.
Þegar gögn um þetta lágu
fyrir, voru þau lögð fyrir Gott-
fredsen. Játaði hann þá að hafa
sent blaðinu greinina en þó
kvaðsl hann jafnframt hafa
sent firmanu afrit af henni —
og hefur firiuað staðfest það
atriði.
Eftir þessum upplýsingum
Iiefir verið heðið. En eftir að
þau voru upplýsl var ákveðið
að höfða mál gegn honum, en
láta áður fara fram rannsókn á
andlegu ástandi Gottfredsen.
Íþróttaíélag Iivenna.
Þær félagskonur, sem ætla að
dvelja í skála félagsins yfir pásk-
ana, tilkynni það í hattabúðina
Höddu, sími 4087 fyrir kl. 12 á
hádegi n.k. laugardag. Skíða-
kennsla fer fram bænadagana og
laugardaginn fyrir páska. Þær,
sem njóta vilja kennslunnar, —
taka það fram um leið og þær
tilkynna dvöi í skólanum.
Lengsta þing f siSgu alþingis hingað til.
Hinu reglulegu þiigi verður
sennilega frestað fyrir páska.
RÍKISSTJÓRI sleit aukaþinginu kl. 3 síðdegis í gær og
var athöfninni útvarpað, eins og þingsköp mæla fyrir.
Er þetta lengsta þing í sögu alþingis hingað til.
/
í dag kl. 1 e. h., verður reglulegt alþingi sett samkvæmt
lögum þeim, sem samþykkt voru á aukaþinginu um sam-
komudag reglulegs alþingis í ár, og hefst þingsetningin með
guðsþjónustu.En búizt er við að því verði frestað fyrir páska
Stjórain sættir sig
við afgreiðsln dýr-
tiðarlagafrum-
varpsins.
Yfirlýsing íorsætisráðherra
í fyrrinótt.
Þlngslitaræða Har-
alds Gnðmundssonar
Áður en aukaþinginu ýar
slitið flutti forseti sameinaðs
þings, Haraldur Guðmundsson,
eftirfarandi ræðu:
„Herra ríkisstjóri.
Háttvirtir alþingismenn.
Þessu alþingi er nú lokið. —
Það er hið 61. löggjafarþing og
16. aukaþing, en 76. samkoma
frá því er alþingi var endur-
reist.
Frá stofnun alþingis eru á
þessu ári liðin 1013 ár, en 2 ár
frá því æðsta vald í málefnum
þjóðarinnar var falið íslenzk-
um þingkjörnum ríkisstjóra.
Aldrei fyrr hefir alþingi átt
jafn langa setu og aldrei haldið
svo marga fundi sem nú. Þyk-
ir mér rétt, að venju, að drepa
nú á nokkur þeirra mála, er
afgreidd voru á þinginu.
Alþingi samþykkti til fulln-
aðar frumvarp til stjórnskiþun
arlaga um breytingar á stjórn-
arskrá ríkisins, og er sam-
kvæmt því heimilt að ákveð^i
með samþykkt eins þings að
gera þær breytingar á stjórn-
arskránni, sem leiðir af sam-
bandsslitum við Danmörku og
því, að íslendingar taka, með
stofnun lýðveldis, til fullnustu
í sínar hendur æðsta vald í
málefnum ríkisins, enda komi
til samþykki meiri hluta allra
kosningabærra manna í land-
inu við leynilega atkvæða-
greiðslu.
Af lögum um félagsmál
skulu þessi nefnd: Lög um or-
lof, merkilegt nýmæli í ís-
lenzkri löggjöf og þýðingar-
mikið, lög um að auka við
stríðsslysatrygginga, breyting-
ar á lögum um' alþýðutrygg-
ingar, um nokkuð aukin fram-
lög til sj úkratrygginga, og ný
lög um húsaleigu í stað eldri
laga um það efni. Ennfremur
var ákveðið í lögum um dýr-
tíðarráðstafanir sérstakt 3
milljón króna framlag til efl-
ingar alþýðutryggingunum. —
Fjárlög þau, sem Alþingi af-
greiddi fyrir yfirstandandi ár,
gera ráð fyrir, að útgjöld rík-
isins verði um 65 milljónir
króna. Er það nærri þreföld
upphæð á við hæstu fyrri fjár-
lög, þó er upphæð þessi tveim
tugum milljóna króna lægri en
tekjur ríkissjóðs reyndust á
síðastliðnu ári.
Höfuðverkefni þessa þings
var að gera ráðstafanir til þess
að stöðva og lækka dýrtíðina
°g Uyggja atvinnurekstur í
landinu. Mestum hluta af tíma
þingsins hefir verið varið til
þess að leita úrræða í þessum
málum. Voru afgreidd þrenn
lög varðandi dýrtíðarmálin:
Breyting á lögum um dómnefnd
í verðlagsmálum, lög um verð
lag og lög um dýrtíðarráðstaf-
anir, auk laga um innflutning
Frh. á 7. síðu.
6 millipinganefnd-
ir bosnar síðasta
dag pingsins.
Þar á meðal nefnd til að
nndirbúa verklegar fram-
kvæmdir eftir styrjöldina
SAMEINAÐ ALÞINGI
kaus í gær sex milli-
þinganefndir: Þingvalla-
nefnd, landkjörstjórn, milli-
þinganefnd í sjávarútvegs-
málum, milliþingan. verk-
legra framkvæmda eftir
styrjöldina, nefnd til að gera
tillögur um byggingar við
Lækjartorg og milliþinga-
nefnd í Póstmálum.
Fyrst fór fram kosning Þing-
vallanefndar (þriggja alþingis-
manna) til loka næsta þings eft-
ir nýafstaðnar kosningar, að
viðhafðri hlutfallskosningu.
Þrír listar komu fram og voru
á þeim þessi nöfn:
A-listi: Haraldur Guðmunds-
son.
B-listi: Jónas Jónsson.
C-listi: Sigurður Kristjáns-
son.
Voru þessir þrír menn því
kosnir í Þingvallanefnd. Þeir -
voru allir endurkosnir.
Frih. á 7. síöu.
|7 UNDUR SÓKNAR-
NEFNDAR og presta
hér í Reykjavík, sem haldinn
var í fyrrakvöld kaus 4
manna nefnd til að athuga og
gera tillögur um nýja skip*
un útfarasiða, svo að þeir
yrðu einfaldari og útfarirnar
Ódýrari. — Jafnframt skyldi
nefndin í samráði við „Bál-
fararfélag íslands“ standa
fyrir byggingu kapellu ,lík-
geymslu og bálstofu í kirkju-
garðinum í Fossvogi.
í nefndina voru }>eir kosnir:
Lárus Sigurbjörnsson úr Nes-
sókn, Kristján Þorgrimsson úr I
Laugarnessókn, Ingimar Jóns I
YFIRLÝSING forsætis-
ráðherra, dr. Björns Þórð-
arsonar við lokaafgreiðslu dýr-
tíðarlagafrumvarpsius í neðri
deild í fyrri nótt, sem lauslega
var getið um í blaðinu í gær,
hljóðaði þannig:
„Eins og skýrt hefir komiS
fram við umræður mn dýrtið-
armálin í báðum deildum
þingsins, mun enginn þing-
maður vera ánægður með af-
Igreiðslxi þeirra eins og hún
sýnir sig nú að vera. i
Ríkisstjórnin getur í fyllsta
mála goldið samkvæði þessu á
liti. En hinir pólitisku erfiS-
leikar eru svo miklir innan
þingsins, að það hefir ekki
megnað að taka dýrtíðarmálin
öðrum tökum en raun ber vitni.
Stjórnin hefði helst kosið að
aðrir tæki nú við franxkvæmd
málanna. En henni er ljóst, að
synjun af liennar hálfu á þess-
ari stundu að hafa framkvæmd
ina á hendi, getur skapað á-
stand, sem hún ekki vill bera
ábyrgð á og ekki verður séS
út yfir hverjar afleiðingar
hefði.
Stjórnin álítur þess vegna,
að hún mundi bregðast þeim
skyldum, sem hún hefir á sig
tekið, ef hún ekki tekur við
frumvarpinu og gerir þá til-
raun ,sem þar er stefnt að, í
þvi trausti, að betri árangur
náist en hægt er að gera ráð
fyrir eins og nú horfir. —
Stjórnin gerir það í því trausti
einnig, að ]>að megi firra þjóð-
ina nýjum og vaxandi erfiðleik-
son úr Hallgrímssókn og Þorst.
Sch. Tliorsteinsson úr Dóm-
kirkjusókn. En ætlazt er til. aS
Frikirkj usöfnuðurinn tilnefni
fimmta manninn í nefndina.
Þessi nefnd var kosin af afstöðn
um mnræðuih og eftir að búið
var að saniþykkja eftirfarandi
tillögu:
„Sameiginlegur fundur sókn-
arnefnda og presta í Reykja-
víkurprófas Lsdæm i ,haldinn 13.
apríl 1943, ályktar að leggja
skuli fyrir alla safnaðarfundi í
prófastsdæaninu vorið 1943 svo
hljóðandi tillögu:
„Safnaðarfundurinn iellst á
þá ráðstöfun kirkjugarðsstjóm-
ar Reykjavíkur, að hefjast
Frh. á 7. sWu.
um.
Byggja hirkjagarðsstjórn og Bál-
farafélagið báístofn i sameiningn?
— ---*—.—
Tillaga um undirbúning málsins og
fábrotnari útfararsiði samþykkt á fundl
presta og sóknaroefoda.