Alþýðublaðið - 15.04.1943, Qupperneq 5
Fimmtudagur 15. apríl 1943.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
s .
FESTIÐ á ykkur fallhlífam
ar! hrópaði hrópaði flug-
liðsforinginn í hljóðnemann, og
samstundis varð uppi fótur og
fet í skálanum, þegar fallhlíf-
ar hermennirnir voru að festa
fallhlífarnar hver á annan. Úti
á steinsteyptum flugvellinum
drundi í flugvélunum, svo sem
í kveðjuskyni, þegar við tíu sam
an, hlupum á eftir foringja okk
ar og kennara í áttina til
þeirra. Þegar ég var að klifra
upp í flugvélina, hafði ég það
ljóslega á vitundinni, að þetta
var aðeins í annað sinn, sem
ég kom upp í flugvél. Ég hafði
fáeinum dögum áður verið tutt
ugu mínútur á flugi, en nú átti
ég að stökkva út úr flugvél í
mörg hundruð feta hæð. Ein-
hvern veginn var mér ekki rótt
innanbrjósts.
Nú vorum við allir tíu komn
ir upp í flugvélina og allt var
tiibúið. Hinn rólyndi flugliðs-
foringi og kennari okkar, gekk
frá einum til annars til þess að
athuga, hvort traustlega væri
búið um fallhlífarnar.
— Tilbúnir! hrópaði kennar-
inn og rödd hans gnæfði yfir
vélardyninn. Allt í einu hækk-
uðu drunur flugvélarinnar og
hún rann eftir vellinum, hrist-
ist ónotalega fyrst, en jók svo
hraðann og var þá ekki eins
höst, og eftir örskotsstund fann
maður, að flugvélin var kom-
inn á loft og ónotatilfinning
fór um magann.
Þar sem ég sat hálfboginn í
klefanum, gat ég séð yfir næsta
mann og út um glugga ofan í
hyldýpið, þar sem ég átti að
svífa niður eftir ofurlitla stund.
Fyrir neðan sáust græn engi,
tré og gerði, byggingar, sem
voru eins og brúðuhús úr lofti
að sjá og örsmáir deplar á hreyf
ingu og skyldi maður naumast
ætla, að það væru dauðlegar
verur. — Ekki er vert að horfa
niður aftur, sagði ég við sjálf-
an mig — annars mistekst þér
stökkið.
Ég svipast urn í klefanum og
sé númer eitt og tvö, sem sitja
við dyrnar, tilbúnir að stökkva,
þegar skipunin kemur. Kénn-
arinn stendur yfir þeim, róleg-
ur á svip, og rabbar við þá, eins
og ekkert sé um að vera.
Vélarskröltið drynur í eyrum
og ég verð. að styðja mig við
gólfið, svo að ekki verði eftir
því tekið, hversu kvíðafullur ég
er og órólegur.
Ég horfi framan í lcennarann
og reyni að átta mig á því, hvert
hann sé að horfa. Hann starir
á peruna í loftinu, þar sem ljós
merkih eru gefin. Hann er að
bíða eftir rauða Ijósinu með
mikilli eftirvæntingu. Enginn
talar, enginn hreyfir sig, nema
númer eitt, sem færir sig nær
dyrunum, þegar kennarinn kink
ar kolli til hans og tekur fastar
í snúruna á fallhlífinni.
Á hverri stundu megum við
nú búast við því, að merkið
verði gefið. En siðustu sekúnd-
urnar virðast heil eilífð og loks
Andinn frá 1776.
Bandaríkin hlufuífrelsi sitt og sjálfstæði árið 1776. Síðan Bandaríkin fóru í stríðið er oft
talað þar um endurvakningu andans frá 1776 og margt gert til þess að minna á hann. —
Myndin er frá hátíðahöldum í New York og er kvennahljómsveit að leika frelsissöngva
Bandarikjamanna frá dögum frelsisstríðsins.
Fyrsta fallhlífarstökkið
EFTIRFAKANDI grein,
sem er eftir E. G. Stef-
ens, fjallar um það er höf-
undurinn stéypti sér í fyrsta
skipti út úr flugvél og sveif
til jarðar í fallhlíf.
þegar rauða ljósmerkið, sem við
höfum beðið eftir með eftir-
væntingu, er gefið, hrökkvum
við í hnút. En númer eitt er við
búinn og á auga bragði bregð-
ur hann við, stingur fótunum
gegnum opið,- reigir höfuðið aft-
ur, til þess að geta horft á fram
rétta hönd kennarans og bíð-
ur.
Skyndilega hverfur rauða
ljósið og grænt ljós birtist í
staðinn, kennarinn bregður
hendinni niður og hrópar: —
Af stað! Á svipstundu hverfur
númer eitt niður um opið, svíf
ur niður geiminn og nú heyrist
málmhljóð aftarlega í flugvél-
inni, þegar línan er gefinn út,
sem er ,,björgunarlína“ fallhlíf
arhermannsins, unz fallhlífinn
hefir þanizt út. Mér verður það
OrðseadiRð frá Alpýðubiaðian.
Útsölumenn blaðsins eru vinsamlega beðnir að
gjöra skil f.yrir fyrsta ársfjórðung þessa árs,
sem allra fyrst.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Glas læknir
fæst i næstu bókabúð.
á að hrökkva við, unz mér verð
ur það ljóst, að þetta er ekki
annað en björgunarlína númer
eitt.
Meðan á þessu stendur hrópar
kennarinn: — Númer tvö, til-
búinn! Og annar maður svífur
niður um opið .
Þetta fyrsta stökk er fram-
kvæmt af mikilli varkárni. Flug
vélin verður að svífa í hring.
áður en númer þrjú og númer
fjögur eru látnir stökkva. Þann
ig verður að fljúga í þrjá hringi,
áður en, númer átta er látinn
stökkva, svo að ég get hvílt mig
enn um stund. Svo kemur rauða
ljósið á ný. — Númer þrjú, til-
búinn! Númer fjögur, tilbújnn!
Hvað eftir annað bregður kenn
arinn hendinni niður og hróp-
ar: — Stökkvið.
Enn þá eitt hringflug, rauð
ljós og græn ljós og númer fimm
og númer sex eru farnir. Svo
kemur röðin að mér. Ég færi
mig nær opinu og horfi niður á
sléttan völl með trjám umhverf
is. Þar eiga stökkmennirnir að
koma niður. Ennfremur sé ég
grá hús og kannast við þorpið.
Lengra í burtu sé ég vatn í
stórum skemmtigarði. Rétt á
undan mér er númer sjö að
stinga fótunum niður um gat-
ið, og þegar hrópað er. —
Stökktu! tauta ég fyrir munni
mér: — Góða ferð, Toff. En orð
in heyrast ekki.
Loks er röðin komin að mér,
og á síðustu sekúntunni er allt
ljóst fyrir mér, líkaminn hlýðir
eins og ósjálfrátt skipunum
kennarans,' þessum skipunum,
sem maður hefir orðið æfður í
að fara eftir undanfarna daga.
Fætur og hné saman, lítið eitt
boginn í hnjáliðunum, hendurn
ar niður með síðunum, höfuðið
sveigt aftur (vertu nú rólegur,
númer átta). Hugsaðu þér bara,
að þú sért á æfingavellinum og
þurfir ekki að stökkva nema
sex fet ofan á mjúka ábreiðu.
Það er nú allt og sumt. Þeir,
sem reynt liafa, segja, að þetta
sé ofurauðvelt.
— Númer átta, tilbúinn!
Stökkvið! Og ég renni mér nið
ur um opið og svalur gusturv
leikur um míg. „Björgunarlín-
an“ rennur út og ég hossast of
urlítið, eins og mér sé hampað
af risahöndum. Ég hefi á vit-
undinni, að fæturnir snúi upp,
en svo kemst ég á réttan kjöl
aftur. Ég sé snöggvast glytta í
flugvélina, en ekki get ég átt-
að mig á því, hvort hún er fyr-
ir ofan mig eða neðan. Svo þenst
fallhlífin út og fallhraðinn mink
ar. Skyndilega verður þögn og
kyrrð og friður ríkir umhverfis
mig.
Ég teygi upp handleggina og
gríp í snúrurnar, til þess að ná
betur jafnvægi. Þarna fyrir
ofan mig er silkiseglið, sem
heldur mér svífandi með jöfn-
um hraða glithvítt í sólskininu
og þessi veröld þagnarinnar er
unaðsleg. Ég er aleinn í þessari
veröld — aðeins ég og fallhlíf-
in — og maður svífur í sællá
leiðslu. Mig langar til að syngja,
blístra, baða út höndum og
hrópa. Ég er einn og svíf.
Einn? Ekki alveg.. Að neðan
heyri ég rödd varðmannsins,
sem kallar í hátalarann: — Hver
fjandinn er þetta, númer átta?
Vitið þér ekki, að þér ætlið aS
lenda á bakið? Snúið yður vio,
númer átta! Snúið yður við.
Eins og ósjálfrátt tek ég hin
réttu tök. Ég verð að reyna
talsvert á mig, en get þó snúið
mér við á síðustu stundu.
Mér finnst ég ekki svífa leng
ur. Ég er ekki nema í þrjátíu
feta f jarlægð frá jörðu og græna
ábreiðan virðist færast óðfluga
nær mér. Rólegur, karl minn,
fætur og hné fast saman, gefðu
jörðinni gætur. Svona! Ég er
kominn niður, steypist koll-
hnís, en sprett á fætur aftur,
dreg niður fallhlífina, áður en
vindurinn nær tökum á henni
og flækir hana yfir mér. Ég tek
af mér böndin, vef saman fall
hlífina, öllu er lokið á svip-
stundu. Það er eins og þeir
sögðu, þetta er ofur auðvelt.
Þverbrotin lögreglusamþykkt. — Bifreiðaöskrin. —
Ungur Islendingur skrifar um „ástand“ og æskulýðs-
höll, — sem hann telur að muni bæta úr því.
ÞAÐ ER EINKENNILEGT hve
erfitt gengur að halda uppi
reglum í þessum bæ. Og þaS er
ekki síður einkennilegt hve það er
lengi þolað að reglur séu þver-
brotnar. Líkast til er það fyrr-
talda afleiðing af því síðartalda.
Mér finnst að lögregluyfirvöld geri
sig hlægileg með því að setja regl-
ur, gefa út fyrirmæli um að þeim
skuli hlýtt — og láta þar við sitja.
— Við skulum taka dæmi: Fyrir
nokkrum árum var lagt blátt bann
við því að, bifreiðarstjórar þeyttu
horn sín á götum úti. Þessu var
fylgt framan af, en nú eru regl-
urr.ar þverbrotnar á hverjum degi,
já, á öllum tímum sólarhringsins.
HVERS VEGNA? Engin meiri
nauðsyn er nú á því að þeyta bif-
reiðahornin en var meðan það var
ekki gert, hinn stutta tíma. Hér
er aðeins á ferðinni virðingarleysið
og hirðuleysið um reglumar, og
hvers vegna er mönnum látið hald-
ast uppi að brjóta þær? Á hverri
nóttu fara organdi bifreiðar um
götur miðbæjarins, um Laugveg-
inn, um Hverfisgötuna, yfirleitt
um allar götur. Þetta raskar svefn-
friði og hvíldartím'a manna.
UM ÞETTA hefi ég fengið nokk-
ur bréf undanfarið. Þessi org eru
bönnuð. Menn mega ekki þeyta
lúðra sína, enda er engin þörf á
því. Fólk, sem til dæmis pantar
bifreiðar, verður sjólft að gæta
þeSs að geta tekið bifreiðamar
undir eins og þær koma. Ef bif-
reiðastöð hefir ekki bifreið, þegar
beðið er um hana, er víða sá siöur
hafður að hringja í viðkomandi
númer þegar bifreiðin leggur af
stað. Sjá því allir að sá, sem biður
um bifreiðina getur hæglega veriff
til taks, þegar hún kemur.
ÉG VIL FASTLEGA vænta þesa
að lögreglan haldi í heiðri þeim
reglum, sem settar hafa verið um
þetta, annað er ósæmilegt. Ég held
að það ætti að gera gangskör að
því að framfylgja lögreglusam-
þykktinni út í yztu æsar. Ef það
væri gert og þeir menn beittir við-
urlögum, sem brjóta hana, þá
hygg ég að margt myndi færast i
betra horf en nú er hér í bænum.
„UNGUR ÍSLEND1NGUR“ skrif
ar mér bréf um ástandið. Vi’l
hann kenna .yfirvöldunum um það
að ýmsar stúlkur týnast í flóöið.
Telur hann að ef til dæmis Æsku-
lýðshöll rís upp liér, þá sé mikið
unnið í áttina til þess að bjarga
unga fólkinu, sem nú eltir vafur-
loga erlendra einkennisbúninga og
annar.legra tungumála.Eg er með
Æskulýðshöll, alveg ákveðinn með
henni. En ég er ekki svo bjart-
sýnn að ég ,telji hana myndi verða
kínalífselexír við ástandinu. Það
er langt frá því.
VILLT LÍF FREISTAR, Og fólki
finnst það villt líf að flækjast um
nætur í ókumuim danssölum við
drykkju og glaum. En villt líf
brennir, eyðir eins og eldurinn —
og eftir verður svört aska og
brunarústir. Það er aska og bruna-
rústir hér á götunum um þesssr
mundir.
Frfc. á t>. síöu.