Alþýðublaðið - 09.05.1943, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 09.05.1943, Qupperneq 4
ALÞYÐU&LAÐIÐ Sunnudagur 9. mai 194& jUþtjðnbliiðið Ctgefandl: Alþýðaflokburinn. Bltstjéri: Stefán PétursKon Ritstjórn og afgreiðsla 1 Al- þýðuhúsinu við Hverfisgiitu. Sfmar ritstjómar: 4901 og 4902. Simar afgreiðslu: 4900 og 4908. Verð 1 lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Sumardvðl barna. SUMARDVALARNEFND, sem annast um dvöl Reykja víkurbarna í sveit um suinar- xnánuðina, útvegar dvalarheim ili og skipuleggur ferðir, er nú að taka til starfa að nýju. Og það er mikið og vandasamt starf, slem bíður hennar og full ástæða til að hvetja fólk til að greiða fyrir því, að það gangi sem greiðlegast. Flestum mun bera saman um hve nauðsynlegt það er, að börn kaupstaðanna fái að dveljast á góðum stöðum utan kaupstað anna lun sumarmánuðina. Það eykur bæði andlega og líkam- lega heilbrigði þcirra, þau losna úr þrengslunum og þysnum á götum borgarinnar og fá að leika sér og vinna i hollu um- hverfi óheft og frjáls. Auk þess kynnast þau landi sínu og tengj ast sveitunum og sveitalifinu órjúfandi böndum. Sjóndeildar hringur þeirra víkkar og lifs- reynslan eykst. Enn er ein ástæða, sem veldur þvi, að sumardvalarferðir hafa mjög aukizt síðustu árin. Það er óttinn við loftárásir og aðr- ar hernaðaraðgerðir hér. Sú ástæða er enn fyrir hendi, þótt við höfum verið svo heppinn að sleppa við slik óhöpp fram að þessu. En aðstandendur barnanna verða að gera sér far um að greiða sem bezt fyrir starfi nefndarinnar og torvelda það ekki með ýmsum breytingum og heimtufrekju á síðustu stundu. Þvi er mikill vandi og örðugleikar samfara að koma hundruðum barna fyrir í fjar- lægum héruðum. Það hlýtur ó- neitanlega að vera bagalegt ]>egar staðir eru pantaðir handa fjölda barna, dvöl þeirra þar undirbúin, og síðan skerast margir úr leik þegar til kemur. Það mun t. d. hafa komið fyrir, að fólk hefir hlaupið upp til handa og fóta, þegar þýzkar flugvélar hafa sézt yfir bæn- um, pantað dvalarstaði handa börnum sínum, en svo hætt við allt saman þegar óttinn rénaði. Um næstu mánaðamót fara börnin á barnaheimili þau er smnardvalarnefnd ræður yfir. Vonandi tekst allt vel til um þær ferðir og beztu óskir allra Reykvikinga fylgja hinum litlu ferðamönnum upp í sveitina, í sólina og sumarið- Siðari greln Gunnars Stefánssonar: Húsaleigulöggj öfin og hús næðisvandræðin. GARBADINE- og POPLINE- Kveorykrrakkar einmg KaflmaDnafiktrakkar TOFT Skðlavðrinstfg 5 Simi 1035 HVER eru þá aðalatriði húsaleigulaganan nú? Hvaða aðstæður þurfa að vera fyrir hendi til þess að uppsagnir geti orðið metnar gildar o. fl. o. fl. ? í fyrsta lagi það, að við- komandi eigandi hafi eignast hús sitt fyrir 9. sept. 1941, að uppsögn (á íbúðum) hafi farið fram með þriggja mánaða fyr- irvara, nema öðru vísi sé á- kveðið í leigusamningi, að leigu- sali þurfi að fá húsnæðið til í- búðar fyrir sig, skyldmenni sín í heina línu, kjöfbörn og fóst- urhörn vegna þess að þessir að- iljar séu eða verði sannanlega liúsnæðislausir. Um annars konar liúsnæði en íbúðarhúsnæði gildir það á- kvæði, að upsögn á því getur því að eins orðið metin gild. að leigusali hafi misst annað hús- næði, sem hann notaði til eigin atvinnurekstrar, af sér óvið- ráðanlegum ástæðum, og þurfi því liúsnæðið vegna brýnnar nauðsynjar til þess sama at- vinnurekstrar, enda hafi Iiann eignast viðkomandi hús fyrir 9. sept. 1941. Um uppsagnir á leigu liús- næðis, sem leigutakar hafa leigt út frá sinum íbúðum (framleigusalar) öðrum (fram- leigutökum) gilda sömu ákvæði. Að heimild er fyrir húsa- leigunefnd til þess að meta það. hvort uppsagnir þurfi endilega að ná til alls húsnæðis leigu- taka, eða hluta af því (skipt í- húðum miíli leigutaka og leigu- sala.) Þá getur leigusali losnað við þá leigutaka, sem ekki greiða húsaleigu, og ef hrögð eru að (eftir mati húsaleigunefndar hverju sinni) slæmri hegðun leigutaka eða fólks lians, sóða- legri umgengni, svo og ef hann eða fólk á hans vegum fremur eittlivað eða gerir af sér, svo að það geri „leigusala verulega ó- þægilegt að hafa hann i húsum sínum“. Bannað er að leigja öðrum en hei milisf ös tum i nnanhéraðs- mönnum húsnæði. Utanhéraðsmenn mega ekki flytja í hús sin, þ< að þau standi jafnvel galtóm, hafi þeir keypt þau eftir 7. apríl s. I. íbúðarherbergi má ekki taka til annarrar notkimar en íbúð- ar og ekki má rífa hús, nema heilbrigðisnefnd banni að nota þau til íbúðar. Varðar hið fyrra allt að 200 kr. sekt á dag, meðan nolkunin stendur. Húsaleigunéfnd hefir heim- ild til þess að taka auðar ibúðir og ráðstafa þeim, svo og annað ónotað húsnæði. Einnig hluta af stórum íbúðum, sem nefndin metur að viðkomandi eigandi eða leigutaki geti án verið, og ráðstafa þvl til handa húsnæð- islaus:i innanheraðsfólki. Óheimilt er að hækka húsa- leigu frá þvi sem hún var-;14. mai 1940, nema eftir húsaieigu vlsitölu á hverjum tíma, en þó þvi að eins, að leigusamning- ur sé staðfestur af húsaleigu- nefnd. Leigutaki getur óskað eftir mati nefndariimar á húsnæði sinu, telji hann leigusalá hafa vanrækt viðhaldsskyldu sína. eða ef húsnæði er af öðruni á- stæðum leigt óhæfilega hátt vegna ásigkomulags þess. Húsaleigunefnd, skipuð fimm möunum, er nú tekin til starfa samkvæmt Iögmn þessum hér í Reykjavik. Þrir nefndarmanna fjalla um ágreiningsmál öll og fleira, en tveir, undir eftirliti formanns, meta húsnæði og staðfesta leigusamninga. Nefnd- in skal hafa lokið afgreiðslu mála innan hálfs mánaðar frá því mál var lagt undir hennar úrskurð. Alla leigumála, sem gerðir liafa verið eftir 14. maí 1940, er skylt að leggja fyrir nefndina til staðfestingar, enda geta leigutakar neitað að greiða liina lögboðnu visitöluhækkun, sé svo ekki gert. Leigutaki, sem hefir verið úrskurðaður út úr húsnæði, á heimtingu á að fá það aftur, sé það ekki notað á þann hátt, sem leigusali fékk sér úrskurð- að húsnæðið til. Öll ákvæði laganna um ihúð- arhúsnæði gilda og um leigu á húsum, bryggjum og pöllum til línuveiðabáta, sem róa úr landi. Húsaleigunefnd skal meta öll gistihússherbergi í bæimm. Þetta eru í stuttu máli helztu ákvæði laga nr. 39 frá 7. apríl 1943. Óðum nálgast 14. maí. Mað- ur spyr mann: „Heldurðu að j)ac5 verði noklcur húsnæðis- vandræði í vor?“ Hinn svarar: „Það getur ekki verið. Bygg- ingarfulltrúi ■ hæjarins hirti skýrslu í haust sem leið, en samkvæmt henni áttu allir þeir, sem húsvilltir voru þá, að kom- ast inn í þær ibúöir, sem bá var alveg verið að ljúka við eða skyldu verða fullgeröar fyrir vorið.“ Það er að vísu rétt, að töluvert hefir verið tekið til notkunar af nýjum íbúðum nú upp á síðkastið, og því töluvert af íbúðum losnað annars staðar í bænum. en livað margar þeirra íbúða hafa verið leigðar aftur út? Ég leyfi mér ekki að efast um, að skýrslur bygging- arfulltrúans hafi verið rétt að þvi er snertir úthlutun leyfa til þess að byggja, en hvort húsin hafa yfirleitt verið byggð (það kom mikill afturkippur í bygg- ingamálin í vetur) og hvort nokkur áætlun hefir staðizt, er eftir að vita. En það er stað- reynd, að húsnæðisekla er enn þá inikil í bænum, ótrúlega mikil. Ég veit, að sérhver ykk- ar, lesendur góðir, þekkir eitt eða fleiri tijfelli þess, að tvær, þrjár, ef ekki fjórar, fjölskyld- ur búi saman í íbúð. sem ætluð . er einni. Er það ekki að vera húsvilltur, að verða að liggja inni hjá öðruin fyrir náð? Fólkið á Korpúlfsstöðum og hingað og þangað í slíkum byggingum, að ekki geta talizt mannabústaðir, er það ekki húsvillt? Hvað verða margir að fara út á götuna í vor, oft vegna nýgiftra barna húseig'enda? Svona mætti lengi spyrja. Það er því miður staðreynd, að í vor er húsnæðisekla hér í bæ engu minni, og ég er per- sónulega á þeirri skoðun, að hún sé töluvert meiri en undan- farin vor. Ég spurði setlan lögmann í Revkjavik, herra Kristján Kristjánsson, en undir embætti hans heyrir útburður á fólki úr íbúðum, hvert væri áli.t hans á þessu atriði. Taldi hann tvi- mælalaust, að um tilfinnanlegri húsnæðisvandræði væri nú að ræða en nokkru sinni fyrr um þetta leyti árs, eða jafnvel Jþótt Iiaustin væru tekin með. Aður fyrr hafði enginn verið borinn út, án þess að einhverjum op- inberuin aðila væri tilkynnt um það (oftast bæjaryfirvöldunum eða lögreglustjóra), aðila, sem gæti tekið við þeim, sem þann- ig yrðu húsvilltir. Nú væri öldin önnur. Nú þýddi ekki neitt að tilkynna neinum opinberum að- ila útburði, þvi enginn teldi vig hafa getu eða bera skyldu til þess að sjá þeim úthornu fyrir vistarverum. Nú væri gatan látin sjá þeim fyrir dvalarstað, en sem kunnugt er, þá er bann að' samkvæmt lögreglusam- þyktinni að lirúga innanstokks- munum á götuna, nema rétt á meðan flutningar fara fram. En hvert eiga þeir útbornu <að fiytja? Hinn 14. maí er ekki. kom- inn. munu einhverjir svara, biðum og sjáum hvað þá verð- ur. í fjögur ár hefir reykvíksk alþýða horft upp á síaukið hús- næðisleysi ár frá ári, og hugg- unin, sem hún liefir fengið, er: bíðið; það verður bætt úr þessu Anglýsingar, sem birtast eiga i Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnarí Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvðldi. Sfml 4906. öllu saman. Hún hefir beðið» en ekkert hefir skeð til úrhótas, eða þá svo sára litið og illa fyrir komið, að það náði hvergi til- gangi sínum. En það er önnur saga, sem ég vona að mér gefist síðar tækifæri til þess að rekja» enda er kominn tími til þess að það verið gert rækilega. Gunnar Stefánsson. EIN SYNDIN býður ann- arri heim“ heitir forystu grein Vísis, sem birtist i gær. Er þar rætt um hitaveituna og framkvæmd hennar. Þar segir: „Erfiðlega hefir gengið að afla efnis til hitaveitunnar, svo sem kunnugt er, og ekki hafa öll kurl til grafar komið, sem ætlað hefir verið. Þrátt fyrir alla erfiðleika er nú svo komið, að nægjanlegt efni mun vera hér á staðnum til þess að annast allar lagnir, utan- bæjar sem innan, þannig að hita- veitan geti tekið til starfa einhvern tíma á næsta vetri, ef allt er með felldu. En þegar ein báran fellur rís önnur, og nú horfir mest til vandræða hversu erfiðlegá gengur að fá verkafólk til þess að vinna að framkvæmdum í sambandi við hitaveituna, og er talið, að enn þurfi 300—400 manns, ef verkið á að vinnast með fullum afköstum. Takist ekki að ráða þessa menn tefjast framkvæmdir verulega, — þannig, að allsendis mun óvíst hvort hitaveitan getur af þeim orsökum tekið til starfa á næsta ári. Allur almenningur, og raunar forstöðumennirnir fyrst og fremst, hafa orðið fyrir miklum og margs kyns vonbrigðum í sambandi við framkvæmd hitaveitunnar, en tjá- ir þó ekki um að sakást. Þar hafa öfl verið að verki, sem alla skyn- semi og forsjá hafa borið ofurliði. þannig að, um enga sök er að ræða hj^ þeim, er framkvæmdim ar hafa með höndum. Allur sá mikli dráttur, sem orðið hefir á hitaveitunni hefir óhjákvæmilega stóraukið allan kostnað í sambandi við hana, og er ekki séð hve kostn aðarsöm liún kann að reynast um það er lýkur. Þrátt fyrir það dylst engum, að brýn nauðsyn ber til að að hitaveitan taki sem fyrst til starfa og er ekki horfandi í auk- in útgjöld til þess að svo megi verða. Þess er einnig að vænta, að verkamenn og iðnaðarmenn láti að öðru jöfnu hitaveituna sitja fyrir starfsafla sínum, þannig, að ekkí verði okkur um kennt, ef út af ber.“ ÞaÖ er enginu efi á því að' verkamenn munu gera sitt til að koma hitaveitunni á. En þaö verður líka að krefjast l>ess að þeir, sem að henni starfa hafi ekki lakari kjör og aðbúnað en aðrir verkamenn. Það er eðli- legt að menn kjósi sér fremur aðra vinnu, sem býður betri kjör, ef þeir eiga hennar kost. En hitt er rétt, liitaveitan hefir verið fram að þessu mjög ó- heppin og er það áreiðanlega vilji allra Reykvíkinga að greiða fyrir henni eins og í þeirra valdi stendur. ❖ Skinfaxi, timarit ungmenna félaganna, sem er kominn út fyrir nolíkru, hirtir grein eftir séra Jakob Jónsson, er nefnist „Lifsskoðun Einars Jónssonar myndhöggvara“. Er hún skrifuð samkvæmt viðtali við lista- manninn. í greininni segir með- ai annars: „Stjórnmálum og öðru slíkBi hefi ég alltaf verið frábitinn, og er þakklátur öðrum fyrir að taka að sér þau störf. Auðvitað verða einhverjir að hafa þau á hendi. Eg hefi alltaf átt erfitt með að skipa mér í flokka, einnig á sviði listanna. Listflokkar, stefnur„ ,,ismar“ og tíska hafa alltaf verið mér mjög fjarlæg. Eg geri heldur enga kröfu til þess, að allir séu eins og ég sjálfur. Þegar einhver getur ekki þolað mig sem lista- mann, þá finn ég stundum til gleði, þótt undanlegt sé. Orsökm er sú, að ég tel það ávinning fyrir heildina, að ekki séu allir steyptir í sama mótið. Eg vil undirstrika andlegt sjálfstæði mannsins. Það sjálfstæði er ekki fuilkomið, nema maður unni öðrum sama réttar og sjálfum sér. Nú getur sjálfstæði mannsins að vísu ekki verið tak- markalaust. Setjum svo, að tveir menn vilji sjálfstæði til hins ýtr- asta. Annar vill sjálfstæði á ljósa- ins vegi; hinn krefst með sama rétti sjálfstæðis á mótsettum vegi. Raunverulega hafa þeir ekki sama rétt, því að í tilverunnar ríki er ákveðinn réttur, sem hver ein- staklingur iilýtur að lúta. En hver maður verður að krefjast sjálf- stæðis til að noía sinn rétt, svo langt sem mannfélagsheill og sið- ferðislögmál tilvermmar leyfir. — Einstaklingamir verða líka að hafa sinn rétt, sökum þess, að ekki hæfir öllum það sama, fremur en í sögunni um karlinn, sem gaf akó smiðnum meðal, sem honum batn aði af, en reyndi svo sama með- alið á skraddara, og hann dó af því.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.