Alþýðublaðið - 12.06.1943, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.06.1943, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBLr OIÐ Laugardagur 12. júní 1943, ■HTJARNARBlÚEa filisabet «g Essex (The Private Lives of Elizabeth and Essex). Amerísk stórmynd í eðli- legum litum um ástir Elísa- íbetar Englandsdrotningar og Jarlsins af Essex. Bette Davis Errol Flynn Olivia de Havilland. Sýnd á 2. Hvítasunnudag kl. 3, 5, 7 og 9. Sala aðgöngum. hefst kl. 11. Engin sýning í kvöld. „Ertu upptekinn í kvöld, Mac?“ „Nei, Donald.“ „En annað kvöld?“ „Nei, ekki heldur!“ „En á jöstudagskvöldið?“ „Já, þá heji ég ejtirvinnu“. „Það er leiðinlegt, því að ég ætlaði að hjóða þér til kvöld- verðar á jöstudagskvöldið.“ * * * KERLING ein var í Skál- holti á dögurn Brynjóljs hiskups, og gegndi hún elda- störjum með annarri konu. Kerling þessi var myrkjælin mjög. Það var einhverju sinni síðla um lcvöld, að kerling rogar hlandkeraldi jrá eldhúsi og ætlar hún að hera það jram hæinn og út karldyr, en göng voru löng og skíma, svo að sjá mátti deili til dyranna. Hún sér, að skugga her jyrir dyrnar, og verður ekki um sel og jer að raula jyrir munni sér: Óhræddur geng ég illu mót, öndum og myrkraher, hjálpræðis meðan hjálm og spjót í höndum mínum her. Sér hún þá, að þetta jærist innar ejtir göngunum. Þá hækkar hún róminn: Helvízkur myrkrahöjðinginn, haj þig í hurtu nú. En er hún hajði þetta út sungið, var ojboð á hana kom- ið aj hræðslunni, því að þá þóttist hún sjá, að vojan var nær því að henni komin, og sendir hún þá keraldið aj hendi og syngur skjáljandi: Á, varztu jeginn að jlú! Hajði það verið biskvv sjálj- ur, er um hæinn gekk, og varð jyrir keraldi kerlingar. Kom það í jang honum. síns á sem tilfinnanlegastan hátt. — Nú máttu vera hreykinn af sjálfum þér! Þessi skepna, sem er til við alla. Svo hvarf Josie á brott, og Bronson flæktist um New York dögum saman, fölur, örvænt- ingarfullur og magnstola af af- brýðisemi og ófullnægðum hvöt- um. Anna varð enn þá skelk- aðri. Hún hringdi. til lögregl- unnar, en eftir ofurlítinn tíma kom Bronson heim, fór inn í baðherbergið og brá rakvélar- blaði á úlnliðinn á sér, en varð hræddur og kom hlaupandi inn með blóðuga höndina og veinaði á hjálp. Og Herbert varð að flýta sér eftir lækninum. Hann sagði við sjálfan sig, að þýðing- arlaust væri að reyna að vinna bug á Önnu. Hann var ekki Vilasfjölskyldunni vaxinn. Iiún saug sig fasta og dró bráð sína niður í sorpið til sín. Lífið hélt áfram sinn vana- gang. Langar, tómlegar vikur og mánuðir. Joffe var slæmur til heilsunnar og gekk illa kaup- sýslan. Herbert samdi fáeina vinsæla söngva í viðbót handa Stolzenberg, en honum þóttu þeir ekki eins góðir og þeir fyrstu. Samt borgaði hann sjö I hundruð dollara fyrir alla söngvana, en vildi ekki fá fleiri það árið. Sem betur fór gat Iler- bert haldið þessum peningum leyndum, svo að Anna hafði ekki hugmynd um þá. Hún var fjarverandi oft í viku hverri. Það var eitthvað að Lúellu. Annað hvort vissi Anna ekki, hvað það var, eða hún vildi ekki segja frá því. Hún vildi að Eilen kæmi heim frá Queens- haven, undir því yfirskini, að systurnar þyrftu að hittast oft- ar. Hún staðhæfði, að það væri stórsynd, ef systurnar yrðu hvor anparri framandi. Eilen gæti haft góð áhrif á Lúellu. Eilen kom heim. Dvölin í Queenshaven hafði gert hana mildari í skapi. Hún var ekki eins önug og fúllynd og áður. Hún flutti Herbert kærar kveðj- ur að heiman. Hún var nú barnslegri í skapi og hugsunar- hætti og hneigðist meira að Herbert en áður. En svo búið mátti ekki lengi standa. Anna átti við hana langt hljóðskraf, og eftir það varð barnið aftur ósvífið, þrjózkt og fjandsamlegt í garð Herberts. Nú leit svo út sem þátta- skipti nálguðust í ævi Herberts. Harrison Vilas hafði lengi þjáðst af magasári. Dag nokk- urn varð hann fárveikur og varð að flytja hann í skýndi í sjúkrahús, þar sem hann var skorinn upp á síðustu stundu. Hann sendi eftir Önnu og hélt í höndina á henni meðan hann var að deyja. Anna kom heim eins og sigrandi hetja. í nær- veru móður hans og systra hafði hann lýst því yfir, að hún hefði alltaf verið ágæt eigin- kona og móðir. En um Herbert var það að segja, að honum þótti miður, að Vilas skyldi vera látinn. Nú var enginn á lífi lengur, sem þekkti hið rétta skapferli Önnu. Nú voru eng- ar hömlur lengur til á ímynd- unum Önnu um hið liðna. Nú var líka enginn. sem gat séð um Bronson eða Lúellu. Herbert þorði naumast að hugsa um framtíðina. Hann var þreyttur þjáður og virtist hafa elzt um mörg ár. Vandamálið var þó ekki eins hættulegt og hann hafði óttazt. Önnu til mikillar hrellingar stakk Dubose-fjöl- skyldan upp á því, að fá að sjá um Lúellu. — Ekki nema það þó, hróp- aði Anna. — Ég kæri þau fyrir skerðingu á persónufrelsinu. Hún er mitt barn, vona ég! — Ég held, að þú ættir að gleðjast yfir því, að fjölskyldan vill sjá um hana, sagði Herbert. — Jæja. svo að þér finnst það? Reyndar hélt ég, að ég ætti að eiga ofurlítinn stuðning þar sem þú ert, eiginmanns- nefnan. Meðan Harry Vilas var á lífi, þótti þér ofurlítið til mín koma, en nú er ég ekki meira virði en slitinn skóræfill. Ég get þó, ef í hart fer, leitað mér atvinnu, svo að ég geti haldið Lúellu. Herbert ' vissi. hvers vegna hún var svona snúðug. Vilas hafði látið eftir sig líftryggingu að upphæð þúsund dalir, sem höfðu fallið í hlut Lúellu. í augum Önnu voru þetta miklir peningar. En drembilætin vör- uðu ekki lengi. Anna fór að verða flóttaleg til augnanna. Hún veinaði í svefni og 1 þetta iskipti var hún ekki opinská um áhyggjur sínar. Herbert kenndi í brjósti um hana. Hún trúði honum fyrir því í hálfum hljóð- um. að eitthvað alvarlegt gengi að Lúellu. En hvað var það, og hver var orsökin? Var það að eins vegna þess, að hún var nú á gelgjuskeiði, eða var skilnað- ur foreldranna orsökin? En hvernig sem það var. þá var ekki hægt að leyna heilsufari hennar lengur. Telþan gat ekki sofið, hún óð elginn úr einu í annað og missti oft þráðinn, þuldi stundum kvæði í belg ag biðu, var full af ýmis konar móðursýkiskenndum grunsemd- um og var stundum ein^enni- lega æst að ástæðulausu. Það gat ekki verið að-------— orðið fraus á vörum Önnu. Viku sednna heimsótti hún Lúellu, hringdi heim og sagðist verða að vera hjá henni, og þyrfti því ekki að búast við sér heim strax. Hún var fjarverandi í tvo sólarhringa og kom heim I NVJA Blð 6AMLA BIÖ Sðngvaejrjasi (Song of The Islands) Söngvamynd í eðlilegum litum. Betty Grable Victor Mature Jack Oakie Sýnd á 2, Hvítasunnudag kl. 3, 5, 7 og 9. Engin sýning í kvöld. Rðdd hjartans (Hold Back the Dawn) 'Amerísk stórmynd Charles Boyer Oliviade Havilland Paulette Goddard Sýnd á 2. Hvítasunnudag kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngum. seldir frá kl. 11. Engin sýning í kvöld. rauðeygð og steinuppgefin. Hún hafði ekki sofnað dúr frá því að hún fór að heiman. Það hafði reynzt óhjákvæmilegt að senda Lúellu á hæli fyrir tauga- veiklað fólk. Sérfræðingurinn hafði ekki getað um það sagt, hvort þetta væri kast eitt eða ólæknandi geðbilun. — Guð minn góður! hrópaði Anna. — Þetta getur ekki verið! Það má ekki ske! Hún reyndi að harka af sér og bjóða örlögunum byrginn. en loks lét hún bugast. — Bertie, hafðu ofurlitla samúð með mér! Vertu svolítið góður við mig! Hann reyndi að vera góður við hana og umhygjusamur. en hann gat ekki varizt því að hugsa til þess, hversu mjög hann þarfnaðist sjálfur ein- hvers. sem væri honum góður og umhyggjusamur og örvaði hann til dáða. Þetta fólk, sem hafði sogið sig fast á hann, eins og snýkjudýr, tætti hann sund- ur, rændi hann andlegum þrótti og saug merginn úr til- finningum hans og kenndum. En hvað gat hann sagt eða gert? Ef hann sýndi á sér fararsnið, stóð Anna frammí fyrir honum sorgbitin á svip og sagði: — Bað ég móður mína að deyja? Eða Bronson að gera til- raun til sjálfsmorðs? Kærði ég HELJARSTÖKKIÐ Og fyrst ég gat það, þá ætti ég að vera fær um flest annað.“ Torzó sagði ekkert. En hann gaut hornauga til bréfpok- ans og rak upp undarlegt hljóð, sem minnti þó helzt á hlátur. „Nú er mál fyrir þig að taka inn meðalið þitt,“ sagði Feiti Jói og leit á úrið sitt. „Það er svo sem ekki furða, þótt þú sért sprækur, Torzo. Allt er það þessu undralyfi mínu að þakka. Og ég vil ekki, að þú missir af einni inntöku.” Feiti Jói dró flösku upp úr vasa sínum og hellti úr henni í lítið glas. Enginn nema Feiti Jöi vissi, hvaða efni voru í þessu undralyfi, en það var beizkt, þykkt og viðbjóðslegt. Torzó tók við glasinu. „Hann er fjári regnlegur,“ sagði hann og benti með vinstri hendinni upp í himininn. Jói leit upp til að gá að regnskýinu, en sá ekkert, hleypti brúnum og leit aftur á Torzó, sem nú stóð með tómt glasið á vörunum. „Ég sé engin merki um rigningu,“ sagði Feiti Jói. En hins vegar mátti sjá þess ljós merki, að Torzó hafði'. hellt úr glasinu niður í grasið, — en það vildi svo vel til, að Jói tók ekkert eftir bví. „Fáðu þér epli,“ sagði Feiti Jói. „Það tekur óbragðið úr munninum á þér.“ Hann opnaði pokann og gáði niður í hann. Honum brá heldur en ekki í brún. í staðinn fyrir eplin og hneturnar, sem hann átti von á, sá hann ekkert annað en rjómakökur og hunangskökur. Torzó varð niðurlútur og skömmustulegur, en reyndi að brosa vingjarnlega og vonaði,. að Jói færi að hlæja. Að vísu var það fremur veik von, enda rættist hún ekki. En AP Features LUSYU tekst að slá. skamm- byssuna úr hendi Wolfs. COTTRIDGE gefur honum vel úti látið högg. ÖRN hefur skothríð úr vél- byssunni á benzínbifreiðina og tekst að kveikja í henni. IÞÝZKU flugvallarmennirnir átta sig ekk iá því, hvað er að gerast og reyna að forða sér í burtu. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.